Bjarki


Bjarki - 29.11.1901, Side 2

Bjarki - 29.11.1901, Side 2
i73 Síðar reis ágreiníngur útaf því, hvernig látið skyldi í Ijósi fyrir stjórninni, að frumvarpið sem samþykkt var tæki ekki fram allar óskir og kröfur þjóðarinnar í stjórnarskrármálinu. Forgaungumenn minnihlutaflokksins vildu að þetta v;eri gert með þíngsályktunar- tillögu. Meirhlutaflob.kurinn sagði það vera óformlegt, að þíngið afgreiddi frumv. cg sam- þykkti þíngsályktunartilögu í sama málinu, þeg- ar þau kæmu í mótsögn hvort við annað. Hann sýndi fram á, að það væru afglöp, ef þíngið samþykkti lög, cn bæði svo um það í öðru skjali að þau lög yrðu ekki staðfest. Þar á móti vildi meirihlutinn skýra frá því í ávarpi til konúngs, að r frumv. því sem sam- þykkt var, væru ekki fram teknar allar óskir Islendínga um breytingar á stjórnartyrirkomu- laginu. Avarpið var samþykkt í efri deild, en minnihlutaflokkurinn í neðri delid gat hindiað samþykkt ávarpsins þar. Hann hafði þá sem sje sogað til sín síra Einar á Kirkjubæ. Orð Guðjóns Strandaþíngmanns um >poIi- tiska glæpinn* hefðu aldrei átt að komast inn í þíngtíðindin, hvað þá heldur að vera prerrt- að upi> úr þeim aftur. í’ó þeim þíngmanni sje mart vel gefið, þá hafa ræður hans um stjórnarskrármálið einkis álits aflað honum með- al þíngmanna, og munu flokksmenn hans helst kjósa þær scm stystar og jafnvel telja sig cingu ver farna, þótt þeirra missti alveg við. Bækur og rit Hlín. Svo heitir nýtt tímarit sem byrjaði að koma út í Reykjavík í haust. Utgefandi þess og ritstjóri er Stefán B. Jónsson, scm leingi hefur dvalið í Ameriku og gaf þar út tímaritið >Stjarnan«. Verksvið þessa tímarits á að vera >cfiing verkfræðilegs og hagfræðilegs framkvæmdalífs á Islandi. >Ritið á að koma út tvisvar á ári fyrst um sinn, árgángurinn 8—12 arkir auk auglýsinga og kostar áskrif- cndur I kr. en aðra i kr 50 au ; sjerstök hefti 75 au. Auk þess cru útsölumönnum boð- in ýmis hlunnindi; þeír fá það scm út hefur komið af >Stjörnunni« ókeypispþeir sem útvcga 150 kaupendur og standa skil á andvirðinu ciga að fá nýa Dundas prjónavjel, sem kostar 50 kr. Innihald Hlínar cr svipað og >Stjörnunnar<. í I. heftinu cr grein um kjötverkun, grein um smjörgerð og þýðing hennar hjer á landi, grein um skilvindur og þýðing þeirra, um hænsna- rækt, og enn ýmislegar smærri greinar, þýdd- ar og frumsamdar, þar á meðal bending um tilbúning nýrrar sláttuvjelar handa Islendingum. l'á er þar kvæði cftir Mrs. M. J. Benedikts- son, sem gefið hefur út kvennablað Islendinga vestra, >Freyju.«—byrjun á þýddri sögu, skrá yfir vörur, sem útgefandinn býðst til að panta frá Ameríku og yfir verð þeirra. Ritið er ameríkst að iitgerð og sniði. Fyrir utan nokkur mállýti er útgáfau vönduð og í ritinu eru ýmislegar bendingar viðvíkjandi land- búnaði o.fl.scm eru athugunar verðar. P, í.nningarrit Möðruvallaskólans. Vorið k co hjeldu Möðruvallastúdentar 2oára minning- ar á ió skóians og gaf sú samkoma tilefni til ú gáfu þessa rits, sem nú er nýkomið fram. Það er 39 síður í 4to. með 16 myndum og vel vandað. Framanvið er mynd af Möðru- völlum, tekiii meðan á minníngarhátíðinni stóð. Þá er ágrip af sögu skólans, en hann var sett- ur í fyrsta sinn I. okt. 1880. Því fylgja mynd- ir af öllum kennurum, sem verið hafa við skól- ann og eru þeir 10: Jón A. Iljaltalín skóla- stjóri, Þórður Thoroddsen, Þorvaldur Thor- oddsen, Halldór Briem, Benedikt Gröndal, w. G. Spence Paterson, Guttormur Vigfússon, Stef- án Stefánsson, Olafur Davíðsson og Magnús Einarsson saungkennari. Fyrsta veturinn, 1880—81 voru 35 piltar í skólanum, næsta veturinn 51, en þriðja vet- urinn 25. Eftir það mínkaði aðsóknin enn meir og gckk svo til 1887. Þá voru skóla- piltar fæstir, aðeins 7. En eftir það fór aft- ur að lifna yfir skólanum og síðari áratuginn hefur meðaltal skólapílta vorið 3 S, en miklu fleiri hafa sótt um skólann en hægt hefur ver- ið að taka á móti. Alls hafa verið á skóian- um þcssi 20 ár 335 nemendur, en 200 hafa tekið burtfararpróf. Annar kaflinn er um minníngarhátíðina og fylgja myndir af forstöðumönnunum 5. Þriðji kaflinn er kvæði, sem ort voru og súngin við hátfðahaldið. Fjórði kaflinn cr skrá yfir þá, sem tekið hafa burtfararpróf frá skólanum árinn 1880-1900, einkunnir þeirra, aldur og lífsstöðu nú. Á samkomunni var samþykkt svolátandi til- laga frá Páli kennara Jónssyni á Akureyri; >Fundarmenn heita þvi, að stuðla til þess af afefii, hver á þann hátt, sem hann getur best við komið, að skólinn verði gerður svo fullkominn, sem frekast eru faung á, námstím- inn verði leingdur um eitt ár, konur vcrða látnar hafa jafnan aðgáng að slcólanum sem karlar, skólinn settur í samband við lærða skólann og yfir höfuð skólanum að öllu leyti komið í það horf, að hann fullnægi kröfum tímans.