Bjarki


Bjarki - 10.08.1901, Blaðsíða 1

Bjarki - 10.08.1901, Blaðsíða 1
SSitt b'iað á viku. VerS árg. 3 kr. ifaorgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VI. ár. 30 Seyðisfirði, þriðjudaginn ÍO. ágúst 1901 Auglýsíng. um fjarbaðanir og fjárflutnfng, sem prentuð er f 26. nr. Austra 1900 og 32 nr. Bjarka s. á., er hjer með samkvæmt ályktun amtsráðsins í Austuramtinu á síðasta aðalfundi þess úr gildi numin að því er snertir bann á fjárflutníngi yfir Jökulsá á Brú, en að öðru leyti stendur .auglýsíngin í fullu gildi. Skrifstofa Norður- og Austuramtsins. Akureyri 3. ágúst 1901. Páll Briem. Frumvarp stjórnarbótarmanna. — :o: — 1. gr. (2. gr. stj.skr) Konúngur hefur hið æðsta vald yfir öllum hinum sjerstaldegu málefnum Islands með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnarskrá þessari og lætur ráðgjafa fyrir^ Island frani- kvæma þáð. Ráðgjafinn fyrir Island má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi, og verð- ur að skilja og tala íslenska túngu. Hið æðsta vald innanlands skal á ábyrgð ráðgjafans feingið f hendur landshöfðíngia, sem konúngur skipar og hcfur aðsetur sitt á Islandi. Konúngur ákveður verksvið Iandshofðíngja. 2. gr. (3. gr. stj.skr.) Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórnarathöfninni. Alþíngi getur kært ráðgjafann fyrir emba:tt- isrekstur hans eftir þeim reglum, er nánara verður skipað fyrir um með lögúm. , 3- gr- (i- málsgr. 14. gr. stj skr.) A alþíngi eiga sæti 34 þjóðkjörnir alþíng- ismenn og 6 alþíngismcnn er konúngur kveð- ur til þíngsetu. 4. gr. (15. gr. stj.skr.) Alþíngi skiftist í tv.ær deildir, efri þíng- deild og ncðri þ ngdeild. 1 efri deildinni sitja 14 þíngmenn, i neðri deildinni 26. Þó má breyta tölum þessum með logum. 5. gr (17. gr. stj.skr.) Kosníngarrjett til alþmgis hafa: a, allir bændur, sern hafa grasny-t og gjalda nokkuð til alira stjetta; þó skulu þeir, sem með sjerstakri ákvörðun kynnu að. vera undanskildir einhverju þegnskyldugjaldi ekki fyrir það missa kosníngarrjett sinn; b, kaupstaðai borgarar og ■ aðrir karlmenn í kaupstöðum, sem eigi eru öðrum háðir sem hjú, eí þeir gjalda í bein bæjargjöld að minnsta kosti 4 kr. á ári; c, þurrabúðarmenn ©g aðrir karlmenn í hrepp- um, scm eigi eru öðrum háðir sem hjú, ef þeir gjalda til sveitar að minnsta kosti 4 kr. á ári; d, embættismenn, hvort heldur þeir hafa kon- . únglegt veitíngarbtjef eða þeir eru skipaðir af yfirvaldi, sem konúngur hefur veitt heim- ild til þessa; e, þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við há- skólann, eða embættispróf við prestaskól- ann eða læknaskólann í Reykjavík, eða eitt- hvert annað þessháttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekki sjeu þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir. f’ar að auki gctur cinginn átt kosníngar- rjett, nema hann sje orðinn TuTIra 25 ára að i aldri, þegar kosníngin fer fram, hafi óflekkað j mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjördæm- I inu -eitt ár, sje fjár síns íáðandi og honum sje ekki lagt af sveit, eða hafi hann þegið sveit- arstyrk, að hann hafi þá endurgoldið hann eða hónum hafi verið gefinn hann upp. Stafliðunum b og' c má breyta mcð lögum. 6- gr. (19. gr. stj.skr.) Hið reglulega alþíng skal koma saman fyrsta virkan dag í júlímánuði annaðhvort ár, hafi konúngur ekki tiltekið annan samkonudag sama ár. Breyta má þessu með lögurn. 7. gr. (1. liður 25. gr. stj.skr.) Fyrir hvert reglulegt alþíngi, undir eins og það er saman komið, sk'al legjgH frúmvarp til fjárlaga fyrir Island, fyrir tveggja ára fjárbags- tímabil, sem í hönd fer. Með tekjunum skal telja tillag það, sem samkvæmt löguro um hina stjórnarlegu stöðu Islands í ríkinu 2. jan. 1881, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almennu ri'kissjóðl til hinna sjerstaklcgu gjalda Islands, þó þannig að greiða skuli fyrir fram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar æðstu inn- iendu stjórnar Islands, eins og þau verða á- kveðin af konúnginum. 