Bjarki


Bjarki - 20.09.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 20.09.1901, Blaðsíða 3
139 neita jeg, að þetta eitt geti ráðið þvf„ hvar akbrautin liggi. Jeg efast ekki um, að eirr- hver þiggi Hjeraðsverslunina, þó hánn eigi að leggja vörurnar upp á Reyðíffírði, og jeg vil jafnrel halda, að suinir hinna ötulu kaup- manna á Seyðisfirði mundu ekki ’horfa ( aði byggja þar skúr yfir vörurnar til Hjeraðsirss, þcgar farið yrði að bjóða upp verslun, sem næmi 11/3 — 2 hundr. þúsundum. ■— En hvað sem því liði, þá er það hin besta meðmælíng með Hjeraðsversluninni, hversu sárt Seyðisfirði er um hana. Aðrir kaupmenn mundu ímynda sjer, að eitthvað væri í það varið, er Seyðfirðíngar hálda svo last í. Annars liggur hinn fyrirhugaði Fagradals- vegur að góðri höfn, og það er aðalskilyrðið. í*að hefur sjaldan staðið á því, að fá einhvern til að versla, þar sem vörumagnið er fyrir. Jeg hef f þessum línum sett skoðanir mín- ar fram, sem gildandi fyrir allt Hjeraðið. Að vísu hefur heyrst, að sumir á Uthjeraði hafi mælt með akbraut yfir Fjarðarheiði, en jeg veit ekki hvernig því víkur við, ef satt er. •— Eigi akbraut að koma að notum, hljóta vörur Hjeraðsins að afbendast frá upplagshúsi við annanhvorn enda Lagarfljótsbrúarinnar (með- an ekki kemur föst verslun þar), hvort sem nú kaupmaðurinn annaðist flutnínginn, eða Hjeraðið semdi um hann við sjerstakan mann eða menn. Og mjer er óskiljanlegt að verra sje að taka vörur sín'ar þar, þó þær hafi kom- ið eftir akbraut um Fagradal, en um Fjarðar- heiði. Jeg hef annars sjálfur heyrt þá skoð- un hjá einum manni á Uthjeraði, að akbraut, hvort sem hún væri yfir Fagradal eða Fjarð- arheiði, væri eigi fyrir Uthjeraðið. En á með- an ekki íæst uppsiglíng á Selfijótsós, scm jeg, vegna Uthjeraðsmanna vildi óska,, að sem fyrst yrði, (því ekki erum vjer Uppbjeraðsmenn bættari, þó Uthjeraðið sje í sömu fordæmíng- unni með aðfiutnínga sem vjer), þá sjc jeg ekki betur en að þcim væri stór hagur að akbraut. Þá gætu þeir á vetrum flutt mest- alla eða alla þúngavöru sína frá brúnni og heim í hlöð sín á sleðum, eftir akbraut, scm frost og snjór leggja á hverjum vetri um allt Utbjerað. Og ól(kt væri það því, að brjótast mcð hesta í færu og ófæru yfir Vestdálsheiði um hávetra, eins og nú á sjer stað. Þetta er orðið leingra mál en jeg vildi, og þó margt síður útfært og ógreinilegar en orð- ið hefði, ef jeg hefði ekki óttast rúmleysi í blaðinu. En mjer þótti rjettara að sýna al- menníngi, að það hefði ekki verið æsíngin eintóm, hcldur dáiítil umhugsun með fram, sem rjeði ályktun þíngrliálafundarins á Höfða f akvegamálinu í vor. Jeg hefði svarað atjmgasemd Rjarka fyr, en fjekk, því miðnr, ekki þetta 24. tölublað fyr en f gærkvökli. 