Bjarki


Bjarki - 15.11.1901, Síða 1

Bjarki - 15.11.1901, Síða 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. BJARKI VI. ár. 43 Seyðisfirði, föstudaginn \5. nóvember 1901 Fyrirlestur í Bindindishúsinu á sunnudag- inn kl. 6t/2 siðd. og miðvikudagskvöld ki. 81 D. 0stlund Skiftafundur í dánarbúi Snorra sál. Wiium verður haldinn bjer á skiifstofunni laugardaginn 30. yfirstand- andi nóvembermán. kl. 12 á hádegi; verður skiptum í búinu þá væntanl. lokið. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 14. nóv. 1901. Jóh. Jóhanneseon. Skiftafundir í þrotabúi verlsunarfjelagsins B. Thorsteinsson & Co. á Bakkagerði íBorgarfirði verða haldnir bjer á skrifstofunni mánudaginn 30. desember og 27. janúar næstkomandi kl. 12 á hádegi. Á fyrra fundinum verður lögð fram skrá yfir eigur' og skufdir búsins og frumvarp til út- hlutunargjörðar í því, en á síðari fundinum verður skiptum á búinu væntanl. lokið. U tborganir fara síðan fram hjer á skrifstofunni 12 vikum eftir skiptin, veiði þeim eigi áfrýað. Skrifstofa Norður-Múlasýslu 14, .nóv. 1901. Jóh. Jóhannesson. Skiftafundir í dánar- og þrotabúi Vigfúsar sál- Olafssonar frá Fjarðarseii verða haldnir hjer á skrifstof- unni mánudagana 2. og 30 desember næstkom- andi kl. 4 c- h.—Á fyrra fundinum verður lögð fram skrá yfir eigur og skuldir búsins og frumvarp til úthlutunargjörður í því, en á síðara fundinum verður skiptum á búinu vænt- anlega lokið. B æjarfógetinn á Seyðisfirði 14. nóv. 1901. Joh. Jóhannesson. Sparisjóöurinn á Seyðisfiröi gefur 4 °/0 p. a. i vexti af innlögum. Hann er opinn á hverjum miðvikudagi kl. 4—5 e. h. í5eir, sem skulda sparisjóðnum, áminnast um að borga vexti af skuldum sínum fyrir nýár. STJ ÓRNIN. SJÖMENN ! Bæði þið, sem búnir eruð að semja við mig, og hinir, sem ætlið ykkur á skip til mín í vor, eruð vinsamlega beðnir að finna mig að máli strax eftir komu »Egils« næst. Sig. Jóhansen. Takið eftir! Margir færeyskír bátar í góðu Btandi eru til sölu með vægum kjörum hjá Sig. Johansen. Alþýðuskólar. — o-- I greininni um alþýðumenntunina í síðasta blaði var ekkert minnst á fyrirkomulag barna- skólanna, að því er kennsluna snertir, ekki, hve lángur skólatíminn ætti að vera o. s, frv. En í þessu efni mætti taka til fyrirmyndar samskonar skóla í nágrannalöndum okkar t. d. í Noregi. Helgi Valtýsson ritaði um fyrirkomulag norskra lýðskóla eða barnaskóla í 5°- tbl. Bjarka í fyrra. I Noregi er skólatíminn á þeim skólum sjö ár og skólarnir ætlaðir börnum frá 7—14 ára. Hverjum lýðskóla er skift í tvær deildir. 1. deildin er ætluð börnum frá 7 —10 ára, 2. deild börnum frá 11 —14 ára. I 1. deild eru námsgreinarnar: kristin fræði, móðurmálið, reikníngur, skrift og saungur. I 2. deild allar námsgreinir 1. deildar og þar að auki landafræði, saga, þar með talin fræðsla í helstu grundvallaratriðunum í borg- arlegu þjóðskipulagi, náttúrufræði, ásamt helstu atriðum heilbrigðisfræðinnar. þar að auki á, eftir því sem kringumstæður í leyfa að veita kennslu í einni eða fleirum af ' eftirfarandi greinum : Handvinnu (slöid), lík- { amsæfíngum og teikníng. Með líkamsæfíngum f teljast skotæfíngar. Norðmenn hafa gert sjer mjög mikið tar um það á síðari árum að koma alþýðuskóla- málum sínum í sem best horf. Hverju hjer- aði er skift niður í skólasvæði