Bjarki


Bjarki - 28.01.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 28.01.1902, Blaðsíða 2
sinni illa við þessi bönd og höft á frelsi manna’ f’annig hefur mjer fundist hin síðustu áfeingis- lög, er lögðu hátt áriegt gjald á hverja vín- verslun, alls ekki heppileg; auðvitað hefur landssjóður grætt á þeirn, en aftur á móti hafa þau orðið til þess að hrífa þessa tekju- grein (d: áfeingissöluna) úr höndum hinna smærri kaupmanna (d: íslensku kaupmannanna) og leggja hana í hendur þeim stærri og rík- ari, einmitt í hendur hinna grunnmúruðu gömlu dönsku selstöðukaupmanna. Afeingisnautnina minnkuðu þau ekki landinu. Eitt skáldið okkar segir á einum stað: »Aldrei sagði þengill þjóða: þú skalt ekki bragða víu; smána jafnt hans gáfu góða, Goodtemplar og fyllisvín,« o. sv. frv Mín skoðun á málinu er ekki sögð með þessari vísu, en hún iiefur töluverðan sann- leika inni að halda. Vínberin og vínið eigum við að hafa okkur til gagns og gleði án þess að misbrúka það, Og það eru einmitt bindind- isfjelögin og við hófsemdarmennirnir sem erum að teyna að kenna náunganum að nota það þannig. Að drekka eitt glas af víni er jafn saklaust og að drekka einn kaffibolla eða að reykja vindlíng. Þetta mál nefur að mjer finnst v erið flutt með »fanatisme« og öfgum, eða eru það ekki öfgar, er einn ræðutnaður sagði áðan, að með því að vera á móti bannlögunum vildu menn ekki rjetta föllnum bróður hjálparhönd, — eins og ekki sje önnnr hjálp til en sú að rjúka í löggjafarvaldið og heimta algert innflutnings- bann. það hefur vcrið up, l/st, að innflutningsbann í einu eða tvejrnur fylkjutn í Ameríku s;e fyrir löngu lcgleitt, og hefur einn af þeim, sem talað hafa, látið mikið yíir minnkandi vínnautn þar, eftir skýrslur.um að dæma. Aftur á móti befur ar.r.ar ræðumaður, sem búið befur í Ameríku undir þessum lögum og er málinu gagtikunnugur, látið illa af fyrirkomuiagi þessu og sagt það allt annað í raun rjettri en skýrslurnar sýna. Við erum að fjasa um þetta út á hala veraldar, en þekkjum þó ekkert til þess nákvæmlega. En jeg leyfi mjer að spyrja: Sje nú þetta svo gott og heillavæn- legt sem sun.ir láta, hvers vegna þjóta menn þá ekki upp tii handa og fóta í hinum fylkj- unum í Ameríku og koma þessu á hjá sjer? Þau eru þó málinu gagnkunnug. Eða, vilja ekki fleiri cn einn lifa í Paradís? Ástæðan mun vera sú, að máli þessu mun þar eins og hjer aðeins vera haldið fram af ofstækismönn- um (fanatikere), sem skynsamari og gætnari menn »heldigvis« taka ráðin af. B A Ð. —o—- Alraennt breinlæti heimtar, að fólk þvoi sjer ekki einúngis um andlit og hendur, heldur um allan skrokkinn, að minnsta kosti endrum og sinnum, enda má segja, að fátt sjc jafnþýðíng- armikið tíl þess að halda góðri heilsu, eins og einmitt það, að ræsta húð sina vel d: baða sig oft. Böð eru holl, og læknandi fyrir ýmsa sjúkdóma. Ef allir þekktu bvaða veltíðan og hressfngu haðið gefur manni, þá mundu fleiri baða sig en nú gjöra, og þá mundi verða minni gigt og færri hörundkviliar í land- inu. Til