Bjarki


Bjarki - 31.12.1901, Blaðsíða 1

Bjarki - 31.12.1901, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erleudis 4 kr borgist fyrirfram). Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VI. ár 49 Seyðisfirði, þriðjudaginn 31. desember 1901 Fyrirlestur i Bindindishúsinu nýársdag kl. 5 síðd. Efni: Opinb. 7, 9-17. D. Ostiund. OOOOOOOQOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQQQC'O KVERIÐ BARNANNA. Þó að margt hafi verið ritað og misjafnt rætt um barnafræðslu og menntun, hefur fátt verið sagt um kverið, sem börn vor eru látin læra undir fermíngu. Þetta atriði er þó þýð- íngarmeira en sum önnur, eða jafnvel flest. Fyrir fáum árum dó dreingur hjer í grend- inni io — II ára gamall. Sama árið sem hann ljest, sagði hann þetta við mann af næsta bæ: »Eg vildi guð gæfi, að eg dæi áður en jeg þarf að byrja á kverinu«. Þetta er ekki einstakt dæmi. Allur þorri barna kvíðir fyrir kverinu eins og dauðanum og gröfinni, ef þau eru hrædd á þeim ófreskj- um, og eru þau börn eigi ein um þessa hræðslu, sem frábitin eru bóknámi. Jeg man hvað jeg tók út yfir kverinu. Jeg byrjaði á því þegar jeg var á 9. ári og lauk við það fermíngarveturinn — á útmánuðum! Allan þennan tíma lá það’ á hugsun minni eins og dauðadómur mundi liggja á tilfinningu sakamanns. Þó byrjaði jeg á kverinu af sjálfs- dáðum og aldrei átti neinn maður þátt í af- skiftum mfnum af því. Jeg vissi að jeg þurfti að kyngja þessum ramma bita, og þar sem það lá fyrir mjer, áleit jeg best að byrja scm fyrst á því að smakka hann og halda því árfam jí.fnt og þjett. Það er satt að vísu að mjer hefir aldrei verið sýnt um nám. En dæmi eru þó til þess að námsmönnum hefir geingið illa við kverið. Þannig hefi jeg það fyrir satt, að Einari heitn- um Ásmundssyni í Nesi hafi geingið illa við kverið — en um hann kvað Matthías, að hann hefði haf't: »námríkast höfuð í Norðurlandi*. Þvi fór fjarri, að jeg hefði nokkra óbeit á kverinu. F.g þuldi og þuldi — í hugsunar- leysi. Og svo lángt var frá því, að jeg melti efnið, þegar presturinn spurði mig, að jeg varð leita í greininni, í huga mjer, og taka svarið á að þann hátt. Árangurinn af þessu fimm ára guðfræðisnámi varð þá í stuttu m'li þessi: Eingin minsta ögn af kenníngum kversins varð eign sálar minnar. — Hinsvegar hafði jeg það upp úr krafstrinum, að jeg fiekk mestu andstygð á ö1111 námi og hjelst óbeit þessi við fram um tvuugsaldur. Kvað ramt að þessu, að jeg mundi hafa tekið flest annað fyrir hendur, en bóknám eft- ir fermínguna þótt jeg hefði átt þess kost, enda kendi jeg mest í brjósti um þá únglínga semvoru að !æra undir skóla á þeim árum og jeg hafði kynni af. Síðan hefi jeg altaf vorkent þeim börnurn sem eru enn þá tornæmari en jeg var, vor- kent þeim kvcrnámið. Og sannast að segja skil jeg ekki, hvernig þau komast frarn úr þeim ógaungum. Af þessum ástæðum hefi jeg hugsað mjer að setja eigi fróðleiksþrá og skynsemi harna minna á þann eld, sem jeg brenndi mig svo illilega á 1' bernsku. Það er þó athugavert og ábyrgðarhluti held- ur þúngur, að fara þannig með börn sin, að þau fái andstygð á þeim hlutum, sem dýrmæt- astir eru í eigu manns, en það eru góðar bækur. Sumir menn eru svo var.afastir, að þeir vilja alls ekki breyta gömlum venjum, hveisu fúnar og fyrníar, sem þær eru. Jeg býst því við, að stjórn vor vilji eigi Iosa börn vor við þetta kvernám að svo stöddu og telji ástæður mín- ar ijettar á metunum. En jeg vil beina þeirri spurníngu að framfaramönnum landsins, sem opin ^ugun hafa fyrir sólskini sannleikans: Mundi eigi rjettast að afnema jiennan þula- lærdóm og setja ír-æðslu í kristnum fræðum í staðinn ? Jeg hef ekki á móti kverinu, ef það væri látið nægja, að börn læsu það og kynntu sjer. En það er víst, að það skemmir börnin á all- ar lundir að lesa langt