« Sláttuvjel fyrir ísland. Allar þær sláttuvjelar, sem jeg þekki til, eru fyrir 2 hesta, Og allar óhentuglega stórar og örðugar fyrir fsl. hestana. En fyrir uxa eða akneyti væru þær hentugar hjer sem annarstað- ar, á vel sljettu, ef að eins að ljábakkanum með álmunum væri breytt. Og sú breytíng þyrfti ekki að kosta mjög mikið, því hún þarf ekki þá að vera önnur en sú, að gjöra bakk- ann með tilh. nógu þunnan að neðan, til þess að Ijárinn gæti skorið nógu nærri rótinni. Ef menn svo vildu vinna til að ala upp og eiga akneyti til sláttar, pælingar og aksturs- vinnu, — og það ætti að borga sig hjcr ekki síður en hestauppeldið, því að uxar eru vel helmíngi sterkari og þolnari til vinnu en ísl. hestarnir, og fara miklu betur með hagana en hestar, — þá væri þessi áminsta breyting á sláttuvjelinni sú láng-hentugasta og ódýrasta fytir oss Íslendínga. Vilji menn þar á móti endilega hafa hentugar siáttuvjelar fyrir I eða 2 hesta (eins og þeir gerast hjer), þá er nauðsynlegt, að fá einhverja góða tegund af þeim vjelum minkaða til stórra muna, til islenskra nota, og þá jafnframt með þeirri breytíng á Ijábakkanum, sem jeg mint- ist á. En það mundi koma til að kosta tals- vert mikið, máske eins mikið og alveg ný vjel af óþekktri gerð mundi kosta. Auk þess scm þess yrði þá að gæta, að koma ekki í bága við gildandi einkaleyfi á þeim vjelum, sem nú eru tii. En svo er þriðji vegurinn ef til viil ekki síst álitlegur, sem er sá, að láta hjer gera (finna upp) nýa litla sláttuvjel fyrir mannsafl, með stuttum ljá, scm Iegði sig betur í laut- irnar en þeir löngu, og gæti afkastað verki á við 3 —4 menn með einum manni. Slíka vjel ætti að mega búa hjer til, þ. e. a. s. eitt sýnighorn af rjettri stærð, og láta svo síðan smíða nóg af henni á vcrksmiðjum erlendis. S. B. Jónsson. Utsvör i Reyóarfirði, sem sýnd voru f síðasta blaði, munu vera hærri á einstökum mönnum en nokkurstaðar annarstaðar á landinu. I hreppnum eru alls 270 gjaldendum,[en niður er jafnað 7480 krónum. Mestur hluti gjalds- ins er lagður á síldarveiðarnar. Þcir sjö sem hæstir eru i gjaldaskránni veiða allir síld og þeir borga samtals 5570 kr.; hinir, 263, fcorga samtals rpio kr. Einn hreppsnefndai - maðurinn, sem að sögn er allvel efnum bú- inn, hefur 3. kr. i útsvar. Síldarveiðafjelag Scyðisfjarðar hefur kært útsvar sitt. Seyðisftrði 29. nóv. 1901. Framanaf vikunni voru hlýindi cins og á miðju sumri, p.Ht að 10" hiti dag og nótt og sunnanvind- ur svo að nú er nær snjólaust allt upp að fjalla- brúnutn. Á miðvikudags morgun kom hríðarkast litla stund og frysti. i gær aftur frostlaust. Sigurður Einarsson hreppstjóri á Hánefsstöðum andaðist á hcimili sínu 26. þ. m. eftir þúnga lcgu. Að Sigurði var mannskaði og hefur Scyðisfjörður þar misst einn af nýtustu mönnum sínum. llans verður nánar getið síðar hjer í blaðinu. Ráðgert cr að jarðarför hans fari fram föstudaginn 6. n. m. Hann verður jarðsettur í kirkjugarði kaupstaðarins Hreppstjóri í stað Sigurðar sál. Einarssonar er settur fj'rst um sínn Jóhann bóndi Sveinsson á Gnýstað. Ivláðamaur fannst nýlega á kind einni á Vífds- stöðum í Túngu og var hún öll útsteypt. I’ctta var kvíaær og feingin í haust frá Fljótsbakka, sem er austanmegin Lagarfljóts, og það er víst, að þar hefur kindin verið síðastl. sumar. Kiáðahrúður hcf- ur fundist í fje á Fljótsbakka, en rnaur ekki. A Vífilsstöðum vcrður allt fje baðað og hús sótthreins- uð. Skarlatsóttin er í rjenum á Vestdalseyri og hcf- ur ckkert breiðst þaðan út enn. Inm' aukaútsvaralistann hjer úr kaupstaðnum vant- aði í síðasta blaði: síldarveiðafjelag Seyðisfjarðar með 100 kr. og Rolf Johansen verslunarmann með 20 kr. 1

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.