Bjarki


Bjarki - 30.12.1899, Síða 2

Bjarki - 30.12.1899, Síða 2
202 jeg nú ekki búinn að ákveða samt hverri jeg giftist, að minsta kosti als ekki með neinni vissu. f’að getur verið töluverður vandi eins og annað að velja sjer rjett svo að maður sjái ekki eftir því á eftir. Það eru gallar nærri því á því öllu. Væri nú Solveig íngimundardótt- ir t. d. dóttir hans Svems á Galta- stöðum og einbirni eins og Sigríð- ur er núna, þá þyrtti einginn að vera í vandræðum, eða t. d. hefði íngigerður sál. í Haga lifað. Nú verð- ur Sigríður á Galtastöðum ríkasta stúlkan, því þau eiga varla fleiri börn bjaðan af, en bæði er hún útsláttarsöm og verður Hklega eing- in búkona og svo ekki ncma 23 ára, eða jeg veit ekki hvað úng. Það gæti orðið botnlaus ómegð. Aftur fær Solveig ekki meira en r helmíng á við Sigríði þó Ingimund- ur Gíslason sje ríkari, því þau eru 5 þar, þó óskiigetnu börnin sje ekki talin. Þar á móti er ekki hægt að kjósa á betri stulku cn Solveigu, hún mun vera vel þrítug og hefur mikið til stjórnað þcssu litla búi núna síðustu árin, svo hún er eingin ráðleysíngi. Ekkjan í Efradal er og mikið góð að því leyti hvað aldur og ráðdeild snertir, en kaupstaðarskuldirnar eru víst töluverðar, hvað miklar sem þær nú eru og hún er ekki jarð- cigandi þó búið sje stórt Jeg hef nú reyndar haft auga- stað á fleirum, en jeg er ekki að masa þetta til að lýsa þeim bein- iínis, heldur til að sýna að jeg hef hugleitt þetta dálítið eins og jeg sagði. Jeg er nú að hugsa um að koma núna um jóladagana að Galtastöð- um og öðrum bæ til, ef veður leyf- ir, og skal jeg senda seinna línu um hvernig það fer ef jeg sje þetta í blaðinu. Með bestu óskum þángað til. Jón Jónsson. Sjónleikarnir iDreingurinn minn« hefur nú þrísvar verið sýndur og aðsóknin verið mikil, einkum á annan í jólum. Leikurinn er eftir franskan mann, Arthur L’arr- onge og var oft sýndur í Reykjavík síðastliðinn vetur. Aðalmaðurinn í leiknum er skósmiða- meistari, Mörup. Hann er vel efnað- ur vill lifa sem auðmaður og er hætt- ur vinnu sjálfur. Hann á tvö börn, dóttur og son. Dóttir hans trúlofast einum af sveinum hans, Frank, og ]>á rekur hann hana frá sjer og gerir hana arflausa. Sonur hans, Leopold, er kandidat í lögfræði og karlinum þykir fram úr hófi vænt um hann og lætur alt eftir honum. En Lecpold er svall- ari og eyðslumaður. Hann ætlar föð- ur sinn miklu n'kari en hann er og karlinn re\nir sjfur aj haæla honum í þeirri trú, til þess að hann þurfi ekk- | ert að láta á móti sjer. Loks hrekk- ur hann þó ekki við eyðslusemí sonar síns, og er fyr en hann varir orðínn öreigi. Lepold flýr þá tíl Ameriku, en faðir.hans tekur aftur til skósmíðanna, lifir við mestu fátækt, en vinnur baki brotnu til að afborga skuldir sonar síns, Hverníg leikurinn tekst er að mestu komíð undir þvi, að Mörup sje vel ieikinn. Rolf Johansen leikur Mörup og verð- ur ekki annað sagt, en að það takist vel; þó fór saungurinn illa hjá honum í byrjun leiksíns síðast; vaeri betra að kvæðið væri þar lesið en ekki súngið. Besta sýníngin í Ieiknum er kvisther- bergið í byrjun síðasta þáttar og hún tekst yfir höfuð vel, Herbergið ætti þó að líta fátæklegar út og eins mætti Mörup vera ver til fara þegar hann kcmur síðast inn á leiksviðið. Klara, dóttir Mörups (frk. Sigr. Böð- varsdóttir) og Frank teingdasonur hans (úrsm. Friðrik Gíslason) eru vel leikin; eins Emma (frk. Guðrún Gísladóftir) og