Bjarki


Bjarki - 12.05.1900, Blaðsíða 2

Bjarki - 12.05.1900, Blaðsíða 2
74 uðið sett á staur. Þorp hans var svo brent og allir íbúar myrtir. Þessi maður byrjaði störf sín f Suðurálfu sem trúboði í Algier. Belgjakonúngur er verndari og æðsta vald þessa ríkis og hefur mætt þúngum orðum vfðsvegar að fyrir þetta og fleira sem þar er að- hafst. A þfngi Belgja lenti í harðri rimmu milli frjálslynda flokksins og klerkaflokksins, en klerkaflokkurinn er þar f meiri hluta og þverneitaði öllum rannsóknum f málinu og að hognamorðfngjanum. Hjereru þósvo margar og sterkar raddir víðsveg- ar að, sem heimta að þessum sví- virðíngum ljetti af, að varla er hugs- anlegt að klcrkaflokkurinn í Belgfu geti varið þetta athæfi leingi, hvað fegnir sem þessir mcnn vildu halda því fje sem gúmmífjelögin greiða þeim, en það kvað vera mikið. Amerika. í bænum Ottawa kom upp eldur 29. f. m. og brann þar á skömmum tíma stór hluti bæjarins. Als æddi eldurinn yfir svæði sem talið er 4 ferhyrndar mílur enskar. Skaðinn er metinn um millj. króna og 10 þús. manna urðu húsnæðislausar en 9 ljetu lífið í brunanum. Sýningin. tað slys vildi þar til nýlega að brú ein æðimikil hrundi niður. Hún lá af sýníngar- svæðinu og yfir götu sem þar er hjá, suðvestur af Marsvelli. Undir henni urðu 9 menn og Ijetu allir lífið. Þar á meðal voru hjón ein, sem fylgt höfðu börnum sínum og teingdabörnum til sýníngarinnar, en vildu spara aðgángseyri á sýníng- una og láta sj:er nægja með að sjá það sem þau gætu fyrir utan. Þetta varð þeim að bana, en börnin voru inni á sýnfngunni og sakaði ekki. Herbert Spencer varð átt- ræður 27. Apn'l og mintust flest nafnkunn blöð í heimi hans þann dag sem eins hins allra-merkasta mans aldarinnar. Sjerstaklega fjekk hann hlýjar þakkir fyrir að hafa orðið fyrstur manna til, jafnvel á undan Darwin, að finna breytiþroska liigmálið og benda vísindum og heimspeki á rannsóknarleiðina. Jaín- vei fræg kirkjublöð minnast hans mcð heiðri. Slys varð nýlega á Rín í Rín- dalnuin neðra. Stúdentafjelag eitt hjclt gildi í smábæ við Rín, sem heitir Bingen. og hafði boðið þáng- að nokkrurn, gestum. Um kvöldið þegar þessir giöðu veitendur og gestir þeirra sneru heim, tóku nokkrir af þeim það óheilla bragð að taka sandbát og róa á honutn yfir fljótið. Utá hann fóru als 22, cn þcgar frá landi korn fundu þeir að báturinn lak eins og hrip, en gáfu þvi ekki verulegan gaum fyrri en þeir voru komnir nær því á miðja leið yfir. Alt í einu valt vatnið inn í straumum, fyrst um súðina og síðan yfir annað borðið og litlu síðar hvolfdi bátnum. Þar ljetu 18 iífið. Neyðaróp tveggja heyrðist eftir lánga mæðu til lands og báti var hrundið út til að bjarga þeim. Annar bátur fann þriðja manninn hálfdauðan og einum lán- aðist að bjarga sjer sjálfum til lands. Úng hjón er sagt að ætluðu með bátnum auk hinna og voru komin upp í, en hundur þeirra vildi með aungu móti fara í bátinn, og neydd- ust þau því til að fara á land aft- uí. Þetta varð þeim til lífs. Bech Olsen, afiraunamaðurinn danski, sem fyrir laungu er orðinn heimsfrægur fyrir krafta, hefur enn unnið nýjan sigur. Hann reyndi sig í þetta sinn í Nýju-Jórvík, við þarlendan mann, Roeber