Bjarki


Bjarki - 30.07.1901, Blaðsíða 1

Bjarki - 30.07.1901, Blaðsíða 1
1£itt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. 'júli, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsögn skrifleg, ógild ‘ nema k'omin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VI. ár, 29 Seyðisfirði, þriðjudaginn 30. júli 19ÖI Hjeraðsmenn Takið eftiRI Samkvæmt umtali tilkynnist viðskiftamönn- -um mínum hjermeð, að jeg, eins og að undan- förnu, kaupi fje á fæti á næstkomandi hausti, en allar nákvæmari reglur um kaupin get jeg „gefið eftir komu »Ceres< híngað 12. ágúst. Seyðisfirði 23. Júlí 1901. Síg. Jóhansen. Stjórnarskrármáiið á þingi. — o— Eins og getið hefur verið um áður í Bjarka, hafa fjórir Valtýíngar nú borið fram nýtt frum- varp tií breytfngar á stjórnarskránni á sama grundvelli og frumvörp Valtýínga frá undan- farandi þíngum, en með nokkrum viðaukum. Viðaukarnir eru ákvæði Rángármiðlunarinnar um tryggíng fjárráðanna og rýmkun á kosn- íngarjetti til alþíngis og ennfremur breytíng á tölu þjóðkjörinna þíngmanna; þeim sje fjölgað um 4 og sitji þá 26 þíagmenn í neðii deiíd, en 14 í efri. Með þessu fyrirkomulagi er þá tryggt, að þjóðkjörnir menn sjeu f meiribluta í efri deiid og það þótt þeir veiji forsetann fir sfnum flokki. Nefnd var kosin í málið með hlutfallskosn- íngum, fjórir stjórnarbótarmenn: dr. Valtýr Guð- mundsson, Skúli Thoroddsen, Guðl. Guðmunds- son og Oiafur Bricm og þrír úr mótfiokkinum: Hanncs Hafstein, Lárus Bjarnason og Björn Bjarnarson búfr. Eins og embættismannakosníngar þíngsins sýndu hefur stjórnarbótartlokkurinn yfirhöndina á þíngi, meirihluta í báðum deildum. Afturhaidsflokkurinn reyndi að fleyga málið, samdi nýtt frumvarp og var aðalbreytíngin frá frv. Valtýínga sú, að þeir vildu skipa tvo ráð- gjafa, annan búsettan í Rvík og launaðan af landssjóði, en hinn búsettan í Khöfn og laun- aðan af ríkissjöði. A' ríkisráðsetu ráðgjafans, sem var aðaiágreiníngsefni Ben. Sveinssonar við Vaitýsflokkinn, er ekki minnst f þessu frumvarpi. Frumv. þessu var vísað til nefndar þcirrar er áður var kosin og klofnaði hún auðvitað svo, að hvor fiokkurinn hjelt fram sínu frum- varpi. Við framhald 1. umr., 20. þ. m. var frumv. anti-Vaitýínga fellt. I’eir suðu þá upp úr því breytíngartillögur við frumv. stjórnar- bótarmanna, en þær voru einnig allar felldar við 2. umræðu 23. þ. m. 3. umræða fór fram 26. þ. m. og var frumv. stjórnarbótarmanna þar samþykkt óbreytt mcð 12 atkv. móti 10 °g afgreitt til efri deildar. Með frumvarpinu greiddu atkv.: Björn Krist- jánsson, Eitiar Jónsson, Guðl. Guðmundsson, Jóh. Jóhannesson, Magnús Torfason, Oiafur Briem, Sig. Sigurðsson, Skúli Thoroddsen, St. Stefánsson þm. Skagf., Valtýr Guðmundsson, Þórður Guðmundsson, Þórður Thoroddsen. En móti greiddu atkv.: Björn Bjarnarson þm. BorgF, Björn Bjarnason þm. Dalam., Hannes Hafstcin, Hannes Þorsteinsson, Hermann Jón- asson, Jósafat Jónatansson, Lárus Bjarnason, Pjetur Jónsson, St. Stefánsson þm. Eyf., Tryggvi Gunnarssen. Það má nú telja víst að frumv. Valtýi'nga komist gegnum þíngið, því eingin ástæða er til að ætfa að nokkur af flokksmönnum stjórn- arbótarmanna í cfri deild skerist úr leik. Af boðskap konúngs til þíngsins nú, er auðsjeð, að stjórnin ætlar að standa við fyrri yfirlýs- íngar sínar. í boðskapnum segir svo, þar sem t minnst er á stjórnarskrárbrcytínguna: »Oskir þær, er menn eingu að síður hafa á Islandi um breytíngar á þessari undirstöðu (þ. e. stjórnarslcránni frá 1874) hafa híngað til ekki feingið fylgi alþingis með þeirri takmörkun á þeim er geri það hægt yfirleitt að verða við þeim, eða í þeirri mynd sjerstaklega er síjórn vor hefur á síðustu þíngum lýst aðgeingilega án þess hún hafi sjálf borið málið fram; en fáist fylgi alþíngis til þess í ár, er það fram- vegis ætlun vor, að synja ekki cr tii kernur um samþykki vort til þess, að þannig breytt skipun megi konast á«. En þrátt fyrir þennan konúngsboðskap held- ur landshöfðfngi því fram á þfnginu, að frumv. stjórnarbótarmanna nái ekki staðfestíngu kon- úngs, núverandi ráðgjafi sje ekki fylgjandi neinni breytfngu á stjórnarskrá okkar, en telji sig aðcins skuidbundinn til að standa við yfirlýs- íngar fyrirrennara sinna. En landshöfðíngi er nú búinn að skrafa svo margvíslegt í þessu máli á þíngi, að Iítið mark er framar takandi á orðum hans, þegar um það er að ræða. »Isaf.