Bjarki


Bjarki - 10.08.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 10.08.1901, Blaðsíða 3
119 nerria grátur Maríu. Jesús stendur álútur og rispar með staf sínum í sandinn; hann er fölur. Allir hlusta. — Eftir lítla stund hrópar) Einn: Guðs sonur! — sjáðu nú tii . . .! J e s ú s (Iítur upp, horfír í hópinn um stund og segir síðan) Hver af yður sem er án synd- ar, hann kasti fyrsta steininum! (Hrreigir höf- uð sitt og rispar aftur f sandinn. Þögn). Einn: (lágt) Hvað sagði hann? Annar: (sömuleiðis) Jeg skildi hann ekki (Báðir fara). Þriðji: (sömuleiðis) Þetta — þetta. . . (fer) Fjórði: (sömuleiðis) Horfir hann á okkur? Nokkrir: (sömuleiðis) Nei. Það er best að fara! (Fara) Aðrir: Hann gerir gys að okkur! Komið þið! (Fleiri fara) Einn (æpir) Hann talar enn (margir fara). (Allir fara út. Seinast eru Jesús og María eftir ein. Hún húkir grátandi við fætur hans. Jesús rispar í sandinn. — Laung þögn. — Loks Iítur) Jesús (upp Og segir): Þú átti ekki að beygja þig fyiir mjer María, hcldur fyrir þeim sem talar í mjer. María: (fórnar höndum til hans) Fyrir þjer! — þjer! Þín augu — eru hrein! Fnrf;r Norðfjarðarkolin. Um þau segir svo í Khafnarblaðinu Nationaltíðindum í sumar. »VjeIadeild ríkisjárnbrautanna hefur skýrt stórkaupmanni Thor. E. Tuliniusi frá þeirri rannsókn, sem gerð hefur verið á því sýnis- horni af íslenskum kolum, sem hún hefur feing- ið til athugunar, og hljóðar skýrsla hennar á þessa á leið: Kolin eru mjög gljáandi og svört, en ir.eð ljósgráum lögurn, sem að mestu leyti eru af kolsíru kalki. I meðalsýnishorni er um 34°/0 af ösku. Urvalsmolar af kolunum eru mjög gaslitlir, renna ekki saman og hafa í sjer 3,8°/0 ösku °& °i3°/q brennisteins. Eldsneytisgildið er 6242 kalóríur, og er það sama sem 6421 kal. í öskulausum kolum. Við brensluna í kalóríu- mælinum kom fram óvenjulega mikil saltpjet- urssýra, og má sjá af því, að í kolunum er mikið köfnunarefni. Til samanburðar skal þess getið, að elds- neytisgildi góðra Newcastle eimkola er 7200 kal., og er það sama som 7600 kal. ef miðað er við öskulaus kol. Vjeladeildin er komin að þeirri niðurstöðu, að þctta sýnishorn, sem reynt hefur verið, sje ljelegt eldsneyti, enda mun það vera tekið úr efsta laginu. En vel má vera, að þau kol sem neðar iiggja geti verið fullgóð fyrir eimvagna vora. Vjer þurfum því að fá meira af þeim til reynslu, og reyna þau bæði f efnasmiðjum og í eimvögnum. Hr. Tulihius hefur lagt svo tyrir, að eim- skip hans »MjöInir« taki nú talsvert af þess- um kolum og er hans híngað von um næstu mánaðamót (júní—júlí) og verður þá haldið áfram að reyna íslensku kolin. Og með því hinn enski kolatoliur verður talsvert dýr fyrir járnbrautir vorar, er full ástæða til þess fyrir umboðsstjórn vora, að komast eftir því, hvort ekki er hægt að nota íslensku kolin«. Fiskíransóknir. Stjórnir ýmsra ríkja, sem liggja hjer að norðurhöfunum, hafa gert- samtök með sjer til þess að hefja ransóknir á fiskigaungum og fiskistöðvum í höfunum. í