saungkennarinn (Sig. Grímsson prentari). Saungkennarinn handleikur helst til mikið gleraugun sín og nokkuð óvanalega. Sýníngin þar sem dætur Bertelsens heimsækja þá Mörúp og son hans gæti farið bet- ur. Emma er þar nærri of fasmikil, en systir hennar, María (frk. Sigr. Jens- dóttir) of aðgjörðalítil;. yfir höfuð vek- ur hún miklu minni eftirtekt í leikn- um en til er ætlast. Stína, þjónustu- stúlka Mörups er leikin af karlmanni (Jóni Jónssyni skraddara) og reyndar ekki illa, en málrómurinn er alt annað en kvenlegur eg hreifíngarnar eins. Dátinn (Sig. Finnbogason prentari) er góður, en lýsíng kærustunnar á honum á ekki sem best við og færi betur að hún viki henni við. Berteisen (Jónas Helgason), Leopold (Hallur Magnússon) og Larsen skó- smiður (Gunnl. Jónsson verslunm.) leika allir tlável. Kristján (Guðm. f’órarins- son) er vei leikinn. Anna dóttir Bert- elscns (frk. Anna Stephensen) er og allvel leikin. Yfir höfuð má hcita að leikurinn hafi tekist betur en von er til og menn hafa látið vel yfir honum. Andr. Rasmussen kaupm. hefur sagt til við æfíngarnar. »Æfintýri á gaunguför* eftir Host- rup ætlar leikfjel. að sýna næst á eftir þessum leik Svarti dauði. Kýla-plágan, sem Bjarki hefur áður minst á að nú næri komin híngað í álfuna til Oporto í Portú- gal, virðist vera að breiðast út. Þessi drepsótt hefur altaf haft að- alheimkynni sitt austur í Mið-Asíu og hefur oft geysað i Kína. Til Európu hefur sýkin sjaldan komið síðan á miðöidunum; þá fluttist hún með krossferðunum að aust- an °g gerði fádæma manntjón í álfunni. Hún var þá kölluð pest eða pestilentia, eða nefndist eins og hjer á Islandi svarti dauði, eða plágan mikla, (kýla-plágan). Til Marsiljuborgar á Frakklandi kom pestin síðast 1720. Pestargcrlarnir valda ký!ap!áo- unni, og uir og grúir af þeim í kýlunum, sem koma í nárana, und- ír hendurnar og á hálsinn á sjúkl- íngunum. Það er alkunnugt í Asíu að rottur og mýs fá sjúkdóminn fyrst þar sem hann geingur. Á rottum og músum íifir fjöldinn all- ur af flóm og er það sannað, að flærnar bera oft g.erilinn með sjer til manna, því sömu flærnar iifa líka á mönnum og flytja sóttkveikj- una inn í blóðið með því að stínga þá. Þeim húsum ’sem mikið er í af rottum og músum er því hætt- ara við drepsóttinni en öðrum hús- um. Gerilllnn getur líka borist ofan í mann með mat, stundum berst hann og með andrúmsloftinu eins og berklagerillinn. Byrjar þá sýkin með kvefi (hnerrum) og bráð- drepandi lúngnabólgu. Milli landa berst sóttin með mönnum eða í fótum, pokum, mott- um og því um líku. Það er als ekki glæsilegt að líta á feril sóttarinnar í síðustu 5 árin, 1894 gcysaði hún í Kína- veldi í Hon-Kong. Þaðan komst hún til Indlands, þaðan til Pers- lands og Belusjistan, þaðan norður í Turkestan, að Aralvatni til Suð- ur-Rússiands, og suður á Arabíu, en þaðan aftur til Égyptalands (Alexandríu í fyrra) og nú er hún í Oporto. Enn frcmur hefur hún borist frá Indlandi til Madagaskar og eyjanna Mauritius og Reúnión og á meginland Suður-Afriku til Lourenzó Marques við Delagóa- flóann. Loks er sóttin nýkomin alla leið til Suður-Ameriku til As- somption í Paraguay, til Monte- video og bæjanna Buenos-Ayres og Santos í Argentína. — Ut fyrir Oporto kvað sýkin vera komin í smábæ þar norður af og í Lissa- bon hafði dáið einn maður (Iæknir) þegar síðast frjettist, en vonandi er líka að hjer við sitji og plágan nái ekki að