Bjarki


Bjarki - 11.10.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 11.10.1901, Blaðsíða 3
Trúin var alveg horfin á landið og framtíð þess; fyrir mörgum ekkert um annað að tala en komast vestur, og þetta var viðkvæðið: Útgjöld, óstjórn, kúgun, peníngaleysi, atvinna fyrir verkafólk ekki nema fáar vikur úr árinu og lágt kaup að auk. Jeg ætla ekki að leggja neinn dóm á, hvort þjóðin græðir á þessum vesturfiutníngum, en miklar líkur eru til þess. Margir, sem hjer vaxa upp, hverfa að vísu sem dropi í sjóinn, en góða von hef jeg um það, að ýmsir góðir dreingir, sem mannast hjer og verða efnaðir, hugsi til gömlu Fjallkonunnar. Og eigi er víst, nema samgöngur milli Islands og Norður- Ameríku verði bráðlega margfalt tíðari og greiðari en nú eru þær. Ef járnbraut eða skipaleið verður gerð greið frá Winnipeg og norður að Hudsonsflóa, þá ætti ekki að vera mikið seinfarnara milli Islands og Hudsons flóa-Iandanna en nú er milli Einglands og Is- lands. Og ef vináttusamband helst milli Austur- og Vestur-Islendínga má þar góðs af vænta. Islenska þjóðin er farin að heimta svo margt, sem hún getur eigi öðlast nema hún fái gl'eið- ari samgöngur og betri verslan við umheiminn en híngað til. A þetta ættu Islendingar heima að lfta en eigi seilast eftir ýktum frásögnum um bágt árferði hjer og i!la líðan landa. Landið hjer er frjósamara, hefur margfalt flciri stöður og atvinnu að bjóða og þar með fleiri lífsþægindi. Móti því verður aldrei borið. En hitt er líka rángt, sem Winnipegblöðin gera sig sek í, að rjúka upp með skammir, ef einhverjum verður að láta þcss getið, að hjer geti brugðist uppskera. Grasbrestur, hagl- stormar, þurkar og atvinnuleysi er eins skað- legt fyrir efnahag manna hjer sem fjárfellir og vorhörkir, hafís og þurkleysur heima á Fróni. Jeg get sagt það með sanni, að jeg hef aldrei sjeð akra og haga jafn-ljóta og cyðilega sem í fyrra sumar í júlí, er jeg kom til Winnipeg. tað var varla stíngandi strá svo Iángt er maður sá eftir sljettunum kríng um Winnipeg, og milli Selkirk og Winnipeg voru sumir akrar svartir, varla stíngandi strá, þar sem vanalegt var áður að sjá by.lgjandi hveitigras alinar hátt. Hagarnir voru flestir enn hvítir af bruna eða of miklum hita. Að eins einstaka blettur virtist ætla að ná sjer með fulla sprettu. Likt var að sjá yfir hið mikla hveitisvæði, er járnbrautin liggur um, sem jeg fór með frá Winnipeg til Duluth í ágúst. Það var víðast búið að s!á hveitið, þar sem það var hægt. Suma akrana þurfti að plæja niður, en það hveiti, sem fekkst, var sagt gott, og meðaltals skýrslur eru furðu glæsilegar eftir alla þurk- ana, því rigníngarnar, er komu seinast í júlí, bættu nokkuð úr. Af þcssu sjest, að margt getur brugðist hjer eins og heima. En þrátt fyrir allt virðist mjer allir vera miklu vonbetri með framtíðina og þótt þeir tapi eitt árið græða þeir hitt. Þar af kemur að menn sjá mjög sjaldan brjef að vestan, sem segir frá öðru en bærilegum kríngumsæðum. Aftur á móti sjer maður varla brjef að heiman, hvorki privat nje f blöðunum, að ekki sje verið að barma sjer yfir einhverju. Það er eitthvað að, þagar maður getur eigi annað en kvartað og kveinað yfir kjörum sínum. Ekki gct jeg nú reyndar borið á móti því, að Vestur-Íslendíngum hætti eigi frekar við að láta betur af kjörum sínum og efnahag heldur en vert er. Jeg hefi orðið talsvert var við það, að þeir hafa þagað yfir skuldum og ýms- j um erfiðleikum, sem þeir eiga við að strfða, ! er þeir skrifa ættíngjum sínum heima. En þetta kemur nokkuð af þessum góðu vonum, sem þeír gera sjer og hve þeir líta bjart á lífið. Og það kemur af því að þeim hefur reynst Ijettara að komast fram úr erfiðleikum hjer vestan hafs, en þeim reyndist heima. Um- bætur allar á löggjöf og lifnaðarháttum eru svo hægfara, og margir, sem hafa löngun til starfa eitthvað sjá engin ráð til þcss að koma því fram. Þetta hefur rekið margan vestur og svo Iíka hitt, er jeg gat um áður, að sú trölla trú hefur komist inn hjá mörgum sem illa geingur (og þeir eru æði margir) að eina ráðið sje að fara vestur, þar sje öllum raun- um lokið, þar geti menn óðara veitt sjer öll lifsþægindi og uppfylt óskir sínar strax. Vesturheimsblöðin hafa reynt að blása að þess- um kolum eftir föngum. En þá hygg jeg að þau hafi mjög lítið að gert og alls ekkert ef óánægja með löggjöf, stjórn og verslun og trúleysi á umbætur hefði