Bjarki - 16.12.1898, Blaðsíða 2
ítrekaðar fyrirspurnir um það frá
sjer.
Þessi orð urðu nú Brisson samt
að falli. Ekki af því alð hans frjáls-
lyndi flokkur brigðist honum, held-
ur notuðu miðlunarmenn þíngsins
nú tækifærið til að losa sig við
hann, því þeim er hann alt annað
en kær, þó þeir hafi stutt hann
móti hervaldinu gem þeim virtist
ennþá hættulegra án Brisson,
Atkvæðagreíðslan um dagskrána
gekk Brisson í móti, og hann varð
því að víkja, en í rauninni sem
sigurvegari. Allir fundu að »Brjánn
fjell og hjelt velli«. Foríngjarnir
og k'ervaldið hafði í rauninni orðið
undir, því áður Brisson færi frá
fjckk hann samþykt að herstjóinin
skyidi vera hinni borgaralegu stjórn
undirgefin og lúta hennar boðum.
Hann hafði og brotið á bak aft-
Ur síðasta heiftaráhlaup hersins;
því á þíngfundi rjett áður hafði
hermálaráðgjafinn gert það svika-
bragð að segja af sjer embættinu í
sjálfum þíngsalnum, þvert á móti allri
reglu, til þess að koma Brisson í
vanda og þínginu í uppnám. Ráð-
gjafinn vann þó ekkert nema að
sýna máttleysi sitt og herflokksins.
Brisson skyldi því svo við þíng-
ið og stjórnina að þar var öllu ó-
hætt og Dupuy, miðlunarmaður,
sem við stjórn tók eftir hann hefur
með íiægu móti riðið aff sjer alt ó-
veður með því að segja að Drey-
fusarmál væri nú alt í höndum
dómaranna og að þíngið hafi kraf-
ist að borgaravaldið hefði efri tök-
in í viðskiftum við herforíngjana.
Og cftir að 5 foríngjar hver cftir
annan, hafa verið hermálaráðhcrrar,
þá er nú loks kominn þar borgari
óborðalagður. Það er gamli Fre.y-
cinct, sem allur heimur þckkir.
Þessi festa þíngs og stjórnar
hefur haft góð áhrif alstaðar og
hefur kannske átt þátt í því
að vjefángsdómurinn hefur haldið
fram stefnunni rólcga en fast. Því
eftir að hann hafði yfirfarið skjala-
búnkan ákvað dómurinn 29. Okt.
að mál Dreyfusar skyldí rann-
sakað að nýu. Sumir kölluðu
þetta ættjarðarsvik, en aðrir sögðu
að nú væri fyrst farið að rofa fyr-
ir sól á Frakklandi. Svona skiftar
voru skoðanirnar.
Úrskurður dómsins hljóðaði svo,
að málið skyldi taka upp frá rót-
um. Dómurinn ætlaði sjálfur að
annast allar rannsóknir sem þörf
kynni að verða á. Fángavist
Dreyfusar fann dómurinn ekki að
svo stöddu ástæðu til að breyta
eða aftaka. Dreyf. yrði annað
hvort yfirheyrður þar vestur frá,
eða þá kallaður heim, ef þörf krefði.
j’að var sagt að dómurinn hefði
krafist allra leynibrjefa af hermála-
ráðherra, en hann aðeins viljað
lofa dómurunum að sjá kafla úr þeim,
en óvíst að það sje satt. En ráð-
gjafarnir hafa lýst því á þínginu
að þeir beygi sig undir úrskurð
dómsins og láti honum f tje öll
skýrteini sem óhætt sje, án þess
að stofna ríkinu í voða.
Allur heimurinn vonar þvf nú að
alt fái að gánga sína leið falslaust
og hlutdrægnislaust. Dómurinn hef-
ur yfirheyrt alia 5 hermálaráðgjaf-
ana gömlu, sem höfðu lýst því, að
þcir væru sannfærðir um sekt
Dreyfusar, en ástæður þeirra sýn-
ast ekki hafa vaxið dómurunum
sjerlega í augum, því síðasta verk
þeirra er að heimta, að Dreyfus
verði látinn vita um gáng málsins
og maður verði sendur til þess að
fá ýmsar upplýsíngar frá honum.