þess að fólk baði sig, er ekki nóg að kaupstaðurinn komi sjer upp baðhúsi, og hver sveitabær útvegi sjer baðker. Það hafa Reyk- vikingar rekið sig á þegar fyrir nokkrum ár- um og nu sjá Seyðfirðíngar hið sama, Sjúkrahúsið á Seyðisfirði hefur nú í heilt ár gefið mönnum kost á að fá heita kerlaug (og kalt steypibað, ef vill) á hverjum miðviku- og Iaugardegi í baðherbergi spítalans. Ef baðið væri notað alian daginn (frá bl. 9 f. m. — kl. 9, e. m.) þá gætu varla baðað sig fleiri en 12 manns á dag, og ætti þvf baðið auðvitað að hafa nóg að gera alla vikuna, þar sem íbú- ar bæjarins eru um 900. Þá gæti hver bæjar- búi baðað sig 4 sinnum á ári. En reyndin er nú sú, að hjer baðar sig að jafnaði i1/^ mað- ur á hverjum baðdegi, eða sem næst 3 menn á viku. Með öðrum orðum: Ef ibúar Seyð- isfjarðarkaupstaðar, hvað böðun snertir, halda áfiam sama kvæðalagi og árið sem leið, þá baðar hver bæjarbúi sig að jafnaði fimmta hvert ár! Stöku sála kann að vera hrædd við það, að sjúklíngar spítalans baða sig í sama kerinu og almenníngur. Þar sem menn koma gestir og fá mat, hugsa þó víst fæstir um það, hver hafi borðað af þessurn diski áður o. s. frv. sjái menn einúngis að diskurinn er hreinn. Eins er með þessa hræðslu, að hún er með öllu ástæðulaus, enda efasamt hvort hún er .sönn. Því fyrst er kerið þvegið vandlega fyrir hvern baðgest, — og hafi sjúklingur með næmri veiki verið baðaður í því, þá hefur bæði herbergi og baðker verið sótthreinsað áður en nokkur I annar hefur feingið að baða sig. -— Vatn sjúkra- 1 hússins er aftur á móti hreinna og betra en vafn er víðast hvar annarstaðar hjer í bæ. Hver maðnr sem þekkir til baðhúsa fyrir al- menníng erlendis,.h!ýtur að viðurkenna, að hrein- lætið í baðherbergi sjúkrahússins hjer, er eingu minna en erlendis, þó útbúnaðinum hjer sje auðvitað að sumu leyti ábótavant. Baðhús Revkvíkinga gat ekki borið sig, sökum þess hvað það var illa sótt. Um Isfirðinga ; hef jeg heyrt að þeir notuðu sitt bað betur, en vafalaust er það samt miklu minna en skyidi. Eru þá böðin seld svo dýrt, að fólk hafi ekki efni á að þvo sjer? -— Auðvitað verða þau tiltöiulega dýrari en þau þurfa að vera þegar fáir baða sig. Sjúkrabúsið hjer hefur selt heita kerlaug á 50 aura. En það er ekki mergurinn málsins. P'ólk baðar sig ekki, af því að því hefur aldrei verið kennt að bað væri gott, og því síður nauðsynlegt til að vernda heilsuna. Þessvegna er ekkert eðlilcgra, en að byrja á því, að kenna börnunum nytsemi baðsins, og það verður ekki betur gjört með öðru móti en því, að láta þau baða sig sem oftast. Þau munu sjálf finna að áhrifin eru góð. Engir tímabærir baraaskóiar láta sjer nú lengurnægja, aðkenna börnunumskólanámsgrein- arnar eingöngu, heldur gera þeir sjer að skyldu ..3 annast, að svo miklu leyti sem hægt er allt uppeldi barnanna, sem miðar að því að gera þau að góðum borgurum fimannfjelaginu. Þeim börn.um, sem það þurfa, er sjeð fyrir fatnaði, mat, húsnæði og ailri ræstíngu, á skólanum sjálfum, sem þá verður heimili barnsins, og