Bjarki


Bjarki - 31.12.1901, Side 2

Bjarki - 31.12.1901, Side 2
194 kerfinu, hlýtur að grípa fram í gáng þeirra og hugsar sjer því, að utan við Neptúnus sje reikistjarna, sem völd sje að þessu. Eftir reikníngum hans á hún að vera töluvert stærri en Jú])íter og því 'stærsta stjarnan í sólkerfi okkar. Kolin á. Færeyjum. Námarnir rejmast þar við nánari rannsóknir miklu stærri en upp- haflega var ætlað Franska fjelagið hefur feingið enska peníngan.enn til að taka þátt í fyrirtækinu og staifsfjeð er auðvitað aukið að stórum mun. Þegar d‘Ornano greifi hafði, ásamt enskum manni, Mr. Tomas, rannsakað náma- landið rækilega, borgaði námfjealagið jarð- eigendum í Trangiswaag, Faríen og Kvalbö 60,000 kr. Af þeim-peníngum fara 25,000 til ríkisins fyrir afsal á rjetti til kolatekju í Presta- fjalli við Kvalbö. Fjelagið hefur nú feingið rjett til að grafa kol, eldfastan leir, járnstein og kopar hvar sem er á Suderö og kopar á Nolsö. Eiiistyrkur. Danmörk og NýaZeeland eru einu löndin enn sem komið er sem hafa lög- leitt cllistyrk án þes.s að hann sje skoðaður sem fátækrastyrkur. I N),fa Zeelandi fær hver maður sem er fullra 65 ára að aldri ellistyrk ef hann hefur dvalið í iandinu 25 ár og síð- astliðin 5 ár lifað reglusömu lífi, —cfhonum hefur ckki verið hegnt með 5 ára þvíngunar- vinnu síðustu 25 árin fyrir'glæpaverk, eða hann ekki sætt 4 mánaða iángelsi eða verið fjórum sinnum fángelsaður á síðustu 12 árum. Geri hann sig sekan f lögbrotum getur hann misst styrkinn og eins ef hann er drykkjumaður, og er þá styrkurinn borgaður konu hans eða ein- hverjum nánum venslamanni eða ættíngja. Hæsti ellistyrkur er vcitist er 18 pd. sterl. á ári eða 324 kr. Þann styrk fær hver mað- ur sem aldurstakmarkinu hefur náð og ekki hef- ur 34 pd. sterl. í árstekjur eða ekki á eign- ir sem nemi 50 pd. sterl. Styrkurinn veitist jafnt körlum sem konum. Ilverjum einstökum manni, karlmanni eða kvennmanni, eru því ætl- uð 52 pd. sterl. um árið eða um 940 kr. Hækki árstekjurnar, minnkar styrkurinn að sama skapi. Vaxi eignirhar minnkar einnig styrk- urinn, svo að I pd. er dregið af honum fyrir hver 15 pd. sem maðurinn eignast framyfir hin 50. I Nýa Zeelandi hafa konur öll hin sömu Lorgaraleg rjettindi og karlmenn, nema hvað þær eru ekki kjörgeingar til þíngs. Hjón sem bæði hafa náð aldurstakmarkinu? fá bæði ellistyrk, eða samtals 36 pd. sterl. um árið. Undanskildir ellistyrknum eru innfluttir Asíu- menn, Kfnverjar, Malayar o’ s. frv. Þar á móti hafa Maoríar, frurrbyggjar lands- ins, rjett til styrksins. Þeir eru 35,000 og hefur fertugasti hver maður af þeim ellistyrk. Hvítir menn eru þar 750,000 og afþeim hef- ur áttugasti hver maður styrkinn. Lögin hafa aðeins verið í gildi í 3 ár. I fyrra var borgað í ellistyrk samtals 190,000 pd. sterl. 1 Dan- mörk var árið 1896 36,246 mönnum veittur ellistyrkur, sem alls nam 217,317 kr. Staðfest lög. Þessi lög frá síðasta þfngi eru nú staðfest í viðbót við þau 18 sem áð- ur eru talin. 19. Fjáraukalög fyrir árin 1900 og 1901. 20. Lög um bólusetníngar. 2 1. Lög um fiskiveiðar hlutafjelaga í land- helgi við Island. 22. Fjárlög 1902 og 1903. 23. Tolllög. 24. Lög um Tjekkávísanir. 25. Lög um Kirkjugarða og viðhald þeirra. 26. Lög um viðauka og breytíng við til- skipanir frá 5. jan. 1866 og 4. mars 1871 um fjárkláða og næm fjárveikindi á Islandi. 27. Lög um banr. gego verðmerkjum og vöruseðlum. 28. I.ög um friðun hreindýra. 29. Lög um landsjóðskaup á jörðunni Laug. 30. Lög um frestun á framkvæmd laga 25. okt. 1895 um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landsjóðs. 31. I.ög um löggildíng á Hjaltalandi í Nes- hreppi u. Ennis í bnæfellsnessýslu. 32. Lög um liiggildíng verslunarstaðar við Sandgerðisvík í Gullbringusýslu. LÖQ UM FJÁRKLÁÐA. — o — Hin- nýu lög um viðauka og breytíng á tilskipunum frá 5. jan. 1866 og 4. marz 1871 um íjárkláða og önnur næm fjárveikindi á Is- landi hljóða svo : 1. gr. Amtmanni er heimilt að valdbjóða almenna skoðun og böðun sauðfjár, einángrun fjár og sótthreinsun fjárhúsa í amti sínu, þótt eigi sje fullsannað, að kláða hafi orðið vart þar, sem ráðstöfunin er vaidboðin, en hafa verður amtmaður til þess ráð dýralæknis eða annars kláðafróðs msnns. 