Bjarki


Bjarki - 30.07.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 30.07.1901, Blaðsíða 2
Helstu frumv. flutt af þíngmönnum eru, auk stjórnarskrárfrumv. og bánkafrumv., þessi: Um breytíng á kosníngalögunum, leynil. at- kvgr., fjölgun kjörstaða o fl., sama frumv. sem áður hefur verið prentað og rætt í blöðunum. Höf. þess er Björn kaupm. Kristjánsson. Um gjaldskyldu utanþjóðkirkjumanna, að þeir, sem eru í einhverju kirkjufjelagi og hafa prest, skuli tausir við öll gjöld til þjóðkirkjunnar. Um stofnun innlends brunabótasjóðs. Um kjörgeingi kvenna, sama frumv. frá Skúla Thoroddsen sem samþ. hefur áður verið á þínginu. Nú samþ. í n. d. Nýtt tolllagafrumv. og þar dregnar saman í eitt tollskyldar vörur og nokkrum nýum vöru- tegundum bætt við. Um brúargerð á Jökulsá í Axarfirði, að verja megi til hennar allt að 50,000 kr. úr landsjóði. Um stofnun slökkviliðs á Seyðisfirði. Um afnám gjafsókna embættismanna, að af- nema skyldu þá sem á þeim hvílir, að hreinsa sig af ærumeiðandi sakargiftum með dómi samkv. skipun yfirboðara sinna. Um bann gegn innflutníngi ósútaðra húða Og skinna, að viðlögðum 200 til ióoo kr. sekí. Um greiðslu verkkaups, að verkalaun skuli greidd í peníngum, en eigi með skuldajöfnuði. Um friðun hreindýra, að þau sjeu friðuð frá 1. seft. til 15. júlí. Um heilbrigðisnefnd í kaupstöðum og sjó- þorpum. Um flutníng gagnfræðaskólans á Möðruvöll- um til Akureyrar; að verja megi allt að 25 þús. kr. úr landsjóði til að reisa gagnfræða- skóla á Akureyri með 3 kennurum. Einn benediktskur maður andvarpaði þannig þegar frumvarp afturhaldsflokksins kom fram á þínginu: Þíngsins hverfur dygð og dáð, dunar í landsins fjöllum: Valtýr inn í ríkisráð ríður þíngheim ölluai. Kolatollurinn enski er stöðugt um- ræðuefni í blöðum ytra. 2. þ. m. lýsti enska stjórnin því yfir, að fram til I. jan. 1902 yrðu þau kol tollfrí sem búið hefði verið að gera kaupsamnínga um fyrir 19. apríl í vor, en frá næsta nýári yrðu eingar undantekníngar gerð- ar frá lögunum. F e 11 i b y 1 u r hefur enn farið yfir strendur Texas í Ameríku og víða valdið skemmdum. Bærinn Corbin í Montana er að sögn alveg eyðilagður. x Tesla kveðst nú vera kominn svo lángt í tilraunum sínum við þráðlaus hraðskeyti að hann treysti sjer til þess að senda þau yfir þvert Atlantshafið. F allbyssur, stærri miklu en áður hafa þekkst, he'fur enska stjórnin nú látið gera til landvarnar mcðfram ströndum Einglands. Með þeim má skjóta frá Einglandi til Frakklands, þar sem mjóst er yfir sundið. Þessar fall- byssur vega 10 tonn, eru 41 fet á leingd og skeytin 850 pd. M a r m a r i. Danskur maður, Schougaard múrmeístari í Khöfn, hefur fundið aðferð til þess að búa til marmara og er marmari sá sem hann býr til tíu sinnura ódýrari en hinn reglulegi marmarasteinn. Fyrir þessa uppgötv- un fjekk hann gullmedalíu á Parísarsýníngunni í fyrra og hefur nú selt einkarjettindi til til- búníngsins í flestum löndum í Norðurálfu. Sá sem einkarjettinn keypti í Einglandi borgaði fyrir hann 180,000 