Bjarki


Bjarki - 09.07.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 09.07.1901, Blaðsíða 3
103 kvenfólksins. En úr því hann vill um pilsin tala, þá leyfi jeg mjer að skjóta því að hon- um, að hann reyni að halda pilsunum betur saman um ætt sína, en hann hefur híngað til gjört. Að endíngu skal jeg iáta Snæbjörn vita, að þó hann skreiðist fram aftur í piisum eða peis- um skuidugra fátæklínga á Þórshöfn, þá skal ekki það gervi hlí.'a honurn. Annan eins spritt- þambandi iekabyttulávarð treysti jeg mjer til að handfjatia eins og vert er. Lagarfljótsbrúin. Smíðinni er nú al- gerlega hætt í þetta sinn eftir skipun Sigurð- ar ingeniörs Thoroddsens. sem hafði eftirlit með brúarsmíðinni fyrir hönd þíngsins og stjórn- arrnnar. - Það sem veldur er, að stöplarnir allir eru of stuttir, þurfa að rekast mikl-u ieingra niður en Barth hefur áætlað, til þess að ná góðum og föstum botni. Sig. Th. ljet reyna burðarþol þeirra með 9000 pd. þúnga og sigu þeir þá á einni nótt 3—4 þuml. Búið var að reka nið- ur rúmlega helmíng allra stöplanna og var byrjað austanmegin ftjótsins og komið vestur fyrir miðju. Ef tii vill verður nú allt það verk ónýtt Og eins stöplarnir sjálfir. Teikníngar Barths virðast hafa verið mjög ónákvæmar. Meðal annars höfðu smiðirnir verið t' vafa um, hvar hann hefði mælt og hvar ætti að ieggja brúna. Einginn ingeniör var með þeim frá byggíngarfjelaginu. Idvar allur sá mikli kostnaður, scm af þessu stafar, lendi, er enn óvíst. En að líkindum bíður það nú bæði þetta sumar og næsta sum- ar að brúin verði byggð. Bæði sniiðir og verkamenn fóru frá Brúarstæðinu nú fyrir helg- ína, smiðirnir til Eskifjarðar og bíða þar næstu skipsferðar til Khafnar, nema einn, Jón Sig- urðsson, sem kom híngað og bíður hjcr skips.' Sig. Thoroddsen er enij upp frá að mæla út veg er leggja á niður að brúarslæðinu. Svifferjan, scnt koma átti á Lagarfljót í sumar á taur.gunum hjá Steinsvaði, fer sömu leið og brúin. Þcgar til kemur er ekkert efni þar við hendina til þess að byggja úr stöpl- ana og illmöguiegt kvað vera að ná því þáng- að nema í akfæri á vetrum. Að líkindum á byggíngarfjelagið eingaungu sök á því, að ekki hefur verið sjeð fyrir þessu í tíma. En ferj- an kemst ekki á í sutnar fremur en brúin. Og hvorttvcggja cr stór bagi fyrir Iljeraðsmenn. Hólar stranda. 2. júlí kl. 5 um morg- uninn rákust Hólar á sker á leið frá Br ið- dalsvík tii Djúpavogs. -það tókst' fljótt að ná skipinu aftur niður af skerinu, en töluvert var það lekt strax og ágerðist lekinn cftir því sem frá leið; eftir þriggja tíma ferð náði skip- ið inn á Djúpavog, kl. 8 um morguniiin, og lagðist inn við bryggju. þaðan var strax sendur hraöboði híngað til Seyðisfjarðar og kom hann hj.er um hádegi daginn eftir,*3. júíí. Umboðsmaður Sam. guluskfjel., St. Th. Jóns- son, leigði Jiá hjer eitt af fiskigufuskipum Ims- lands kaupm., »Atlas«, til þess að haida ferð- inni áfram til Rvíkur og taka fóik og vörur úr Hóium; iagði Atlas á stað hjeðan tveini tímum eftir að sendimaður kom. Það er hrað- skreitt skip. Einnig átti Atlas