Bjarki


Bjarki - 15.03.1900, Blaðsíða 2

Bjarki - 15.03.1900, Blaðsíða 2
borginni og Rhodes úr umsátri Búa og Roberts síðan náð Cronje, umkríngt hann og loks tekið hann fángitin og 4 þúsundir manna með honum. Búller er nú kóminn svo nær Ladysmith að ekki eru á milli nema fáar mfiur enskar og menn vaéhta að fá þá fregn þá og þeg- að Búar sje neyddir til að hefja umsátrið og hafa sig á burt. Svona er högiim háttað þar syðra nú að Bretúm þokar alstáðár áfram og því er ekki undarlegt þó gleðin sje mikil í Jerúsalem. Atburðir á ófriðarstöðvunum og voptiaviðski'fti hafa í fám orðum ságt verið á þessa leið síðan or- ústuná við Colenso scm getið er úm í 4. tbl. Bjarka þ. á.: Eftir ófarirnar við Coleúsö hjelt Búller liði sínu vestur á við upp með Tugeiafijöti. Hann fór þar mjög hægt og bítandi og beið liðs, sem streymdí til hans bæði sunn- án frá Cap og áustan af Natal. í’ar sest hann að á sýðri árbakk- anum I í. Janúar. Fyrir norðan ána sát Joubert gamli með 30 þús. man'na og hetur alt híngað til reynst óhægúr þröskuldúr á végi Búllers til I.ádysmith. Meðan Búller sat þárná ljetu Búar kúlunum rigna . yfir bórgina að kalla mátti dag og nótt og ‘ér merkileg vörn general Whités og liðs hans þar, svo ilía ævi sem það á. Mannfall Breta hefur verið voðalegt þar og reynd- ar alsiaðar; og þetta mun vera einn sá mannskæðasti ófriður scm háður hefur verið á síðari tímum í hlutfalli við liðsfjölda. í cinni orustunni við Ladysmith (6. Jan.) fjellu af Bretum 419 manna, þar á meðal 15 foríngjar, og í orustu sem Búller átti þar nú i fyrra dag ná- lægt borginni fjcllu í einni her- deildínni 14 foríngjar af 17, en 6. jan. mistu Búar aðeins 26 falína og 77 sára. Um miðjan Janúar sameinar Warren general lið sitt við Búller og gera þcir þá hverja tilraunina á fætur annari til að komast norð- ur ýfir Túgelafljót en eru jafnharð- an reknir öfugir aftur og hafa þó ógrynni liðs. Efnn dag við mán- aðarlokin ráðast þeir enn yfii fljót- ið og á stöðvar Búa þar sem heitir Spion kop og náðu þar einum hnúk- inum á fellinu og hrósaði þá alt Bieska ríkið sigri. í’etta var ein- mitt þá daga sem jeg kom híngað, en sú gleði var skammvinn, því Búar hjeldu hæðunum í kríng og sóttu svo hart á Bretana að þeir urðu að hröklast þaðan eftir mikið maíntjón og 15 stunda orustu. En síðan hefur drifið svo mikið lið að þeim Búller að þeir hafa komist norður yfir ána og þokast norðaustur að l.adyjsnuth, en svo rrá segja að hvert fótmál hafi kostað þá strauma af blóði og búnka af líkum, en hvorugum hernum þarf að frýja hugar, því aldrei hafa nokkrir hund- ar bitist betur en þeir. Astand austurheranna mun þá núna vera þetta: W'hite (borið fram Uæt) situr enn í Ladysmith og þolir þar ó- trúlegar hörmúngat af skotum, vista- og vatnsskortí og sóttum, en verst með mestu hugprýði. Búar sitja umhvérfis ög berjast á tvær hend4 ur, bæði við Withe að innan og við þá Búllcr sem sækja að þeim að ut- an á allar hliðar og hafa að minsta kosti tvöfalt lið. Joubert mun hafa um 30 þús. en Búller hefur að minsta kosti 50, og svo hcfur Withe 10 til 12 þúsundir inni í Ladysmith. Af