Bjarki


Bjarki - 30.07.1901, Blaðsíða 4

Bjarki - 30.07.1901, Blaðsíða 4
María: Sjá — sjá! Jeg er komin til þín til þess að sækja þig og verða þín, — móðir þín vonast líka eftir því að þú komir. Komdu! komdu nú! María: María! klaría! María (strýkur klæðin frá brjósti sínu, þríf- ur hönd hans og þrýstir henni fast á það); Sjá — þetta skalt þú eiga — þú — þú — Jesús (æpir): Vík frá mjer Satan! (María hnígur niður. — Laung þögn.) — Jesús: María! — Farðu heim aftur, þángað sem þú komst frá. Jeg get ekki hjálpað þjer. Jeg hef byrði að bera, sem er mjer of þúng ennþá. (Framh.) Seyðisfirði 30. júh' 1901. Tíðin góð, þykkt loft og ljett regn við og við síð- ustu dagana. Síldargánga kom hjer inn í fjörðinn á laugardag- ardaginn og afli er nú töluverður. Heimdallur kom hjer inn í morgun með póst frá Rvík. Með honum komu sr. Jón Jónsson í Stafa- felli og stud. art. Björn Pálsson. Hrafl af öllum helstu frjettum frá þínginu eru í þessu blaði. Embættispróf í Iæknisfræði við háskólann í Khöfn hefur Sigurður Magnusson frá Laufási tekið í sum- ar með 2. betri einkunn. Laun sýslumannsins í Suðurmúlasýslu hefur neðri deild alþ. samþ. að færa upp í 3000 kr. úr 2500 kr., samkv. tillögu í fjárlagafrv. stjórnarinnar. Fyrrihluta lagaprófs við háskólann í Khöfn tóku í sumar Sig. Eggerz og Axel Schierbeck. Prestafundur var haldinn á Akureyri 10.—12. þ. m. og mættu þar 14 prestar úr norðurlandi. Sr. Eyj- ólfur á Staðarbakka prjedikaði í kirkjunni áð'ur fund- ur byrjaði, en fyrirlestra fluttu sr. Matth. Jochum- son og sr. Hjörleifur á Undirfelli. Prestskosníng fór fram á Völlum í Svarfaðardal 17. þ. m. Kosinn var cand. theol. Stefán Kristins- son með 52 atkv. Síra Sveinn Guðrnundsson í Goðdölum fjekk 20 atkv. Franskt fiskiskip strandaði nýlega á Melrakkasljettu- Norsk blöð frá 8. þ. m. höfðu feingið allar sömu frjettir frá alþíngi í Rvík og komnar voru híngað til Seyð- isfjarðar alit fram að 25. þ. m. Eftir því sem stendur í norskum blöðum, höfðu hvalveiðamennirnir hjer við land aflað þetta 15. f.m.: H. Ellevsen með 7 skotbátum 60 hvali L. Berg — 6 •— 20 — Stixrud — 2 — 23 — Amlie — 2 — 12 — Hcrlofsen — 3 — 36 — Bang — 3 — 17 — Br. Bull — 2 - 48 - ****** * * * * * * * * * * * * * * * * * Hjá undirrituðum fást nú til kaups flestar bækur bóksalafjelagsins í Reykjavík, t. d. allar Íslendínga sögur, Sálmabókin nýja, Guðspjalla- mál, prjedikanir eftir s.'ra Jón Bjarnason, ís- land um aldamótin, eftir síra Fr.- Bergmanti, læknisfræðiritið Eir, eftir læknana Jónasen og Guðmundana í Reykjavík, snildarlega ritað. Kennslubækur í enskri og danskri túngu, barna- kennslubækur o. s. frv. Svo hef jeg töluvert af skrifbókum, og mun gera mjer far um að hafa sem flest af því til, er að barnauppfræðslu lýtur. Loks heT jeg töluvert af ritfaungum. Borgareyri 24. júlí 1901. Benedikt Sveinsson. I Aalgaards UHarverksmiðjur vefa margbreyttari, fastari og faegri dúka úr íslenskri ull en nokkrar aðrar verk- smiðjur í Noregi, enda hafa alltaf hlotið IKP’ hæðstu verðiaun 'TBB á hverri sýníngu. NORÐMENN sjálfir álíta Aalgaards Ullarverksmiðjur lángbestar af öllum samskonar verksmiðj- um þar í landi. Á ÍSLANDI eru Aalgaards Ullarverksmiðjur