og er einn lýð- skóli í hverju og með þrí fyrirkomulagi, sem áður er sagt.. Sekt er lögð við, ef börnin sækja ekki skólana, eða, ef foreldrar vanrækja að senda börn sín á skóla, nema því að eins að hin lögboðna skólakennsla fari þá fram í heimahúsum, og þá auðvitað á kostnað for- eldranna. í líkt horf og þetta ættu alþýðuskólamál okkar 1 fyrst og fremst að komast. Næst er að koma upp kennaraskóla, menntastofnun handa þeim mönnum, sem ætla sjer að verða kennarar við barnaskólana eða lýðskólana. Á meðan sá skóli ekki er til, mætti veita nokkruin mönn- um einhvern styrk til að gánga á útlenda kennaraskóla, t. d. norska. Það mundi kostn- aðarminr.a og valalaust einnig heppilegra en að byrja á því að koma upp kennaraskóla áður en verkefnið er til fyrir kennarana. Ef komnir væru upp barnaskólar í öllum hjeruðum landsins og almenn skólaskylda lög- leidd, þá væri mikið bætt. Þó er þetta ekki nema fyrsta sporið. En það er það spor, sem okkur er nauðsynlegt að stíga, og stíga sem fyrst, ef við eigum ckki í þessum efnum að dragast meir og meir aftur úr nágrannaþjóð- unurn okkar, eftir því sem tfmarnir lfða. fljótsdalur. —o— EG veit þig lángar, vinur, upp í sveit, að vagga þjer í sælum birkilundi, við útsýn þá, sem alla töfra mundi; í Fljótsdal til þess fegurst pláss jeg leit. Tví sjerhver björk þjer hvíslar hjer í eyra sitt huliðsmál um Dalinn sinn og fleira. Og hjer er það, þú sjer þá töfra sýn: er sólargeislar stafa’ í Lagarfljóti, og hlíðar allar hlæja þjer í móti, og byggðin öll í björtum legi skín; þjer finnst þú standa í gullnu bárubliki, og byggðin sýnist Iíka’ á skrítnu kviki. Hvað dunar þar, mun Tór hjer aka’íreið? Að þraungu gljúfri’ í norðurátt jeg gæti. Mun þaðan heyra þessi tröllalæti? Má enn þá heyra seyðmenn fremja seyð? Nei, trafið hvíta' er hamragnýpan sveipast er »Heng ifoss« í gljúfrið þarna að steypast. Ó, maður, þeg! — Hjer sjer þú falla fram vorn fialla »Hljer« í gullnum tignarskrúða hann steypir sjer í djúpið drifiun úða; þar sjer þú hamast aldinn gljúfra gram. Og djúp í bcrgi buðla sjcr þú sporin; hann býr þau til í reiði sinni’ á vorin. En hjer er fleira, vinur, vert að sjá; úr vestri rís frá innstu dalamótum, sem vörður forn hjá Vatnajökulsrótum, sem hástóll ragna: Snæfell þakið snjá, með ennið hvítt, sem alda Norðri Iitar, sem árdagssunna gylltum Ioga ritar. En hvað er samt að sjá það hjeðan að, við svipinn hinn, ef stæðir þar á meðan; þá heiðarvötnin spegla bjargabreðann, og helgir svanir syngja kríngum það; en villtir hreinar æða um alla vegi og aldrei þagnar fugl á sumardegi. Og þá er enn hin góðu bændabú, er benda’ á verknað, stjórn og þrifnar lendur. Hver sjónarhæð er saga’ á báðar hendur, er sjálfur getur lesið þaðan þú. Hjer vottar sjerhvert vik um snyrtimennsku og viðmót allt um þýða’ og góða »lensku«. Og þó þjer virðist sendin þessi sveit, og svseðið snöggt og margur balinn harður í blásnu holti’ er hulinn gullinn arður, ef rjett er metin valin vetrarbeit. Tú sjer hjer margan sauð með frjálsu bragði að svip og þreki, fjöri’ 0$^ vænum lagði. Og nið’r á vegi — þar er skellt á skeið, s vo skarpir gneistar sy ndra’ úr hverjum þvita, og margan jó þú storkinn sjer í svita, því hjer eru’ allir úti' á skemmtireið.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.