Bjarki


Bjarki - 09.07.1901, Blaðsíða 1

Bjarki - 09.07.1901, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erleudií! 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VI. ár. 26 Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ákvörðun skiftafundar 15. þ. m. j í búi Garðarsfjelagsins hjer á Seyðisfirði, verð- ur opinbert uppboð haldið á eignum nefnds fjelags hjer í bænum fimmtudaginn 26. seft- ember næstkomandi og næstu eftirfarandi daga. Verða þar seldar: Húseignirfjelagsins: 2 íbúðarhús; íshús, salthús og fiskihús sarnanbyggð; 2 skúr- ar á Búðareyri til niðurrifs; 3 samanbyggð íshús. H a f s k i p a b r y g g j a með járnsporum. 5 stór fisltiskip með útbúnaði. Veiðarfæri: botnvörpur nýjar og brúk- aðar, botnvörpuslaungur, bómur, botnvörpu- pokar, trawlböjur, kolanet, síldarnet, línur og Ifnubjóð, trássur, streingir, dufl, kútar o. fl. Húsbúnaður ýmiskonar. Smíðaáhöld. Björgunarbelti. Saurnur. Farfi. Hnífar. Timbur- rusl. Tómar tunnur. Járnbrautarklossar. 6 járnbrautarvagnar. Olía. Tjara. Járnvara. Þak- járn. Ismaskína með gúfukatli. Hjólbörur. Rambúkki með tilhcyrandi. Jarðyrkjuverkfæri. Múrsteinn. Kol. Lúrukassar. Baðker. Stór eldavjel. Stigar. Peníngaskápur o, fl. o. fl. Skjöl áhrærandi búseignirnar og skipin, svo og uppboðsskilmálarnir, verða til sýnis hjer á skrifstofunni viku á undan uppboðinu, sem byrjar kl. 12 á hádegi fyrrncfndan dag. Gjaldfrestur lángur. Bæjarfógetinn á Seyðisf. 20. júní 1901. Jóh. Jóhannesson. Búaófriðurinn. 11. Maður er nefndur F. V. Reits. Hann var sonur auðugs bónda í Kaplandinu. Faðir hans hafði flutt suður úr Hollandi. Reits varð stúdent við South Afrikan College í Kaplandi, hjelt sfðan áfram lærdómi við háskólann í Edinborg og f Lundúnum og varð þar málaflutníngs- maður 1868. Síðan fór hann til Kaplands aftur og var nokkur ár málaflutníngsmaður í Kap, þar til Brand, forscti Oraníuríkis, kallaði hann þángað sem dómara. I höfuðborg Oraníu, Bloemfontein, voru þá aðeins 2 — 3000 íbúar og Reits gerðist þar brátt voldugur maður. Hann var þar þegar Einglendíngar lögðu Trans- vaal undir sig. Rsits hataði yfirráð Einglend- ínga. Þegar Transvaalsbúar gerðu uppreistina vildu Otaníumenn haida til liðs við þá, en Brand afstýiðiþví. Ilann vildi ekki óvingast við Einglendínga. En cftir að Búar höfðu unnið sigurinn á M&jubahæð varð hreilíngin svo sterk, að Brand sá, að hann mundi ekki geta við hana ráðið. Hann skýrði fulltrúa ensku stjórn- arinnar frá því og bauðst jafnframt til að gánga milli Búa og hennar mcð friðarboð. l’á Seyðisfirði, þriðjudaginn 9. júli var gerð sætt I Prætoríu 1881 og Transvaal varð einskonar sjálfsætt lýðveldi innan enska ríkisins. Kryger var samt sem áður ekki á- nægður með þá sætt og fjekk henni loks breytt 1884 þannig, að Transvaal varð svo gott sem óháð hinu enska ríki; stjórnin enska áskildi sjer aðeins takmarkaðan rjett til þess að hafa hönd í bagga með þjóðveldinu þegar það gerði samnínga við önnur ríki. Þetta kviklyndi ensku stjórnarinnar, og svo ófarir hennar gegn uppreistarmönnum, gaf fjandmönnum Einglendínga byr undir vængi. Reits varð nú aðalmaðurinn f þeim flokki sem ól á hatrinu til Einglands. 1881 stofnaði hann mcð tveim mönnum öðrum, C. Borckenhagen, ritstjóra blaðsins »De Express* í Bloemfon- tein, Og prestinum S. J. du Toit, mikils metn- um manni í Kaplandi, hið svonefada »Afrík- anska samband* (Afrikander Bond). Markmið þess var að gera Suður-Afríku að óháðu ríki og Hollendfnga þar að höfuðþjóð. Þessi fjelagsskapur breiddist skjótt yfir alla Suður-Afríku og varð mjög fjöimennur. Það Ijet vel í eyrum, að allir íbúar Suður-Afríku skyldu sameinast sem ein þjóð og eiga þar föðurland. Einglendíngar og Ameríkumenn voru með í fjelaginu. Heróp þess var: »Afríka fyrir Afríkubúa«. f’etta var prjedikað í blöð- um, á fundum og í kirkjunum, stundum hóg- værlega, stundum með æsfngi, allt eftir því, hvernig á stóð. Eftir uppreistina í Transvaal sendi Kaplandsblaðið »De Patriot*, sem gefið var út á hollensku, út rit