2. gr. Eftiriitsmann eða eftirlítsmenn má setja í sýslu hverri, sýslumanni til aðstoðar. Amtmaður tilnefnir eftirlítsmann eftir tillögum sýslunefndar. Eftirlitsmaður gegnir starfi sínu 3 ár í senn og sje hon.m greidd þóknun úr sýslusjóði. Eftirlitsmaður hafi glöggvar gætur á hcilbri0ði sauðfjár í sýslunni, eða þeim hluta sýslu, sem honum er falinn til eftirlits, og gæti þess, aðfarið sje eftir ráðstöfunum valdsstjórn- arinnar, enda skýri hann sýslumanni tafarlaust frá því, er hann kann að verða var við á eftir- litsfcrðum sínum og máli skiftir. 3. gr. Nú verður kláða vart frá byrjun rjetta til jólaföstu, og skulu hinar sjúku kindur þá skornar þegar í stað, nema fjárhafi kjósi heldur að hreppstjóri taki við umsjón þeirra meðan á lækníngunni stendur, en borga verður fjárhafi þá kostnað allan, er af því leiðir, ann- an en böðunar- og sótthreinsunarlyf. 4. gr. Amtmenn annast um, að böðunar og sótthreinsunarlyf til lögskipaðra ráðstafana sjeu jafnan til taks hvervetna þar sem þörf er á. Andvirði lyfjanna greiðist úr iandssjóði, svo og flutníngsgjald undir þau á viðkomustaði strand- siglíngaskipanna, geymslu þeirra og afhendíng; en þángað vitji fjárhafar þeirra á sinn kostnað, Allur annar kostnaður, er leiðir af lögskipuðum ráðstöfuaum, þegar öðruvísi stendur á en gjört er ráð fyrir í næstu grein á undan, greiðist úr sjóði hrepps þess eða kaupstaðar, er hlut á að máli. 5. gr. Nú verður sauðkind sjúk með þeim | hætti, að kláði kann að vera, og skal þá sá, er kindina hefur undir hendi, tafarlaust segja hreppstjóra eða aðstoðarmanni hans til um það, enda einángri fjárhafi kindina þángað til næst til annarshvors. 6. gr. Nú brýtur einhver lög þessi, til- skipun um fjárkláða og önnur næm fjárveik- indi 5. janúar 1866 eða tilskipun um viðauka við nýnefnda tilskipun 4. marz 1871, og verður hann þá útlægur 5—200 kr , er renni í sýslu- sjöð þar, sem brotið er framið, enda sje farið með mál út af slíkum brotum sem almenn lögreglumál. 7. gr. Atkvæðin í 3. gr. tiisk. 5. )an. 1866 eru úr gildi numin að því, er snertir niður- jöfnun á þóknun fyrir störf hreppstjóra og aðstoðarmanna þeirra, samkvæmt 1. og 2. gr. tilskipunarinnar. Jafnframt er seinni málsgrein í 6. gr. nefndrar tilskipunar og sektarákvæðin í 7. gr. felld úr gildi. Bruninn á Akureyri. Eftir J>ví sem Norðurland skýrir frá hafa þessir menn beðið mest tjón við brunann á Akureyri : Vfgfús Sigfússon: Hans tjón er gífurlegast; húsin 30,000, búsgögn m. m. og hótelvörur 10,000, búðarvörur 5—6,000, reikníngar hó- tellsins (sem allir fórust) 1,000. Upp f þetta er vís eldsvoðaábyrgð 21,000. Ovíst, hvort búðarvörurnar hafi verið vátrygðar. Sigvaldi þorsteinsson: Tjón 20,000. Elds- voðaábyrgð 12,000. Klemens Jónsson sýslum.: Húsin 8,000, bús- gögn m. m. 4,500. Að líkindum tryggt að fullu. 1 Síra Geir Sæmundsson: Hús 4,000, bús- gögn m. m. 1,000. Húsið vátrygt, en óvíst um búsgögn. Óli Guðmundsson: Hús og munir 1.300. Abyrgð 1,200. Möllerssystur: 300. Eingin ábyrgð. Sigurður þorsteinsson: Munir 200. Eing- in ábyrgð. Höephners erfíngjar: Hús 5,000. Vátryggt að fullu. Frú Margrjet Halldórsdóttur: Hús 1,000. Vátryggt að fullu. Páll Jónsson : Munir ioo kr. Eingin á- byrgð. Sennilegast þykir, að skemdir á húsum, sem ekki brunnu til fulls, muni nemi 1,50° kr. i'etta verða þá 91,900 kr. 52 menn urðu húsnæðislausir. Samskot til að bæta úr tjóninu voru strax byrjuð innan bæjar. En þar við ætti ekki að lenda. þegar þessu llkt tjón ber að höndum ættu samskot að fara fram um allt land. Inga Strönduð. Þær fregnir komu nú að norðan, að gufuskip Thor Tuliníusar, Inga, væri strönduð norður á Sljettu. Hún hafði farið frá Akureyri 19. þ. m., rekið sig á Is- jaka morguninn eftir 3 mílur norður undan Sljettunni og varð skipið strax mjög lekt. þá var haldið til lands svo fljótt sem auðið varð og tókst að bjarga öllum mönnunum. Veður kvað hafa verið gott. Lítið af vörum var með skipinu, nokkuð af salti frá O. Tuliníus til Hornafjarðar og 130 tunnur af síld frá Möller á Hjalteyri.

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.