Bjarki


Bjarki - 04.05.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 04.05.1901, Blaðsíða 2
66 hvert ton. Stjórnin ljet í ljósi, að á næstu 2—3 árum mundi ekki að vænta neins ljettis frá Transvaal til þess að bera herkostnaðinn. Kina. 17. f. m. kviknaði í keisarahöllinni í Pekíng þar sem yfirforíngi stórveldahersins,. Waldersee greifi, bjó. Greifinn komst með naumindum undan, en annar herforíngi þýskurr Schwarzoff, brann inni. Aðrir menn fórust ekki í brunanum. Schwarzhoff hershöfðíngi hafði hlaupið inn þegar höllin var mjög brunn- in og ætlaði að bjarga hundi sínum. Haldið er að kviknað hafi í af manna vöMum. Skað- inn- er stórmikill. Annars gerist ekkert nýtt í Kínastiíðinu. Ósamlyndið milli Japans og Rússlands vkðist heldur að. lagast. Þjóðvisa eftir Sigbjörn Obstfelder. —o— — Keyr á endemif — Er það ekki hún Anna María, sem er útil kallaði búðarpilt- urinn. — Þú lýgur, sögðu hinir, þú lýgur. Anna María sjest ekki framar á götu. Og þeir þutu ut að glagganum allir saman. Hún er eins og hreysiköttur, svo mjúk ^ og falleg í- vextinum, sagði einn þeirra. — Hún* er fegursta stúlkan í bænum, sagði annar. En Anna María gekk hljótt niðureftir, grönn eins og viðjuvöndur, Ijóshærð eins og Ijóst gulL • Hún horfði. beint frammundaa sjer og vissi ekki af neinu. Það lá eitthvað þúngt í vasa hennar. Hún vildi eftir venju sinni lyfta hinum únga, fagra barmi, en það þýngdi svo, það sem lá í vasa hennar, það þýngdi svo. — Heyr á endemi! Er það ekki hún Anna María, sem er úti, kölluðu allir í einu, þeir sem stóðu við gluggana niður með götunni. Qg Hansen gamli sat og tautaði; — Það verð jeg sannarlega að segja konu minni; það verð jcg sannarlega að segja konu minni: — Anna María er úti! En Anna María gekk hljótt áfram með höf- uðið beygt. Niður að hafnargarðinum gekk hún. Þar staðnæmdist hún og horfði útyfir sjóinn. Svo þreifaði hún í vasa sinn, tók það upp, hið litla brjef, horfði á það, sleppti því. Það blotnaði. Það opnaðist og fiaut. En hann sökk. Niður til marhnútanna. Hún kerrti hnakkann stoltlega. Hún sneri sjer við og gekk hratt heimleiðis, En hann sökk til botns, Hríngurinn. * Allan veturinn hafði hún setið og einblínt á hannr snúið honum, velt honum, ekid skilið það, ekki áttað sig á því. Plenni hafði. hann verið cil/fðin. Kristín og Grjeta og Lára komu hvert kvöld og fieygðu smásteinum á gluggann. — Komdu með ? — Nei. Og hljóðar geingu þær burtu og hvísluðu; — Það er eitthvað sem tærir Önnu Maríu. Og í húsunum sögðu menn,. meðan þcir sátu að miðdagsverði: — Anna María kemur ekki framar á götu. Hún læsir sig inni. Það hlýtur að vera eitt- hvað, sem tærir hana. Það varð vetur og frost, það komu sveil. Og Kristín kom og kallaði: — Það er skautasvell, Anna- María. En Anna María svaraðr ekki. Og Kristín ýtti við Grjetu og sagði : Kalla þú, Grjeta ! Og Ghjeta kallaði: — Það er skautasvell, Anna María. Það er hált eins og gler. En Anna María svaraði ekkr. Og Grjcta ýtti við Láru og, sagðú: Spurð’ þú, Lára! Og Lára kalláði: — Það er skautasvell, A'nna María. Það er hált eins og gler. Piltarnir spyrja eftir þjer. En Anna hlaiía svaraði ekki. Svo hættu þ-ær. Og svo varð allt hljótt. En neðan frá vatninu ómaði: Statt’ upp rós mín rjóða, statt’ upp brúðan blíðar statt’ upp litla vina mín,. mín hjartans vína kæra, mín kæra-, mín kæra. Og u'pp eftir bökkunum endurhljómaði það: — mín kæra, mín kæra! En Anna María sat og einblíndi á hrínginn. Hún gat ekki skilið það, ekki áttað sig á því. Henni hafði hann verið eilifðin. * — Hvervegna lest þú altaf og æfinlega,. faðir minn? — Jeg leita að sannleikanum, Anna María. — Er þá nokkur sannleikur, faðir minn? Er ekki allt lýgi?