8. gr. (28. gr. stj.skr.) I’egar lagafrumvarp er samþykkt í annari- hvorri þíngdeildinni, skal það lagt fyrir hina þíngdeildina í því formi, sem það er samþykkt. Verði þar breytíngar á gjörðar, geingur það aftur til fyrri þíngdeildarinnar. Verði hjer aftur gjörðar breytíngar fcr írumvarpið afnýju til binnar deiidarinnap. Gángi þá enn eigi saman, gánga báðar deildirnar saman í cina málstofu, og leiðir þíngið þá málið til lykta eftir eina umræðu. Þegar alþíngi þannig rnynd- ar eina málstofu, þarf til þess að gjörð verði fulinaðarályktun á máli, að mcir en helmingur þíngmanna úr hvorri deildinni um sig sjc á fundi og eigi þátt í atkvæðagreiðslunni; ræður þá atkvæðafjíiidi úrslitum um hin einstcku málsatriði, en til þess að lagafrumvarp, að undanski’dum frumvörpum tii fjáriaga og fjár- aukalaga, verði samþykkt í heild sinni, þarf aftur á móti að minnsta kosti að t\feir þriðj- úngar atkvæða þeirra, sem greidd eru, sjtu með frumvarpinu. 9 gr- ,(34- PIr- stj.skr.) Ráðgjafina -fyrir Island á samkvæmt embætt- isstöðu sinni sæti á alþíngi, og á hann rjett á að taka þátt í umræðunum eins oft og hann vi 11, en gæta verður hann þíngskapa. I forföll- um ráðgjafa má hann vcita öðinm manni um- boð til þess, að mæta á alþíngi íyrir sína hönd, en að öðrum kosti mætir landshöfðíngi fyrir hönd ráðgjafa. Atkvæðisrjett hefur ráðgjafinn eða sá, sem kemur í hans stað, því að eins, að þeir sjeu jafnframt alþíngismenn. I0- gr- (36. gr. stj.skr.) Hvorug þíngdeild má gera áiyktun um neitt, ncma meir en heimíngur þíngmanna sje á fundi og grciði þar atkvæði. II. gr. (2. ákv. um stundarsakir). I’ángað til lög þau, er getið er um í 2. gr. (3. gr. stj.skr.)), koma út, skal hæstirjettur ríkisins dæma mál þau, er alþíngi hötðar á hendur raðgjafanum fyrir Island út af embætt- isrekstri hans, eftir þeim málfærslureglum sem gilda við tjeðan rjett. Þetta frumvarp er samkomulagsfrumvarp. Stjórnarbótarflokkurinn hefur geingið sv« lángt til samkomulags við mótstöðuflokkinn sem auð- ið er, án þess að vt'kja Frá þeim grundvelll sem þegar var lagður. En hann var sá, að halda sjer vlð yfirlýsíng stjóroannnar, að allar umbætur á stjórnarskránni sem ekki snerta hið pólitíska samband Islands og Danmerkur gætu feingist, væru samníngaatriði milli stjórn- ar °S þfngs, en iáta hin gömlu ágreiníngsat- riði, snertaúdi pólitiska sambandið, Iiggja milli hluta að sinni. Og brcytíngar þær sem hjer er Farið Fram á, Fyrir utan það Frumvarp setn Fram kom 1899, eru ekki þýðíngarlitlar. Tölu þjóðkjörinna þt'ngmanna er breytt og þar með tryggt að beir sjeu alltaF í meirihluta í efri deild. Þá er tryggíng fjárráðanna, samkvæmt Rángár- miðluninni og leingíng þt'ngtímans. Og loks er rýmkunin á kosníngarrjettinum, sem ef til vill er hin þarfasta og þýðíngarmesta af þess- um viðaukabreytíngum. Ti! hugnunar þeim sem telja 61.gr. stjórn- arskrárinnar dýrgrip okkar og gimstein er nú ekki farið fram á að henni sje breytt, þóttr stjórnin hafi áður gert það aS samníngaskil- yrði. Eingum mun heldur koma til hugar að segja, að hún snerti hið pólitlska samband ís- % lands og Danmerkur. Það var einkum f tveimur atriðum sem stjórnarskrárfrumvötp meirihlutans og minni'- hlutans greindi á. Hið fyrra var það, að eftir frumv. minnihlutans voru ákvæðin úm stjórnar- lega stöðu Islands í ríkinu tekin upp úr stöðu- lögunum og inn í stjórnarskrána. Meirihluti nefndarinnar fer þeim orðum um þetta í áliti sínu, að það sje bæði ónauðsyniegt og rángt að taka ákvæði um samband Islands og Dan- merkur upp í Btjórnarskrá um sjermál íslands. Þar að auki telur hann þetta ákvæði frum- varpsins beinlínis viðsjárvert vegna landsrjett- inda okkar, með því að það gefi tilefni til að skýra framkomu þíngsins svo sem það hafi fallið frá þeim kröfum um fullkomna sjerstöðu í sambandinu, sem haldið hefur verið fram frá upphafi stjórnarbótar okkar. Hitt ágreinfngsatriðið var um búsetu ráð- gjafans í Reykjavík. Minnihlutinn vildi fá tvo ráðgjafa, annan búsettann í Rvík og launaðan af landsjóði, en hinn búsettan í Khöfn og Iaun- aðan af ríkissjóði og skyldi hann vera eins- konar umboðsmaður ráðgjafans hjer, en þó geta komið fram með fullu ráðgjafavaldi og á eigin ábyrgð í hvert sinn sem ekki næðist til aðalráðgjafans. Meirihlutinn sýndi fram á, að þetta fyrirkomulag væri fyrst og frcmst óhag- kvæmt, cn í öðru lagi óhugsandi. Um það segir svo í áliti mcirihlutans: »Vjer viljum taka það skýrt fram, að til þess að búseta stjórnarinnar hjer geti orðið annað en nafnið eitt, þatf hún í sjermáíum landsins að hafa

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.