Bjarki


Bjarki - 25.02.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 25.02.1902, Blaðsíða 3
3 landið, sem hann er að reyna að lýsa, ýmist Ameríku eða Norður-Ameríku. Staddur á Seyðisfirði 30 jan. 1902. A. Thorðarson. »UndíríyUuráðg:jafinn.‘ —o-— Að fá ráðgjafa búsetfan í Raykjavík en stand- andi undir eftirliti annars ráðgjafa í Khöfn, hef- ur verið stjórnarbót srí sem fotgaungumenn afturhaldsliðsins hafa haidið að íslcndingum síðan þingið kom saman í sumar sem leið. Þessi hugsun kom fyrst fram í tíumannafrum- varpinu. F.ins og þingtiðindin bera með sjer sýndi dr. Valtýr Guðmundsson og fleiri strax frani á, að slíkt fyrirkomulag v;t:ri óhafandi. Tíumannafrumvarpið var svo fellt og kistulagt á þinginu eins og kunnugt er. Síðan kom þessi hugsun aftur fram t' dönsku blaði og þá frá merkum dönskum hægrimanni, J. Scavenusi kammerherra; hann vildi flytja búsetu ráðgjafa okkar til Rvfkur, en setja hann jafnframt undir eftirlit danska ráðaneytisfor- mannsins, eða einhvers af dönsku ráðgjöt'un- um. Þessori tillögu tóku blöð afturhaldsflokks- ins tveim höndum og töldu víst, að stjórnar- boðskapurinn mundi gefa fyrirheit um þetta fyrirkomulag og annað ekki. Foringjar þess flokks og blöð þeirra marglýsa yfir að þeir og þau sjeu harðánægð með þetta. En því er harðlega mótmælt af öilum blöð- um framfaraflokksins hjer heima og af dr. Val- tý í Khöfn bæði í ræðum og greinum i dönsk- um blöðum. Svo kemur stjórnarboðskapurinn, en færir ekki þetta, sem forvígismenn mínnihlutans eru búnir að margtjá sig harðánægða með. Hann býður ekki »undirty!luráðgjaía«; hann býður betur. Hvorum mundi það nú vera að þakka, að betur er boðið, þeim ssm hafa margtjáð sig harðánægða með »undirty!lnráðgjafann«, eða þeim sem harðlega hafa mótmælt honum? Mönnum með heilbrigðri skynsemi þarf naum- ast að benda á svarið. En að fara að ræða um það aftur á bak og áfram við annan eins mann og Skafta gamla j Jósefsson, yrði sjáifsagt leiðinda verk. Síð- j asti »Austri« ber ljóst vitni um, að karluglan ! hvorki les nje skilur það sem ýmsír hafa ver- j ið að leggja af sjer í blaðið nú undanfarandi. | Hún sctur upp stór augu þegar hún sjer það j í Bjarka að dönsku ræðumennirnir á fundinum i í stúdentafjelaginu danska 30. nóv. f. á. hafi ætlast til að ráðgafi okkar, ef hann yrði bú- settur í Rvík, skyldi standa undir eftirliti .* einhvers af dönsku ráðgjöfunum. Hún hefur einga hugmynd um, að þetta standi í hennar eigin blaði, í ágripunura af umræðun- um á fundinum ! Dönsku ræðumennirnir eru þingmennirnir Oct. Hansen og N. I. Larsen og svo kammer- herra J. Scavenius, sjálfur upphafsmaðurinn að hinni ýngri íiilögu um íslenza »undirtylluráð- gjafann*. O. Hansen segir um eftirlitið í útdrættinum sem Austri flytur : Þetta eftirlit gæti ráða- neytisforsetinn haft einn, eins og kammarherra Scavenius hefur stúngið upp á í grein sinni í blaðinu «Samfundet«. N. I. Larsen segir: ». . . er ekkert því til fyrirstöðu, að Islend- ingum sje veitt það fyllsta sjálfsforræði í sjer- málum sínum, aðeins mcð þeim takmörkunum, sem O. Hansen tók fram.« Ur þvi ritstjóri Austra skilur betur það sem jeg skrifa en samverkamcnn hans við blaðið, þá er nú rjettast að segja honum með ljósum orðum, að það se.m mennirnir eru hjer um að tala, er ' tillaga J. Scaveniusar um »undirtylluráðgjafann». ! Hvað Scavenius sjálfan snertir, þá stendur í j Austra : < Hann vísaði að öðru leyti til grein- ar sinnar í Samfundet í haust um stjórnar- skrármálið íslenzka. Þó ritstjóri Austra vildi nú neita, að hann hefði vitað, að eimnitt í þessari grein Scave- niusar f Samfundet kom fyrst fram hin marg- umrædda ýngri tillaga um »undirtylluráðgjaf- ann,« þá er það til einskis, því Austri hefur áður skýrt frá því, mcðan hann var harðánægð- ur með »undirty!luráðgjafann.« Þessi tillaga var ískyggileg, þegar hún kom fram, því margir hugðu, að stjórnin rnundi ekki bjóða annað en þetta, og and-Valtýingar stóðu með útbreiddan faðmian til að taka ámóti því. Maður sem stendur utanvið flokkana, Jón Olafsson, sagði í ræðu sinni f Rvík 26. nóv. síðastl. um þessa tillögu, að hann teldi hana »það versta og óheppilegasta, sem enn hefði fram komið í má!inu.