Bjarki


Bjarki - 02.11.1898, Blaðsíða 3

Bjarki - 02.11.1898, Blaðsíða 3
173 Fjárskaða seðimiklum kvað Ottó Tulinius á Papós hafa orðið fyrir nýlega- I brjefi úr Breiðdal er skrifað híngað að Tulinius hafi keyft yfir 100 fjár á fæti tii slát- urs, en frestað slátruninni til þess er hann feingi salt, sem hann átti von á með Ifjálmari og látið fjeð á meðan út í hólma eða ey í fijót- inu, en þegar til átti að taka var fjeð á burtu alt saman. Hvort fjeð hefur flætt burt eða hvernig það hefur drukknað, fylgir ekki sögunni, en sagt að það tiafi alt farist. Mikið af því hafði verið búið að finna dautt. Viltur maður. Sú saga, nokk- uð ævintýraleg þó, er höfð eftir sunnanpósti, að menn kríng um Skciðará, á því víst að vera Ör- æfíngar, hafi fundíð mann, sem vilst hafi úr gaungum á afrjetti á Norðurlandi, og hafi þá verið bú- inn að villast um óbygðir í 18 dægur þegar þeir fundu hann. Sagt er að hann væri nokkuð meiddur á höndum og hnjám, en ekki ann- ars getið, cn að hann væri með fullri rænu. Sje nokkúr fótur fyrir þessu, þá væri mjög æskilegt að fá ítarlegri fregnir um þennan mann og ferð; - lag hans, hvaðan hann bar að. Hvernig lenti hann þar niður mcð Skeiðará? Viltist hann á jökul eða kom hann fyrir vestan Vatna- jökul alla leið ? og hvcrnig lifði maðurinn þetta bjargarlaus, sem hann eftir öllum h'kum hefur hlot- ið að vera ? Sem sagt, sje nokkuð hæft f þessu, þi er ekki miklu ófróð- legra að fi ferðasögu þessa mans um öræfin heldur en Stanleys yfir Afriku eða Nansens um norðurhöf. »Minni þeir nú á sem kunnaN f Helga Jósdóttir kona Ólafs trjesmiðs Ásgeirssonar í Norð- firði er nýdáin. Hún var, að sögn kunnugra manna, merk kona og góð. Járngerður Eiríksdóttir móðir Einars prófasts í Kirkjubæ, er og sögð nýdáin. Hún var fjör- gömul, hátt á níræðisaldri, mcrk kona sögð. Sigurður Hjörleifsson bóndi á Egilsstöðum (í Fljótsdal) er og nýdáinn. Sýslumaður fór í morgun upp í Hjerað til að halda próf í ein- hverju sauðaþjófnaðarmáli þar. Sagt að maður hafi lagt kindur(4?) inn í kaupstað frá öðrum manni í heim- ildarleysi. Thyra ókomin. Útlendar frjettir. — ;«i — verða að biða næsta biaðs, en þessa aðeins getið hjer: Dreyfus. í einu blaði tút- lsndu segir svo: »Gufuskipið« Santa Cecilie* er farið af stað frá Martinique til að sækja Dreyfus og flytja til Frakk- lands. »Santa Cecilie* er varðskip við eyna Martiniquc í Vesturindium, sem er í nánd við Púkey, og átti skipið að fara heim til Frakklands hvort sem var, og tekur nú ríkis- bandíngiann með sjer. Dreyf. verður að likindum fiuttur í land annað hvort í Bordeaux cða La Ro- chelle, og þaðan verður svo reynt syo kyrlátlega sem unt er, að lauma honum inn í citthvert fángelsið í Paris.« Þó þessi frjett hafi ekki staðið í opinberum hraðskeytum, þá er eing- in ástæða til að reingja hana. Mál Dreyfusar stendur svo nú, að óumflýanlegt sýnist vera að hann verði færður heim til Parísar. Öllum þeim sem tóku þátt i að heiðra og prýöa jarðarför vors elskaða eíginmans og bróður, Otto Wathnes, færum við vorar inn'negustu þakkir. Seyðistirðí 31. Okt. 1898. F a m i 1 i a n. Ensku ogþýsku kénni jeg mönn- um í vetur, eins og í fyrra og með sömu skilmálum. Lá sem því vilja sinna bið jeg að láta mig vita það helst fyrir 15. þ. m. l/u 98. Þorsteinn Erlíngsson. Uppboðsaugiýsing. Laugardaginn 5. Nóvembcr næst- komandi verður eftir beiðni Jóns verslunarmans Guðmundssonar —. haldið opinbert uppboð hjá Nóa- túni hjer í bænum og þar selt? Húsbúnaður: I sófi, 6 stól- ar, 1 spegill, 4 borð, 3 komm- óður, 3 kistur, 2 koffort, 8 mál- verk, 1 servant, I járnrúm með fjaðradýnu, 4 trjerúm með rúmfatn- aði, 1 lataskápur 1 leirtauskápur, 1 eldavjel o. fl. Veiðarfæri: I bátur rá og reiða 25 línur, 3 síldarnet, streignir o. fl. Tijnburskúr 6 ál. lángur með þakjárni. Uppboðið byrjar kl. 11 f. m. I og verða uppboðsskilmálar birtir á undan uppboðinu á uppboðsstaðn- um. Bæjarf. á Seyðisf. 