Bjarki


Bjarki - 17.06.1901, Side 3

Bjarki - 17.06.1901, Side 3
I sjálfum sjerí — Hann var dæmdur til að sjá l'ífið, eins og það er, — með opnum augum og lokuðum — alveg sama, — Og hann grjet yfir hiuu únga lífi sumars- ins. — Því hann sá leikinn, sem var lífið — og hina hvítu vængi, sem urðu gráir: — — týndann hreinleik sálna, brostnar æskuvonir, slökktan eld úngra augna í dauða — við bylgjuleik — við fossdunur — við eiturstraum gegnum æskutryllt blóð — við lángt líf í tær- andi sorg í einvcru fángelsisins — fyrir morð — barnsmorð — líf í eyrnd og útskúfun eins og ættarinnar stærsta skömm. — Alheimsins stærsta synd mót hinu únga lífi sumarsins ! En miili trjánna í garðinum sat kóngulóin og spann. — Og þráðurinn glitraði eins og gull í geisl- um sólarinnar. (Sumarið igoo). — w.. Eingin ráðaneytaskifti. Þær fregnir komu nú síðast af dönsku pólitíkinni, að ekk- ert yrði úr því fyrst um sinn að vinstrimenn kæmust að stjórn. Sehestedsráðaneytið ætlar að sitja í trássi við nær allt fólksþíngið, að minnsta kosti þángað til að það sjer, hvernig næstu kosníngum til landsþingsins reiðir af. Hægrimenn hjeldu flokkstund í Khöfn nýlega og komu þar saman helstu menn þeirra hvað- anæfa úr landinu. Fundarboðunin var gerð í því skyni af ráðaneytinu, að þar feingi það uppöivun til að halda völdunum. Það ætlað- ist til að þessi fundur, sem tryggustu ieyfar flokksins voru kallaðar til, skoraði á sig að víkja ekki. En þctta fór á annan veg. Fund- urinn samþykkti einga áiyktun og ýmsir af þeitn sem ræður hjeldu kváðust eingin úrræði sjá önnur en þau að ráðaneytið viki. Blöð hægrimanna Ijetu mikið yfir þessu fundarhaldi þegar til þess var boðað, en síðan það fór fram minnast þau ekki það. Ráðaneytið situr eftir sem áður. Og tals- menn þess láta opinberlcga í Ijósi, að það hlýði í þessu efni vilja konúngsins. Nú á það eftir að skjóta máli sítiu til landsþíngs- kosnínganna. Enn getur það dregist svo ár- um skifti að vinstrimenn komist að stjórn í Danmörku. Se)ði;firði 17. júní 1901. Veður hefur verið kalt þessa viku, norðaustan- stormar og regn og sumar nætur snjóað niður miðjar hlíðar. Áföstudag skifti um og komu þurviðri og iogn. Vesta kom á miðvikudag norðan um Iand. Með henni voru frá Akureyri frú Eggerts og Guðmund- ur stud. jur. sonur hennar, á leið til Djúpavogs. Knnfremur um 80 vesturfarar. Hjeðan fór með henni til Ameríku sr. Stefán Sigfússon, fyrrum prestur að Ilofi í Álftafirði og Sæbjörn Jóhannsson hjeðan af Seyðisfirði, að líkindum einnig til Ame- ríku. Hann bað annan mann að tóa með sjer út í skipið rjett áður en það fór, hljóp upp í skipið og kvaðst koma strax aftur, en hinn beið hans í bátn- um. En Sæbjörn kom ekki aftur og þegar skipið fór ;neri hinn einn til lands. Mjölnir kom frá útlöndum á Sunnudag. Með hon- um kom Dr. Vafiýr Guðmundsson og frú hans. Eau eru á leið til Rvíkur; hún bíður hjer eftir »Cer- es« eu dr. Valtýr fór til Akureyrar með Agli og bíður Ceresár þar. Ennfremur kornu Chr. Ernst Qi kaupm ; fór til Akureyrar, og Tómas Skúlason stú- dent, frá Khöfn; verður hjer í sumar. Egill kom frá útlöridum á fimmtudag. Með hon- um voru verslunarfulltrúar Örum & Wulffs, W. Backe og Stefán Guðmundsson, frú Guðrún Wathnc o. fl. Með Hólum komu að sunnan sr. Ilalldór Bjarnar- son, sr. Árni á Sauðárkrók, fröken Guðrún Jóns- dóttir úr Rvík, og stórstúkuþíngmennirnir’hjer af Seyðisf.: sr. Björn, Sigurður hreppstjóri og Sigurjón verslunarmaður og fjöldi af sunnlenskum sjómönn- um og verkafólki, um 500 að því er sagt er. Franska hcrskipið »Le Manche« og Heimdallur lágu hjer inni um helgina. Nýlega er dáinn á ísafirði Ágúst Benediktsson, sem leingi var við verslun Gránufjelagsins hjer á Vestdalseyrinni. 