Bjarki - 11.10.1901, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr.
borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
Uppsögn skrifleg, ógild nema komin
sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi
sje þá skuldlaus við blaðið.
BJARKI
VI. ár. 38
Seyðisfirði, föstudaginn 11. október.
1901
Bindindisfjeiag heldur fund í fundarsal sínum
„ *. « næstkomandi sunnudag kl. 3
Seyóisfjarðar S1ðdegis.
Allir tjelagsmenn mæti.
Seyðisf. 10. okt. 1901.
Á. JÓHANNSSON.
Fyrirlestur í Bindindishúsinu á sunnudag-
inn kl 6V2 siðd, og miðvikudagskvöld kl. 8.
Allir velkomnir. D. 0stlund.
j^aupendur Bjarka eru minntir á að borga
blaðið, einkum kaupendur erlendis, sem
aðeins er sent eitt blað. Þeim verður ekki
sent blaðið til ársloka, nema borgun komi.
Nýir kaupendur
að næsta árg. Bjarka fá í kaupbæti »SNJÓ«
eftir Alexander Kielland og fleiri sögur eftir
fræga höfunda, alls yfir 200 bls.,eða »SPANSKAR
NÆTUR« eftir Börge Jansen, sem er álík.a að
stærð. Menn geta valið um bækurnar.
Bráðum byrjar í blaðinu skemtilegur róman,
sem einnig verður sjerprentaður.
Nýir kaupendur hjer í grendinni geta enn
fremur feingið blaðið ókeypis til ársloka.
000000000000000000° OOQOÖ'
t
Frú
Olöf M. H. Jónsson,1
f. 16. júni 1855, d. 24. sept. i90i.
Súngið við úthafníng á Akureyrarspítala
29. sept. 1901.
Lag: »Taktu sorg mína, svala haf!«
(B. Þorsteinsson.)
Hart er að kveðja þig, hjartkæra víf,
hrifið úr faðmi mínum.
Brosandi á beðinum þínum
býr þú á helfara dýnum.
Gegnd’ ekki grátstunum mínum.
Bentu mjer heldur, mitt Ijúfasta líf,
Ijettir þá treganum mínum,
sárustu, beiskustu sorgunum mínum.
Guði sje þakkir, mitt Ijúfasta líf,
Ijett er nú kvölunum þínum,
sjúkdómsins svíðandi pínum.
Pú ert í himninum þínum,
þrey’ jeg í hörmungum mínum
Daglega bentu mjer, dýrasta víf,
dimt er f húsunum mínum,
helköldu, þegjandi húsunum mínum.
Þökk fyrir allt. Ó. mitt ljúfasta líf,
leik nú í drottins sölum,
hafin frá hörðustu kvölum
hjeðan úr táranna dölum.
Saman við síðar meir tölum,
þegar víð finnumst, mitt Ijúfasta líf,
í ljómandi himnanna sölum
sitjum við fagnandi saman og tölum.
(Orkt undir nafni manns hinna sáluðu.)
M. J.
STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ.
SENDIFÖR HANNESAR HAFSTEIN.
»Austri« hefur látið mikið yfir því, að sendi-
för Hannesar Hafstein á fund ráðgjafans hafi
þegar haft stóran árángur. Og auðvitað ber
blaðið í því sambandi mikið skjall á sendiherr-
ann. Það hefur nú aldrei verið dýrkeyft vara
þar í versluninni En um árángurinn af sendi-
förinni er það að segja, að öllum er enn
ókunnugt um að hann verði nokkur. Hitt er
víst, að enn sem komið er er hann einginn,
eins og ekki er heldur við að búast.
Hinn nýi ráðgjafi okkar er Islands málum
með öllu ókunnugur. Meðan Hannes Hafstein
dvaldi í Kaupmannahöfn kvaðst hann vera svo
önnum kafinn við önnur störf, að hann gæti
ekki sinnt stjórnarskrármáli okkar að svo
stöddu, en lofaði að láta uppi álit stjórnar-
innar síðar í haust. Málgagn hans, »Danne-
brog«, heíur og allt til þessa ekkert sagt um
málið, þótt töluvert hafi verið um það skrifað
í öðrum blöðurn í Khöfn.