að nafni, sem einnig er alkunnur kraftamað- 0 ur og hafði víða sigrað áður í samskonar leikjum. Fjöldi manns horíði á glímuna og höfðu þeir leingi búið sig undir hana. í fyrstu glímunni gekk B. miður og stóð hún yfir í 24 mín., en eítir næstu atiöguna játaði R. sig yfirrunninn. Bech Olsen er nú talinn fremstur allra í heimi í hinni^grísk-rómversku glímu. Til marks um það, með hve miklum áhuga almenníngur í Dan- mörk hefur fylgt þessari glímu B. má geta þess, að í barnaskóla ein- um þar var krökkunum gefið það efni í ritgjörð að segja frá þeim manni sem þau þektu frægastan meðal núlifandi Dana. Nær a/8 af öllum börnunum nefndi til þess Bech Olsen. Bretar í Asiu. Þaðan þykir nú Bretum von nokkurra tíðinda, því Afghanajarl hefur skrifað Breta- drottníngu brjef og segist ekki leingur þoia afskiftaleysi þeirra Bretanna, bandamanna sinna, þar austur frá, því Rússar sjeu að jeta hann upp og ríki hans og Bretar hafi aungum kvörtunum gegnt. Halda menn að þetta sje annað- hvort klókindabragð jarlsins til þess að fá árstillagið hækkað að mun sem Bretar gefa honum fyrir Banda- lagið,eðaað hann ætli sjer að kasta sjer í faðm Rússa, sem leingi hefur verið breiddur á móti ho-num og hafi svo þetta að yfirvarpi, að Bretar veiti honum ekki næga vcrnd. Hversu sem það er, þá hafa Bretar nauða illan bifur á aðföruin Rússa þar eystra og er jafnvel á orði. að Rússar dragi þar lið að landa- mærunum og fá þá Bretar um fleira að hugsa en Búa eina. Siðustu frjettir ná til 5 þ. m. Þá segja ensk blöð að hcr Breta sje kominn á leiðina norður frá Blocmfontein og hafi nýtckið borgina Brandfort, sem er 33 ensk- ar mílur í norður frá Bloemfontein og í beinni stefnu þaðan til Præt- óríu. Gjöra ensku blöðin töluvert úr því. Einnig flytja ensk blöð þann dag þær frjettir eftir hraðskeytum sunn- anað, að þá megi á hverri stundu búast við að Mafeking verði leyst úr umsátrinu. Yfirlýsing. Hjermeð gefst öllum hlutaðeig- endum til vitundar, að hinn 20. Mars þ. á. var herra C. B. Herr- manni um stundarsakir vikið frá sem framkvæmdarstjóra fiskiveiða- hlutafjelagsins Garðar, að sú frá- vikníng var samþykt á aðaifundi fjelagsins 12. Apríl þ. á. og, að fiskiveiðahlutafjelagið Garðar ber einga ábyrgð hvorki á þeim samn- íngum, sem hann kann síðan að hafa gert í nafni fjelagsins, nje þeim skuldum er hann kann að hafa komist f. Eigi heldur er fjelagið á neinn hátt bundið við það, þó br. C. B. Plerrmann kunni að hafa selt cða leigt einhverjar eignir fjeiagsins. Fiskiveiðahlutafjelagið Garðar. Seyðisfirði 10. Maí 1900. 1. M Hansen. p. t. formaður. Ritsiminn tii ísiands. Nor- ræna ritsímafjelagið mikla hjelt að- alfund sinn 28. f. m. Þar hjelt forseti fjelagsins Suenson lánga tölu um störf fjelagsins og er hjer tekið úr henni' það eitt sem kemur við íslandi og lesendum Bjarka er mest í mun. Hann sagði svo um íslenska símann: I heild sinni má segja að útlitið fyrir símalagnínguna til Islands sje nú mjög gott. Til- lögur Pjetursborgarfundarins hafa feingið góðar undirtektir hjá stjórn- um flestra þjóða Norðurálfunnar og þær haía tekið vel undir að styðja símalagníng til íslands og Færeyja frá Hjaltlandseyjum. Rússar hafa