um stríðið. f*ar segir meðal annars : »Eing!and hefur nú neyðst til að sleppa Transvaal aftur, ssm það stal hjerna um árið. Og enn skal hlutur þess versna, ef það byrjar á ný á rán- og morð- pólitík sinni. Eftir þetta virða Suður-Afríku- búar soldáta og fallbyssur Einglendínga einkis. Við hötum Einglendínga og mál þeirra og allt sem enskt er . . . Enska stjórnin talar utr, að sameina Suður-Afríku undir enskum fána. En það skal aldrei verða. Enski fáninn er nú hið eina sem er sameiníngunni til fyrir- stöðu. Við skulum draga hann niður; áður en þetta ár er úti skal sambandið verða myndað undir hinum frjálsa afríkanska fána .... Við Búar erum hinn rjettborni aðall Suður-Afríku. Við eigum landið og Einglcndíngar eru okkur háðir« o. s. frv. Þetta rit er skrifað algcrlega í anda Reits og líkur þessu var tónninn í öðrum blöðum Suður-Afríku, sem stóðu í sambandi við Afríku- sambandið. Brand Oraníuforseti leit alltaf frcmur illu auga til fjelagsins og landsmenn margir fylgdú forseta sínum, svo að þeim Reils og Brocken- hagen varð þess vegna minna ágeingt í Oranfu. A þíngi Kaplendínga komu þeir þvf fram 1882, að nota mætti hollersku scm r'kismál jafn- íramt enskunni, cða að túngurnar skyldu jafn- 1901 rjettháar. Þetta var auðvitað ekki nema sann- girniskrafa, þar sem mikill hluti landsmanná mælti á hollensku. En þegar farið yar fram á hið sama af enskumælandi mönnum Trans- vaal, þverneitaði stjórnin þar að gefa ensk- unni jafnrjetti við hollenskuna. Kryger þótti f aðra röndina nóg um upp- gáng »Afrikander Bond«. Það starfaði að sama marki og hann, en hann vildi sjálfur halda um taumana. Og svo vildi hann gera Transvaal að höfuðríki Suður-Afríku, en ekki Kaplandið. I öll hin vandasamari embætti í Transvaal varð hann að sækja menn til ann- ara landa. En hann forðaðist að sækja þá til Kaplands og leitaði heldur til Norðurálfii, til Hollands og Þýskalands. Þeir menn urðu hon- um algerlega háðir. Efþeir hneigðust að öðr- um skoðunum, þá sendi hann þá burt aftur, Kryger vildi draga Oraníun'kið til sfn og fjarlægja það Kaplandinu og cnskum áhrifum. Þegar það kom til orða að Icggja járnbrautir f Oraníu sem framhald af járnbrautunum f Kap- landi, bað hann Brand að koma til viðtals við sig til Prætoríu, 1887. Brand sendi annan mann, Fraser að nafni, í sinn stað. Kryger skýrði þá frá, að hann vildi ekkert jarnbraut- arsamband við Kapland; hann vildi loka fyrir ensku versluninni og öllum enskum áhrifum þar sunnan að. Hann vilði fá járnbraut frá Transvaal út til Delagóaflóans og á þann hátt samgaungur við Evrópu og evrópeisk stórveldi (Þýskaland). »Byggið þið heldur cingar járn- brautir, en að þær komi að súnnan, frá Kap« mælti Kryger, »Við viljum ckkert hafa með ensk yfirráðc. Fraser fjellst ekki á skoðanir Krygers. En árið eftir dó Brand forseti og þá stóð hörð kosníngarimma milli þeirra Fras- ers og Reits. Reits hafði sigur og afleiðíngin af honum varð sú, að Oranía og Transvaal gerðu bandalag með sjer; það var búin til ný stefnuskrá fyrir Afríku sambands-fjelagið o. s. frv. Um þetta leyti, 1890, varð Cecil Rhodes æðsti ráðgjafi Kaplands. Hann var vinur helstu foríngja Afríkusambandsins og þeir studdu hann til kosnínganna. Hann vildi eins og þeir sameina alla Suður-Afríku í eina heild, en Rhodcs ætlaði svo að leggja hana undir yfir- ráð Einglands. Eftir að Rbodes kom að stjórn- inni varð keppnin miili Kaplands og Transvaal alltaf meiri og meiri. I áformum sínum voru þeir Rhodes og Kryger andstæðíngar og hlutu því að rekast á. Aður er Kryger varði hafði Rhodes lagt undir Eingland stórt landsvæði fyrir norðan Transvaal, Matabclaland og Mas- honland og fáum árum síðar lagði hann undir Eingland Bechuanaland fyrir vestan og Ama- tongaland fyrir austan Transvaal. Afríkusam- bandi i í Kaplandi var í fyrstu mjög tregt til að samþykkja þessar aðtarir, en Rhodes Ijet sem hann hjeldi aðeins fram Kaplandi gegn Transvaal og fjekk það þá að lokum fullkomlega

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.