3. þ. m. andaðist præp. hon. Jón Guttormsson í Iljarðarholti í Dölum. Á einum bæ í Túngunni hefur kláðamaur fundist í vor á einni kind. Frakkneska fiskiskútan, sem strandaði hjer um daginn, var seld á uppboði 12. þ. m. Skipið keyfti Mar.næs skipstjóri á fiskigufuskipinu Albatros fyrir 1005 kr. Flensborg skógræktarmaður, sero kom híngað með Vestu um daginn, hjelt upp í Hjerað til þess að skoða Hallormsstaðaskóg, heldur þaðan til Vopna- fjarðar og þá aftur til Suðurlandsins. Hann telur víst að takast megi að rækta skóga hjer víða um Iand, þótt aldrei verði þeir stórvaxnir. Jarðarför Eorbjargar Wiium fer fram frá bindínd- isfjelagshúsinu um hádegi á morgun. Heiðurssamsæti hjeldu Rvíkíngar Steingrími skáldi Thorsteinson á 70 ára afmælisdegi hans, 19. f. m. Rektor B. M. Ólsen hjelt aðalræðuna, en kvæði var súngið til heiðursgestsins eftir Bjarna Jónsson frá Vogi og segir þar meðal annars: Og hafðu nú þökk fyrir hörpunnar saung og hjartnæmu, þýðlegu slögin, því þó að þín ævi sje orðin svo Iaung þjer aldregi döpruðust Iögin. Og þökk fyrir trú þína á land og Iýð og ljóðbornar vonir um fegurri tíð. Fyr um daginn fluttu skólapiltar Steingrími ávarp og kvæði. Sr. Vilhjálmur Briem er kosinn prestur að Staðastað. Botnverpíng enskan tók Heimdallur við veiðar f landhelgi seint í fyrra mánuði. Sekt iooc kr. og afli og veiðarfæri upptækt. 29. f. m. andaðist í Rvík Holger Clausen kaupm., á 70. ári. I’mgkosníngin í Strandarsýslu fór fram 21. f. m. og var Guðjón Guðlaugsson endurkosinn með 45 atkv. íngimundur bóndi Magnússon í Svartartúngu fjekk 19 atkv. Aðrir voru ekki í boði. W. O. Breiðfjörð kauprn. í Rvík hefur í vor gert út seglskip til botnvörpuveiða. Eað er um 100 smálestir og hefur allan útbúnað botnverpínga, gufu- vjel til að draga upp vörpuna o. s. frv. 20. f. m. fórst bátur úr Vestmannaeyjum með 6 rnönnum: Magnúsi Guðmundssyni, Pálma Guð- mundssyni, Hreini Eórðaisyni og Jóni Eyjólíssyni, i öllum úr eyjunum. En hinir tveir voru: Árni Jónsson frá Steinum u. Eýjafjöllum og Eyjöifur frá Kirkjulandi í Landeyjum, Állir voru þeir búandi menn. Ferðamannafjelagið danska hefur boðað lil tveggja skemtiferða híngað til Iands í sumar. Er ráðgert að önnur förin skuli fnrin til Austur- og Norður- landsins og lagt á stað með »Ceres« 11. júní. Sá hópur fci' á land í Húsavík og þaðan landvcg til Mývatns og Akurey»rar. Hin ferðin á að vara frá 9. júlí til 4. ágúst og fer sá hópurinn hina venju- legu leið, tii Rvíkur og þaðan til Geysis * -X- «• * * * * * ********** UPPDRÁTTUR ÍSLANDS, endurbættur, er nýkominn í bókverslun L. S. T ó m a s s o n a r. Kostar 5 kr. HÚS e r t i 1 1 e i g u hjer á öldunni. Ritstj. vísar á. Hjá mjer eru ýms reiðtígi sem Páll sonur minn hafði tekið til viðgerðar, en jeg vsit ekki hverjir eru eigendur að. Bið jeg því viðkom- andi menn að gera rnjer aðvart um þetta. Um leið leyfi jeg mjer að taka það fram, að jeg held söðlasmtði áfram á verkstoíu Páls sál. Seyðisfirði 15. júní 1901. Böðvar Pálsson. Reiðbeislí tapaðist bjer í kaupstaðnum á mánudaginn. Finnandi skili til ritstjóra Bjarka eða Kr. Hallgrímssonar á Hótel Seyðisfjörð. — Móðablaðið »Nordisk Mönster- tidende», verð kr. 2,40 og dllustreret Familie Journal verð kr. 5,00 án nokk- urra viðbóta fyrir burðargjald má panta hjá undirrituðum. Seyðisfirði, 30. mars 1901. Rolf Johansen. Strokka r frá hinni nafnfrœgu Sænsku strokka fabriku á 35 kr. eru hjá S t. T h. J ó n s s y n i Seyðisfirði. Blöðin. Hjá undirrituðum fást þessi blöð og tímarit: í s a f o 1 d, Þjóðólfur, F j a 11 k o n a n, F r æ k o r n, H a u k u r, S v a v a og S k á k r i t i ð »í u p p n á m i«. Kaupendur gjöri svo vel að vitja blaðanna til mín. Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Seyðisfirði í maí igot. Á. Jóhannsson. Brunaábyrg ðarfjelagið »Nye danske Bráudforsikrings Selskab* Stormgade 2 Kjöbenhavn Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 ög Resérvefond 800,000). Tekur að Sjer'brunaábyrgð á húsum, bæj- um, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla tíorgun (prentie), án þess að reikna no kkra bargunfyrir br.una ábyrgðarskjöl (pölice) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer tii umboösmans fjelagsins á Scyðiéfirði ST- TH. JÓNSSONAR.

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.