- Pá lyfti öldúngurinn hinu þunga, hinu hvíta höfði sínu og horfði á Önnu Maríu. Mögur var hún, eins og skuggi var hún orðin í út!itir en hárið glóði, eins og rúðurnar í »Frúarkirkju« við sólsetur glóði hár Önnu Maríu. — Nei, Anna María, í manneskjunum er vríst einginn sannleikur. Einúngis þarna uppi er sannleikur, — á þessubláa blaði,, — ein- lingis þarna er sannleikur,— í þessum ryk- ugu bókum. , Frá þeirri stundu sat Anna María fyrir fram- ar hinar stóru, þykku bækur. Anna María sat frá morgni til kvölds fyrir framan hinar stóru, þykku bækur, meðan það- ómaði neðan frá vellinum græna-:. Statt’ upp rós mín rjóða, Statt’ upp brúðan blíða, Statt’ upp litla vina mfnr mín hjartans vina kæra,. mín kæra, mín kæra. En kinn Önnu Maríu varð fölari og fölari,. * Það var í maí, þegár kirsiberblómin falla. Það ómaði í hinní gömlu dómkirkjuklukku. Það ómaði útyfir bæinn, útyfir fjörðinn. Það var grænt fyrir utan allar dyr, og liler- ar fyrir öllum búðargluggum. Það hvíslaði gcgnum göturnar, þar var gam- alt fólk, sem þurkaði tár af kinnum : Onei, bara Ivítug og á h'kfjöl! Onei, bara tvítug og bleik á líkfjöl, Með laung, svört slör geingu fegurstu dæt- ur bæarins á- nndaa hinunx svarta vagni og hvísfuðu: — Nú er hin fegursta dáin. Nú er hio- bjartasta á líkfjöl. Og þær hvísluðu. — Skyldi nokkur hafa getað feingið af sjer að gera Önnu Maríu mein ? Skyldi nokk- ur hafa getað logið að Önnu Maríu ? Og það hvíslaði meðal karlmannanna: — Jeg held nú ekki, að það hafi verið brjóstveiki,, sagði einn. — Nei, það var eitthvað, sem húm drógst með, hún Anna María,. sagði anoar. — Það var eitthvað, sem tærði hana, serm einginn vissi, sagði sá þriðji. Og gegnum alla líkfylgdina hvíslaði það: — Hver ætli að gæti feingið það af sjer,„ að gerai Önnu Maríu ilt. Hver ætli gæti feing- ið það af sjer að Ijúga að Önnu Maríu? W. Aldar-kvöð. Nú fagnar nýrri öld Norðurheims-eyja köld, Bjartleit ábrún. Þakkandi þá, sem leið — Því um sitt Iiðna skeið' Ymskonar eldri neyð Af ljetti hún, Margoft var mæðutíð, Mannraunir þjáðu lýð-- A margri öld Þau yfir þúsund ár Þrávalt við stríð og fár Harðæri, sult og sár Sjást enn þess- vöiói —.. Farsæl var farin öld, Fegurst þó hennar kvöld Sje gagnsins gætt.. Samvinnu-sporin sjást, Seint munu þau af mást, Mannvit og mennt og ást. Margt haia bætt.. Hagsældar verði vor, Velgengnis fyrsta spor Umliðin öld. Framfara-sumar sú, Sem er að byrja nú, Vaxi með viti og trú Vísindafjöld . Höfum f huga fc3t Hvað eitt er gagnar best„ Dreingskap og dug... Miðum að marki fast Meira að fullkornnast Sigrandi leti og last Ljettfærum hug, Vaxa mun vit og sláð, Velgengni, þekktng, ráð,, Dugúr ög dygð Byrjaðri öldu á; Alvaldur styrki þá Hvern þann, sem hjálp vill iját Hjarnlandsins bygð,. Vontim. sú verði raun: Viðleitnin fær sín lauti- Ef dugir drótt,. Vonum að verði enn Vitrari og freinri menny X fortíð fái senn Fjörvísi sótt —.. Bræðralags hnýtum. höld,, Heiisum svo nýrri öld Líðandi um lönd; Ftamleiði fyr og síð

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.