Bjarki


Bjarki - 15.03.1900, Blaðsíða 1

Bjarki - 15.03.1900, Blaðsíða 1
Eit.t blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af sláttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. Sayðisfirði, Fímtudaginn 15. Mars 1900 V. ár. 10 s Póstar. -—:«:o:»: — 18. — Norðanpóstur kemur. 20. — Vopnafj.póstur fer. 22. — Sunnanpóstur kemur. s, d. Aukapóstar fara til Mjóafj. og Borgarfj. s. d. Vaagen frá út!., norður um til Eyjafjarðar. 23. — Egill að norðan, suður um fjörðu og utan. 30. — Vaagen að norðan, suður um fjörðu og utan. Þingkosningarnar næstu, Eftir Jón Jónsson á Sleðbrjót. —»:«—- I 5. tbl. Bjarka þ. á. birtist grein, með ofanritaðri fyrirsögn. Greinin er stillilega og vel rituð, og hún er orð í tíma talað, því eingum hugsandi manni mun dylj- ast það, að alþíngiskosníngar eru svo þýðíngarmikið atriði að ekki má til þeirra höndum kasta. En af því jeg er í ýmsum alriðum á annari skoðun en hinn heiðr. höf. áðurnefndrar greinar, vildi jeg biðja Bjarka um rúm til að ræða dálítið um þetta mál. Eins og eðlilegt er að kjósendur gjöri, beinir höf. þeirri spurníngu að okkar gömlu þíngmönnunum, hvort við munum bjóða okkur fram við næstu kosníngar. Jeg skal fyrir mitt leyti þegar verða við þessari- áskorun, og lýsa yfir því, að vegna heilsubrests (magnleysis í fæti) treysti jeg mjer ekki til að bjóða mig fram tii þingmensku. Jeg finn því meiri hvöt til þess að lýsa þessu yfir nú þegar, sem margir þeir kjósendur er jeg met mikils hafa látið það í ljósi við mig bæði munnlega og skriflega að þeir mundu styðja mig til kosníngar, ef jeg byði mig fram. Jeg kann þeim þökk fyrir þau um- mæli sfn, og vil því sem fyrst aug- Iýsa, að jeg mun ekki bjóða mig fram, svo þeir sem mig vildu styðja geti snúið áhuga sínum f aðra átt. Jeg Dýst ei við að þola landferðir til Reykjavíkur og sjóleiðina get jeg ekki notað vegna sjóveiki, af því »rauðu gleraugun* scm lajkna eiga sjóveikina eru ekki komin til okkar hjerna á Islandi. Verði jeg búinn að fá þau og reyna fyrir kjörfund, þá getur þett^ altsaman breyst!! Jeg er þá líka viss um að jeg fæ atkvæði úr fjörðunum, ef jeg sje gegnum eldrauð gleraugu alt sem að sjónum veit!! Það sem mig greinir einkum á um við höf, í 5. bl. Bjarka er það, að mjer finst hann álíta það svo mik- inn kjördæmishagnað að sjávar- bændur komist á þíng. Mjer finst • það naumast rjett að setja svo andstætt hvað öðru hagsmuni sjá- varbænda og sveitabænda, hvort heldur er í þessu kjördæmi eða öðru. Hagsmunir þeirra sem íbúa sýslunnar geta varla verið and- stæðir þegar rjett er á litið, því það er auðsætt að ef einhver hluti sýslufjelagsins »nær vexti og við- gángi«, þá er það hagur als sýslu- fjelagsins. Jeg skal að vísu ekki neita því, að hjcr hagar að því leyti sjerstaklega til (eins er í Eyja- fjarðars. og Isafjarðars.) að Seyð- isfjarðarkaupstaður og N -Múlas. eru eitt kjördæmi, en bærinn er ekki í sýslufjelaginu, og það gæti því hugsast að bærinn hefði ein- hver sjerstök hagsmunamái fyrir augum, sem ekki kæmu við sýslu- fjelaginu. Enda er nú vonandi að sá tími fari í hönd að kaupstaðir þeír er bæjarrjetrindi hafa hjer á landi, verði kjördaimi útaf fyrir sig. Ahugamál vor bændanna í Hjer- aði og fjörðum ættu að vera hin sömu, þau nfl. að styðja eftir megni bæði landbúnað og sjávarútveg. Og jeg hygg að hinir heiðruðu kjósendur í fjörðunum geti ekki legið okkur á hálsi, görnlu þíng- mönnunum, fyrir það, að við höf- um verið móthverfir fjárframlögum til sjávarútvegsins nje fyrir það, að við höfum eigi stutt þau eftir þvf sem faung voru til. Jeg hygg að við Hjeraðsmenu höfum með jafn Ijúfu geði stutt óskir þær er fram hafa komið frá fjarðabúum eins og frá Hjeraðsmönnurn, bæði á þ.'ngi og í sýslunefnd. Enda væri það alveg rángt af okkur að vilja hnekkja framförum fjarðabúa og enn rángara væri það af fjarða- búum að viija ei hlynna að fram- förum landbænda í Hjeraði, þvf fjarðabúar eru sjálfir flcstallir land- bændur líka, og jeg hygg reynslan sje búin að sýna