Bjarki


Bjarki - 12.05.1900, Blaðsíða 1

Bjarki - 12.05.1900, Blaðsíða 1
Eitt bíað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). BJARKI Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- sláttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. Seyðisfirði, Laugardaginn 12. Mai 1900 V. ár. 19 Munið eftir að ullarvinnuhúsið „HILLEVAAG FABRIKKER“ við Stafángur í Noregi vinnur besta, fallegasta, og ódýrasta fataefnið, sem hægt er að fá úr íslenskri ull, einnig sjöl, gólf- og rúmteppi; því ættu allir sem ætla að senda ull til tóskapar, að koma henni sem allra fyrst til einhvers af umboðsmönnum verksmiðjunnar. Umboðsmennirnir eru: ( Reykjavík herra bókhaldari Ólafur Runólfsson. - Stykkishólmi — verslunarstjóri Armann Bjarnarson. - Eyjafirði — verslunarm. Jón Stefánsson á Svalbarðseyri. - Vopnafirði — kaupmaður Pjetur Guðjohnsen. - Breiðdal — verslunarstj. Bjarni Siggeirsson. Aðalumboðsmaður Sig- kaupm. Johansen, á Seyðisfirði. Markaskrá. Sýsfunefnd Norður-Múlasýslu á- kvað á síðasta aðalfundi sínum að láta prenta viðauka við markaskrá sýslunnar í sumar, Á að taka upp í hann þau fjármörk sýslubúa sem eigi standa ( markaskránni frá 1895. Þeir sem vilja koma mörkum sín- um í viðauka þennan verða að hafa afhent þau hlutaðeigandi hreppsnefndaroddvita, hvert mark greinilega skrifað á sjerstakan miða, fyrir miðjan Júní næstkomandi. Við- auki þessi verður kostaður að öllu leyti úr sýslusjóði. Skrifstofu Norður-Múlas., 28. Apríl 1900. Jóh. Jóhar.nesson. Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske Brandforsikr- ings Selskab« Stormgade 2 Kjöbenhavn. Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunar- vörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna Iitla borgun (premie), án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðarskjöl (police) eða stimpilgjald. Mcnn snúi sjer til umboðsmans fjelagsins á Seyðisfirði ST. TH. JÓNSSONAR. Póstar. 13. — Sunnanpóstur kemur. — (óákveíinn dagur) ínga frá útlöndum. 20. — Norðan- og sunnanp. fara. 21. — Ceres kemur hingað beina leið 'sunnan lands frá Rvík, fer hjeðan suður um fjörðu og utan. 22. — Hólar á norðurleið. Danska ráðaneytið nýja. f>að er nú sest á rökstóla. For- sætisráðherra er Hannibal Sehe- sted, karnmerherra; hann er líka utanríkisráðgjafi. Dómsmálaráðgj. er C. Goos leyndarráð og fslandsráðgjafi þá um leið. Juul- Rysensteen, barón, vinnumálaráð- gjafi. Fr. Friis hefur landbúnað- inn, Schnack óberst hefur landher- inn, W. Scharlíng, prófessor, fjár- málin, Middelboe, kommandör, her- flotann, Bjerre prófastur kirkju og kenslumál og Bramsen grósseri inn- anríkismál. þeir eru nú 9 í stað 7, sem áður voru, og kosta Dan- mörk 108 þúsundir um árið og 54 þús. ( eftirlaun æfilángt þeg.ar þeir saddir lífdaga þoka fyrir eftirkom- endunum. Ekki hefur þetta ráðaneyti feing- ið neina sjerlega fagnaðarmóttöku í blöðunum. Vinstri blöðin ausa yfir það bitrasta háði og storkun- aryrðum og segja sem satt er, að það hafi minnihluta í báðum þíng- um. Þó er ekki alvcg sjeð að það fái ekki meira hluta í Iandsþínginu, en í neðri deild á það mjög fá at- kvæði. Fjöldi hægriblaða og hægri manna er því óvinveitt líka og telja þeir rnenn tjón bæði fyrir flokkinn og landið að mynda slíkt ráðaneyti. Nationaltidindi og fleiri hægriblöð hafa mælt fastlega með að skipað- ur verði sjerstakur ráðgjafi fyrir Island, Islendíngur, og cr það gleði- Jegt að við Valtýíngar höfum þó unnið svo mikið á, því ekki eru mörg ár síðan að þau blöð og hægri flokkurinn yfir höfuð litu öðrum augum á þá kröíu okkar. Við feingum þó ekki ráðgjafann í þetta sinn, en vonandi verður hans ekki lángt að bíða hjeðan af fyrst bæði hægri og vinstri flokk- urinn eru sammála um þetta. Þ. E. Útlendar frjettir. —:»:«: — Kaupmannahöfn 3. Maí 1900. Striðið. Astandið