« Dr. Vaitýr á mikið !of skilið fyrir það eins og fleira, að hafa gefið þessari óheppilegu tillögu rothögg hjá stjórn- inni, þrátt fyrir fylgi það sem hún hafði í Khöfn bæði af merkum Dönum og Islendingum. Aður sagði Austri utn grein Scaveniusar, að þar vildi danskur hægrimaður veita okkur »full- komna heimastjórn«, óg, ef konúngsboðskap- skapurinn hefði ekki farið lcingra en þetta, þá hefði blaðið sjáifsagt haldið áfram að kalla þetta »fullkomna heimastjórn«. En nú, eftir að konúngsboðskapurinn er kominn, þá er ekkert. orðið varið í «búsetta undirtylluráðgjafann.« Árásir Austra á dr. Vaitý Quðmundsson. —o— Síðan Hannes Hafstein var hjer á ferð í haust hefur ritstj. Austra stöðugt verið að níða dr. Valtý Guðmundsson. Auðvitað hcfur dr. Valtýr annað þarfara að vinna, en að vera að verja sig fyrir öllum þesskonar árásum, sem á hann eru gerðar. Þar á ofan hefur hann sjerstaka ástæðu til að virða ekki orð ritstj. Austra framyfir það sem vert er. Skafti Jósefsson hefur sem sje hvað eftir annað skrifað honum fleðubref, farandi í kring um það, að hann væri ekki ófús á að gánga undir rr.erki hans. í’að er þvf ekki eingaungu Skafta sök, að hann hefur enn ekki tekið skírn sem Valtýingur. En Bjarki lætur honum eft.ir að skýra sjálfum frá ástæðunum til þessa, ef honum virðist sómi sinn þá meiri eftir en áður. McKÍnley. Þing Bandaríkjanna hefur samþykkt að veita ekkju McKinieys 5000 dollara í árleg eftirlaun. 34 Jcg mætti I anný hinni fögru aftur á öðrum stað og hún veitti mjer talsverða eftirtekt, án þess hún myndi þó eftir að hún hefði nokkru sinni áður sjeð mig. Því nú var jeg orðinn fyndinn og skynsamur. Menn hlustuðu eftir því sem jeg sagði og jeg vissi ekki sjálfur, hvernig jeg hafði komist upp á að tala og stjórna viðræðunum með slíkri lipurð. En áhrifin, sem jeg sá að jeg hafði á Fanný, gerðu mig að narra, eins og hún ætlaðist til, og jeg elti hana cftir það hvað sem það kostaði, í skugga og rökkri, hvar sem hún fór. Þessu gat jeg ekki breytt með mínum besta vilja. En til hvers ætti jeg að vera að þylja þjer með mörgum orðum aðra eins hversdagssögu. Þú hefur svo oft sagt mjer áþekkar sögur um aðra góða menn. En inn í þenna alkunna leik, þar sem jeg hafði tekist á hendur þetta algeinga og útslitna hlutverk, blandaðist nýr atburður, sem kom bæði mjer og öðrum á óvart. Einu sinni sem oftar hjelt jeg gestaboð í garði einum að kvöldi dags og hafði boðið mörgum til *nín. Veður var fagurt. Jeg leiddi Fanný við hlið mjer og við geingum spölkorn burt frá hinum 35 gestunum. Mún gekk niðurlút og jeg þrísti hönd hennar að mjer. f’á kom túnglið alit í einu undan skýi á bak við okkur — og hún sá aðeins sinn eig- in skugga á götunni framundan okkur. Hún hrökk við, leit hrædd á mig og svo niður á jörðina aftur og leitaði með augunum að skugganum mínum. Jeg sá svo Ijóst á andliti hennar, hvað hún hugsaði að jeg hefði getað rekið upp skellihlátur, ef þetta hefði ekki haft enn verri áhrif á mig en hana. Hún hnje aflvnna niður við hlið mjer, en jeg skeytti því eingu; jeg hljóp eins og örskot fram hjá gestunum. Þeir störðu undrandi á mig og skildu ekki hvað um var að vera. Jeg hljóp út um hliðið, stökk upp í fyrsta vagninn, sem fyrir mjer varð og ók aftur inn til bæjarins. Bendel hatði til allrar óhamingju í þetta sinn verið eftir heima. Hann varð hissa þegar jeg kom, en jeg gerði hon- um strax skiljanlegt, hvernig í öllu lá. Hann út- vegaði strax pósthesta. Auk Bendels tók jeg að eins einn af þjónum mínuin með mjer; hann hjet Rascal og var hinn mesti ódreingur, en hafði með fláttskap komið sjer í mjökinn hjá mjer, svo jég áleit mjer nauðsynlegt að hafa hann með mjer 36 Hann gat líka ekkert vitað um það, sem fyrir hafði komið. Þessa nótt fór jeg futlar 30 milur. Bendcl varð eftsr til þess að annást um eigur mínar, borga það sem jcg átti óborgað, og gefa gjafir fyrir mína hönd. En hann náði mjer strax næsta dag og þá faðmaði jeg hann að mjer, Iofaði að vera gætnari framvegís og gera aldrei framar aðra eins heimsku °g jeg hefði nú gert. Við hjeldum tafarlaust ferð- inni áfram yfir fjöll og dali og námum loks staðar við afskekktan baðstað eftir lángt og erfitt ferðalag. VI. Jeg ætla í sögu minni að fara fljótt yfir næsta tímabil æfi minnar, þótt jeg gjarnan vildi lýsa því nákvæmlega, ef jeg gxti kallað atburðina fram í endurminningunni svo ljóst sem skyldi. En jeg get það ekki. Þegar jeg reyni að vekja upp í huga mínum þær hugsanir sem þá voru ráðandi hjá mjer, sorgimar, gleðina, hinar saklausu, tælandí vonir — þá er eins og jeg slái á klöpp í leit eftir uppsprettu-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.