14. ágúst 1901. Eiclsvoði. Á mánudagskvöldið kt. milli S*/2 og 9 kviknaði 1 gufuskipinu Bremnæs, sem þá lá við bryggju Iinslands kaupmanns hjer uti á ströndinni. Eldurinn kom upp í vjelarúminu og haldið að hann stafi frá olíu- lampa, en þar nyðri var nýmálað og læsti ha;nn sig því fljóflega um. KI. to—11 var eldurinn kominn um allt afturskipið og varð ekkert við ráðið að slökkva. Veiðarfærum, seglubn, nokkru af vistum ogf fatnaði skips- manna varð bjargað, en öðru ekki. Skipið var dregið burt frá bryggjunni til þess að verjast því, að eldurinn breiddist tiLlands, og reynt var að höggva göt á skipið til að hleypa sjó inn, en tókst ekki, því vcrkfæri voru ekki við hendina. Slökkvitólum varð ekki við kom- ið. Skipið brann alla nóttina og fram á há- degi daginn eftir. Skipið var eign Th Falks konsuls í Stav- anger og vútryggt fyrir c. 30000 kr. Það hcfur verið hjcr til fiskiveiða í sumar. Hvort afli og veiðarfært var vátryggt veit skipstjóri ekki. En af afla var í skipinu c 200 tunnur af sfld og c. 10 tunnur af fiski. Uppboð verður ekki haldið fyr en náð er til eiganda og vátryggjcnda. Seyðisfirði 20. seftember 1901. Undanfarandi daga stöðugar rigníngar og suð- austanstormar. Súgandafjarðarprestakrtll er veitt sr. Þorvarði Brynjólfssyni fríkirkjupresti; hann fór hjeðan suður til Rvíkur með »Vestui nú i vikunni. Læknisumdæmið á Fljótsdalshjeraði cr veitt cand. nted. Jónasi Kristjánssyni og er hann væntanfegur austur híngað innan skamms. Með »Vestu« komu hjer á sunnudaginn fjörir guð- fræðíngar á heimleið frá kristilega stúdentafundin- urn, sem haldinn var í sumar í Svíþjóð: Sigbj. A. Gíslason, Jón I’orvaldsson, Jón Brandsson og Ásg. Ásgeirsson. Tveir hinir fyrnefndu hafa dvalið í Danmörku undanfarandi missiri. Fimmti íslenclíng- inn, sem fundinn s-ótti, sr. Friðrik Friðriksson, prestur Laugarnessspítalans,. varð eftir í Khöfn, ætlaði til Þýskalahds, en kemurheim íhaust. Hann starfar nú að þvíað koma upp samkunduhúsi handa sjómönnum í Rvik. Loiko Sóbar. (Zigeuna saga). —:»:o:«i— Frh. »Ennþá eitt, Sóbar: ger sem þjer líkar, en jeg hef samt ásett mjer að sigra þig, þú skalt tiiheyra mjer einni. Tefðu þvf ekki tímann, jeg bíð eftir þjer. Þitt djarfmannlega líf mun innan skamms taka aðra stefnu og fjöllin munu hætta að bergmála þína fógru saungva, því úpp frá þessu sýngur þú aðeins ástaljóð til Röddu þinnar. Þessvegna segi jeg þjer: eyð ekki tímanum til ónýtis. Hcyrirðu skipun mína? A morgun muntu vera mjcr hlýðinn eins og vikadreingur. Þú skalt falla fram fyrir mjer að viðstöddum öllum ættmönnum okkar og kyssa á hægri hönd mína. Sva verð jeg konan þfnl« Þefta hcimtaði hún, kvennftagðið. Það var óheyrilegt. Þetta vai siður meðal Tsjoruo- gortara í fornöld. En að Zigeúni láti stelpu draga sig þannig á eyrunum — það skcður aldrei. Ilvað segir þú, Fáiki, geturðu hugsað þjer hlægilegra í heiminum ? Sóbar hrökk við og æpti svo hátt, að það hcyrðist um alla hciðina. Radda var í mikilli geðshræríngu en Ijct þó eigi bugast, og sagði: »Vertu sæll, Sóbar, við sjáumst á morgun og þá gerir þú það, sem jeg nú hef skipað þjer, heyrirðu það, Sóbar?