Eini árángurinn, sem enn er sýnilegur af
sendiförinni er sá, að danskir blaðamenn hafa
haft eftir Plannesi ýmislegt um stjórnmálabar-
áttuna og flokkasiftínguna hjer heima, sem
eingri átt nær. f’að er tómur skáldskapur,
meir að segja margt af því fjær öllum virki-
leika en hin bláasta rómantík. En eingin
ástæða er til að ætla, að þær missagnir ráði
nokkru um afdrif málsins hjá stjórninni. Hún
hlýtur að kynna sjer málið svo vel að minnsta
kosti, að hún verði þeirra vör áður en hún
leggur nokkurn dóm á það.
Hanncs virðist hafa gert sjer mest far um
að halda því að Dönum, að blendingsflokkur
sá, sem skapaði minnihlutann á þíngi í sumar,
svari hjer á landi til vinstrimannaflokksins í
Danmörku, þar sem aftur á móti stjórnarbót-
armennirnir, umbótaflokkurninn, svari til hægri-
mannaflokksins danska.
En mörgum Islending mun verða að brosa,
þegar hann les það í »Politiken« — í grein-
inni, sem »Austri« hefir þýtt, en þýtt illa —
auðvitað eftir viðtali við Hannes Hafstein,
að »Et Medlem var bleven syg af de Radi-
kale«, þ. e. af flokki byltíngamannanna —
mörgum mun, sagði jeg, verða á að brosa,
þegar þeir minnast þess, að þessi »meðlimur«
úr »byltíngaflokknum« er einginn annar en
gamli síia Arnljótur á Sauðanesi, einhver hinn
kunnasti afturhaldsmaður, sem ísland á nú tift!
Og þessu líkt er hitt, sem »Nationaltidende«
hafa eftir Hannesi, að embættismennirnir í
minnihlutanum sjeu »baade politiskt og litte-
rært radikale mænd«, þ. e. byltíngamenn bæði
í stjórnmálum og bókmenntum. Og þessir
byltfngamenn eru gömlu emhættismennirnir
okkar, sem allt til þessa hafa sjerstaklega orð-
ið aðnjótandi náðar hægrimannastjórnarinnar
dönsku. Það eru þeir Júlíus Havsteen amt-
maður, dr. J. Jónassen landlæknir, Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri, Lárus Bjarnason sýslu-
maður (sendisveinn hægrimannastjórnarinnar í
Skúla-málinu) o. s. frv. En óhætt er að segja
það, að vel hafa þeir setið á strák sínum
híngað til, bæði að því er snertir pólitík og
bókmenntir, allir þessir byltingamenn okkar.
Og sama má reyndar segja um Hannes Haf-
stein sjálfan.
Ritstjóra Austra finnst nú allar sjálfstjórnar-
kröiur Íslendínga sama sem uppfyltar. Hann-
es Hafstein »sagði honum« þetta þegar hann
kom hjer um daginn. En hverju heldur svo
Hannes Hafstein fram fyrir hönd flokks síns?
Eru það fyllstu sjálfstjórnarkröfur, _sem kotnið
hafa fram frá Islendíngum? Alls ekki. Hann
skýrir þvert á móti frá því í Nationaltidende,
að hann sje þeim ekki samþykkur. Hann vill
ekki míðlunina frá ’8g, ekki Benidiktskuna.
Hann vill meirihlutafrumvarpið frá þínginu í
sumar með þeim breytíngum, að ráðgjafinn sje
búsettur í Rvík og launaður af landsjóði.
Hann fer í kröfum sínum til vinstrimannastjórn-
arinnar ekkert útfyrir þann samníngagrundvöll
sem áður var takroarkaður af hægrimanna-
stjórninni.
Þetta breytíngaratriði um búsetu ráðgjafans
hefur aldrei komið til tals fyr en á þínginu í
sumar. Og flutníngsmcnn, þess ætluðust þá
til að ráðgjafarnir yrðu tveir, annar í Rvík,
hinn í Khöfn. Annað fyrirkomulag á þeirri
breytíngu gátu þeir ekki hugsað sjer. Og
þeim þótti þá óhæfa, að meirihlutinn feldi
þetta. En í greininni sem Austri þýðir eftir
»Politiken« segir hún um þetta atriði_ alveg
hið sama og meirihlutinn hjelt fram, að »það
tyrirkomulag sje óhyggilegt og eigi samrými-
legt við stjórnarlög vor.«
Þessi grein er mjög velviljuð í okkar garð,
en sýnir annars töluverðan ókunnugleik hjá
höf. Þar koma fram sömu skoðanirnar og áð-
ur hafa komið fram í blaðinu í ritgerðum G.
Brandes. Blaðið vill láta að kröfum Islend-
ínga, aðeins að sambandið milli Islands og
Danmerkur sje tryggt. En þetta er eingin