Bjarki


Bjarki - 02.03.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 02.03.1901, Blaðsíða 2
30 f Seyðísfirði einn, annan kjörgeingir menn f bænum og sýslunefndin í N-Múlasýslu hinn þriðja og skyldi hún hafa eftirlit með stjórn sjóðsins og árlega athuga reiknínga hans. Auk beinna samskota benti hann á ýmsar að- ferðir til að safna fje í sjóðinn, svo sem hluta- veltur, lotteri o. s. frv. Leikfjelagið mundi fúslega leika eitt kvöld á vetri til ágóða fyrir sjóðinn, saungfjelagið, sem í orði væri að stofnað yrði, halda fyrir hann saungskemtun, og loks mundu einhverjir verða til þess að halda fyrir sjóðinn fyrirlestra eins og hann hefði nú byrjað. Þá mætti einnig safna fje með samskotafjárhyrslum á almanna færi, eins og títt er víða annarsstaðar. Loks stakk hann upp á að útvegsmenn og allir fiskeigendur gerðu með sjer samtök um að verja einhverri smáupphæð af andvirði aflans íil ekknasjóðsins, t. d. io aurum af hverju 50 kr. virði í inn- lögðum fiski. Hann gerði ráð fyrir að 100 bátar væru að fiskiveiðum hjer úr Seyðisfirði og meðalafli árlega á hvern bát 40 skp. af verkuðum saltfiski. Með 10 aurum af hverju 50 kr. virði í innlögðum fiski safnaðist sjóðnum þá 400 kr. árlega. Þetta gjald yrði auðvitað eingin skyldukvöð; hver og einn væri sjálf- ráður, hvort hann greiddi það eða ekki. En eingum gæti það verið tiífinnanlegt. »Margt smátt gerir eitt stórt«, sagði ræðumaður, »0g myndun þessa sjóðs er okkur ekkert ofurefli. Til þess að koma henni í framkvæmd þarf einkum: stöðugan vilja og einlægan ásetníng sem allra flestra, því »margar hendur vinna Ijett verk.« Hann kvaðst vona að kaupmanna- stjettin yrði máli þessu hlynnt, þar sem við- skiftahagnaður margra kaupmanna bygðist á afurðum fiskiveiðanna. Þá benti hann á, að líkindi væru til þess að það færi í vöxt að ýmsir efnamenn gæfu hlut af eignum sfnum til nauðsynjastofaana og fyrirtækja. »Fyrir nokkrum árum hefur t. d. danskur maður, Lotze að nafni, gefið 20,000 kr. til styrktarsjóða sjómannaekkna hjer á landi. Gjöf þessari var samkvæmt gjafabrjefinu út- hlutað milli aðeins fjögurra ekknasjóða, því fleiri þess kyns sjóðir voru bjer þá ekki til, er roeð skipulagsskrám sfnum fullnægðu þeim skilyrðum sem gjöfin var háð. Einn fjórði hlutinn hlotnaðist styrktarsjóði sjómannaekkna í Grýtubakkahreppi í Suður-Þíngeyjarsýslu og eru nú árlegar vaxtatekjur af því fje yfir 200 kr. Nú hafa sjódrukknanir ekki verið þar tíð- ar undanfarandi, en nóg er samt með þetta fje að gera. Að því er jeg þekki til hefur það verið veitt tveim fátækum ekkjum, sem báðar misstu menn síea í sjóinn af þilskipumu Báðar hafa þær sýnt hinn mesta dugnað í því að uppala börn sín án sveitarstyrks * Eitt af því sem hann taldi að gæti orðið til að auka tekjur sjóðsins var ábeit; í stað þcss að heita á Grfmseyjarkirkju eða Strandakirkju, skyldu menn heita á ekknasjóðinn. Eins og sagt ct í byrjun greinarinnar hefur mál þetta feingið góðar undirtcktir og ætti nú að vinda sem bráðastan bug að því að koma fóstu skipulagi á sjóðinn. Sem forgaungu- maður og fyrsti hvatamaður