þcim, að þegar ervitt geingur þá sje þeim nauð- ! synlegt, enda lífsspursmál, að hafa landbúnað við að styðjast. Mjer finst þvf við Hjeraðsbúar og fjarða- búar ættum að geta verið alveg samtaka í því að velja menn á þíng, án þess að taka nokkurt til- lit til þess, hvort maðurinn er bú- settur í fjörðum eða Hjeraði, ef við aðeins berum traust til hans. Jeg býst við mjer verði svarað því, að þó það sje ekki beinn hagnað- ur fyrir hvert einstakt kjördæmi að fá sjávarmenn á þíng, þá sje það hagur als landsins að sá flokkur feingi meiri ráð á þínginu. En hjer til er því að svara, að mjer vitan- lega hefur einginn flokkarfgur verið á þínginu milli sjávarmanna og ! sveitamanna. Þeir hafa jafnaðar- I lega fylgst að í atvinnumálum. Sem sönnun fyrir því má benda á það, að Skúli Thoroddsen, sem er þíng- maður fyrir kjördæmi, sem að all- miklum h’iuta lifir á sjávarútvegi, varð fyrstur manna til að benda á það í blaði sínu »Þjóðv. únga«,að nauðsyn væri að styrkja landbún- aðinn með lánum til jarðræktar, með góðum kjörum. Og aftur á hinn bóginn, að ein hin nýtilegasta ritgjörð um viðrc.isn sjávarútvegs- ins er eftir þann mann (Pjetur á Gautlöndum) sem tclja mátti aðal- forvígismann landbúnaðarmálanna á síðasta þíngi. Á hinu mun hafa bólað meir, að sjávarmennirnir á þíngi hafi verið sundurþykkir sín á milii, því sumir hafa viljað aðeins styikja af landsfje seglskipa útgerð- ina, en sumir gufuskipaútgerð. Jeg hygg að ýmsir af okkur landbænd- unum á þínginu höfum eingu síð- ur hallast að þeim sem í stærra vildu ráðast. Að sá flokkur hefur enn verið í minni hluta á þínginu, hefur ekki komið til af því, að Iandbúnaðarmenn hafi barist gegn gufuskipastyrknum, heldur af þvf þm. sjávarbænda voru sjálfir sund- urþykkir. Jeg skal als ekki dæma um, hvort völ er á mönnum í Seyð- isfirði sem væ.ru þess mcgnugir að samrýma þessar ólíku skoðan’r. En að minni hyggju stendur það í vegi, að flestir sem alvarlega hugsa um þetta mál munu hafa fundið til þess, að landssjóður væri ekki fxr um að styrkja jafn stór- kostlegt fyrirtæki og almennur gufuskipaútvegur cr, nema með því að. taka lán, á meðan ekki kemst upp peníngastofnun f landinu, sem að nokkru ráði getur stutt verslun og atvinnuvegi. Það kann að sýnast svo í fljótu bragði, eins og jeg áður sagði, að hagsmunir Seyðisfjarðarkaupstaðar geti verið andstæðir hag sýslufje- iagsins, en ef nánar er aðgætt hygg jeg það sje þó ei svo f raun og veru. Hvorki Seyðisfjorður nje Hjeraðið á að sporna móti annars þroska. Það er hagur Hjeraðsins að Seyðisfjörður nái sem mestum vexti og viðgángi, verði sem blóm- legastur höfuðstaður Austurlands. Það er mikilsvert atriði fyrir hverja þjóð, að verslunarbæir vaxi og blómgist og þá auðvitað ekki síst þýðíngarmikið fyrir þann Iandshluta sem bærinn er í. En á hina hlið- ina er það líka skilyrði fyrir þroska verslunarbæjanna að nærliggjandi hjeruð blómgist og auðgist. Og Hjeraðsverslunin mun jafnan verða þýðfngarmikið atriði fyrir þroska Seyðisfjarðarbæjar. (Niðurl.) Útlendar frjettir. — »:«-- Brjef frá Þorsteini Erlingssyhi. London 1. Mars 1900. Bretar og Búar. Hjer má segja að varla sje um annað talað nú en ófriðinn syðra. Það má nú kalla eðlilegt og að vonum að blöðin eru barmafull af herfregnum morgun kvöld og miðj- an dag, en hitt gæti sýnst undar- Iegra í sjálfri starfs og viðskifta hrfngiðunni í Lundúnum, að tveir menn tálastvarla við mínútu leingur svo að þeir sje ekki komnir suður í Oraníuríki eða Natal og búnir að gleyma öllu á þessari jörð öðru en Raberts og Cronjé eða Joubert og Búller. Bretar hafa nú og meiri ástæður til að tala mikið og hróðugt um ófriðinn en þeir höfðu áður, þvf híngað til hafa sigurfregnir þeirra flestar rcynst hjegómi, en nú loks- ins gcta þeir hrósað sönnum sigri og sagt með rjettu, að nú sje al- staðar fremur sókn en vörn af þeirra hendi. General Roberts hef- ur elt General Cronje og Búa hans frá Kimberley, general Frcnch náð j

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.