kr. f’essi tilbúni mar'mari verður sjá’fsagt áður lángt um líður mikið notaður í ýmsa muni, skrautgripi o. fl. Frost kvað hann ekki þola vel. Ií i t a r hafa f sumar valdið stórsköðum í suður- og vestur-löndum Norðurálfunnar og í Ameríku, einkum New Jork. M a n s c h u r i i ð,‘ sem Rússa lángar nú svo mjög að ná frá Kínverjum, er meðal annars eitt af gullauðugustu löndum heimsins. Með- fram Argunfljótinu er stórt eyðiland, sem hald- fð er að geymi stærri gullnáma en fundnir eru nokkursstaðar. Russar feingu fyfst vitneskju um þessa náma 1886 frá tveim Sibiríufaung- um, sem strokið höfðu iun í Kína. Þegar fregnin barst út, streymdi þángað fólk bæði frá Kína og Sibiríu, þángað til stjórn Kína sendi her norður þángað og Ijet reka gull- nemana burtu. Víðar hafa þar fundist gull- námar, svo sem á Liaontungskaganum. Loftsiglíng. Franskur maður, S. Du- mont, hefur farið á loftbát hrínginn í krfngum Eiffelturninn; hann kvað geta stýrt bátnum nokkurnveginn eftir vild sinni. Þó hefur hann neitað að taka á móti 100,000 kr., sem lofað hafði verið sem verðlaunum fyrir að finna upp ráð til að stýra loftfarr, en segist taka á móti þeim þegar sjer takist loftsiglíngin svo að ekkert verði aðfundið. K a f s k i p er nú verið að byggja og reyna víða, haldið er að þau muni koma að almenn- um notum áður lángt um líður. Fanny Kryger, frændkona Búaforsetans, er í sumar að sýngja »fyrir fólkið* f San Francisco til ágóða fyrir landa sína í Transvaal. Ýmsir bánkar í Þýskalandi hafa orðið gjald- þrota í sumar. Við einn af þeim tapaði keis- araættin þýska sórfje. Forstjóri þess bánka, Sanden, situr nú í fángelsi. Hann heíur, að því er sagt er, eytt um 25 millj. frá keisar- anum og nánustu ættíngjum hans. Keisarinn sjálfur kvað tapa 12 millj. Keisaradrottníngin tapar nær aleigu sinni. Mágur keisarans, her- togind af Slesvík, er talinn gjaldþrota. Tap keisarans og skyldfólks hans mundi hafa orðið miklu meira ef ráðherrarnir hefðu ekki tekið í taumana. Þá grunaði að ekki væri allt sem tryggast í peníngasökum Sandens og settu út menn til að hafa nákvæmar gætur á honum og loks fór svo, að gefin var út skipun til að taka hann fastan. Sanden var þá staddur á heimill sínu í Postdam og hjelt þar fína mið- dagsveislu. Við ransóknina var Sanden spurð- ur, hvernig hánn hefði dirfst að setja penínga keisarafrúarinnar í vafasöm fjárhættuspil. »Jeg var neyddur til þess« svaraði hann, »aí því að hún heimtaði io til 20 pct.«—■ »Keisarinn segist þó aðeins hafa leyft yður að nota peníngana í lögleg og heiðvirð fyrirtæki.* — »Ef keisarinn hefði gert sig ánægðan með 3 pct. af fjesínu« svaraði Sandcn, »þá hefði hann átt að kaupa þýsk ríkisskuldabrjef. Jeg skyldi það svo sem hann vildi lána það þángað, sem renta væri hæst*. Þegar keisari heyrði þetta, skipaði hann að varpa Sandens umsvifalaust í fángelsi. Sanden segir að keisarinn hafi sagt við sig, að hann væri orðinn leiður á þessum ríkis- skuldabrjefum sem aðeins gæfu af sjer 3 pct.; Sanden skvldi nú reyna að útvega