málsins á herra Marteinn Bjarnason lof skilið. Tíl Benedikts Gröndals. — :o:—- Það kom mjer svo sem ekkert á óvart að heyra sýngja í tálknunum á honum Gröndal eftir ritdóminn um kvæðin hans, sem stóð hjer f blaðinu 15. des. síðastl. Og þó var síður en svo að þar væri gert lítið úr skáldskap hans. En ritdómurinn var alls ekki skrifaður til þess að þóknast Giöndal, þó hann sje uppá- haldsmaður minn að mörgu leyti, heldur til þess að reyna að sýna manninn eins Og hann er. Og svona skoða jeg þig nú, góðurinn minn, hvort sem þjer líkar það betur eða ver. jeg sagði meðal annars um Gröndal: »Nær allt, sem hann hefur ritað nú í mörg ár, er ein endalaus ádeila gegn öllu því sem ýngra er en sjálfur hann, öílu því nýa sem fram hef- ur komið í hugsunum manna og framkvæmd- um síðan sjálfur hann vai ð fullþroska, eða sfðan hann fór að eldast. Hann getur ekkert af því litið rjettu auga« o. s. frv. Þetta lýsir Gröndal haugalýgi;* hann segist ætfð hafa ver- ið fús á að viðurkenna það sem sjer hafi fund- ist gott eða ialiegt. Alveg rjett, Gröndal! það hefur einginn haft á móti því. En þjer í i n n s t ekkert gott nje fallegt nema það sje jafngamalt sjálfum þjer eða eldra. Hann bendir á þrjú kvæði eftir ýngri skáld (Þ. E. og E. B.), sem sjer þyki falleg. En það er af því að í þeim kvæðum er eingin hugsun sem ekki hefði eins vel getað verið hugsuð árið 1850 einsog árið igoo. Þetta er ekki sagt sem last um kvæðin, heldur til þess að sýna að þetta varnargagn Gröndals sannar ekki neitt. Og hvað eru svo ritgerðir Gröndals frá síðari árum; hvað eru blaðagreinir hans um skáld- skap íbsens, hvað er aldmótagrein hans um Rvík, hvað er formálinn fyrir kvæðabókinni hans, hvað er að lokum þessi síðasta Fjall- konugrein hans, t. d. vörnin fyrir kvæðinu »Þíngvallaferð«? — Alltsaman ádeila gegn hugsunarhætti nútímans og samanburður á honum og eldri tímanum, þegar Gröndal var úngur. Jeg hef ekki með háifu orði lastað Gröndal fyrir þetta í ritdómnum, aðeins sagt, að svona væri afstaða hans ú eldri árutn við hugsunarhátt samtímans. I síðasta kvæði sínu um Island segir Gröndal: »Vjer elskum þig, þó ei þú sjert í ánauð hverja tekin, þó fossinn ei við bjargið bert í búnaðinn sje rekinn.« Það var einmitt það. Fossarnir eru svo fallegir; þeir eru til þess að horfa á þá, skemta sjer við þá. Það stórhneixiar fegurðartilfinn- íng Gröndals að menn skuli hugsa sjer að leggja fjötur á fossana, taka þá háróroantísku herra í þrældóm, fara að láta þá vinna. Það er, eftir skoðun hans, ein af smekkleysum síð- ari tíma. Og það er íjarri mjcr að halda því fram að þessar hugmyndir hans sjeu Ijótar cða óskúldlegar, en hitt get jeg ekki látið eftir honum, að játa að þær sjeu í samræmi við hugsunarhátt manna almennt nú á dögum. Það sem Gröndal segir um hið »únga Is- land* kemur þessari þrætu okkar ekkert við, er talað alveg út í bláinn. Þar vaka víst fyrir Gröndal einhverjar endurminníngar um deilur hans við Hannes Hafstein og Verðandi- . *) Svar haus stendur í Fjallk. 