breiðast út um álfuna. Flestir dcyja sem taka þessa sótt, eða um 80 af hverjum 100 sjúkl- fngum. Á Indlandi (Bombay) deyja um 6000 mans á viku. I Oporto deyja lángt um færri (rúmlega 20 af hundraði) og er það að þakka hinum ágætu blóðvatnslækníngum Y e r s i n s við veikinni. Þær eru líkt og blóðlækníngarnar við barna- veiki að sínu leyti, en virðast gera talsvert meira gagn. Tiðindi prestafjelagsins i hinu forna Hólastifti heitir nýr ritlíngur, sem út hefur komið á Akureyri á kostn- að Frb. Steinssonar. Þar eru skýrslur frá pnestafundinum, sem haldinn var á Akureyri í sumar, og stutt ágrip af umræðunum, sem þar hafa farið fram. Pessi mál hafa verið rædd: 1. Um messur og ir.essnföll, 2. Kröfi.r nútímans til prestanna, 3. afstaða presta til bind- indishreifínga 4. Vínsölubannið, 5. Kjör presta, 6. Helgisiðir í kirkju og utan kírkju, 7. Hvernig eiga prestar að prjedika? 8. Prestafjelagíð, 9. Prests- ekknasjóðurinn og 10. Fríkirkjumálið. Prestafjelagið sem hjer er skýrt frá var stofnað á Sauðárkróksfundinum í fyrra og fjelaginn þar samin lög. 22 prestar voru á þessum fundí. Fundarmönnum kom saman um að messuföli væru mjög tfð, en ekki fundu þeir nein óyggjandi ráð til bæta úr því. Sumir töldu orsökina þá, að upp- Iýsíng safnaðanna hafi fleygt fram á síðari tímum, sem er með öðrum orð- um, að kirkjan svari ekki kröfum tím- anna. Um 2. málið hjelt sjera • Sofonías Hal- dórsson fyrirlestur, sem prentaður er í heilu !agi aftan við fundarskýrslurnar. Fyrirlesturinn er góður og frjálslega hugsaður. Fundurinn vildi að land- sjóður tæki við öilum kirkjueignum og þaðan væri svo prestum greidd laun, 1000—1500 kr., en borgun fyrir auka- verk væri ákveðin með sjerstökum lög- um. Um 7. málið flutti sjer JónasJóll- asson fyrirlestur, sem prentaður er í heilu Iagi aftan við skýrslnrnar. Um 10. málið urðu lángar umræður, en ekki urðu fundarmenn þar sammáia um neina ályktun, virtist flestum málið ó- undirbúið og lítt hugsað, Formaður fjelagsins er Sofonías pró- fastur Haldórsson, en varaformaður Davíð prófastur Guðmundsson. Fund- arstaður var ákveðinn næsta ár á Sauð- árkróki, og að rit það, sem fjelagið nú byrjaði að gefa út, skyldi verða áfram- haldandi ársrit. Rúsínan er i endanum, en það er flokkur af kvæðum eftir sjera Matthías og heitir »Hólastifti<. Tað er yfirlit yfir sögu þess í fáum, skörpum dráttum. Seyðisfirði. Veður nú storma- og snjóasamt, 6- slitin hríð' mátt heita nú í 3 daga. Veðurlag vikuna: Sd. -7- 4; stormur og snjókoma nv. um nóttina, sömul. hríð seinni hluta d. Md. -4- 4; stormur nv. Fd. 3; snjó- slydda. Mid. 2; bjart, v. nau. Föd. 4- i/2 snjóhrakníngur. Föd. -4- 5; norð- anhríð ailan dag. Ld. -4- 3; sama v. Bæjarstjórnarkosníng fer hjcr fram á Miðvikudaginn kemur. 3. Jan. og skal þá velja 2 .menn f stað þeirra Einars Hallgrímssonar og Eyjólfs Jónssonar, og mun ekki efamál að þeir verði báðir endurkosnir, því að öllum monnum ólöstuðum sem kostur væri á í stað þeirra, mun óhætt að segja að ekki geti orðið breytt til batnaðar í þetta sinn. Ferðaáætlun póctguf jskipanna fyrir millilandaferðirnar er nú kom- in og er rjett að kalla eins og hin i fyrra nema hvað fjelagið hefur neytt þess að Ceres er hraðskreið- ari en Þyri gamla var og fært því til nokkrar af ferðunum lítið eitt, þó skakkar það mest 2 dögum,Aen d flesta staði koma skipin nú að*

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.