« segir að frumv. afturhaldsfiokksins hafi komið tiibúið frá Danmörku og á dönsku. Eftir því ætti það þá að vcra sámið í ísiensku stjórnardeildinni í Khöfn, en Dybdal deildar- stjóri er, eins og kunnugt er, mjög andvígur stjórnarskrárbreytíngum okkar og fyrir hans munn hcfur Bogi tónað í blöðunum h.jer heima. Bánkamálið. Þeir Arntzen ög Warburg hafa lagt fyrir þíngið frumvarp um stofnun hlutafjciagsbánka hjer á landi með nokkrum breytíngum frá frurnv. þvf er neðri deild samþ. á síðasta þíngi. Breytíngar þær eru gerðar eftir tiilögum þjöðbánkans danska og cru þess- ar hinar helstu: Seðiaútgáfurjetturinn veitist bánkanum til 40 (í stað 90) ára. Hluttöku landssjóðs f fyrirtækinu er með öilu sieppt. Seðiaútgáfan skal ekki nema meiru en 2!/2 millj. kr.; helmíng skal bánkinn hafa að mátm- forða móts við seðlafúlguna og auðseldar eign- ir sjeu jafnmiklar sem hinum helmíngnum nem- ur. Fasteignarveðskuldabrjef eru ekki talin með þeirri eign sem tryggja skal seðlaupphæð þá er málmforðinn nægir ekki til að tryggja. Bánkinn greiði iandssjóði árlega IO°/0 af árs- gróðanum, sem eftir vcrður þegar hlutabrjefa- eigendur hafa feingið 4°/0. Innlausnarrjetti landssjóðs er sleppt og er það afieiðíng af því að einkarjettartími bánkans til seðlaútgáfu er færður niður í 40 ár. Breytíngin um takmörkun seðlaútgáfunnar er komin af því að þjóðbánkinn danski vill girða fytir að seðlar Islandsbánka geti keppt við seðia sína í Danmörku. En leyfisumsækjend- urnir hafa geingið að þeirri breytíngu í því trausti að seðlaútgáfan feingist aukin þegar reynslan sýndi að þess væri þörf. Þeir Arntzen og Warburg voru ekki komnir til Rvíkur þegar bánkafrv. þeirra var iagt fram, en búist var þá við þeim með næstu ferð frá útlöndum. Alþing1. 26 voru stjórnarfrumvörpin ! sum- ar alls, en flest eru þau smávægileg. Þetta eru hin helstu: Um stofnun landsspitala f Rvík: að verja megi til hans 100,000 kr. úr lands- sjóði, ef Rvík Icggi til 18,000 kr. — Breyt- íngar við fjárkiáðalögin: að öil böðunar og sóttvarnarlyf skuli útveguð á kostnað- iands- sjóðs en allut kostnaður við skoðanir og eftir- lit með iækníngu skuli greiðast úr hlutaðeig- andi syslusjoðum. — Viðauki við lög um bann gegn botnvörpuveiðum: um 50—1000 kr. sekt fyrir hvern óviðkomandi mann er leiðbeinir skipi við botnvörpuveiðar í landhelgi eða bjálp- ar því til að komast undan hegníngu.— Ýms- ar breytíngar á póstlöggjöfinni. — Um próf í gufuvjelafræði við stýrimannaskcfiann í Rvík.— Um fiskiveiðar hlutafjelaga í landhelgi við ís- iand: að hlutafjelög megi reka fiskiveiðar í iandhelgi, enda þótt allir hluthafar sjeu ekki danskir þegnar, ef að minnsta kosti helmingur íjeiagsfjárins er eign þeirra og stjórn fjelags- ins er alskipuð þeim og hefur aðsetur á ís- landi eða í Danmörku m. fl. 1 fjárlagafrv. stjórnarinnar cru þessar ný- úngar heistar: 1332 kr. hækkun á útgjöldum til holdsveikraspítalans á ári og fyrir byggíng á húsi til geymslu fyrir kol, vistir o'. s. frv. 4000 kr. — 500 kr. til að kaupa 4 eidtrausta peníngaskápa handa póstafgreiðslumönnum. — Bráðabyrgðauppbót handa fátækum brauðum hækkuð úr 1400 kr. í 2500 kr. — 6000 kr. til að fá aðstoð fróðs manns við ráðstafanir gegn fjárkláða. Skrifstofustjóri aiþíngis er dr. Jón Þorkcls- son skjalavörður.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.