Bjarki


Bjarki - 02.03.1901, Blaðsíða 4

Bjarki - 02.03.1901, Blaðsíða 4
32 missi verð sitt alit að því að háifu, og það, hvort sem skinnin eru ætluð til sölu eða notk- unar heinia. En besta og ódýrasta aðferðin til þess að geyrna skinn er, að breiða þau á gólf undir eins og þau hafa verið fiegin af skepnunum, snúa ullinni eða hárinu niður og slá svo salti yfir holdrosann; láta þau liggja þar til næsta dags, strá þá salti á þau að nýu og leggja svo skinnin eða huðiruar saman. 'A þennan hátt halda þau sjer óskemd svo leingi sem vera vill. Að því er sauðskinn snertir, er þessi aðferð hin besta, en þau má einnig geyma svo, að heingja þau á rá í út- hýsi eða á lofti og snúi þá uliin upp en hold- rosinn niður. En við þá aðferð, að spíta skinn- in á vegg eða þi! ættu allir að hætta. Seyðisfirði i. mars 1901. A. E. Berg. Útsölumenn og kaupendur Bjarka. Þeir sem enn eiga að meira eða minna leyti ógreitt andvirði Bjarka frá fyrri árum (I.—V. árg., 1896—1900), eru hjer með ítarlega á- miruitir um að láta nú eigi leingur dragast að gjöra mjer skil á því. Andvirðið má greiða við allar þær verslanir hjer á landi, er síðan viija gjöra skil á því til mín eða verslunar Sig. johansens kaupmanns hjer á Seyðisfirði, eða geía ávísanir fyrir hinu innborgaða á dönsk eða norsk verslunarhús. Borgun má einnig senda rnjer í öllum algeingum íslenskum versl- unarvörnm, með sanngjörnu verði, Peir Islendíngar í Ameríku, er skuida fyrir j tjeða árgánga blaðsins, mega — ef þeim þykir | það hægra — borga á þann hátt, að senda ■ mjer neðanmálssögur Lögbergs og Heims- j krínglu (samstæðar að svo miklu ieyti sem ! unnt er) eða tímaritin »Öldina« frá 1893—• j 1896 og »Svövu«. A. Jóhannsson. Seyðisfirði. | Orgelharmonia hljömfögur, vönduð og ódýr frá 100 kr. írá hinni víðfrægu verksmiðju Östlind & Aímquist í Svíþjóð,yer hlotið hefur æðstu verðlaun á fjöldamörgum sýníngum víðs- vegar út um heim, og ýms önnur hljóðfæri útvegar L. S. Tómasson á Seyðisfirði. Pnr'HÍ) er fi®stur °g he-ilnæmastur drykkur. UULUd p-æst hjá L s> Tómassyni. Sjúkrahús Seyðisfjarðar tekur móti sjúklíngum aiia daga á árinu. Um- sækjendur snúi sjer til læknis og gjaldkera (Arna jóhannssonar) og verða að gefa næga tryggíng fyrir kostnaðinum. Verð á dag fyrirsjúkl.úrN.-Múlas.ogSeyðfj.kaupst. kr. 1,20 •— aðra Austuramtsbúa .... — 1,40 — aðra íslendt'nga.........— 1,60 — útlendínga, sem eigi eru ráðnir ársmenn hjá innlendum borgurum — 2,00 Fyrir þetta gjald fær sjúklíngurinn alla hjúkrun, íæði og þjónustu en verður sjerstak- lega að borga læknishjálp, meðöl og nætur- vöku ef með þarf. Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske Braudforsikr ings Selskab« Stormgade 2 Kjöbenhavn Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Jieservefond 800,000). Tekur að sjer brunaáhyrgð á Iiúsum, bæj- um, gripum, verslunarvörurii, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (premie), án þess að reikna nokkra borgunfyrir bruna- ábyrgðarskjöl (police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer tn umboösmans fjelagsins á Seyðisfirði ST. TH. JÓNSSONAR. Strokkar Seyðisfirði 12. jan. 1901. Spítalanefndin. Bað, frá hinni nafnfrœgu Sænsku strokka fabriku á 35 kr. eru hjá St. Th. Jónssyni Seyðisfirði. Heit kerlaug, (með köldu steypibaði) fæst á spítalanum hvern miðvikudag og laugardag frá kl. 9 — 9. Verð 50 aurar. Spftalanefndin. Ritstjóri: