Bjarki


Bjarki - 09.07.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 09.07.1901, Blaðsíða 2
á sitt mál. En nú voru gullnámarnir miklu fundnir í Transvaal og það orðið auðugasta ríkið í Suður-Afríku. Fólk streymdi þángað hvaðanæva að, en Kiryger hafði þegar 1887 komið í veg fyrir að sá innstraumur hefði nokkra pólitíska þýðíngu, með því að útiloka inn- flytjendurnar frá öHum borgararjettindum fyr en eftir 10 ára dvöl í landinu, og 1890 urðu árin 14, Kryger notaði hið mikla fjc scm ríkinu safnaðist á þessum árum vel til þess að koma áformum sínum úfram. Hann keyfti fallbyssur og önnur hergögn og kallaði til sín þýska herforíngja til þess að æfa lið sitt og segja fyrir um víggirðíngabyggíngar. Har.n kom sjer sem mest í mjúkinn við þýsku stjórn- ina og fjekk blöð Þjóðverja til þess að tafa sínu máli og hugsaði sjer að hafa Þýskaland að baki sjer þegar hann risi upp og biði Eing- lendíngum byrginn fyrir fullt og allt. Reits fylgdi Kryger leingi að málum, en þó kom svo, að hann varð nauðugur viljugur að gera sam- band við ensku stjórnina gegn Transvaal. Kryger vildi ýmist fara með Oraníu sem skatt- land sitt, eða hann gerði hana jafna hverju öðru útlendu ríki. Borgararjettindi í Trans- vaal feingu innflytjendur frá Oraníu t. d. ekki með öðrum kjörum en útlendíngar vfir höfuð, Kryger fagði háan innflutníngstoll á vörur þeirra og reyndi jafnvel að hefta allan vöruflutníng þar sunnan að, ekki einasta eftir Oraníubraut- inni, heldur einnig um vöðin á Waalfljótinu. Þá gerði Reits samband við Einglendínga og Kryger var þraungvað til að lækka seglin. 1895 sagði Reits af sjer foisetaembættinu vegna heilsulasleika. Fraser bauð sig aftur fram, cn fjell fyrir vini Reits, Steijn dómara. Hann var fjelagsmaður í Afríkusambaadinu og fullkominn fylgismaður Krygers. Ferðabrjef. — o— I. Föstudagskvö.ld frá Seyðisfirði. — Fram hiá fjörðum og víkum á fleygiferð. Eíngum getur dottið til hugar að sofa á slfkri draumbjartri sumarnóttu, að minnsta kosti ekld þeim, sem ferðast í fyrsta sinn til þess að skoða sitt eigið land. — Og þá er maður í svo undar- legu skapi. — Allt hríngsýnið, landið með vík- ur og firði, grænar hlíðar, skriður og kletta- belti — og svo háa hvíthærða tinda hverfandi eins og hvít ský lángt inn við sjóndeildar- hríng — allt landið eins fátækt og nakið eins og lítið barn, en þó svo kært og ástbundið — af því að það er vort, þitt og mitt. En svo kemur þokan, þessi tularfulla haf- þoka, sem læðist flatmagandi inn yfir hafið eins og firtinn hundur, en rýkur svo upp alt í einu og tekur fiaf og land í úlfgráa bónda- beigju og hristir sig eins og blautur hundur frarran t' þig. Er það kannske ekki eitthvað hundsgrátt og leiðiniegt við hafþokuna! En svo cr ferðinni lokið fyrst um sinn. Gufuskipið leggst fyrir og baular eins ög naut- hveli norður á Hornströndum og fær svar ut- an úr þokunni. — I iiiu skapi fer rriaður nið- ur — og háttar nauougur. Og hafaldan vagg- ar og raular við skipsúðirnar. Það er aiveg eias og hafþokan sinjúgi pmátt og smátt inn