flestir nýustu skólar í útlöndum hafa nú bað- hús handa börnunum, scm eru látin baða sig t. d. tvisvar á mánuði (Khöfn.) Þetta ættu allar skólastjórnir að íhuga; og Seyðisfjurðarkaupstaður, sem hvorki lætur kenna börnunum söng, dans nje leikfimi, ætti hjer að bæta ögn fvrir syndir sínar, gánga á undan meó góðu eftirdæmi, og láta skólabörnin fá ókeypis bað, þó ekki væri nema einu sinni í mánuði. Þeir fullorðnu koma þá á eftir, þé seinna verði. K. Kristjánsson. Peking). Frh. Hvergi fæst eins góð útsjón yfir Pekíng og af borgannúrunum. Þaðan sjest yfir báða borg- arhlutana. Húsin eru úr tígulsteini og skitin utan ; svalir eru á þeim öllum. Þökin hvila á súlum og ern randirnar sveigðar uppávið, húsa garðarnir eru rúmgóðir og trjágarðarnír stór- ir. Á múrunum eru menn 15 metra yfir göt- unum og því er svo viðsýnt þaðan. Innanvið Tartaranmrinn og meðfram honum öllum ligg- ur dimmur og skuggalegur vegur; þángað fá Kínverjar ekki að koma. En kasti menn nokk- rum peuíngum í verðina, sem við hliðin standa, þá hleypa þeir mönnum gegnum hliðardyr upp á breiðan veg, sem liggur bakvið víggirðíng- urnar hrínginn í kríngum Tartarabæinn og er 2 mílur á leingd. Þar geta menn geingið í friði. Yfir hverju borgarbliði eru háir turnar úr grænum tígulsteini og með skotholum, eti þeir standa tómir. Dátarnir búa í smáum stein- húsum meðfram múrunum. Leingst hvílir augað við hinar gulu tígul- steinshallir inni í purpurabænum. Þær virðast mjög fagrar í fjarlægð, þar sem jiær rísa upp milli trjátoppanna. En komi menn fast að þeitn hveríur fegurðin. Byggíngarstíllinn er þúng- lamalegur í forboðna bænum, húsin nær skrautlaus að utan og hvergi sjest fáni á staung; mönnum virðist þar mannlaust og líf- laust. Innan við aðalhlið Tartarabæjarins liggur hið stóra heræfingasvæði. Þar er miðpúnktur bæj- arins og þar er umferðin og lífið mest. Óslit- inn straumur af gángandi og akandi mönnum líður allan daginn út og inn um þessa múr- hvelfíngu. Á veturnar halda Mongólar hesta- maikaði á þessu svæði. Þeir eru þá í síðum frökkutn með háa skinnbatta á höfði. Götufíf- ið í Pekíng er mjög fjölbreytilegt og búníngar manna margskonar. Einkum er búuíngur Man- sjúakvenfólksins fallegur. Margur vesturlanda- búi, scm komið hefur til Pekíng, hefur undrast. hve Mansjúakvenfólkið er fallegt og sm^kklega búið. Einkennilegt er að mæta líkfylgd á götun- um í Pekíng. Hún er ekki þöguí og alvarleg eins og hjer í vesturlöndum, heldur fer hún um göturnar með hrópum og hávaða og virð- ist ókunnugum það í fyrstu mjög skringilegt. Laungu áður en menn mæta Itkfylgdinni heyr- ist til hennar. Menn eru Ieigðir til að gráta og hljóða. Oft hættir bæði saungurinn og grát- urinn allt í einu. Ekki þarf annað til en að útlendíngur gángi framhjá í einkennisbúníngi eða öðrum óvenjulegum búningi, jafnvel ekki annað, en að hann haldi á einkennilegum gaungu- staf í hendinni. Þá snýr öll líkfyldin sjer að honum. Það hefur komið fyrir að útlendíng"

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.