Bjarki - 02.03.1901, Blaðsíða 1
Eitt 1)1 að á viku. Vcrð árg. 3 kr.
borgist fyrir i. júli', (orlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
Uppsögn skrifleg, ógild nema komift
sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi
sje þá skuldlaus við blaðið.
VI. ár. 8 Seyðisfirði, laugardagínn 2. mars 1901
Hlutafjelagsbánkinn.
Hvað á bánkinn að vinna^
í greininni í síðasta blaði var sýnt fram á
að mótmæli síra Arnljóts gcgn hlutafjelags-
bánkastofnuninni hefðu við eingin rök að styðj-
ast, heldur óþarfa tortryggni. 1 grein hans
voru þó leiddar fram á sjónarsviðið allar aðal-
xnótbárurnar, sem fram hafa komið móti bánka-
stofnuninni.
En þá er að minnast á hitt, hvert gagn
okkur getur staðið af bánkanum, hvað hann á
vinna. Hann á að færa okkur inn i landið afl
þeirra hluta sem gera skal. Hann á að færa
versluninni nýtt blóð og breyta viðskiftalífinu.
Hann á að færa atvinnuvegunum þá næríng,
það þroskaafl, sem þá nú vantar. Hann á að
verða hjartað í líffærakerfi nýrra framkvæmda
og nýrrar menníngar hjá okkur á þessari ný-
byrjuðu öld.
Að sögn verslunarfróðra manna er íslenska
verslunin nú sem stendur að miklu leyti rekin
með Iánsfje útlendra peníngamanna og það
munu eingar ýkjur, að landsmenn borgi í þeim
viðskiftum frá 12% og allt upp að.20% af
lánsfjenu. þessu veldur lánsverslunin; það er
svo ótryggt að leggja fje í verslunarfyrirtæki
hjer á landi meðan hún er við líði. Þegar
hjer er komin upp sterk peníngastofnun, eru
íslensku kaupmennirnir ckki nauðbeygðir til að
sækja lánsfje til útlendra peníngamanna; þeir
fá það vafalaust með mikiu vægari kjörum
í bánkanum. Og viðskiftamenn verslananna,
íandbændur og útvegsmenn, kæmust smámsam-
an upp á að nota bánkaun til þess að versla
skuldlaust við kaupmanninn, því útibúin eða
bánkaselin, sem hlutafjelagsbánkanum eiga að
fylgja> gera öllum, sem búa í fjarlægð við
Rcykjavík, miklu hægra að ná til hans, en til
landsbánkans nú. Þetta mundi eyða óskilsem-
inni og gera alla verslun og viðskifti tryggari
cn nú. Kaupmannaráðið í Reykjavík Ijet ein-
dregið þá skoðun uppi við þíngíð, þegar frum-
varpið um hlutafjelagsbánkastofnunina var þar
til umræðu, að það væri henni meðmælt.
Fyrir ölium framkvæmdum í atvinnuvegum
okkar stendur þetta cina: fjeleysið, pen-
íngaleysið. Fiskiveiðarnar eru enn að mestu
reknar mcð laungu úreltri aðferð. Sú reynsla
sem feingin er af þilskipavciðunum, scm enn
eru í byrjun, sýnir, að þau borga sig vel. En
peníngana vantar til þess að kaupa skipin.
þegar nóg fje væri á boðstólum til láns handa
þeim sem vildu leggja út í að auka þilskipa-
veiðarnar, mundi skipunum strax fjölga að stór-
um mun, atvinnan aukast og framlciðslan vaxa.
I’ó tilraunir þær sem gerðar hafa verið til
fiskiveiða með gufuskipum hafi að miklu lcyti
misheppnast, enn scm komið er, þá cr lángt
frá því að cnn sje fcingin fullnægjandi rcynsla
f því efni. En það sem hjer vantar er að-
gángur að fje fyrir þá menn sem hafa hug og
vilja á að reyna eitthvað fyrir sjer til umbóta
og þora að hætta einhverju fyrir þær.
Og sama er að segja þegar litið er til
landbúnaðarins. Landið er enn að mestu ó-
ræktað. Og hverju hefur allt til þessa verið
um kennt? Ekki bví, að það geti ekki borg-
að sig að rækta landið, heldur fátæktinni og
peníngaleysinu. Það er mikið talað um nú
síðustu árin að koma upp mjólkurbúum, að
koma upp tóvinnuvjelum og klæðaverksmiðjum
samskonar og Norðmenn hafa komið upp hjá
sjer á síðari árum. En eins og nú er ástatt
hljóta allar tilraunir að stranda á peníngaleys-
inu. Þetta var álit flestra manna á þínginu
síðast.
I nefndaráliti n. d. um stofnun hlutafjelags-
bánkans segir meðal annars »að tækist að
stofna bánka í landinu með því fyrirkomulagi
og fjárpiagni sem hjer er gert ráð fyrir, mundi
það verða mikil umbót á peníngamálum lands-
ins, verða til þess að greiða fyrir og efla
Iframfarir í verslun og öllum atvinnuvegunr og
þannig verða landinu yfirieitt til stórhagnaðar*.