að ná í björg- unarskipið Helsingör, sem hefur stöð í Hafn- arfirði, og fá það til að koma austur til Djúpa- vogs. Að iíkindum getur það gert við Hóla, svo að þeir verði aftur ferðafærir. Alþing vat sett 1. þ. m. Til efri deildar voru kosnir: Axel sýslum. Tulinius, Guttormur Vigfússon, Guðjón Guð- laugsson, sr. Sig. Jensson, sr. Magnús An- r r drjesson, sr. Oiafur Olalsson. Forseti f efrideild var kosinn Arni Thor-, stcinsson landfógeti, en í neðri deild Klemens sýslum. Jónsson og til vara Pjetur Jónsson; forseti sameinaðs þíngs var kosin sr. Eiríkur Briem. I fjárlaganefnd voru kosnir með hlutfalls- kosníngum: Skúli Thoroddsen, dr. Valtýr Guð- mundsson, Stefán Stcfánsson, sr. Einar Jóns- son, Tryggvi Gunnarsson, Pjetur Jónsson, Her- rnann Jónasson. Formaður er Tryggvi Gunn- arsson, en skrifari og framsögumaður dr. Val- týr Guðmundsson. Frumvarp var komið fram f stjórnarskrár- málinu og átti að koma til umræðu á laugar- daginn var. Flutníngsmenn frumvarpsins voru: dr. Valtýr Guðmundsson, Guðl. sýslum. Guð- mundsson, Jóh. sýsium. Jóhannesson og Olafur Briem. Auk Rángársamþykktarinnar var þar helsta breytíngin við eldra frumv. ,dr. Valtýs sú, að fjölga skyldi þfngmönnum um 4. Þar er og ekki íarið fra.ri á breytíngu á 61. gr. stjórnarskrárinnar. Eitt stjórnarfrumvarp var fellt í neðri deild: Um stofnun aðstoðarprestsembættis í Rvík. Ullarverksmiðjan: Við þá scm áður hafa skrifað sig fyrir hlutum í fyrirtækinu hafa nú bæst: Eiríkur Einarsson bóndi í Bót, Jón- as Eiríksson skólastjóri á Eiðum, Runólfur Bjarnason bóndi á Hafrafclli, Sigfús Halldórs- son bóndi á Sandbrekku, síra Þórarinn -Þór- arinsson á Valþjófsstað, Stefán læknir Gísla- son á Úlfsstöðum, Kristján Haligrímsson gest- gjafi á Seyðisfirði og Lárus Tómasson bóksali á Seyðisf., Itver um sig með 1 hlut. Seyðisfirði 9. júlí igot. Tíðin stöðugt góð, í gær hvass sunnanvbidur og hreint loft. Gamli Skafti úthverfðist aliur þegar hann las smá- greinina í Bjarka 25. f. m. þar sem hann er í virð- íngarskyni nefndur bæjarins »bos«. Hann höfðaði mál. En þegar á sáttafundinn kom, þá kom það upp úr kaftnu, að hann hafði misskilið orðið Pað er enska og þýðir höfðíngi, fyrirmaður, verkstjóri o. s. frv., en eiuhver hafði talið karli trú um að það hl.yti að. vcra latína og þýddi þá: naut. Skafti var óviðráðanlegur á sáttafundinum og hjelt því fast fram að hann væri ekki naut, en af mótpartsins háifu var því haldið frant, að ltanrt væri höfðíngi og fyrirmaður bæjarins. Nú fct' Sk. í mál og færir þá að ölium líkindum fram sannanir fyrir þvf, að hann sje ekki naut, in primo: að hann bíti ekki gras, in stcundo: að hann hafi ekki Itorn og ekki hala, in tertio: að hann gángi ekki alltaf á fjórum fótum o. s. frv. Þetta er ekki ólíkt málfærslu Sk., nær .alit saman þýðíngar- iaust fyrir málstað hans. Hann hefur einga tönn í skolti og gæti þvf ekki bitið gras, þó háttn vildi. Það er ómótmælanlega rjett að Skafti er kollóttur. En eingin sönnun er það fyrir því sem það á að sanna. Bæði gætu hornin verið brotin eða fallin af honum á lángri