Bjarki - 25.06.1900, Qupperneq 3
g6
eftir að síðasti Hof- og Statskalender
kom út. En þó þetta hafi staðið í öll-
um helstu blöðum Dana, og mörgum
hvað eftir annað, og þó Austra þættí
heidur en ekki matrur í því, að lýsa mig
iygara fyrir þetta, þá er þ a ð ekki þeim
mun verra en annað sem í Austra
stendur að jeg nenni að fara sjerstak-
lega að lýsa það lýgi.
Úr ýmsum áttum.
Enskt lóðaveiðaskip frá Grimsby tók
Heimdallur við veiði í landhelgi 24. f.
m. sunnan við Reykjanes. Sekt io
pd. sterl.
í gróðurstöðina nýju, semalþíngi veitti
í sumar fje til að koma upp hjá Rvík,
voru í vor settar niður 14 trjátegundir.
Gróðurstöðin er sunnan í Öskjuhlíðinni
rjett sunnan og austan við^baíinn og
hefur Einar Helgason garðyrkjufræðíng-
ur haft alla umsjón með útbúnaðinum.
Fyrsta trjeð sem þar var rótsett var
björk og skýrð Haldóra í höfuðið á
formanni Búnaðarfjel. ís!., H. Kr. Frið-
rikssyni.
Meðalandsþing í V.-Skaftaf.próf.dæmi,
metin 688 kr. og Landsprestakall í
R.vallapróf.dæmi, metið 765 kr., eru laus.
t*essi brauð veitast frá næstu fardög-
um og báðum fylgb 200 hr. bráða-
birgðaruppbót næsta ár, ef þau veitast
sjerstökum prestum.
Dáinn er 14. f. m. sjera Stefán Pjet-
ursson Stephensen prestur í Vatnsfirði,
f. 1829. Vatnsfjarðarprestakall veítist
frá þ. á. fardögum, metið 1620 kr., og,
er umsóknarfrestur til Júiíioka. Prests-
ekkja er i brauðinu og hefur t/8 af
föstum tekjum þess.
1 þ. m. drukknaði Ólafur Sveinar'
Haukur Benediktsson, sonur Ben. sál.
Sveinssonar sýslumans, í lækjarós rjett
við túnið á Elliðavatni. Ólafur var ný-
byrjaður búskap á Vatnsenda og var í
þetta sinn á Ieið til Elliðavatns til þess
að vera þar við úttekt á jörðinni. Hann
ætlaði að sundríða yfir ósinn en hest-
urinn mun hafa flækt sig í taumunum
og fanst hann einnig dauður þar skamt
frá. Ólafur var 28 ára gamalt, gekk
nokkur ár í lærða skólann, en hætti
- þar námi, fór á Búnaðarskólann é Eið-
um og útskrifaðist þaðan, en var síðan
eilt ár við búfræðisnám á Jótlandi. Hann
giftist í haust sem leið Sigríði dóttur
Porl. O. Johnsens kaupmans í Rvík.
Ólafur heitinn vár vel greindur maður
og líktíst föður sínum í mörgu.
Guðbrandur Porkelsson i Ólafsvík,
bróðir dr. Jóns Iandskjalavarðar og
þeirra systkyna, hefur fundið upp róðr-
arvjel, sem menn gera sjer vonir um
að verða muni að miklu gagni. Sveit-
úngar hans og svo sýslunefnd Snæ-
fellsnessýslu hafa skotið fje saman til
þess að hjálpa honum til þess að gera
uppfundíng sína kunna og búa til sýn-
ishorn af vjelinni.
Síðari ársfundur Bókmentafjel.deild-
arinnar í Rvík var haidinn 7. þ- m.
Sjera Eiríkur Briem var kosinn forseti
í stað B. M. rektors Olsens. Sr. Ei-
ríkur var áður fjehirðir deildarinnar, en
þar var kosinn í hans stað Björn skóla-
kennari Jensson. Sr. Pórhallur var
endurkosinn skrifari og Morten Han-
sen skólastjóri bókavörður. Tímarits-
nefndin endurkosin. Rektor B. M.
Ólsen bauð deildinni til prentunar sögu-
rit eftir sig í minníngu 900 ára afmæl-
is kristninnar hjer á landi og varnefnd
sett til að segja álit sitt um það. Ætl-
aðist hann til að það yrði fuliprentað
24. þ. m., því þá er 900 ára afmælis-
dagur kristninnar hjer.