lofað styrk (það mun vera loforð fyrir þeim 25 þús. fránka á ári í 20 ár sem fundurinn hafði ætlað því. Þ. E.) og Svíastjórn hefur lagt frumvarp fyrir Svíaþíng um 10,000 fránka (7,200 kr.) árstillag í 20 ár til si'œans fslenska og á- skilur sj;er si'mskeyti um veðurfar alt að 20 orðuro á dag. Þessar 7,200 kr. á ári er einmitt sú upp- hæð sem fundurinn ætlaði Svíþjóð.. Eftir þetta er varla efi á að hin ríkin komi á eftir og má því nú telja símann til okkar nokkurn- veginn vísan. Thor. E- Tulinius hefur nú 7 skip í förum til íslands og mun það vera mesta skipaútgerð sem nokkur maður eða fjelag hefur nokkru sinni haft hfngað til lands- ins. Als eru skipin 3,300 lestir og kosta útgerðarmanninn yfir 10 þúsundir króna á viku fyrir utan kol og lestagjald og annan þess- háttar kostnað. Hann á sjálfur sum af skipunum, svo sem Mjölnir og Ingu, og eru þá þeim skipum og kostnaði við þau taldar hjer sömu upphæðir eftir hlutfalli sem þeim skipum er Tulinius hcfur tekið á leigu. Svo segir Tulinius að þessi afarmikla aukníng á flota hans sje mest að þakka skiftunum við Vest- urlandið, því þángað sendi hann nú nálægt 2/3 af öllu vörumagni sínu. Frá sýningunrsi. Þeir Þor- steinn ritstjóri Erlíngsson og J. M. Hansen konsúll brugðu sjer frá Lundúnum yfir til Parísar þegar sýníngin var opnuð, voru þar fjóra daga og skoðuðusýnínguna nákvæm- lega. I næsta blaði byrjar brjef frá Þ. E., sem skýrir frá sýníngunni, og verður Bjarki þá fyrstur afhjer- lendum blöðum til þess að flytja fregnir af henni. Gætið að þessul Það verður að hjálpa ef vegur er nokkur. Svo viljum við gjarnan að breytt sje við okkur. Þeir vita það margir, ef vilja það sjá, Hvar vorðinn er skaðí — sem bæta má. Það er annars merkilegt, að ef Iands- höfðíngi þarf að iáta byggja fjós, þá. verður helst öll þjóðin að hlaupa undir bagga við það hátíðlega tækifæri. Það er heldur ekki ómerkilegt, að þegar merkismaður deyr, þá verða oft margir — fyrir fortölur vina og vandamanna hins látna — til þess, að leggja til fjár- skerf til minnisvarðabyggíngar, hinum látna til heiðurs; eins og verk hans og verðleikar sjeu ekki best geymd í hjörtum og minnum eftirlifandi hugs- andi. manna,, sem kunna alt slíkt að meta. — En þó er það merkilegast af öllu, að ef fátæklíngur verður fyrir ; skaða á eignum sínum — fyrir ófyrir- sjáanleg áhrif náttúrunnar — þá er þess ekki á v a 11 getið. Gísli Gíslason á Borgarhóli við> Seyðisfjörð' varð. fyrir stórskaða 5.. Nóvember 1899, þar sem hann misti. alla báta sína, 3 að tölu, í stórbrimi sem jós svo fljótt að, að hann gat ekki náð í aðra menn sjer ti! Iiðveitslu við> að bjarga bátunum. Ennfremur misti> hann bæði kol og fisk.. Gisli er ein- yrki og berst fyrir fjölskyldu sinni — konu og 4 börnurn — eftir bestu kröft- um. En svona óhöpp geta gert fá- tækum manni ómögulegt að bjargast, ef einginn rjettir honum hjálparhönd. Slíkur skaði sem þessi Gr Gísli. hefur : orðið fyrir er þess verður að hans sje ! getið, og um leið reynt til að bæta dá- 1 lítið úr honum. Jeg vil því vona að , margir verðL tii að rjetta Gísla hjálp- arhönd og skjóti' saman handa honuin.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.