sjer 10 til 20 pct., þó peníngarnir yrðu þá auðvitað ver trygðir en í ríkisskuldabrjefunum. Sanden kvað og oft hafa fært honum 20 pct. Maria Magdalena. E f t i r L. C. N i c 1 s e n. II. (Frh.) Laungu seinna. Eyðimörk. Sóiarlag. Ein- búinn situr á stórum steini; Jesús stendur þar nær. Báðir snúa þeir sjer að sólarlaginu. Jesús: — Og jeg sá að hún elskaði mig ekki, og að einginn elskaði hana, en menti tældu hana og voru vondir við hana. Og á herðar mínar iagðist þúng byrði, svo jeg kikn- aði, því jeg sá að mennirnir cru vondir hver við annan, og hjá sumum sá jeg það, að sálir þeirra geingu yfir marga vegi, til þess að leita kærleikans; en hjá sumum sájeg það, að þeir vildu hann ekki og þótti hann ekki svo sem neitt að sækjast eftir; cn á botninum hjá öll- um var það þó eins og grátbænaóp eða and- köf frá eltu dýri, því sjá, trjcn hafa safnast saman í skóga og dýrin í hjarðir og fuglar himinsins fljúga um loftið saman í hópum, — en mennirnir vita ekki hversu mjög þeir þarfn.- ast hver annars. Einbúinn: Þú hefur talað sannleika. —* Hver ert þú, að þú megir tala sannleika? Jesús: Vonska mannanna er eldur undir Iijarta mínu og sál mín pínist við það. Einbúinn: Þú segir að mennirnir þurfi hver annars. Þvf heíur þú þá farið burt og, út á eyðimörku. Jesús: Jeg hafði byrði að bera og var þreyttur. Jeg sagði: Gakk út á sand eyði- merkurinnar, þar sem eingir menn bafast við, og æfðu þig á að bera hana þángað til þú ert orðinn fullsterkur. (Allt f einu) Hvað hef- ur þú lifað leingi hjer í einverunni? Einbúinn: I fjörutíu ár. Fjörtíu ár af lífi, mínu hef jeg lifað í einverunni. Jesús: Fjörutíu ár, segir þúf— Þú hefur verið þrítugur þegár þú skildir þig úr hóp mannar.na! — Fjörutíu ár I — Jeg er líka þrí- tugur! (Eftir litla stund) Hver ert þú? Einbúinn: Maður, sem hefur orðið að þola margt, en deyr samt ekki fyr en hann hefur sjeð Messías. Jesús: Messíasf Þvf nefnir þú hann, en ferð ekki til hans. Veistu þá ekki, að maður er kominn sem kennir, og fólkið heldur að sje Messías? Statt upp og gakk. Fætur þínir gætu orð máttvana, áður en þú næðir að sjá hann. Myrkrið gæti tekið bólfestu í augum þínum, svo þú þekktir ekki veginn! Statt upp °g gakk, fyrst það er hann sem þú bíður eftir. Einbúinn: Hann, sem þú talar um er ekki sá Messías sem á að köma. Jeg het heyrt til hans. Hann gefur steina fyrir brauð. Orð hans eru sár svipuhögg án nokkurs lækn- isdóms. En mennirnir þurfa ekki ein- gaungu eld hirtingarinnar, heldur náðina. En hann þekkir ekki náðina; hann er ekki sá Messíás. J e s ú s : Því fer þú ekki að deyja ? Sá Messías, sem sálu þína þyrstir eftir, kemur ekki. Farðu að deyja! (Lýtur snögglega að honum. Strax eftir :) Jeg ætla ekki að slá þig. — Nei, líttu upp og haltu áfram að lifa! (Einbúinn litur upp) Já, haltu áfram að lifa, segi jeg þjer! — (Þögn). Einbúinn: Esaias hefur sjeð hann. Hann kemur frá austri eins og sólin og nýr dagur mun upprcnna á jörðunni. Orðið roun rcnna

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.