í fyrsia ársfjórðúngshefti þ. á. af
læknaritinu Eir, er fróðleg ritgjörð eftir
Sig. Pjetursson verkfræðíng um vatns-
leiðslu og skoipræsi, sýnir hve heilsu-
far hefur batnað og manndauði stór-
mínkað í borgum erlendis um leið og
menn fóru að gefa nákvæmar gætur að
því, að sóttkveikjuefni bærust ekki
með neytsluvatninu og jafnframt að
leiða skolp burt frá húsunum í lokræs-
um. Þá er þar byrjun á ritgjörð eftir
Guðm. Magnússon um fæðuna og önn-
ur um geitur; segir þar að geitur sjeu
húðsjúkdómur sem nauðsynlegt sje að
sýna lækni undir eins og hans verði
vart, og sje orsökin til þeirra als ekki
sú sem alment sje álitið. Guðm. Björns-
son ritar um sigg og líkþorn, Jónassen
um berkiaveiki og aðvörun til kvenn-
manna um að standa ekki á voteingi
skinnsokkalausar. Einnig ritar hann
um barndauða hjer á landi. Sæm.
Bjarnhjeðinsson gefur skýrslu um holds-
veikraspítalann.
Eir er rit sem allir ættu að Iesa.
Ársrit gsrðyrkjufjel. 1900 er nú kom
ið út og í því ýmsar fróðiegar hug-
vekjur um garðyrkju. Einar Helgason
skrifar um tilbúníng matjurtagarða.
Sigurður Sigurðsson um raektun á róf-
urn ti! fóðurs, Guðm. iæknir Guðmunds-
son um matjurtarækt í heitum görðum,
Árni Thorsteinsson um garðvinnu og
enn eru þar smágreinar um ýmislegt
sem viðvíkur garðrækt. Búnaðar- og
sveitafjelög fá, emsog áður, 8 eintök
send með póstum fyrir 1 kr
Styrk til að fara á landbúnaðarsýn-
ínguna í Odinse veitti amtmaður Sig-
urði kennara Sigurðssyni á Eiðum. Auk
þeirra tveggja sem áður hefur verið
getið um hjer í blaðinu að færu a sýn-
ínguna af Suðurlandi er sagt að í’ór- .
haiiur lektor Bjarnason ætii þángað. |
Konúngur hefur nú staðfest kosníngu ’j
sjera Lárusar Haidórssonar sem frí- •
kirkjuprests utanþjóðkirkjumannaíRvík.
7. þ. m. drukknuðu 4 menn af einni
af fisk-iskútum Helga kaupm. Helga-
sonar í Rvík, »Guðrúnu«; hún lá þá á
Sviðinu í logni og mennirnir astluðu yfir
á botnvörpuskip sem fór skamt iiá
þeim, til þess að tala við ísienskan
mann sem þar var háseti. En bátnum
hvolfdi við hlið botnverpíngsins og
varð aðeins einum manninum sem á
var bjargað. Þeir sem drukknuðu voru:
Guðm. Sigurðsson (skipstj.) úr Rvík,
Gestur Sigurðsson, bróðir hans, úr
Garði, Ólafur Ebeneserson af Eyrar-
bakka og Sigurður Sigurðsson fráBitru
í Flóa.
Afli var svo mikiil við ísafjarðardjúp,
og þó einkum í Bolúngarvík, nú um
síðustu mánaðamót, að menn muna þar
ekki annan eins síðan 1882. Sjómenn
leggja þar allan fisk sinn inn til kaup-
manna blautan og voru dagshlutir í
Bolúngarvíkinni frá 20 og alt upp í
30 kr.
Spitalinn á Seyðisfirði.
Spítalinn tekur á móti sjúklíng-
um frá 1. Júlí næstkomandi og eru
umssekjendur beðnir að snúa sjer
til læknisins eða eínhvers annars
úr spítalastjórninni.
Inntökuskilmálar verða auglýstir
síðar.
Stjórnin.
29. Mars síðastl. andaðist Sigfús Berg-
mann bóksali að Garðar í Dacota í
Bandaríkjunum. Hann hafði þá verið
vestra sfðan 1882, en áður bjó hann í
Eyjafirði. Hann var einn af rnerkustu
ísiendíngum vestra og mjög áreiðan-
legur í viðskiftum, als ólíkur í því eini
sumum vesturíslensku bókabjeusunum,
t. d. Bardrd í Winnipeg.
Seyðisfirði
Veðurlag: Sd. -f- 18; sól, iogn.
Md. -f- 14; sama v. Þd. -f- 8; kaldi
nau. Mid. -f- 7; regn, stormur au.
Fid. -f 7, regn, logn. Föd. 12;
þoka, blær au. Ld. -(- 7; þykt, súld.
Sd. -f 12, sól kyrt, þoka kvöld. Md.