þessum ástæðum væri það aungan veginn undarlegt, þó þær fregnir komi næstu daga, að Jou- bert (borið fram Sjúbert) hefði hðrfað frá Ladysmith og þokast aústur að Landamærum Transvaals til þess að tryggja líf manna sinna og vérja land sitt ef á þarf að halda. Búum er hvort sem er cing- in sigurvon í þessari styrjöld. Það eitt geta þeir unnið að heimurinn mun spyrja: hvort menníng Breta og ökkar allra »siðuðu þjóðanna« sje betri til frambúðar cn þessi »hálfa« menníng Búa, sem kölluð er. Þéir eru ekki ólíkir Íslendíng- um — hinum fornu. Vesturher Breta hefur geing- ið ólíkum mun betur en Búller og austurher. Fyrir liði Breta þar rjeðu, eins og menn múna, þeir yflrforingjarnir Methuen og French. Methuen fór leingi mjög halloka fyrir Búum við Modderfljót, en svo var Roberts gerður aðalforíngi als hersins og var svo sjcður að hann hjelt ekki frá Cap fyrri en hann hafði þrefalt eða fjórfalt lið og vopn við Cronje og Búa hans sem hjeldu Kimberley og vörðu ferðir yfir Modder. Þegar hann kom með sveitir sínar norður að fljótinu lagði hann sjálfur til orustu við Búana með aðalherinn, en Ijet French laumast á hlið þeim með nokkrar sveitir inn til Kimberley. French lánaðist -að komast inn í borgina og brjóta hervörðinn sem um hana sat, líklega hjer um bil 2 þ; manna. Cronje stýrði Búum og varð loks að þoka fyrir ofur- eflinu. Menn hjeldu hann hefði þá um 8 þús. ríianna en Bretar lík- lega 40 þús. als þar vestra. Cror.je hjelt svo í ofooði austur á við upp með Modderfijótinu og segja ensku blöðin að lið hans færi á einum sólarhríng um 35 mílur enskar, og þó hafði hann tc-kið þar fjölda kveuna og barna liðsmanna sinna og Ianda til verndar þeim. Þeir Roberts náðu honum þó þar uppi með ánni og gátu slegið hríng um hann. Þeir Cronje bjuggust þar þá um, grófu sig niður í sandbakka árinnar og víggirtu sig þar á svæði sem nema mun cinni þúsund faðma á hvern veg. Á þennan blett ljetu þeir Roberts nú dynja allar sínar kúlur, sneru þángað 50 fallbyssu- kjöftum sem jusu yfir Búana þús- undum spreingikúlna nótt og dag. Samt situr Cronje þar 8 daga og gerði Bretana mjög svo tannsára. Loks varð Cronje að gefast upp í fyrra dag við sólaruppkomu og kom þá upp að hann hafði einar 4 þús. manna til að verjast ógrynni þeirra Roberts og French. Hann er nú fluttur til Capstaðar og þúsundir hans og vegurinn inn á Oraníuríki þröskuldalaus og má því Búast við að þessir bandamenn Búa verði nú að gánga á eiða sína og semja við Breta. Þó er þetta ekki víst, því Hollendíngar í Kaplandi heimta nú frið með þeim skildaga að bæði Transvaal og Oraníuríki verði frjáls sem áður ella geri þeir upp- reist sem Bretum verður þúng í skauti. Ástandið þar fyrir vestan Trans- vaal og Óraníu er þá þetta: Vest- urher Búa hefur orðið að gefast upp og Bretar eiga opna leið inn á Óraníuríki, því lið er þar nú fátt fyrir. Að vísu komu nokkrar þús- undir dreifðar þar vcstur á við til að reyna að bjarga Cronje, en Bret- ar hröktu þær og eyðilögðu gjör- samlega hverja um sig áður en þær gætu gert nókkuð að hjálpinni. Ástandið á hersvæðinu er þá þetta nú 1. Mars: Bretar