og erfiðri lífsleið og svo eru líka til kollótt naut. Um halann er það að segja, að það er óskoðað, hvort hann er til eða ekki. Úr því verður ekki skorið rsú í yfirvaldsleysinu og ekki fyr en dómarinn kemur og úrskurðar að Sk. leysi ofan um sig. Fjórða sönnunin er best. Oll naut gánga alltaf á fjórum fótum og þó Sk. hefði sjest á fjór- um, þá væri það eingin sönnun fyrir því að hann væri naut. Pví dæmist rjett að rjett að vera: Sk. Jósefsson er ekki naut. Málið hefur hann faert gegn sjálfunt sjer og fellur því málskostnaðut' niður, en til landssjóðs greiði hann 10 kr. sekt fyrir að hafa kallað sig naut. En því er nú miður að Skafti er ekki naut. Hann gæti þá pantsett sjálfan sig og lifað í bílífi á eftir. Bindindisfund hjelt Jón Jónsson iæknir á Vopna- firði nýlega hjer á Vestdalseyrinni. Par mættu full- trúar frá ýmsum Góðtemplarstúkum og bindindis- fjelögum hjer eystra. Umdæmisstúka var stofnuð fyrir Austfirðínga fjórðúng og rætt um bindindismál; fundprinn vildi helst fá algert aðflutníngsbann. Ekki tókst Jóni lækni að ná Skafta aftur inn f bindindi og æfti hann samt ekki að gefast upp við það kærleiksverk. Jón læknir Jónsson er mjög laginn við lækníngar á skepnum, nautgripum og sauðfje. Hann hefur ransakað fjárkláðann hjer eystra og geingið manna best frarn í þeim málum. »Atiasc, sem hjeðan fór til þess að halda áfram ferð Hóla, kom til Djúpavogs kl. 11 á miðviku- dagskvöldið og fór þaðan aftur með aila farþeg- ana kl. 4 um nóttina til Rvíkur. Par lá hann að- eins 5 kl. tínia og kom híngað aftur í gærkvöld. M§ð honum kom Jón pöntunarstjóri í Múla og Pór- arinn Þórarinsson stud. art. Bjarka er skrifað að farþegar hafi látið mjög vel af skipi og skipstjóra, Ænda var allur viðgerníngur lángt fram yfir það sem við mátti búast á fiskiskipi. Hvernig sjeð verði fyrir skipi í Rvík til þess að fara ferð Hóla þaðan hjer austur og norður um er enn ókunnugt. Og óhafandi skeytíngarleysi er það, að póstur var einginn sendur nteð skipinU aust- ur híngað. Björgunarskipið lagði á stað til Djúpavogs undir eins og »Atlas« kom suður, var þá á Rvíkurhöfn. E d i s o n hefur nú gert nýa uppgötvun, sem þykir mjög mikils verð. Hann hefur fuiidið aðferð til þess að búa til rnjög ódýrt sement, sem þægilegt er til byggínga. Hann ætlar að sú uppgötvun breyti alveg húsagerð- inni nteð tímanufn, þau verða steypt úr se.n- enti í júrnformi. Tilbrcytíngar í húsasmfðinu verða þá eingaungu gerðar með því að fá nýa og nýa fornta. Húsin verða á þennan hátt reist á mjög stuttum tíma. Kostina við þessi hús segir hann verða þa, að þau verði raka- laus og geti ekki brunnið. A.uk þess hyggur hann að þau geti orðið að minsta kosti fer- falt ódýrari en þau hús sem nú eru almenn- ast notuð til íbúðar. Reynsia er þó enn ckki feingin í þessu efni, R ú s s 1 a n d. Þar eru nú æsmgar miklar meðal verkm.annslýðsins. Á höfn st. Pjeturá- borgar kom nýlcga fyrir stórKostlcgur bruni; skaðinn metinn um 20 miilj. kr. Haidið er að verkamenn hafi í æsíngunum kveykt í.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.