þar syðra er þetta í dag: Roberts situr ennþá með meginher Breta í Bloem- fontein og hefur ekki enn komist af stað norður til Kronstað 'og Transvaals. Búalið bekkist þar til við hann á allar síður og ángrar hann og lið hans sí og æ, svo að þar sýnist nærri fremur sókn en vörn af hendi Búa. f>ó þeir þoki einn daginn fyrir ofureflinu koma þeir fram næsta dag á öðrum stað hættulegri en hinum fyrra. Bretum þykir Roberts æði hægfara, og kunn- ugur maður þar syðra segir vel geta svo farið að þessum ófriði verði ekki lokið fyrri en alt að tveim árum liðnum hjer frá. Frá Mafeking eru mjög strjálar frjettir; síðustu fregnir komu það- an 12. Apríl og segja að Búar hafi skotið í gríð á borgina allan dag- inn fyrir eins og til hátíðabrigðis í minníngu um það, að þá höfðu þeir setið um hana í hálft ár. f>að var því einskonar júbildagur. Baden- Powel, yfirforíngi Breta þar inni, segir þá að bærinn muni geta þol- að umsátur cinn mánuð enn, en hreint frá leingur. Hersveitir hafa nú verið mánuðum saman á Ieiðinni til að leysa borgina úr læðíngi, en Búar hafa hrakið þær og tafið og mjög lítil von um að Bretar geti forðað Powel falli og hans hraustu dreingi og kanske hafa þeir nú þegar neyðst til að gefast upp. General French, sem stýrir nokkr- um sveitum af her Roberts og staðið hefur nálægt Wepenerbæ, nál. 10 mílum austur frá Bloem- fontein, sýnist eftir fregnum ( dag vera komin þar í hálfgerða úlfakreppu og hreint ekki trútt um að Buar reyni að einángra hann og skilja hann frá meginhernum. Lík- iega hafa þeir ekki rnannafla til þess, en djarft væri jrað og dug- lega gert. Hergagnabúr sprakk í loft upp \ fyrir Búum í Jóhannesborg. Segja j Búar það af völdum Breta eða vina þeirra og hafa vtsað þeim Bretum úr landi sem eftir voru í Transvaal. Bretar segja svo frá liðstölu og manntjóni Búa í ófriðnum híngað til: í Desember síðastl. höfðu Bú- ar als 54 þús. manna, en nú ( miðjum Mars höfðu þeir eftir að- eins 26 þús. Af 28 þúsundunum voru 6,500 fángaðir, 8 þús. sárir og fallnir en um 14,000 höfðu að líkind- um horfið aftur heim til búa sinna. Sum blöð telja þessar tölur ekki ósennilegar, en flestum ber þeim saman um, að s(ðasta talan sje raung, að líkindum hreinn tilbún- íngur, því Búar hafa víst aldrei verið 54 þúsundir. Belgia. Morðin í Kongo- ríkinu. Blað eitt í Belgíu »Pct- it BIeu«, birtir brjef frá Paul Cour- eur, fregnritara sínum í Kongórfk- inu, og kemur hann þar upp um hryllilegustu svívirðíngar, sem þessi kristna og mentaða stjórn Kongó- ríkis lætur gánga yfir innborna menn þar í landinu. Courcur seg- ir meðal annars: Þcgar innborna fólkið kemur ekki mcð svo mikið gúmmí,_ sem gúmm(fjelögin hcimta af þeim, þá fá þeir sem á vantar hjá 100 stafshögg. Hafi af 100 manna aðeins 50 skilað fullum mæli, þá er þessum 50 haldið sem gíslum meðan hermenn umkríngja hina 50 og höggva þá niður í strá en brenna þorp þeirra. Á þessum ferðalögum eru vopnaðir svertíngj- ar sendir út og leyft að drepa og myrða sem þá lystir og jeta svo skrokkana á eftir. í skýrslu frá herforíngja einum, Moray að nafni, tveim undirforíngj-- um og tveim liðsmönnum, scgir, að einn af sporgaungumönnum stjórn- arinnar, Vansycken, forstöðumaður Naooo Zone, hafi skipað að kveykja í öllum þorpum frá Ambas til Naobo og drepa alla innborna mcnn, kon- ur og börn. Mennina ljet hann hálshöggva alla saman og skera hendur af þeim en setja höfuðin á staura. Konunum Ijet hann raða í hrfng, ljet svívirða þær fyrst og taka síðan af h'fi. Sami fanturrak stafsinn 4 þuml- únga í bakið á ættarhöfðínga sín- um og ekki annað til saka en að hann fjckk ekki af manninum þau svör sem honum líkaði um hand- byssu, sem horfm var frá líki af hvítum manni. Síðar reyndi hann að flýja og var þá skotinn og höf-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.