i hofuðið a manm og vefji sig þjettara og þjettara utanum hann eins og þykk dúnblæja. Hugsanirnar koma og fara, blikna, hverfa, koma aftur, skifta búníngi, — svo grillir í þær eins og í þoku — lángt burtu — svo slokknar hin síðasta — Svefn! — Miðsumarsnótt í hafþok- unni. En svo vaknar maður við vondan draum á Vopnafirði, — því þar er ljótt! — það er að segja í kaupstaðnum; sveitin kvað vera mjög faiieg, en hana sáum við bara í fjærisýni feg- urðarinnar. Lánganes er ljómandi fallegt, þó það í raun- inni stíngi þeirri hlægilegu hugmynd að manni að það sje bara »Iángt nef«, sem ísland af rótgrónum sjálfbyrgíngsskap gefur grannaþjóð- unum, en svo bendir það óviijandi heldur Iángt norður, — því það er ekki gott að vita, hve lángt heimurinn nær, hann er þó víst harla stór! »Ergo: En Skjæbnens Ironi«;en það get- um við ekki sagt á íslensku. — Framhjá Þistilfírði, Sljettu og Axarfirði geing- ur það allt stórslysalaust, því þar er farið svo djúpt. En svo kemur maður að Mánáreyjum. Eru það smáeyjar tvær með bratta bergveggi á alla vegu, og liggja þær alliángt frá iandi. Þar kvað þó hafa verið bær 1' fyrndinni, sagði sjera Jón. Bjó þar kellíng ein mjög forn í skapi. Sótti hún aldrei kirkju, og þótti presti hennar það mjög iit. En svo bar við einn sunnudag, að keilíng iætur manna bát og róa með sig til kirkju. Kemur hún inn, eftir að prestur er stíginn í stól. Verður hann glaður mjög og þakkar Guði fyrir, að hann hafi mýkt steinhjarta kellíngar. Eftir messu gefur harin sig á tal við kellíngu og tjáir henni gleði sína yfir hinni dásamiegu breytingu á skapi hennar. Lætur kerlíng hann fyrst tala út, en segir svo, að hún hafi heyrt þess getið, að tvö nýstárleg dýr, sem svín heiti, sjeu komin til sveitar- innar, og hafi sig lángað til að sjá þau. — Eftir það kyað prestur aldrei hafa hælt guð- rækni keilíngar. — Svona sagði síra Jón okk- ur söguna, — eða kannske var hún dálítið öðruvísi. — En vísí er það að eitthvað ilt er enn á seyði í Máiiáreyjum. Sáum við Gutt- ormur þíngmaður þar ofsjónir og illar vættir — og það í sjónauka. —• Og þá er Hannes heyrði það nefnt, gekk hann berserksgáng og trylltist mjög, því í æsku var hann á hafbryssu- veiðum í Mánáreyjum og reið þá við gand- reiðarbeisli fimm fimtudagsnætur í röð hring- inn í kríngum eyjarnar, því fyrr voru eklti hryssurnar fulltamdar. •— Sýndist mjer Hannes þá heldur svaðalegur; rjeðist hann á fjelaga mína — með hárbeittum rakhníf, sem hann áður hafði hvatt á buxnalæri sínu — og rak- aði þá. — En við Lundey rann honum ás- megin. Varð hann þá friðsemdarmaður hinn mesti og talaði frönsku. Seint um laugardagskvöldið komum við svo til Húsavíkur. Garnagaul Lángnesir.ga. — :o: — Vottorð Þórshafnarverslunarmannanna, sem Bjarki neitaði nýiega að prenta, er nú komið út 1' Austra. Sem dæmi upp á sannsögli mar.nkindanna má benda á þessa sctníngu í skjalinu : »Meginþorri vor verslaði síðastliðið ár skuldiaust við versiun þá sem Snæbjörn Arnljótsson veitir forstöðu«. En þetta kemur illa lieim við skýrslur þær, sem borist