eigi verið búin að grafa um sig. Með einu hafa agentarnir magn- að vesturflutníngana mest af öllu og það er með því að fara heim með fargjald handa peníngalausu fólki. Jeg kenni þeim um það, því hefðu þeir ekki heim farið er jeg sann- færður um að margfalt minni peníngar hefðu verið sendir heim; enda hef jeg sannar sögur af þvi, að þeir hafa lánað mörgum fargjald sem búandi eru hjer, er vilja fá ættíngja sfna vestur. En því vilja þeir fá þá vestur? spurs- málslaust af því þeir hafa trú á að þeim líði hjer betur. Jeg hef svo eigi fleiri orð um þetta, en vil að endíngu gefa fáeinar leiðbeiníngar þeim er vestur vilja fara á næsta sumri. Ef þeir hafa úng fcörn ættu þeir eigi að 'eggja út í þá heimsku að fara með strand- ferðaskipunum til Einglands, fara heldur ekk- ert,ef þeir eigi geta feingið sjerstakt skip eða farið beint; þeir eiga allir á hættu að missa eitt eða fleiri af þeim börnum sem eru innan 5 eða 6 ára. Það er minni hætta ef þeir eru skemur á leiðinni. Hafið þið með ykkur öll íslensk föt sem þið eigið og vaðmál og ull megi þið flytja ef þið viljið. lslenskir sokkar og nærföt eru marg- falt betri en am;rískir sokkar og nærföt. Best er að hafa rúmföt sem ljettust og þúng- ar undirsængur þýðir lýtið að hafa með sjer. Eigi er ráðlegt að fara svo á stað, að maður hafi eingan skildíng, þegar vestur kemur, því peníngarnir koma ekki strax. Menn hafa oft orðið að liggja margar vikur uppá ættíngjum í Winnipcg áður en vinna hefur feingist. Danskir penfngar gánga ekki f Einglandi nema með afföllum og danskt silfur ekk í Canada, en enskt gull geingur affallalaust. Jóhannes Sigurðsson. Lánveitingar úr landssjóði. Auk lánvcitínga þeirra, sem getið er um áður hjer f blaðinu, til ullarverksmiðju og sútunarverkstofu hjer á Seyðisfirði, eru þessar lánveitíngar heimilaðar úr landssjóði: Allt að 15,000 kr. hvort árið handa þurra- búðarmönnum utan kaupstaða til jarðræktar og hósabóta. Lánið vetist gegn ábyrgð sýslufje- laga og ekki yfir 400 kr. hverjum manni fyrir sig. Það afvaxtast með 3J/2 %, er afborgun- arlaust 4 fyrstu árin og endnrborgast síðan með jöfnum afborgunum á næstu 20 árum. Allt að 15,000 kr. til þess að koma upp trjesmíðaverkstofu í Rvík. Það lán ávaxtast með 4°/0, er afborgunarlaust fyrstu 5 áriu og endurborgast með jöfnum afborgunum á 15 árum. Allt að 50,000 kr. til þess að byggja skipa- kví eða gera tvær dráttarbrautir til þess að draga þilskip á land, aðra í Hafnarfirði, hina í grend við Reykjavík. Það ávaxtast me ð 4°/0, er afborgunarlaust fyrstu 5 árin, en afborgast svo með jöfnum afborgunum á 20 árum. Allt að 30.000 hvort ári5 til þilskipakaupa trá útlöndum. Lán þessi veitast til 8 ára og afvaxtast með 3°/0. Afborgun þarf eigi að greiða fyrstu 3 árin, en lánið borgist að fullu á næstu 5 árum með jöfnum afborgunum. Lánin veitast tðeins gegn fulltryggu veði; telst til þess veð í skipinu sjálfu, allt að helmingi vátryggðs verðs, enda sje það í áreiðanlegri vátryggíngu. Eigi má lána meir en 6,000 til hvers skips og skulu sjávarbænd- ur og hlutafjelög, ef þau eru eign sjávar- bænda að meira en helmíngi hlutafjársins, hafa forgángsrjett fyrir öðrum að fá þessi lán. Trú. Eftir Carl Ewald. — :o: — Níels litla lángaði ósköpin öll til að eignast reiðhjól. Hann bað foreldra sína að gefa sjer þau, en foreldrar hans sögðu: nei. Þau vissu, að ótal slys gátu hent litla dreingi á reíð- hjólum. Einn hafði fótbrotnað, annar skað- skemt sig á höfðinu o. s. frv. Svo sögðu þeir við Níels, að best væri að bíða þángað til hann yrði stærri; þá mætti tala um reið- hjólin. En Níels nennti ekki að bíða þángað til hann yrði stærri. Alltaf fannst honum full- orðna fólkið segja þetta, og það var langt að bíða. En hann var góður dreingur og vel upp alinn og vissi, hvert ,hann átti að snúa sjer. Hann svaf í herbergi við hliðina á svefnher- bergi foreldra sinna. Þegar hann var hátt- aður, las hann á hverju kvöldi stutta en fall- oga kvöldbæn! Nú legg jeg saman augun mín f guðs nafni og trausti, signi mig heilög höndin þín, hirðirinn góði og trausti; signdu fólkið og signdu hús o. s. frv. Svo var honum boðin góða nótt. En undir eins og hann var orðinn eínn rjetti hann upp hendurna og bað : >Góði, besti guð, gefðu mjer reiðhjól.* Svona gekk það kvöld eftir kvöld. For- eldrar hans vissu um það og töluðu um það.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.