19. jari. j mennina fyrir eitthvað 20 árum síðan. En jeg | hef aldrei verið neitt við það riðinn og finn | einga ástæðu til þess að fara að rifja það upp. Jeg'hef Iieldur ekki lastað föðurlandslofgerð hinna eldri skálda, hvorki Gröndals nje ann- ara. Mjer þykir mörg af kvæðum þeirra mjög falleg. En sífellt bergmál af þeim Iflýtur samt sem áður með tímanum að verða leiðinda saung- ur. Og þar á ofan áh’t jeg hina æstu föður- landstilbeiðslu og þjóðernisdýrkun reyndar tóma heimsku, þótt hvorttveggja hafi haft mikla þýð- íngu og jafnvel orðið aðalkjarninn í lífshreif- íngum margra þjóða fyr á öldinni, og þó enn sje reynt að viðhalda þessu af öllum þeim sem eru á eftir tímanum, bæði hjer og ann- arsstaðar. Jeg get vel ímyndað mjer að á síð- ari tímum verði þetta lesið með lfkum tilfinn- íngum og við nú lesum kvæði um konúnga- tilbeiðslu eldri tíma, t. d. lofdrápur Eggerts Ólafssonar, og fleiri skálda frá 18, öld, um Danakonúnga. Jeg skammast mín ekki fyrir að játa, að mjer þykir Lögbergskvæði síra Matthíasar, sem mest hneyxlið vakti fyrir nokkrum árum og Gröndal nefnir í skopi f sambandi við þetta mál, mjög gott kvæði. »Ubi bene, ibi patria* segir málanna móðir, latínan, þ. e.: Þar sem mönnum líður vel, þar er þcirra fóðurland. Og þessa setníngu tel jeg rjetta. Gröndal er að hlakka yfir einhverri róman- tískri endurfæðing hjer. Það væri gaman að vita hverja hugmynd eða hugmyndir hann vildi þá fela í orðinu rómantík. Jeg hef í ritdómnum um kvæði hans einga dóma fellt yfir rómantík og ekki-rómantfk, en jeg benti á öfgarnar f fornaldár- föðurlands- og þjóðernis-dýrkuninni í kvæðum nær allra íslenskra skálda á síðastl. öld. Þetta þurfti ekki að »rísa upp«, einsog Gröndal segir að það hafi gert, nú við alda- mótahátíðahaldið; það hefur alltaf legið hjer í landi. Seyðisfirði 2. mars 1901. Veðrið hefur verið hið blíðasta þángað til um miðjan dag í gær;, þá fór að syrta að með regn. í dag er krapahríð og austanstormur. Róið var nýlega hjer utan af byggðinni og feing- ust um 80 á skip, surnt vænn frskur. »Mjölnir« Tuliniusar, sem sagður var strandaður í Ilafnarfirði, hafði 8. f. m. komið inn þángað og reki& sig á sker þar úti í firðinum og laskast töluvert;, þó var líklegast er síðast frjettist, að hana yrði ekki gerður strand. Cand. Vigfúsi Þórðarsyni á Eyjálfsstöðum eir nú veitt Hjaltastaðapfestakall Ellefsen hvalveiðamaður kvað nu vera langtkom- inn að reisa stórt hús á Asknesi í Mjóafirði, kom með það smíðað með sjer. Gufuskipið er nú farið út aftur en Ellefsen er sjálfur eítir. Hann hefur leigt þriðjúng Asknesstúnsins undir hvalveiðastöð- sína, ætlar að sögn að setja þar upp bræðsluvjelar en guanoverksmiðju ekki fyrst um sinn, heldur nota þá sem hann á vestra og draga þángað hvalskrokk- ana þegar spikinu hefur verið flett af' þeim. Sagt er að hann niuni þurfa fjölda fólks, líkí, á annað hundrað manns, við landvinnu að staðaldri éftir að veiðarnar byrja. Jóhannes sýslumaður Jóhannesson og Árni Jó- hannsson fóru á þriðjudaginn upp í Hjerað og ætla, ef til vifl, til Vopnafjarðar í sömu lerðinni.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.