Bjarki


Bjarki - 30.07.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 30.07.1901, Blaðsíða 3
IIS af vörum hans eins og elfur og úthafsstraum- ar. Já, sem vindarnir mun rödd hans vera, og hann mun segja —- hann mun— scgja: Og þjer vitið ekki hversu mjög þjer þarfnist hver annars. Jesús: Hver? Hver á að tala þessi orð,— segir þú ? Einbúinn: Hann mun elska óvini sína og blessa þá sem hæða hann, og þann mun hann elska mest sem bágast á. Pá mun eing- inn gánga út á eyðimörku til að fela sig, held- ur munu þá allir vera saman til að hjálpa hver öðrum. — Og hann skal segja: — Jesús: Hver? Hver segir þú að eigi að segja þetta? Einbúinn: Messías.— Jeg er að tala um Messías. (Þögn) Jeg hef hitt ferðamannalest úr fjarlægu landi, þar sem gnægð er af auðæfum og dýrindis gripum. Mennirnir hvíldu sig og jeg gekk til þeirra og talaði við þá. Þeirra guð er ekki vor guð, heldur annar guð, sem jeg þekki ekki. Hann lifði í glaum og gleði á meðal mannanna þángað til hann var þrítugur, þá gekk hann út á eyðimörku með byrði á herðum sjer. En þegar hann kom þaðan aft- ur, þá talaði guð af hans munni. Jesús: (sorglega) Því freistar þú mín? Það er ekki jeg. Einbúinn: (í fáti) Þú! þú — Jesús: (sem fyr) Jeg er timburmannsins son- ur frá Nazaret. Láttu mig í friði. Það sem jeg sagði við þig áðan, kom einhvernveginn yfir mig svo að jeg gat ekki þagað. Þeir hæddu hana mín vegna og kölluðu hana skækju. Hún grjet oft, en hún skildi mig ekki. Vonska mannanna — vonska mannanna! Jeg er timb- urmannsins sonur frá Nazaret, og við ljekum okkur saman! Því freistar þú mín? — Frei’sta mín ekki! — Það er ekki rjett að freista mann- anna, og jeg er sá sem þeir kölluðu geggjaða timbursveininn, og af því grjet hún! ■— Það er ekki jeg, það .er ekki jeg — láttu mig í friði! — En það segi jeg þjer hjer í einver- unni: Hamíngjusamur er sá, sem mennirnir reka út á stigu eyðimerkurinnar! (Fer). Einbúinn: (hræddur) Æ, ferðu? —- Ferðu með ljósið frá mjer, nú þegar nótt er komin? Hvað er það sem þú heíur á brott með þjer ■— ljósið! — æ, farðu ekki! Jesús (snýr sjer að honum): Það er ekki jeg. Því villtu freista mfn. Jeg er timbur- mannsins sonur frá Nazaret og elska skækjuna Maríu í Magdala. Einbúinn: Jeg veit ekki hver þú ert. Þú ert víst sá, sem þú segist vcra — æ, farðu ekki frá mjer! Jesús (geingur til hans og beygir sig fast ofan að höfði hans) En aftur segi jeg þjer: Vei þeim sem lifir þar öllu sínu hfi og kemur ekki aftur til mannanna með sálu sína! (Fer). III. (Nokkrum vikum seinna. Á öðrum stað í eyði- mörkinni. Einbúinn liggur í sprekabýng. Maria kemur gángandi uppeftir þreytulega, nemur staðar og fölnar er hún sjer einbúann, geingur nær og nemur aftur staðar, bíðandi þess að Iiann taki eftir henni; — loks geingur hún alveg að honum. Ein- búinn virðist ekki vita af henni. Eftir nokkra stund segir) María: Ert þú alltaf cinn— hjer? Einbúinn. Hver ert þú? María: Ert þú hjer alltaf — einsamall? Einbúinn: (harðlega) Jeg er hjer ekki ein- samall. María: Það heimsækir þig þá einhver, kem- ur til þín og hjálpar þjer. Einbúinn: Nei, hann er allt af hjá mjer. María: (fljótt) Hver er það? Einbúinn: Um hvern ertu að tala? María: Um hann, sem er ætíð hjá þjer. Einbúinn: Sá, sem er hjá orminum lfka og hafinu, hann er líka ætíð hjá mjer. María: Jeg skil þig ekki.— En hefur hann, sem líka fór út á eyðimörku, þá aldrei komið til þín ? Einbúinn: Einn dag kom til mín fölleitur maður og —■ María: (fljótt) Var það Jesús? Einbúinn: (með eftirtekt) Hver þá? María: Jesús frá Nazaret. Einbúinn: Hann talaði sannleikann, og hann var mjög fölleitur. Hann bar byrði á herð- um sjer; sagði hann, og var þreyttur. Hann sló mig þegar hann fór frá mjer, en grjet svo sjálfur. Hann tók ljós augna minna og yfirgaf mig. Síðan eru nú margir dígar. Er það h a n n, sem þú ert að spyrjast fyrir um? María: Jeg vcit það ekki. Scgðu mjer um hvað hann talaði við þig. Einbúinn: Hann talaði um stúlku — María: Það er hann! Hvar er hann? Einbúinn: Hún hjet María og var skækja, en hann elskaði hana með sálu sinni. María: Rjett — já! — Hvar er hann? Einbúinn: Hún bjó í Magdala og hún var skækja. María: Já! — já! — Hvar er hann? Segðu mjer hvar hann er! Einbúinn: Hvar hann er, segir þú?