Og nefnd e. d. segist hafa þá skoðun á mál-
inu, »að bánki, sem lagaður væri eftfr frumv.,
mundi geta veitt vcrslun, landbúnaði, sjávar-
útvegi og iðnaði landsins mikilsverðan stuðn-
íng, sem og veitt hvöt og styrk til ýmislegra
annara nytsamra fyrirtækja*.
Gegn þessu áliti hafa andvígismenu bánka-
stofnunarinnar ekki komið með neinar gagn-
legar röksemdir, hvorki síra Arnljótur nje aðr-
ir. Og vöntun allra gildra röksemda í mót-
mælunum er eitt af þvf sem hlýtur að styrkja
menn í trúnni á hitt, sem með mælir, og á
fyrirtækið yíir höfuð.
I’egar málið kom inn á síðasta þíng var það
óundirbúið og iítt hugsað. Nú kvað það víst
að stjórnin leggi fyrir næsta þíng frumv. rneð
nokkrum breytíngum frá frumvarpi síðasta
þíngs. ,Henni var falið það tii þess að leita
um það álits bánkafróðra manna og jafnframt
hefur hún átt kost á að ræða breytíngartil-
lögur sínar við bánkastofnendurna sjálfa. Nú
kemur því málið undirbúið frá stjórninni fyrir
næsta þíng og auk þess hafa sjálfsagt þeir
menn sem mest íjöihiðu um málið á síðasta
þfngi gcrt sjer far um að aíia sjer þekkíngar
á því síðan.
í’að eru nú öll líkindi til að málinu verði
ráóið ti! góðra lykta á næsta þíngi, þrátt fyrir,
þann andróður sem það hefur mætt.
UtSendir kaupendur Bjarka eiga að borga
blaðið fyrir lram. I’cir af þcim scm aðcins
hafa eitt eint. fá ekki blaðið óborgað leingur
en til 1. júlí.
Styrktarsjóður
handa ekkjumogbörnum Seyð-
firðínga, þeirra er í sjó drukkna.
Eins og áður er um getið hjer í blaðinu hjelt
Marteinn verslunarmaður Bjarnason nýlega fyr-
irlestur um þetta efni, fyrst hjer á Oldunni og
síðar úti á Eyrum. Eins og við var að bú-
ast hefur máli hans verið tekið vel, bæði af
sjómönnum og öðrum, og það sem inn hefur
komið fyrir fyrirlesturinn á báðum stöðunum,
um 60 kr. er fyrsti vfsirinn til styrktarsjóðs-
ins. Hjer skal nú stuttlega drepið á helstu
atriði fyrirlestrarins.
»Með fjárstyrk úr slíkum sjóði«, sagði ræðu-
maður, »ætlast jeg til að dregið verði úr hin-
um sára harmi eftiriifandi fátækra ekkna og
barna, og ennfremur að filhugsunin um þann-
ig lagaða hjáip, er ætti rót sína að rekja til
frjálsra fjárframlaga, gæti að nokkru leyti frið-
að sá! hins deyjandi sjómanns, því að það er
mjög eðliiegt, að á hinni sviplegu dauðastund
hvarfli hugurinn meðai annars til þcss er í líf-
inu hefur verið kærast. . . . Það er flcira sem
styikur cr að heldur en fje; góð ráð og vin-
sairéegar bendíngar hafa hjer eins mikið gildi
sem ætíð endranær. Sjerstaklega vænti jeg
þess, að bæjarstjórnin og niðurjöfnunarnefnd
aukaútsvaranna í bænum og hreppsnefndin í
hreppnum verði málinu hlyrmtar. 3?ær fjalla
allar um fátækramálefni og hafa reynslu fyrir
þvl, hve vandasöm og vanþakkiát slík störf
eru, en hitt er auðsætt, að fjárframlög af
frjálsum vilja, sem miða til að hjálpa fátækum
án sveitarstyrks, draga úr þörfinni fyrir hið
iögboðna fátækaframfæri.«
í’á minntist hann á líftiyggíngar -manna og
vátryggíngar húsa og eigna hjer á iandi og
vildi að landsjóður tæki hvorttveggja að sjer,
enda mun það óefað rjett, að mildu meira fje
fari árlega út úr landinu tii h'ftryggíngar- og
vátryggíngar-fjelaga, en inn koma aftur þaðan.
Þó eru það framfarir, »hve margir eru farnir að
tryggja líf sitt nú á síðari árum. Ræðumaður
stakk upp á því, að þcir sjómenn sem tryggt
hafa líf sitt, og einga eiga nákomna eða þurf-
andi erfíhgja, ákvæðu í erfðaskrá sinni að ein-
hver viss hluti lífsábyrgðarupphæðarinnar geingi
íii þess að bæta hag stjettarbræðra þeirra,- t.
d. í styrktarsjóði, einsog þann sem hjer er um
að ræða, ef dánarbú mannsins sjáifs ekki þarfn-
aðist hennar óskertrar.
Pá taiaði hann u:n að nauðsynlegt væri,
jafnframt og byrjað væri að safna til sjóðsins,
að samin væri skipulagsskrá eða regiugjörð,
er ákvæði', hvernig varðveita skyldi, ávaxta og
nota, fje það er sjóðoum kynni að hlotnast nú
og síðar. Slíkt er nauðsynlegt gagnvart þeim
er styrkja vilja sjóðinn. Stjórn sjóðsins vildi
hann fcla þrcm mönnum og kysu búendur hjer