Bjarki


Bjarki - 31.12.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 31.12.1901, Blaðsíða 3
195 Mjölnir tók við skipshöfninni af Ingu á í’órshöfn á norðurleið. í-’ingtiðindí. Þau eru nú öll komin híng- að; síðasta sendíngin kom með Agli síðast frá Akureyri. Mikill munur er á því, l.vað þau eru læsiiegri en áður, síðan útgáfunni var breytt og farið að prenta hvert mál út af fyrir sig. Um starfsemi þíngmannanna má nokkuð dæma eftir þíngtíðindunum, en ekki cru þau þar nærri einhlýt. Til þess að svo væri yrðu auk þíngræðanna og þíngskjalanna að flytja skýrslur frá nefnd.afundunum, því mestur hluti starfanna fer þar fram. Sumir þíngmenn starfa mikið í nefndum, aðrir tala mikið í þíngsöl- unum, sumir gera hvorttveggja og enn aðrir hvorugt. Samkvæmt mælendaskránni nú hefur Guð- Jaugui s)rslumaður Guðmundsson talað oftast allra þíngmanna, 72 sinnum alls. Næstir hon- um eru þeir Kr. Jónsson yfirdómari, Hannes Hafstcin, Lárus Bjarnason, Valtýr Guðmundsson og Þórður Thoroddsen og hafa þeir allir tal- að 60 sinnum éða oftar. En sjaldnast allra þíngmanna hefur Jósafat Jónatansson tekið til máls, alls 6 sinnnm. Miklu oftar en nokkur þíngmaður hefur þó stjórnarfulltrúinn tekið til máls, alls 98 sinnum. Nefndaskráin sýnir þetta : Guðlaugur Guð- mundsson hefur setið í flestum nefndnm, 13, Björn Kristjánsson 12, Jóhannes Jóhannesson 11, Ol Bríem 11, Hannes Hafstein 10, Hallgrímur Sveinsson 9, Kristján JónssOn 9, sr. Magnús Andrjesson 9, Júlíus Havstein 9, Eiríkur Bríem 9, Hetmann Jónasson 8, sr. Ol. Olafsson 8,Stef- án á Möðruvöllum 8, f’órður Thoroddsen 8, Skúli Thoroddsen 7, Sig. Jensen 7. Tryggvi Gunnarsson 7, þórður Gurmundsson 7, Lár«s Bjarnason 7, Axe! Thuliníus 6, Björn búfr. 6, Gutt. Vigfússon 6, Magnús Torfason 6, Valtýr Guðmundsson 6, Sig. Sigurðsson 5, Jónassen 5, Guðjón Guðlaugsson 5, sr. Einar Jónsson 5, Björn sýslumaður 4, Hannes þorsteinsson 4, Pjetur Jónsson 3, Stefán í Fagraskgi 3, Jósa- fat Jðnatansson 3. En auðvitað verður ekki af þessum tölum dæmt, hverjir mest hafa talað á þínginu cða mest starfað í ncfndum, því sumar ræðurnar eru aðeins nokkur orð, aðrar rrargar blaðsíður, og störf sumra nefnda standa yfir svo vikum skiftir, en öðrum er lokið á nokkrum klukku- tímum. Reikningur yfir ferðakostnað og fæðispen- inga þingmanna cr nú svo : Valtýr Guðmundsson 939 kr. Gutt. Vigfússon 882, Guð 1. Guðmunds- son 834, sr. Einar Jónsson 748, Stefán á Möðruvöllum 710, Kl. Jónsson 689, Scfán í Fagraskógi 679, Ol. Briem 646, Pjetur Jóns- son 644, Jóh. Jóhannesson 636, Jósafat Jónatans- son 619, Hermann Jónasson 599, Gu ðjón Guð- laugsson 586, Axel Tuliníus 582, Björn sýslu- maður 568, sr. Magnús Andrjcsson 502, Magn- Torfason 50 í, Þórður Guðmundsson 501, Hannes Hafstein 490,60, Skúli Thoroddsen 478,60, sr. Sig. Jensson 450, Lárus Bjarnason 422, sr. Ol. Olafsson 420, Þórður Thoroddsen 402, Björn búfræðíngui' 366, Árni Thorsteins- son 372 kr. Aðrir eru búsettir f Reykjavík og hafa að eins fæðispenínga, 352 kr. hver. Alls er kostnaðurinn við þíngið 36,743 kr. 63 au. Seyðisfirði 31. des. rgor. Undanfarandi daga