Hvað foríngjarnir taka nú ti!
bragðs er óvíst, eða hvort þeir yfir
hiifuð gera nokkuð. Aðeins hefur
flogið fyrir að í bígerð sje að myrða
alla aðalforfngjana fyrir vörn Drey-
fusar, og hvort sem það er satt
cða ekki, þá er hitt víst að lög-
regluliðið hefur aðvarað marga af
helstu vinum Dreyfusar, og hafa
sumir farið burt úr París en aðrir
fara því aðeins að heiman að þeir
stíngi skammbyssunni í vasann. Sje
þetta satt þá sýnir það ljósast að
foríngjarnir búast nú við að alt
gángi rólega sína leið og að Dreyfus
verði sýknaður.
Svo þó málið sjálft sje ekki
komið leingra en þetta, þá sýnist
nú- stjórn Frakka, þíng og þjóð
bæði vilja og vona að sannindi og
rjettlæti fái úr þessu að fara leið
sína óhindrað.
Dreyfus hefur á meðan setið
innilokaður á Púkey eins og áður.
Og það er sagt um vist hans þar
að hann hafi í fyrstu farið laus um
eyna, en haft þá samband við fólk-
ið þar í útlaganýlendunni í Cayenne
og sagt að honurn hafi verið boð-
in hjálp til að flýa, en hann þver-
neitað. í’rátt fyrir það ljet ný-
lendustjórinn loka hann inni og
setja í fótjárn um nætur.
I’að var sagt þegar í Októbcr
að hann vissi alt um gáng máls síns
heima, en það var víst ósatt, þvf
seint í Nóv. skrifar hann konu
sinni að kraftar sinir sje á þrotum
og að haun muni líti.ð skrifa heim
þaðan af. Þetta er þó líklega ekki
rjett hermt úr brjefinu því litlu síð-
ar lætur stjórnin . segja honum úr-
skurði dómsins og gáng málsins og
þá segist hann vera við góða krafta
bæði andlega og líkamæga. Loks-
ins eftir mikla mæðu, hlaup og
bænir, hefur kona Dreyf. líka feing-
ið að talegrafera til fjans 24. f. m.
og hann aftur til hcnr.ar.
Hann þakkar henni og öllum fyrir
dugnað þeirra og trúfesti og er nú
vongóður.
Esterhazy hefur verið í
Lundúnum en síðustu frjettir segja
hann vera að fara af stað til Am-
eriku. Hann er að gefa út bók
um Drf. málið. Það er varnarit
fyrir hann og skammir um fjendur
hans. Fáir efa ieingur að Ester-
hazy hafi skrifað njósnarbrjefið, því
ofan á' allar gömlu líkurnai hefur
nýlega fundist brjef frá honum,
sem sýnir glögglega bæði að efni
og stafagerð að alt et sama tóbakið.
Hann kvað og hafa játað það á sig
í votta viðurvist fyrir utan dóms-
höllina þegar Zola mál var á ferð-
inni. Og ýms svik fleiii hafa vitn-
ast um Estcrhazy og sagt áreiðan-
legt að þeir hafi gert öll sín stryk
í bróðcrni og fjelagi Henry og
Esterhazy.
Z o 1 a er í Sviss -og bíður á-
tekta ennþá.
Picquart á nú að fara fyrir her-
mannadóm og spá margir illa fyrir
því. Hann var, eins og menn muna,
sá, sem fyrstur fór að grafa um
mál Dræyfúsar, og hefur verið
bræðrum sfnum, foríngjúnúm, ærið
skeinuhættur. Hann er kærður
fyrir að hafa falsað brjef og notað
falsbrjef. En því trúir einginn.
Astandið í Dreyfusar máli er þá
nú í stuttu máli þetta:
'Stjórnin og þíngið standa föst
fyrir og sýnast einbeitt í því, að
láta rannsaka málið alt til þess sá
sannleikur fæst sem feingist gctur.
Þjóðin mun og yfir höfuð á sama
máli og æskja friðar. Sagt er og
að fjöldi herforíngja fagni þessu
líka.
