Bjarki


Bjarki - 02.03.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 02.03.1901, Blaðsíða 3
31 Skrykkjótt kvað gánga aksturinn á brúarefninu eftir Fagradalnum. i>ó er nú mest af því komið upp á miðjan dalinn. En hann er nú alveg snjó- laus og kemur þar að öllum líkindum aldrei akfæri á gaddi það sem eftir er vetrarins. 18 manns er þar nú við aksturinn. Það segja Hjeraðsmenn, að hvort sem brúarefnið hefði í sumar verið flutt á Hjeraðssanda eða híngað á Seyðisfjörð hefði það getað verið komið allt saman alla leið upp að brú- arstæðinu og að kostnaðurinn við flutnínginn frá öðrumhvorum þessum stað hefði hlotið að verða miklu minni en hann nú verður. En ef ómögulegt skyldi nú reynast að koma efninu til brúarstæðis- ins í tæka tíð, svo að brúin komist ekki þess vegna á fljótið í sumar kemur, þá er tjónið sem stafar af þessu Fagradalsfargani ekki lítið. Hvammur í Laxárdal er veittur síra Birni Blöndal á Hofi á Skagaströnd. Síðastliðið sunnudagskvöld var haldin 2ja ára af- mælissamkoma Goodtemplarast. Fjólan nr. 63 á J’órarinsstaðaeyri. Meðlimir st., sem eru um 70 að tölu, höfðu efnt til þessarar samkomu og buðu til sín nokkrum Reglumönnum sem ekki voru í st. og einnig nokkr- um utan-Reglumönnum, svo alls hafa þeir verið á 2. hundrað sem tóku þátt í skemtaninni. Veitíngar, sem voru mjög rausnarlegar, voru all- ar kostaðar af st. og meðl. hennar. Fyrst voru sýndir sjónleikir. Hinn fyrri heitir »Aldamót«. Gamla öldin kom fram á leiksviðið í svartri skikkju með lángt hvítt hár, með stuðníngsprik í hendi og ávarpaði nýu öldina með nokkrum vel völdum skiln- aðar og áminníngarorðum. Nýa öldin, sem var úng stúlka klædd- í ljósan kjól með blómsturhnapp á hrjóstinu, mælti nokkur orð viðvíkjandi því hvort væri hlutverk sitt, sem hún nú hefði tekið að sjer að inna af hendi. Næst komu svo 3 dísir að heilsa upp á nýu öld- ma, Sorgin, Gleðin og Vonin, er allar voru í til- hlýðilegum búníngum og skýrðu frá hvort væri þeirra hlutverk. Síðast á leiksviðinu voru nýa öldin og vonin í faðmlögum og báðu til Guðs, og er auðsjeð að höf. hefur viljað láta vonína vera í leingstu lög fylgikonu þessarar nýbyrjuðu aldar. Hjer skal ekki dæmt um hvernig leikið var, en þó held jeg sje óhætt að segja að það hafi verið vel gert, eftir öllum ástæðum. Útbúníng á leik- sviðinu hefði maður kosið að hafa betri. Hinn leikurinn var danskur, samtal (Dialog) og þótti það góð skemtun. Súngið var á milli þátta og á eftir ræðuhöld og kvæði var flutt til stúkunnar, og stóð það yfir á 2. kl.tíma. Dansað var svo og spilað fram á morgun eftir. Jeg þakka svo Eyrarbúum fyrir skemtunina og minnist þess jafnan aðjegsje að þeir fremur öðrum kunna að rncta fjelagsskap. Einn af boðsgestunum. Fyrirspurn: Er ekki sóknarpresturinn skyld- ur að taka þátt í greiðslu saungeyris með sókn- armönnum ? Svar: Lögin segja »að söfnuðurinn skuli kosta hljóðfæraslátt við guðsþjónustu og skuli kostnaðinum jafnað niður á sóknarmenn.« Hjer er þá um það að ræða, hvort presturinn eigi að telj- ast með »söfnuði« og »sóknarmönnum« og er lík Iegast að Iögin ætlist ekki til þess. Búfræðingafundur. Samkvæmt tillögu og i umboði 1. búfræðíngafundarins í Rvík 29. og 30. júni 1899, leyfi jeg mjer hjermeð að boða 2. al- mennan búfræðíngafund í Rvík hinn 29. júní næst- komandi til að koma fram með tillögur um og ræða mál, er landbúnað sjerstaklega varða. Gröf í Mosfellssveit, 12. Jan. 1901. Björn Bjarnarson. Ðuglegur og reglusamur vinnu- m a ð u r óskast. Gott kaup. Ritstj. vísar á. HÚS til leigu í Seyðisfjarðarhreppi frá næsta vori; útræði fylgir og grasnyt ef vill. Ritstj. vísar á. Sútunarverkstofan á Seyðísfirði. Sem svar upp á fyrirspurnir úr ýmsum átt- um um verð á sútun skinna Og húða set jeg hjer eftirfarandi upplýsíngar: Jeg veiti móttöku til sútunar allskonar húð- um og skinnum og leyfi mjer jafnframt að fullvíssa væntanlega viðskiftamenn mína um, að verkið verði svo vel af hendi leyst sem frekast má verða. Sútun á húðum kostar: > í Futlæder (í sjóstígvjel)..........70 aur. pd. - Bensaalelæder.....................55 — — - Platlæder (söðlasmiðaleður) . . 80 — — A kálfskinnum í skó og stígvj. 2—3 kr. pr. skinn - gulum kálfskinnum handa söðlasmiðum. . . . 