— Hann tók ljós augna minna og styrk fóta minna og gekk svo buttu. — Jeg veit ekki hvar hann er. — — Hvað viltu honum? María (sest hjá honum): Þú sagðir, að hann hefði slegið þig. — M i g — hefur hann líka slegið. Einbúinn: Þig? — Hver ert þú þá? María: Jeg er frá — Magdala. Einbúinn: Heitir þú — María. Marfa: Því sló hann þig sem hann elskaði ekki, og fór samt að gráta. Einbúinn: Nú heyri jeg, að þú ert sú sem hann talaði um. Farðu burtu! -— Hann mundi slá mig aftur ef hann kæmi. María: Jeg er þreytt, og það er farið að kvölda. — Sló hann — þig líka! Einbúinn: (reiður) Farðu burtu! — Þú crt byrðin sem hann ber á herðum sjer. Þú verður að fara. María (beygir sig snögglega og kyssir fót hans). Sló hann — þig líka! IV. Dimm nótt. Klettasvæði í eyðimörkinni. Jesús (kemur, gángandi milli klettanna) — Hann mun ekki geta elskað einn, af því hann clskar alla! — Hann mun ekki dæma eftir því , sem hans augu sjá, og ekki úrskurð veita eftir ; því sem hans eyru heyra! — Hann gekk út á ! eyðimörku mcð byrði á herðum sjer! — Og J hann mun segja (nemur staðar) hann mun segja: En þjcr vitið ekki hversu mjög þjer þarfnist | hver annars! — jehóva! — (hann þegir; geing- ur áfram) — Hann mun ekki geta elskað einn, af þvf. . . (verður bylt við er hann sjer veru rjett frammi fyrir sjer og segir hræddur) Hver ert þú? Hvað villtu mjer? M a r í a (kastar sjer til fóta hans og faðmar þá): Ert það þú! Ert það þú! Jesús — crt það þú! J e s ú s (æpir): María! María: Já — já! bjer er jeg, — þckkirðu mig, — sjerðu mig? — Hlustaðu á mig þeg- ar jeg nefni nafn þitt: — Jesús! Jesús (byrgir augu sín með báðum hönd- um): Jú — það ert þú. Jeg heyri það á rödd þinni að þú ert sú sem jeg hef elskað.— Það crt þú ■— (bistur) Ilvað viltu mjer, til hvers ertu komin? — stattu upp og farðu? María: Nei — nei — jeg er ekki til þín komin til þess að fara aftur — nei — nei — Jesús: (eftir litla stund) Líttu upp, María! ,— Sjerðu mig? María: Já— ! Já — jeg sje þig. Jesús: Þekkirðu mig? Hvernig er jegútlits? María: Að horfa á þig er eins og að horfa í sólina, og þú blindar augu mín. Jesús: (upp yfir sig) Sólina! Hvað áttu við? Hann á að koma frá austri eins og sólin. Því freistar þú mín líka. Statt upp og farðu! Hvað viltu mjer? — Jeg hef ekki trúað því—, það var hann, sem . . . hann hefur lifað f ein- veru á eyðimörku í fjörtíu ár og bcðið. Sála hans var nauðlega stödd, — sálir mannanna cru al!ar nauðlega staddar! Því freistar þú mín líka? — Farðu — farðu! Víst er jeg maður, því jeg á bágt. Jeg hef byrði að bera og er þreyttur ennþá. María: Jesús! Jesús! Jesús: (rólegri) Hann hafði líka byrði að bera, en þegar hann kom aftur meðal mann- anna •—• (hann hrekkur við) — María! farðu heim til bæjar þíns og láttu mig vera einan. Jeg er — þreyttur — ennþá! María: Jeg hef ekki hlegið, síðan þú fórst burtu. Mennirnir, sem koma í hús mitt, hæð- ast að mjer af því jeg hlæ ekki. Ert þú skækja, og getur ekki hlegið, segja þeir. Sá sem verð- ur hjá mjer nóttina, vonskast vjð mig, af því jeg hlæ ekki. Síðan þú fórst burtu - - - Jesús: Hvað viltu mjer, María; því segir þú þetta við mig? María: Jeg kom til móður þinnar, og hún grjet, og jeg grjet líka. Einusinni geingu menn fram hjá og sögðu: — Sjerðu nú, að sonur timburmannsins var vitskertur! —- og jeg gekk inn og grjet. Jesús: Freistaðu mín ekki, María, freistaðu mín ekki! María: Daginn sem þú fórst burt frá mjer, slóstu mig. Þú slóst líka einbúann blinda Því ertu harður við hann og mig — og okkur öll. Því getur þú ckki verið kátur eins og bræður þínir, eða því. . . Jesús: Hættu að tala við mig, segðu ekk- ert meira! María: Einusinni v’arstu öðruvísi og vildir mjer gott eitt, Qg grjest yfir mjer. Ef þú segist elska ... . Jesús: Hættu, María, scgði.það ekki aftur! María: Ef þú kemur hcim með mjeraftur, þá skal jeg gefa þjer einum, það sem hinir. . . Jesús: María — María — því freistar ^ mín!

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.