« »já, jeg heyri og hlýði«, mælti Sóbar and- varpandi, og rjetti hendurnar út eftir íienni. En hún leit ekki einusÍBini við honum. Hann riðaði eins og stormbarin eik og hnje með grát-ekka niður á jörðiaa. Jeg reyndi svo sem mjer var unt að hughreysta hann og telja um fyrir honum. Hvaða norn er það annars, er finnur hjá sjer þörf og laungun til þess að sjá manninn líða þannig? Hver er það, sem hefur gleði af að heyra mann stynja og andvarpa? Hver unun er að sjd hjörtu mannanna sprfnga af harmi eða sorg? Getur þú sagt mjer það? .. Reyktu, Fálki, hjerna er tóbak! Jeg sneri til baka til tjaldanna og skýrði hinum elstu og rcyndustu frá öllu er fyrir mig hafði borið. Við tókum ráð okkar saman og afrjeðum að bíða og sjá hverju fram færi. Hver endi skyldi annars á þessu verða? Þcgar við sátum öll saman kvöldið eftir, kom Sóbar til okkar; hann var mjög rínglaður, ná- fölur og með innsokknum augum. Hann kast- aði sjer niður á jörðina hjá okkur og mælti svö: »Heyrið fjelagar, hvað jeg hef að segja ykk- ur! Jeg hef nú í nótt nákvæmlega skoðað huga minn og fundið, að jcg hef aunga laung- un framar til að lifa frjáísu og óháðu lífi. Hin fagra Radda, sem brosir cins og drottn- íng, elskar frelsið meira en mig, en jeg, sem ann henni lángt um meira en frelsinu, hef af- ráðið að falla fram fyrir fætur henni, eins og hún hefur óskað eftir, svo að þið sjeuð allir vitrvi að þvf, hvcrsu fegurð hennar hefur gagn- tekið og sigrað hinn hugprúða Sóbar, er áð- ur ljek sjer að hjörtum kvenna eins og gamm- urinn lcikur sjer að dúfunni. Þessa fórn heimt- ar hún af mjer og þá, að jeg aldrei framar sýngi fyrir ykkur gleðísaungva eða harmi mitt horfna fresti. Er það ekki svo, Radda?« Iíann leit til hennar brostnum augum, en hún. bneigði sig kuldalega til samþykkis og benti niður á jörðina fyrir framan fætur sfnar. Við horfðum á og vissum ekki hvað vi.5 mundi taka. »F1) ttu þjer- nú!« mælti Ra,dda. »Flas gerir eingan flýti, jeg kem nú strax«„ sagði hann brosandi. Hlátur hans var kaldur o<? óviðfeldinn. © »Já, nú hef jeg sagt ykkttr allt,. fjelagar! ag hvað er svo ettir að gcra? Jú, eftir er að reyna hvort hjarta Röddu er eins óskeýkult og húu svo trygg, sem húh scgir. Fyrirgefið bræðu-r, nú ætla jcg að reyna þáð!« Oðara en auga festi á„ lá Radda á jörðinni. I Sóbar hafði brugðið hníf sínurri og rekið hana, I í gegn- Við urðum óttáslégnir, en Radda 1 dró hnífinn úr sárinu og fieygði hanum, reyf af sjer hárlakk og ljet f sárið. Ilún brosti og sagði hátt og greinilega; ! »Vertu sæll, jeg óska þjer til hamfngju, Loikó Sóbar; jeg vissi hvað þú hafðir í hýggjú ; — nú dey jeg««. i Skilur þú hugsunarhátt slíkrar stúlku, Fáiki? Jeg fyrir mitt leyti finn eingan fcotn í hátta- lagi þessa kvennflagðs!« Frh.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.