hafa vit af hinum alræmda Þórshafnarfundi, sem hald- inn var síðastliöinn vetur og Þíngeyíngar kalia »Sultarfundinn«. Þar kvað Snsebjörn hafa iýst því yfir, að skuldir Lángnesínga hefðu vaxið um 20,000 kr. síðastliðin ár. Ef satt^æri það sem í vottorðinu stendur, þá ætti þessi mikli skuldavöxtur einkum að vera hjá liinum fáu sjálfstæðu mönnum á Nesinu, sem ekki ijetu hafa sig til þess við sfðustu kosníngar að kjósa á þíng alkunnan afturhaldssegg og þar á ofan örvasa gamalmenni. Vottorðinu fylgir grein sem jeg vil ekki láta vera með öllu óleiðrjetta, þótt annars sje hún í heifd sinni ekki svara verð. Grei það sem undir hana hefur verið látið skrifa skal óáreitt vera af mjer. En illa á það við að Snæbjörn Arnljótsson gapi hátt yfir efnaleysi mínu, þar sem jeg hefi þó haft efni á því að eiga lítilsháttar skuld (urri 100 kr.) hjá þeim Sauðanesbræðrum svo árum skiftir. Megnið af þvf er reyndar ekki hjá Snæbirni heldur öðru meistaraverki Arnljóts, sem sje krypplíngnum á Sauðanesi. Þessar skuldir verð jeg án efa annaðhvort að gefa þeim bræðrum, eða þá að heimta þær inn með lögsókn. Þá skýrir Snæbjörn frá, að jeg hafi einhvern- tíma »þegið af sjer peníngagjöft. Þetta hlýtur að vera einn af brennivínsdraumum hans. Sem. betur fer, hef jeg alls eingin kynni haft af manninum, hvorki þekkt hann í raun nje sjón fyr en í vor sem leið, en hann var þá í nokkra daga að slettast um hjer á Seyðisfirði. Við- skifti hef jeg eingin við hann haft nokkurn- tíma önnur en þau, að hann hefur tekið á móti blöðum fyrir mig til útsölu, en aldrei borgað. einn eyri, og er þessa hjer getið til Ieiðrjett- fngar úr því að Snæbirni hafa þótt penínga- viðskifti -okkar þess vcrð að gerast að um- talsefni opir.berlega. Við nána umhugsun get jeg reyndar ímynd- að mjer hvernig standi á frásögn Snæbjarnar um »peníngagjöfina« og er þá best að rifja upp þá sögu eins og hún gekk. Sumarið áð- ur en jeg gekk inn í latínuskólann var jeg hjá manni á Hjeraði, sem styrkti mig til þess að komast í skóla. Snæbjörn var þá verslunar- stjóri hjer á Seyðisfirði. Hann gisti einu sinni j hjá manni þessum og var, að því er jeg heyrði, j mikinn hluta dags að kútveltast þar í hlað- | varpanum. Hygg jeg svo söguna rjett sagða ; þannig, að þegar öðlíngurinn fór vildi hann ! borga, en maðurinn, sem hann gisti hjá, seldi i aldrei greiða. Snæbjörn mun þá hafa haldið' j að honum peníngunum og sagt eitthvað á þá | leið, að bann gæti þá notað þá handa mjer, ; en hvernig jeg hef borist í tal millr. þeirra. er j mjer ékunnugt. Það kann vel að vera að j borgunin hafi verið fremur rífieg. Jeg maa ■ það ekki nákvæmlega. Og vegna gleymsku. j liefur mjer láðst að biðja Snæbjörn að draga i þessa penínga frá í skuldaskiftum þeirra bræðra j við mig; en nú er það hjermeð gjört. ! Pilsaflángs Snæbjarnar í greiniririi fmnst mjet j heist til stráksiégt af jafnrosknum rnanni. Og • svo munu Lángnesíagar best komnir, að hann ■ dreifi föðurarfi. sínum sem. mir.nst út á meðal

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.