orðnar lángútbreiddastar og fer álit og viðskifti þeirra vaxandí árlega. AALGAARDS ULLARVERKSMIÐJUR hafa byggt sjerstakt vefnaðarhús fyrir íslenska ull, og er afgreiðsla þaðan langtum fljótari en frá nokkurri annari verksmiðju. VERÐLISTAR sendast ckeypis, og sýnishorn af vefnaðinum cr hægt að skoða hjá umboðs- mönnum. SENDIÐ ÞVI ULL YÐAR tíl umboðsmanna verksmiðjunnar sem cru: I Reykjavík herra kaupm. B e n. S. Þórarinsson, — verslunarmaður Guðm. Theodórsson, — Þórður Guðrnundsson, pr. Blönduós- — verslunarmaður Pjetur Pjetursson, — verslunarmaður M. B. B 1 ö n d a 1, — Aðalsteinn Kristjásson. — verslunarmaður JónJónsson, — úrsmiður Jón Hermannsson, ljósmyndari Ásgr. Vigfússon, Búðum, verslunarmaður P á 1 1 H. G í s 1 a s o n, hrcppstjóri Þorl. Jónsson, Hólum EYJ. JÓNSSONAR á SeyðisfirðL Nýir umboðsmenn, í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, ísafirði og Vopnafirði, verða teknir með góðum kjörum. á Borðeyri - Þorkelshóli - Sauðárkrók - Akureyri - Húsavík - Pórshöfn — - Eskifirði — - Fáskrúðsfirði— - Djúpavog — - Hornafirði — eða aðalumboðsmannsins Allir sem skulda Boga heitnum Jónssyni, bróðir mínum, eru vinsamlegast beðnir að borga það sem fyrst til mín. Gunnlaugur Jónsson á Búðareyri. OKEYPIS PRJÓN! fæst hvern mánudag; sömuleiðis alskonar vönduð og ódýr prjónaföt og prjón, hjá Guðlaugu Jónsdóttir á Hrafna- björgum. Odýrasta verslun bæjarins! Hvergi betra að versla! IO°/o alsláttur gegn peníngum! Lánsverslunin á að hvcrfa! Gegn peníngum og vörum gef jeg best kjör! S t. T h. J ó n s s o n. Strokkar frá hinni nafnfrœgu Sænsku strokka fabriku, á 35 kr. eru bjá S t. T h. J ó n s s y 11 i Scyðisfirði Orgelharmonia hljómfögur, vönduð og ódýr frá iOjþ kr. frá hinni víðfrægu vcrksmiðju Östlind & Almquist í Svíþjóð, er hlotið hefur æðstu verðlaun á fjöldamörgum sýníngum víðs- vegar út um heim, og ýms önnur hljóðfæri útvegar I,. S. Tómasson á Seyðisfirði. A-L-L-I-R sem skulda við verslan ir.ína eru vinsamlegast beðnir að gleyma ekki að borga mjcr æú í sumarkauptíð. Seyðisfirði 4. júní 1901. S t. T h. J ó n s s q n. Nafnastimpla af ýmsum gerðum pantar Einar Sigurðsson á Seyðisfirði. —- Móðablaðið »Nordisk Mönster- tidende», verð kr. 2,40 og »I!Iustreret Familie Journal verð kr. 5,00 án nokk- urra viðbóta fyrir burðargjald má panta hjá undirrituðum. Seyðisfirði, 30. mars 1901. Rolf Johansen. Brunaábyrgðarfjelagið »Nye dan’ske Brandforsikrings S e 1 s k a b« Stormgade 2 Kjöbenhavn Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000'og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæj- um, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (premie), án þcss að reikna no kkra borgnnfyrir bruna ábyrgðarskjöl (police) eða stimpilgjald. Mcnn snúi sjer til umboðsmans fjelagsins á Seyðisfirði ST. TH. JÓNSSONAR. í bókaverslan L. S. Tómassonar fást allflestar ísl. bækur; pappír og ritfaung allskonar, album, kort, höfuðbækur, harmo- nikur og fleiri hfjóðfæri, orgel, góð og ódýr, pöntuð. Uppdráttur íslands 5i°° Island um Aldamótin 2,00 ib. 3,00 Huldufólkssögur ib. • 1,20 R i t s t j ó r i: Þorsteinn Gislason. Prentstniðja Bjar^a.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.