nær alltaf öðru hvoru snjó- veður, en frost lítið. Töluveici r snjór er kominn og færi illt á fjöllurr. - Mjölnir kom að norðan á Sunnudagsnótt á útleið en hafði hjer litla viðdvöl. IMc-ð honum var Vigfús Sigfússon veitingamaéur á Akurfeyri á leíð til út- landa cg fleiri larpcgar nf Akuieyri, ennfremur öll skipshöfnin af Ingu. 23 þ. m. reru margir hjeðan. og úr næstu fjörð- um. Veður var dimmt franian af degi, þó gola nokkur, en snerist þegar leíð á daginn. Nokkrir bátar villtust, einn, frá Húsavík, lenti suður í Dala- kiálka tveir, úr Seyðisfirði, lentu suður í Mjóafjörð. Einn bátur úr Norðfirði var ekki kominn að þegar síðast frjettist þaðan. Formaður á honum var Jón Sigurðsson fótalausi. Haldið er hann hafi lent eitt- hvað suður á fjörðu, því veður var svo gott, að lítil hætta er á því að báturinn hafi farist. Úr Vopnafirði er skrifað 21. þ. m: Nýl«ega varð úti niaður, sem Bessi hjet, frá Nýjabæ áStröndum Hann lagði með kindur upp á Sandvíkurheiði norðan- verða. Kindurnar fiaktust til bygða, eitthvað af þeim á Norðurströnd Vopnafjarðar, en maðurinn er ófundinn enn- Nýdáin er hjer í kaupstaðnum Gróa Guðlaugs- dóttir vinnukona hjá Grími Laxdal verslunarstjóra. Ekkert er hjer nú rætt um pólitík; allir «halda niðri í sjer andanum« þar til stjórnarsvarið kemur. Kvennfjelagið »Kvik« hjelt á Sunnudagskvöldið kvöldskemtun, í annað sinn, til ágóða fyrir fátækt fólk hjer í bænum. Þar voru ieiknir tveir smáleik- ir: »En af dem skal giftes« og »Kongsbænadags- kvöldið*, eftir E. Bögh. Leikendurnir voru fröken- arnar Sigfríður og Borghildur Dah),Guðrún Gísla- dóttir og Jóhanna Jónsdóttir, stud. art. Þórarinn Pórarinsson og verslunarmennirnir Marteinn Bjarna- son og Jón Ólafssor.. Á milli leikjanna og á eftir voru sýnd »tablcau« Skcmtunin tökst yfir höfuð vel. BÆKUR OQ RIT. — o — Ti m a r i t Bókm.et .ntafjelagsins IGoI. Þrjár helstu ritgerðirnar í þessu bindi eru um málefni, sem Bjarki hefur haft til um- ræðu áður. Fyrst og fremstum fyriihugaðar breytíngar á kosnírgalcgunr. rr. Erumvarpið, sem prentað er í Tímaritinu, um þetta efni, varð ekki útrætt á þínginu, cn mörg þíng ætti það ekki að dragast úr þessu, að kosnínga- lögunum yrði breytt, einkum í þeim tveim at- riðum, að kosníngar færu leynilega fram og kjörstöðum vcrði fjölgað. Frekari brcytíngar væri ef til vill rjett að gera, cius og áður hef ur verið talað um bjer í biaðinu, en þetta tvennt er bráðnauðsynlegast. Önnur greinin er fyrirlestur Einars Hjörleifs- sonar um alþýðurrenntun. Bjarki hefur ný- lega skrifað urn hanr. sjerstaklcga. Þó deila megi um einstök atriði í fyrirlestrinum, hvort þetta sje rjett á Iitið cða ekki, þá cr hann í heild sinni þörf og góð hugvekja. Og það hlýtur að verða eitt af frcmstu áhugamálum okkar framvegis að hrindu skólafyrirkomulag- inu og alþýðumanntuninni í betra horf. A bls. 56 gerir höf. þann greinarmun á hlutverki stórþjóðaona og smáþjóðanna, að því er starfið til útbreiðslu menntunarinnar snertir, að stórþjóðunum sje »vafalaust« ætl- að að flytja mennínguna út um veröldina, þar sem aðalhlutverk smáþjóðanna sje aftur á móti »vatalaust«, að flytja mennínguna inn í hverja einstaka mannsál innan sinna vebanda. En rnjer finnst mjög vafasamt, að þessi skifting hafi við nokkuð að styðjast. Eða, mundi ekki stórþjóðunum jafnskilt að mennta hvern ein- tsaklíng sir.n og smáþj<óðunum ? Og, eru smá- þjóðirnar yfirleitt betur menntaðar en stór- þjóðirnar, að því er snertir allan fjöldann ? Þess hef jeg hvergi sjeð getið, enda mun frá- leitt að svo sjc. En höt. beldur áfram: »En- mitt fyrir þetta verður sjerkennileikur þjóð- anna svo djúpsettur, einmitt fyrir þetta verð- hann þcim svo heilagur, að hann stendur í sambandi við allt þeirra menníngarlíf.« (■— Einmitt fyrir hvaðr) íÞessvegna, fremur öllu öðru, eiga þær svo mikinn rjett á sjer. Þess vegna, fremur öllu öðru, er það svo mikið níðingsverk, að traðka rjetti þeirra, hefta för þeirra á þessari sæmdargaungu.« Annað hvort er þetta háfieyg speki, sem þarfnast nánara útskýringa, eða það er hugs- unarlaus botnleysa. Mjer virðist, hvort sem svo er nú eða ekki, að höf. hafi með þessu viljað rjettlæta sig, eða bera af sjer áburð sumra blaða, um skort á þjóðernisrækt og ættjarðar- ást, í umræðum, sem s unnust út úr greinum, sem hann skrifaði í Sunnanfara í fyrra. En þetta var óþarfi, þvf í þeim greinum hafði hann »vatalaust« rjett fyrir sjer. En í þessum hugsanavef hans finn jeg einga heila brú. Mjer finnst hann dansa þar á díki. Þriðja greiuin er um uppruna gamla testa- mcntisins, eftir sr. Jón Helgason. Bjarki gerði í fyrra nokkra grein fyrir skoðun sr. Jóns á þessum efnum, þar sem minnst var á ritgerð eftír hann, sem Tímaritið þá fiutti. I þessari ritgerð er nánar skýrt írá hinu sama : árángr- inum af hinum vísindalegu rannsóknum um uppruna gamla testamentisins. Deilunum um . þetta beldur stöðugt áfram í kirkjublöðunum. En einginn klerkanna hefur, að því er jeg | man, tekið í streinginn með sr. Jóni annar en sr. Friðr'k Bergmann lítillega í Aidamótum. Þess gerist reyndar heldur ckki þörf, því óskiljanlcgt er, að rr.örgum, sem deilugrein- arnar lesa, geti blancast hugur um, að sr. Jón hafi þar rjett fyrir sjer, en móstöðumenn hans rángt. Sr. Jón Bjarnason f Winnipeg ncitar ekki, að kenníngar sr.J. H.kunni rjettar að vera, en telur samt sem áður alveg rángt að halda þeim frarn, af því að þær gefi vantrúnni byr undir vængi. Það er auðheyrt, að hann er á sömu skoðun og sr. J. H. en vill þverskallast við að viðuikenna það, bæði fyrir sjálfum sjer og öðrum. Annars hefur hann ritað um þetta að möigu leyti snjalla ritgjörð »Mótsagnir« f síðustu Aldamótum. Aðiar greinir í tímaritið eru: Lmfsl. staða- nöfn á fornum landabrjefum, eftir Aug. Ger- hardt, Einfaldur samhljóðandi í fornu máli, eltir Jón Þorkelsson, og íslenskar* kynjaverur í sjó og vötnum, eftir Ólaf Davíðson % Hofi. | Þau skifta undarlega með sjer verkum, tíma- | rit Bmfjel. og Þjóðvfjel. Andvari, sem á ein- ; kum að vera stjórnmála- og landsmálarit, flyt- ur lángar ritgerðir um vísindalegt sagnarit, en tímarit Bmfjel., sem á að vera bókmenntarit, byrjar á ritgerð um kosníngalagabreytíngar.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.