25. Okt. '98 Jóh.Jóhannesson, HSIT' Ný Bókbandsverk- Stofa á Fjarðaröidu. | Heiðruðu bæarbúar og nærsveita- j menn! j Jeg undirskrifaður tek b æ k u r , í band og alt er að bók bandi I lýtur fyrir svo lágt verð sem unt cr. Jeg mun leysa það svo vel af 53 þsirra einn dag, og með >much muney* og nokkrum setníng- um öðrum sem hann hafði náð í Páisbæ, gerði hann þeim skiljanlegt, að hann ætlaði að kaupa jarðir þcirra og gjalda Vel fyrir. En þeir voru þrjótir, ^Amerikumennirnir; hann varð að snúa heim erindislaus; þeir voru ófáanlegir til að fara. Sveit- arkóngurinn náði ekki upp í nefið á sjer fyrir ergi; og hvert sinn sem hann fór upp á hólinn og sá þessi snotru rauðu hús í miðju ríkinu, Ijet hann ósvikið heiðmerkurblótsyrði fjúka út yfir þá, og hjet þvf með sjálfum sjer að hann skyldi ekki kikna. Þeir skyldu verða á burtu. Og hann fjekk til alt sem unt var til að beiskja þeim lífið. Hann þurfti ekki mykju sinn- ar til áburðar á akrana fyrstu árin, hcldur en aðrir nýleadu- menn, en henni ljet hann allri aka í stóra hauga svo nærri húsum bændanna amerisku sem hann mátti, þó svo að alt var í hans landi; hann veiddi óþefjur* og skaut þeim niður f kjall- arana hjá þeim, svo ólyktin ætlaði að kæfa þá f húsunum. Hann sendi þeim að gjöf fúlan ost og kæilan fisk, sem hann vissi að þeirn var viðbjóður. í iam orðum sagt, hann var ótrúlega hugkvæmur í því, að gera þeim alt til kvalar og skapraunar. Að lokum urðu bændurnir svo ieiðir á þessu ná- grenni að þeir seldu löndin og fóiu búferlum vestur á sveitir, en brosleitur var hann og hróðugur nokkuð, sveitarkóngurinn, þegar hann var að teija þeirn fram á borðið silfríð fyrir jarð- irnar. Hann hjálpaði þeim líka ótrúlega vel á allar lundir nú meðan þeir voru að komast burt og hugsaði sem svo, að þá *) Oþefja: dýr, sem Amerikumenn kalla skonk. Ilinn hræmu- lega velgjuóþef sem af því dýri stendur getur sá einn skynjað sem reynt hefur. 55 Orð\5 »frelsi* hljó.nraði eins og þegar rumdi mest í stórbumb- unni; »almenníngs heilH og »frelsun landsins* Ijet í eyrum eins og þegar málmhlemmunum var barið óþyrmilegast saman; og þeg- ar svo þessi Ioddari var að tala um »ættjarðarást« sina, þá var mjer sem jeg heyrði hið ískrandi hjáróma hljóðpípugaui. Endalaust lófaklapp og fagnaðaróp vakti mig af draumum mínum, Ræðan v^r búin og menn þyrptust að ræðumanni til þess að taka í hönd hans og óska til hamíngju. Nú átti að gánga til atkvæða; úrslitin voru reyndar þegar ákveðin fyrir- fram og mannfjöldinn þusti niður af áhörfendapöilunum. Þegar jeg gekk um forsalinn, sá jeg þar gamia svartklædda konu og fjölda fólks í kríng. Hún var búin eins og efnaðar borgarakonur eru og lá auðsjáanlega harðla vei á henni. Jeg náði í eitt af þessum úngu óiastanlegu snyrtimennum, scm úir og grúir af í öllum ráðaneytum — jeg þekti manninn dálítið ■— og spurði hann hver konan væri. Þetta er móðir ræðumansins, svaraði hann með em- bæctissvip. . . . Það er ekki að undra þó h ú n finni til sín! hinni tii sín ! Ekki fann hún þó mikið tii sín móðir lodd- arans í markaðstjaidinu ! og ef móðir þessa tiikomandi ráðgjafa hefði hugsað út í það, þá mundi hún víst líka hafa óskað sjer þeirrar stundar aftur, þegar sonur fennar, óvitinn saklausi, var að stríjilast í kjöltu hennar og hjelt á litla fætinum sínum í hendinni! ... En hvað skai segja! Alt er álitamál í þessum heimi — blygðunarleysið líka. Ath. höfundar.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.