maímánuði í vor var fundur haldinn um það mál í Kristjaníu og mættu þar fulltrúar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Einglandi, Hol- landi, Belgfu, Þýskalandi og Rússlandi. Þjóð- irnar taka fyrir vfst svæði hver um sig. Norð- menn og Rússar hafa feingið svæðið umhverf- t is Island. Eftir áskorun frá formanni fundarins, Herwig, þýskum manni, var þar samþykkt að skora á þau ríki sem fulltrúa höfðu sent til samkom- unnar, að þau styddu að ritsímalagníngu híng- að til lands. Ráóaneytið danska sagði af sjer 17. f. m. segja si'ðustu fregnir frá Danmörk, en nýtt ráðaneyti var þá enn ekki myndað: H. Tambs Lyche segir: Hið sorgleg- asta í heimi þessum er að missa trúna á hug- myndaafl sitt, trúna á hið góða, hið háa og hið fagra, trúna á hugssjónir sínar — loftkast- ala sína. Næst sorglegast er að gera þessar hugsjónir sínar að tómum draumum, sem eyða hálfri æfinni, meðan hinn helmíngur æfinnar, án nokkurra áhrifa af hugsjónum og hugmynd- umi l*ggur andlega lamaður. Hugsjónin er vinningur, krafa, skipun og vald, en ekki draum- ur. Hugsjónin verður að vera starfandi afi, en ekki kraftlaus gufa. Loftkastalinn er þarna og honum er hægt að ná, en aðeins með vinnu, striti og stríði. Ef við getum það ekki er það okkur sjálf- um að kcnna. —o — Thomas Huxley segir: Jeg sje aung- ar hindranir fyrir framförum þeim og betrun á jarðneska lífinu, sem gáfur og einlægur vilji í samverki við sönn vísindi og rannsóknir og sameiginlega baráttu mannanna, geta náð á ókomna tímanum. Og mikið er einnig hægt að fullkomna og breyta náttúrufari mannsins. Ilið saira afl sem hefur breytt bróður úlfanna í besta fjárhirði, getur einnig gert nokkuð að því að umskapa og breyta hinum dýrslegu hvötum siðaða mannsins. N. þýddi. Leikritió, sem staðið hefur nú í þrem síðustu tbl. Bjarka, kvað hafa hneixlað við- kvæmar sálir einstöku manna hjer umhverfis, að líkindum þó einkum þeirra sem alls ekki hafa lesið þ,að. Hneixlunarefnið getur vart verið annað en það, að nafnið Jesús kemur oft fyrir í leikritinu. Þar er ekkert ósæmilegt, hvorki f orði nje efni. Leikritið er þýtt úr helsta og besta tíma- riti Dana, »Tílskueren« og er ritstjóri þess, Vald. Vedel, kennari í fagur-fræði við háskól- ann í Kaupmannah'jfYi. m,.,... . ..... ■. Seyðisfirði 10. ágúst 1901. Tíðin er alltaf fremur góð, hitar minni en áður. Heimdallur kom hjer inn á fimtudag að norðan og hjelt suður fyrir land. Gránufjelagsfundur stendur yfir hjer á Vestdals- eyrinni í dag og komu fulltrúarnir híngað með Mjölni á fimtudagsnóttina: Vigfús Sigfússon hótelvert, Friðbjörn Steinsson bóksali og Júlíus Sigurðsson amtsskrifari, en tveir komu landveg, Björn Jónsson ritstjóri og Guttormur Einarsson. Með Mjölnir voru ennfremur W. Backe og Otto kaupm. Tulinius. Frá Gunnólfsvík kom kaupm. Andr. Rasmussen. Egill kom að norðan um síðastl. helgi. Með hon- um kom Stefán Th. Jónsson kaupm. og Eyjólfur Jónsson skraddari; þeir höfðu verið um tíma við laxveiðar norður á