1,50 — 2 — — — Að álúnsbera sauðsk. með ull 2— 3 — — — — — ullariaus 60 aur. — — barka sauðsk. gul , . 70 — — — — — svört . . 90 — — — Smá lambsk. með ull . . . 40 — — — Kattarskinn og fuglaskinn . 40 — — — Selhundask. börkuð með hári 2 kr. — — — — hárlaus (í stígvjel) . . . . . 2—2,50 — — — Borgun tek jeg á móti í skinnum, húðum og ull. 3?á hafa menn leitað hjá mjer upplýsínga um meðferð á húðum og skinnum. Fyrst og fremst er þá þess að gæta, að skinnin og húðirnar sjeu ekki skorin til skemmda þegar skepnurnar eru flegnar. Einkum hef jeg orð- ið var við að mjóg illa er oft farið hjer með káifskinn um Ieið og Jegið er. Verð á ó- verkuðu kálfskinni er um 2 kr. En þegar á þau eru skorín tvö, þrjú og oft mikiu fleiri göt þegar flegið er, þá er skiljanlegt að þau 164 nú er auðsjeð að það reiðist. I’á kemur inn einn af þeim riddurum sem afsláttarhcstunum ríða; Spánverjar kalia þá menn píkadóra. Hann heggur sporunum í síður hestsins, en klárinn er gamall og horaður og nötrar af hræðslu þcgar hann sjer nautið; hann riðar á fótum, flennir út nasirnar og reynir að flýa. En píkadórinn heggur sporunum enn fastar í síður hans og aðstoðarmennirnir koma með svipur og lemja hann áfram. Loks æðir nautið fram. Píkadórinn er svo drukkinn að hana sjer allt eins og í þoku; hann bcr lensuna lyrir sig og með oddinum ristir hún djúpan skurð f hrygg nautsins, en í sama bili standa horníþess á kafi f kviði hestsins; píkadórinn liggur failinn á leiksviðinu, hesturinn byltist í fjörbrotunum með sumt af inníflunum útbyrðis. Fjöldi af aborfendunum snýr andlitun- um undan, þolir ekki að horfa á leikinn. Svo er nautið narr- að burt af ieiksviðinu með rauðu kápunum, píkadorinn borinn út og hesturinn barinn, því hann á að n'sa á fætur og kom- ast út og í hendur dýralæknis, scm á að sauma saman sárin svo að sama hestinn megi nota aftur í næsta leik, En hann getur ekki risið; hann stynur og frísar og lítur í kríng, stór- bm, óttaslegnum augum og sumir af áhorfendum kalla niður og heimta að hann sje drepinn, en aðrir hrópa í sífellu: »bravó, toró! bravó, toró!«* Aðrir kalla: »Hesta, fleiri hesta!« Og eftir iitla stund hefur nautið fellt fimm hesta á leiksviðinu, einn eftir annan, I’á koma bandarillcróarnir fram, en svo kalia Spánverjar hina rauðldæddu menn sem erta nautin til reiði; þeir bera stutt spjot, bandarillos. I’eir ncma staðar frarnmi fyrir naut- inu, hoppa svo tiI hliðar og stínga spjótnnum f hrygginn á *) Toró =■ naut. 161 tíðaskrúða og með skrautlega blævængi í höndum. í glugg- unum og á götunum er talað um hver þessi og þessi sje, hverri hann sje giftur, eða hverjum h.ún sje gift, hverjar hafi verið kærustur hans eða kærastar hennar, hverjir sjeír það nú og hverjir muni verða það. En mest var þó talað þegar Castilia de Cariilo, greifafrú, ók framhjá. Stúlkurnar teygðu sig fram yfir svalirnar og út úr gluggunum: Sjáið þið hvar hún fer; er hún ekki falleg? — En að sjá hvernig hún málar sig í framan! — Og hún hvað eiga tvo kærastana. — Tvo, segðu heldur tíu. — En hún er falleg. — Já falleg er hún, því get- ur einginn neitað, Greifafrúin var fegurri en nokkur Marfumynd; augun voru góðleg, dökk og dreymandi, hárið hrafnsvart; hún var í rauð- um atlaskkjól og hjelt á skrautlegum blævæng. En hann var hálfur svartur; hún hafði á síðasta nautaati kastað honum nið- ur á leiksviðið, blóðbunan úr einu nautinu hafði hitt hann og litað hann hálfan og sfðan var liann uppáhald greifafrúarinnar. Við hlið hennar í vagninum sat maður hennar, greifinn af Carillo, lítill maður, grannleitur og gulur f andliti.^ Útlit hans mælti fullkomlega með sögunni um tíu kærastana. En vagn þeirra hvarf nú framhjá og aðrir komu í staðinn. Síðustu vagnarnir komu á fleygiferð, því klukkan var nærri orðin fjögur. Og stundu á eftir öllum hinum komu tveir vagnar; svipur vagnstjóranna voru alitaf á lofti og stein- brúin drundi undir þar sem þcir fóru um. þeir vöktu nærri cins mikla eftirtekt og vagn greifafrúarinnar. 3?ví í þeim eru menn þeirra Mansanvini og Guerrita. í fremri vagninum sitja toreadorarnir tvcir cinir, fylgdarsveinarnir ( hinum síðari; Mans-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.