Vjelángsdómurinn geingur ein-
arðlega áfram og leiðir öll vitni
sero til fást, alla gömlu ráðgjafana,
Picquart og sjálfan Dreyfus, en
einginn fær enn að vita hvað þar
kemur fram við vitnaleiðsluna.
Dreyfus hcfur feingið að vita alt
um mál sitt og dómararnir hafa
þegar beðið hann upplýsínga og
haldið að maður verði sendur til
að yfirhcyra hann, og líklegast að
dómararnir heimti hann heim til að
hafa hann við hendina. Hann hef-
m nú feingið hraðskeyti trá konu
sinni og cr vongóður og allur
heimurinn óskar þess með henni
að sakleysi hans sannist. Dómar-
arnir hafa haft um orð að heimta
öll leymskjölin af stjórninni því
þau ein gætu nú hamlað sýknu
Dreyfusar. Dómurinn álítur njósn-
arbrjefið grunsamt og hcfur þann
grun sem aðalundirstöðu undir hin-
um nýu rannsóknum. Það má því
telja það skjal úr sögunni nú.
Stjórnin hcfur ckki verið n:’>gu
sterk eða djörf til að rífa Picquart
yfirforíngja úr greipum herdómsins
og því stendur hans mái ver en
menn óska og hann á skilið.
Zola bíður átekta og Esterkazy
er landflótta fyrir svik, lýgi og
ómensku.
Allir vinir sannleika, rjettlaetis
og Frakklands fagna þessum tíð-
indum þaðan og telja þjóðinni
sóma að hnekkja ránglætinu jafnvel
þó það styddist við bjargfastan
hæstarjettardóm. Og mcirg þjóð
mætti öfunda Frakka af þeim djörfu
og hraustu dreingjum sem orkuðu
að koma veltu á þetta heljarbjarg
sem nú er farið af stað — hvar
svo sem það’ kemur niður.
Aföðrum tíðíndum verð--
ur þetta ágrip að nægja
I K f n a sýnist alt kyrt og Kín-
verjar lifa upp á Rússnesku sem
stendur.
A K r í t hefur Soldán nú látið
undan algjörlega. Þar verður Ge-
org kóngsson hinn gríski gerður
að Iandstjóra. Það er líka verk
Rússa.
Frakkar og Bretar hafa
verið að þrefa um Fashóda allan
tímann og Brctar voru orðnir svo
úfnir seinast að herskip þeirra voru
komin á hlunna um alla veröldina
og sum á flot. Svo skrapp það út
úr Frökkum að þeim væri ekkert
lið í Fashóda og Bretar mættu
gjarnan eiga þorpið. Nú sitja
Bretar og eru að þurka af sjer
svitann eftir allan rembínginn.
L u c h e n i drottníngarmorðíngi
er dæmdur til ævilángrar hegníng-
arvistar, og ekki sannast að neinn
maður væri í vitorði með honum.
F r i ð u r er nú að semjast
milli Spánverja og Bandamanna.
Auk Cúbu og Portórícó taka Banda-
menn allar Filipseyar og gefa
Spánv. 20 millj. doll. í sárabætur.
I Danmörku var mest talað
um burtrekstur nokkurra danskra
manna úr Sljesvík. Þjóðverjum
hefur farist þar hálflítilmannlcga,
og mörg þoirra cigin blöð skamm-
ast sín fyrir það og úthúða stjórn-
innní fyrir vcrkið. Danir taka því
manslega og ofsalaust.
Seyðísfirði.
V e ð u r tremur ónotalegt Og óstöð-'
ugt með snjófýlíngi, krapa og hunds-
lappadrífu til skiftis, en þá aftur gott
stund og stund á mitli; sjaidan logn,
en ckki heklur neinn ofsi þessa vikuna.
Frosið hefur einstöku sinnum oftast
ekki nema hálft dægur í senn og aldr-
ci yfir 2 til i gráður.
F i s k u r sýnist vsra hjer nógur útí
fyrir, ög á Miðvíkudagjnn t. d öfluðu
fiestir ágæta vei yg það vænan fisk.
Mein aS gadtaleysínu, og nauðsyn að
fara varfega og, hætta sje.r ekkí í ófa;ru