-j- 10; logn, þoka.
SKIP. 17. Hóiar, skipstj. Jakobsen;
með þeim fjöldi farþega.
19. Egill, skipstj. Endresen, kom að
norðan; fór utan næsta dag.
22. Ceres. Fór sama dag; farþ.
cand. Björn Bjarnason með unnustu
sinni til ísafjarðar.
23. Vaagen, skipstj, Houeiand, kom
utan, fór norður þ. 24.; farþ. að sunn-
ar. Sig. Fínribogason prentari.
24. Argo, frá f’órarni Tuliniusi stór-
kaupmanni, kom mcð kolafarm til
Garðars.
Uppboðið i Borgarfirði
fór fram, sem auglýst var, þ. 18.
og 19. þ. m. Verð gekk þar upp
og niður og varð á mörgu ekki
hátt, sjerstakléga þótti lágt verð
á síórviðum, því I2álnatrje 6 þml.
á hverja hlið fóru þar aðeins á
tæpa hálfa þriðju krónu; sömuleið-
is fór húseignin lángt undir virð-
íngarverði, því íbúðarhúsið, tvíloft-
að hus og vandað að sjá og vöru-
hús stórt fórú bæði á 6,300 kr.
Aftur komst borðviðurinn og ým-
isiegt af búðarmunum nær í fúlt
verð.
Grímur verslurtafístjóri Laxda!
varð hæstbjóðandi að húsunum.
Maður Í3nn hjer gull- og silfur-
búið sverð, uppi í Hratnkelsdal nú
nýlega og er sagt að hann hafi
verið svo sorglega fávís að selja
Ernst apótekara það fyrir 12 kr.
Eftir því sem af sverðinu er sagt
hefði íorngripasafnið íslenska gefið
manninum að minsta kosti 100 kr.
fyrir það og nú er auk þess lík-
lega loku skotið fyrir að það kom-
ist þángað og er það illa.
Frá Parisarsýningunni.
II.
Laugardaginn fyrir Páska.
Þá var runninn upp sá mikii
dagur sem opna átti heimssýníng-
una á. Við vorum snemma á ferli,
reyndar var kl. orðin 9, en það var
nú snemt hjá okkur og svo var
víst hjá fleirum.
Veður var hið ágætasta, sólskin
og blíða, aðeins nokkuð heitt.
Við höfðum komist að því kvöld-
inu áður að þann dag yrði aðeins
hleyft inn á sýnínguna nokkrum út-
völdum þúsundum manna til þess
að vera við setníngu hátíðarinnar
og hlýða á ræðu Loubeís forseta
og ráðgjafa hans.
Við ætluðum samt sem áður að
gera tilraun til að fá aðgaungu-
miða og hjeldum því fyrst til
Norsk-Sænska generalkonsúlsins til
ráðagerða og leiðbeiníngar.
Þegar út kom á götuna var þar
ekki margt komið af fólki ennþá
en flögg voru á hverju húsi og eins
á mörgum af vögnunum sem um
strætin fóru, en sum’ húsin voru
skreytt blómfljettum og alt í gló-
andi hátíðabúníngi.
Kousúliinn tók mjög alþýðlega á
móti okkur en als aunga vön kvað
hann um að fá aðgaungumiða ti!
hátíðahaldsins, því hann hafði ekki
einu sinni feingið hann sjáiíur og
var sárgramur við sýníngarnafndina
fyrir ókurteisi hennar, og einmitt
meðan við stóðum þar við, þá var
hann að skammast í málsíma sinn
við einhvern af. forstöðumönnunum,
en það dugði ekkert.
Sú för varð því ekki til fjár, en
við tókum því samt rólcga og hugg -
uðum okkur við að þó við stæð-
um fyrir utan, þá yrðu þar þó að
minstakosti 100,000 manna með
okkur.
Sýnínguna átti ekki að opna fyrri
en kl. 2 um daginn og við urðum
því að fara eitthvað annað á rjátl
út í borgina þángað til.
Kaupendur Bjarka eru vin-
samlegast beðnir að greiða and-
virði hans nú á kauptíðinni allir
sem því geta mögulega við komið.
Borgunina má skrifa inn í hverja
þá verslun sem innskrift vill taka.
A g æ 11’
ís'ie nskt sal tkjöt
fæst við Wathnes versian.
Seyðisfirði 23. Júní 1900
Jóhann Vigfússon.
4 Trippi falleg, einlit, gaila-
laus, á aldrinum 1—4 vetra kaup-
ir undirskrifaður sem fyrst'.
Seyðisfirði 23. Júní 1900.
Jóhann Vigfússon.