Húsavík. Ennfremur voru með honum strandmennirnir frönsku aí skipinu, sem strandaði á Melrakkasljettunni. Til útlanda fóru hjeðan með Agli: Frú Guðrún Wathne, Tönis Wathne, frú Petersen frá Stavanger, fröken Kristín Guðmundsson o. fl. Strákar síra Amljóts æpa nú hver í kapp við annan í rennunni Iijá Skafta eftir of- anígjöfina scm þeir feingu í 26. tbl. Bjárka. En svoleiðis piltar hafa ekki nema gott af þesskónar ráðníngu. Þar á ekki anriað við. Snæbjörn neitar að hann hafi skrifað Austragreinina, sem skeinkjari hans á Þórs- höfn var látinn bera fram. En sú neitun er einkis virði, nema hvað hún sýnir að maður- inn kann að skammast sín. Þorsteinn hrópar hátt og segist ekki vera krypplingur, en það eitt er nægilcgt til að sýna mönnum, hve mikið mark sje takandi á orðum hans yfir höfuð. Að þeir bræður ekki viðurkenni skuldir sín- ar, kemur mjer ekkert á óvart. Við öðru er aldrei að búast af svoleiðis fólki.. Og um það er ekki að fást á annan hátt en þapn, að láta lögregluna kalla eftir þeim. KVITTANIR. í byrjun hvers mánaðar standa undir þessari fyrirsögn nöfn þeirra manna sem borgað hafa yfirstandandi árg,, »Bjarka«, þau eint. eitt eða fleiri, sem þeir hafa selt til þess dags, þeg- ar kvittunin er gefin út. (-}-) merkir ofborgað, (-p) merkir vangoldið: Jóh. Kr. Jónsson kaupm. Sf., Vigf, Eiríkssott, Háncfsstaðacyrum, Sig. Einarsson, Mjóanesi, Einar Thorlacius Sf.. St. Steinholt Sf., Jónas Eiríksson, Eiðum, G. Pálssön Ásgeirstöðum, Sig. Magnússon, Hjartarstöðum, Sigb. Björnsson, Breiðavaði, Einar Þórðarson, Eyvindará, Brynj. Bergsson, Ási, Einar Jónsson, Refsmýri, Run. Bjarnason, Hafrafelli, Kr. Kristjánsson, Ekkjufelli, Ól. Pórðarson, Urriðavatni, G. Pálsson, Ketilsstöðum, Árni Árnason, Hvammi, Jón ívarsson Víkíngsstöðum, Guðm. Kjerulf, Sauð- haga, Gunnl. Ólafsson, Ási, Jón Bergsson, Egilsstöð- um, Magnús Ólafsson Kolstaðagerði, Fr. Hinrikssou, Fossgerði, Þorv. Jónsson, Uppsölum, sr. M. Bl.Jónsr son, Vallanesi, Jón Ólafsson, Freyshólum, Sig. Sig- urðsson, Strönd, B. Ilallsson, Rángá, Árni Árnason, Heykollsstöðum, f*. Ásmundsson, Vífilsstö/5um, sr. Einar Jónsson, Kirkjubæ, Einar Guðmundsson, Geira- stöðurn, Sigf. Magnússon, Galtastöðum, Ásgr. Guð- mundsson, Húsey, Hannes Þórðarson, Steinsvaði, St. Magnússon, Fremraseli, sr. J. Benediktss., Hall- freðarstöðum, G. Jónsson, Nefbjarnarstöðum, SÍgb. •Björnsson, Litlabakka, Þ Kristjánsson, Stórabakkai B. Sigurðsson, Stórauakka, B. þálsson, Brekku, R. 1 Jónsson, Dölum, Sigf. Halldórsson, Sandbrekku, : Geirm. Eiriksson, Hóli, Þ. Rikkarðsson, Ekru, Rj Jónsson jórvík, sr. Vigfús Pórðarsson, Hjaltastað, B. Benediktsson, Þorgerðarstöðum, sr. Þór. Þórar- insson, Valþjófsstað, H. Benediktsson, Klaustri, Halfi Sigmundsson, Bessastaðagerði, Sölvi yigfússon Arn- ; heiðarstöðum, Sv. Jónsson, Klúku, Jón Stefánssonj : Staffelli, Q. Sæmundsson, Newwhatcom, Wash. Am-, A- Jörgensen Sf., Fr, Hallgrímsson, Bornhplm, Roíf

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.