mál utan bókar og þori jeg að fullyrða, að þessi þulnlærdómur er ger- samlega gagnslaus cg — verri en gagnslaus. G. F. ] ; Loftferð. Nýlega fóru tveir menn upp : frá Berlín í loftfari. Þeir ætluðu ekki í láng- j ferð, en lentu austurundir Svartahaf. | Þeir lögðu upp kl, 71/2 að morgni dags. \ Þá var hvasst og þeir bárust skjótt út fyrir Berlín og svo yfir fleiri nálægar borgir. Svo stje loftfarið svo hátt, að þeir misstu sjónar á jörðunni. Áður höfðu þeir þó komist að því, að vifidurinn bar þá í suður og austur með 11 — 12 mílna hraða á klukkustund. I Þeir sigldu uppi 1' skýjunum. Nokkru síðar i eygðu þeir jörðina scm snöggvast og voru þá uppyfir stórri borg. Þeir hugðu það vera Liegnitz eða Berslau. Loftfarið fór hæst 16000 fet frá jörð og þar var 20 st. kuldi. Það lækkaði aftur og ferðamennirnir sáu, að neð- anundir var þjettbyggt land, en ekki vissu þeir, hvar þeir fóru. Þeir hugsuðu sjer þá að síga niður og lenda. En þegar þeir áttu eft- ir 5 ~ 6 þús. fet til jarðar heyrðu þeir sterk- ; an þyt fyrir neðan sig og rjeðu af þvi að j stormur mundi vera. Þá var orðið dimmt. Kríngum þá svifu áfram þykk ský, neðanundir var æðandi stormur, yfir kyrð og stirndur himinn. Þeir nálguðust aftur jörðina. Neðan undir þeim ók maður eftir breiðum vegi. Þeir kölluðu til hans á þýsku, pólsku og rússnesku, en hann svaraði ekki, vissi ekki, hvaðan hljóðið kom. Nokkru síðar nam loftfarið staðar á húsþaki og komst ekki leingra. Gas- ið var búið. Ferðamennirnir geingu út og fóru að skygnast um. Þeir voru ómeiddir. Þeir komust að þvf, að þeir höfðu lent á hlöðumæni og að húsið var lágt og ljett að komast ofan. Brátt hittu þeir menn, sem sögðu þeim, að þeir væru i Austur-Galisíu. Hefðu þeir haldið áfram hálftíma leingur, hefðu þeir komið inn fyrir landamæri Rússlands, og ef þeir heíðu hafdið áfram 3 tímum leingur, þá hefðu þá borið út yfir Svartahafiið. TrúJoðarnir í Kina. Sögurnar’ sem fara af afskiftum trúboða Norðurálfumanna af Kínastríðinu, eru margar Ijótar og stöðugt bætast við nýar og nýar, verri hinum fyrri. Þessar sögnr hafa nýlega verið til umræðu á þfngi Frakka og þar hafa komið fram ýmsar merkilegar upplýsíngar. I sumar sem leið kom frönsk sjóliðsdeild heim frá Kína og hafði hver maður f henni stórar peníngaávísanir á bánka í Toulon og Marseille Dátarnir sögðust hafa tekið ávísanirnar sem borgun fyrir kínverskt herfáng. Hvernig í þessu gæti legið skiidu menn þá ekki, og franska stjórnin bannaði baunkunum að borga út ávís- anirnar, en þeir sinntu ekki banninu og kváð- ust ekki geta neitað að borga. Nú hafa Par- ísarblöðin prentað brjef frá yfirforíngja franska hersins í Kína til stjórnarinnar frönsku og það sýnir hvernig í þessu figgur. Trúboðarnir í Kína gerðust opinberlega ræníngjar þegar ó- friðurinn hófst og nörruðu dátana til fylgis við sig. Sem laun fyrir hjálpina fjekk hver dáti sem með þeirn vann að ránunum ávísun á 2000 fránka. I amerísku tímariti er aðferð trúboðanna lýst af ejnum þeirra í grein með fyrirsögn- inni »Siðferði ránsins.* Guðsmaðurinn segir þar með mestu velþóknun og drýgindum frá, hvernig ránunum hafi verið hagað og rómar þar framkoma trúboðanna ekki síður en her- mannanna. Meðal annars farast honum svo orð: »U.n það var ekki spurt, hver Kinverj- inn væri vestur, heldur reyr.t að finna. hús hinna ríkustu. Annars var naumast nokkur búð eða hús í'Teking látið óhreyft. Kínverj- ar þoldu ránin furðanlega. Þeir voru ánægð- ir með að fá að halda lífinu.« Ný stjarna. Prófessor G. Forbes í Lundúnum heldur því fram, að ný, áður óþekkt stjarna hljóti að vera til í sólkerfi okkar utan við Neptúnus. Hann hefur reiknað þetta út af gángi 7 hafastjarna kríng um sólina. Hann finnur, að einhver kraftur, áður óþekktur í sól-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.