Þorsteinn Gisiason. Prentsmiðja Bjarka. anvini heilsar brosandi tii beggja hliða, hinir eru allir fölir og aivarlegir. Þeir halda eftir hinum inn á torgið frammi fyrir nauta- atsleikhúsinu. Þar blakta fánar á ótal staungum. Tómir vagn- ar standa í laungum röðum á torginu, alstaðar er fullt af fólki sem þyrpist að inngaungunum, einkum þeim sem yfir ,er mál- að »Sól«. Þar hafa lögreglumennirnir nóg að gera. Hestar þeirra dansa á afturfótunum innanum mannþraungina, svo að fólk flýr hljóðandi nndan. Avaxtasalar, betlarar og blaðasalar hrópa hver í kapp við annan Þar eru boðnar myndir af hetj- um dagsins og kvæði til þeirra. Hinurnegin leikhússiris stend- ur stór vagn með fjórum múldýrum fyrir; hann er ætlaður til að aka burtu dauðum nautum og hestum frá leiksyiðinu. Fjöldi fólks hefur safnast saman' utanum vagninn. Ailt í einu klofnar hópurinn, því flokkur manna á fallegum, andalúsiskum búníngum riður sjer braut og riður inn í leikhúsið. En þessi siviautbúni flokkur ríður gömlum, gtindhoruðum hestum. Það eru hestaruir sem nautunum er ætlað að rífa í sundur. Þetta eru íðustu laun þeirra fyrir lífsstritið. Dyrunum inn á plaza de toros er lokað, því nú er tíminn korninn og hinn hræðilegi leikur á að byrja. Tíu þúsundir manna aru saman komnar í leikhúsinu. Bún- íagaruir cru fjölbreyttir, glcðin almcnn; þar er talað, hvíslað, hk-gið og bent. Þjónar gánga milli bekkjanna með limónaðe og vindlínga. En allt í einu verður dauðaþögn, allra augu >íta til dyranna inn á ieiksviðið. Margraddaður hljóðfærasláttur iar um lei3 og dyrr.ar opnast c; inn hoppa tvcir taliegir, 163 andalúsíufolar með riddara í dökkum kápum. Efiir þeim koma fylgdaisveinar Mansanvini ríðandi í tveim röðum. Þeir sem í fremri röðiuni eru bera rauðar kápur á öxlunum og hafa spjót í höndum. Þeir sem eru í síðari röðinni ríða hinum gömlu, dauðadæmdu bestum og bera lángar lensur, sem þeir snúa upp í loftið. Þá kemur hópur af aðstoðarmönnum og loks vagninn með fjórurn múldýrunum fyrir Mansanvini kemur einn sjer og gángandi inn á leiksviðið. Hann er fallega bygður, með brúnleitt andlit, skegglaust með skörpum dráttum, —• svart hár og stóran toreadorahatt á höfði, í rauðri treyju gull- saumaðri og hvítum siikisokkurn. I hægri hönd heldur hann á mjóum, blikandi korða, liðlegum eins og Mansanvini sjálfur er. Mansanvini nemur staðar á leiksviðinu Og allt fylgdarlið hans. Hann lætur korðann síga og veifar hattinum, hinir gera allir eins. Frá áhorfendabekkjunum er þeim heilsað með dynjandi lófaklappi; höttum og blævængjum er veifað til þeirra. Mansanvini brosir en hreifir sig eklci. Harin stendur á miðju leiksviðinu eins og myndastytta. Þá ríður annar svartklæddi riddarinn fram fyrir sæ.ti for- setans, tekur hattinn ofan og biður um leyfi til þess að nautaatið byrji. Forsetinn svarar kveðjunni og kastar til hans stórum lykli, prýddum.alla vega litum böndum. Riddarinn grípur hann á lofti og riður að dyrum hinumegin á leiksviðinu og hvcrfur þar inn. Rjett á eftir kemur stórt og fallegt andalúsfunaut hlaupandi inn á leiksviðið, nemur þar staðar og horfir undr- andi á allan mannfjöldann og viðbúnaðinn. Það hefur ekkert illt í hug fyr cn það er ert til reiði, en nú byrjar leikurinn. Sveinar Mansanvini hlaupa fram einn eftir annan og hrista rauðu kápurnar framan í það; r.autið Iítur í kríngúm sig og

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.