hafa um 184 þúsundir liðs í Suður-Afriku en Búar og Óraníumenn lítið yfir 80 þús. als og einginn veit hve t ■ leingi Oraníumcnn standast freist- ínguna að gánga á náðir Breta, því bæði er land þeirra nú opið, besti foríngi þeirra handsamaður og fagurgali Breta við þá óumræ.'il ;ga dýrðlegur með alskonar fyrirbeitum ef þeir gángi úr liði Búa og geri frið. Líklega þoka Búar nú frá Lady- smith og setjast á landamæri sín á alla vegu; þar hafa þeir ágætar varnir og eingin getur sagt neitt fyrir um það, hve mjög þeir geta þreytt Breta, því Búar vita það, að frami þeirra og frelsi stendur á þeim fasta grundvelli að þeir hafa ekki leyft neinum Bretum eða njósn- armönnum þeirra að sá sæði sínu f Transvaaí. Þessi þjóð verður unnin af ofur- efli, það vitum við, en hún og dug- ur hennar lifir cftir sem áður, það vitum við líka allir og Bretar kann- ske best. Hjer í Lundúnum er ástandið merkilegt og nálega ótrúlegt okkur. Við gaungum daglega fram hjá þeim stað, þar sem hraðskeyti hermála- stjórnarinnar frá Búaófriðnum eru límd upp á stórum skjölum. Þar standa þúsundir manna fyrir utan og bíða þess að næstu fregnir verði settar utan á húsið. Súmir vilja sjá hvernig orustur og aðfarir gángi þar syðra, en mesti þorri þúsund- anna sem bíða, eru konur og börn, bræður systur og uhnustur þeirra manna sem geingið hafa í herinn í Suður-Aíríku. Sumt geingur þegj- undi burtu. Það hefur ekki sjeð nöfn ættfngja sinna á töflunum, en fjöldi geingur burt grátandi, því þau börn og þær konur sáu menn sína eða bræður og syni þar skotna eða fallna fyrir sárum, eða hand- tekna. Niðurl. Danmörk. Þar er það nú helst til tíðinda að Danir eru að selja vestureyjar sínar. Til Banda- ríkjanna f Ameriku hefur Verið sendur danskur maður tiþ að semja við stjórn Bandamanna um sölu Vest- urindíueyjanna dönsku og er tal- ið víst að sú sala lánist. Hörring og ráðaneyti Dana telur rjettast að selja, og mun það vera rjett sjeð, því Dönum er lftið gagn að þeirri eign, en þeir kosta til hennar ó- grynni fjár árlega. Andrée. Margir telja nú víst að þeir Andrée hafi komið f loft- fari sínu niður á austurströnd -Norð- ur-Ameriku og verið myrtir þar af skrælíngjum. Þess var getið í vet- ur að umsjónarmaður Breta þar við Húdsonsflóann hefði feingið þær fregnir af innbornum skrælíngjum að tveir hvítir menn hafi verið skotnir þar norður frá og skræl- íngjar hafi sjeð þar leyfar af loft- fari. Nú hefur biskup hjeraðsins sent út þá frégn að hann hafi haft tal af skrælíngjum, sem flutt hafi sömu fregnina og hann álítur vfst að þetta sje Andrée, og að þeir hafi verið skotnir þar til bana, Skrælíngjavíkíngar eru þar á hverju strái og drepa alt sem þeir ná í eins og hundar á Kamhsjaka og skyttur á Seyðisfirði. Svarti dauði eða kýlapestin geingur nú einna skæðast í Arabíu. Þykir allmikil hættu á að sýkin geti borist híngað til álfunnar með píla- grímum frá Mekka. Rússar hafa bannað Múhameðsmönnum í sínum löndum allar pflagrímsferðir þetta ár (1900). Aftur á móti hafa Tyrk- ir og Englendíngar ekkert gert í því efni.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.