Bjarki


Bjarki - 27.02.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 27.02.1902, Blaðsíða 2
er aftur auðsjeð, að til þess að þekkjast hinu- megin grafarinnar verða mennirnir að vera hin- ir sömu eða mjög líkir því sem þeir voru í þessu Iífi. En hvernig eigum vjer að hugsa oss það þegar betur er að gáð? Finnur t. d. móð- irin sem missti úngbarn sitt það aftur með sama brosandi barnsandlitið, sem hún þekkti og elskaði hjer á jörðunni, eða hefur barnið vaxið í ióstrinum hinumegin grafarinnar, og hvernig fer hún að þekkja það og halda sín- um fyrri tilfinningum fyrir þvi óbreyttum? Eig- um vjer að hugsa oss að henni verði fært barn- ið þegar hún kemur í ríki hinna dánu og skýrt frá því, að þetta sje nú litla barnið sem hún missti fyrir laungu síðan. Tveir ástvinir skilja í' blóma lífsins. Sá sem eftir lifir eldist og breytist og verður næstum því annar maður áður en hann skilur við þennan heim, ellihrumur og saddur lífdaga. Hvernig á nú að hugsa sjer endurfund þessara vina? Hefur sá, sem fyr dó, einnig eldst og hrörnað, eða verður gammalmennið aftur að úngling? Jeg býst við, að sumum þyki þessar spurningar barna- legar, en jeg get látið þá vita það, að þær eru eftir suma af heimsins frægustu spekingum. Hjá guði er eigi að tala um elli eða æsku, og útlit allra breytist, því í stað jarðneska líkam- ans kemur æðri og fullkomnari dýrðarlíkami! Þetta skýrir ekki málið minnstu vitund. Ef vjer eigum svo gersamlega að breytast þá er óskiljanlegt, hvernig sambandið verður milli þessa heims og hins og hvernig endurminning og endvirþekking á að eiga sjer stað. Allt ber að sama brunni : Til þess að þetta sje mögulegt þarf guð að gera óskiljanlegt krafta- verk. Um þetta efni skrifaði þýzkt skáld dálitla sögu og var rætt um hana af prestum og öðrum kennimönnum heilmikið án þess að nokkrum tækist að gera málið Ijóst,svo menn skulu eigi halda að það liggi alveg laust fyrir. Hugsum vjer nú iífið halda áfram til eilífð- ar, þá vaknar ósjálfrátt fyrir oss spurningin: Hvaða innfhald getur það endalausa líf haft, sem sífellt fuiir.y gi sálum mannanna og gjöri þá sæla? Kristna trúin talar mest um að því sje varið til þe?s að lofa og vegsama guð, en fyrir rrannlegtni sjónum virðist það und- arlegur tilgángur alls hins skaj aðaað sýngja höf- undi alls hins skapaða lof og dýrð um allar aldir. Það sýnist r.æslum því hjegómlegt, og hvernig slíkt ætti að gjöra rr.annanna eyrðarlausu sálir sælar, er óskiljanlegt. Títum vjer á málið frá annari hlið, þá er annað líf eða endirnark þess ástand, ])ar sem allt hefur náð þeirri fullkomnun, sern hugsan- leg er. Þá verður öll breyting, smá og stór, hvernig scm hún er hugsuð, til hins verra, því hinu æðsta er náð. S ! t Lrcytingarlaust, stcin- gjcrt sæluástand er óhugíanlegt sem líf eða meðvitund, því hvortvcggja það byggist á breytingunni. Það verður þar.nig hinn djúpi, meðvitundarlausi eih'fijfriður — »Nirvana«, cins og sumir Buddistar hugsa það. Fiiíft starf og eilífa framfcr er heldur eigi auðið að httgsa sjer, því bæði byggist það á því-, ;.:ð hinu æðsta takmarki sje eigi náð, og aó sifellt sje við ófulikomleikann að berjast — og svo blýtur eilífðin að úttæma alla mögu- Jeika, annars væri hún eingin eilífð. Eilífðina getum vjer tæplega hugsað oss á annan veg en hreifmgalausan fiið og hvíld. Af því að tiúin á annað líf stendur í nánu sarnbandi við trtjarbrögðiti, hafa ótal menn, einkum prestar, leitað allra bragða til þess að sanna sitt mál um það, að bæði sje annað líf til og þarnæst, að því sje einmitt þannig varið eins og kreddurnar kenna. Flestar afþessum sönnunum hafa minna en ekkert gildi sökum þess að blandað er samananalógí og íden- títeti (h'king og samieik). Sá sem einna ber- ast hefur fallið í þessa snöru er hinn alþekkti rithöfundur H. Drummond. Sem dæmi slíkra fánýtra sannana er hin al- geinga samlíking um jurtirnar sem deyja eða sýnast deyja að vetrinum en Hfna aftur að vor- inu. Dauðinn ætti þannig að vera vetrarfrost- ið og lífið eftir þetta næsta sumarið með sín- um nýja jurtagróðri. Menn gleyma, að fyrst og fremst lifna aldrei þærjurtireða þeirjurta- hlutar, sem visna og deyja, heldur koma nýir í stað hinna gömlu, ný kynslóð eftir þá sem döu og urðu að moldu — þar næst væri það eingin sönnun, þó svo væri með jurt'irnar, sem ekki er, fyrir því, að eins hlyti mannlífinu að vera varið. Sannanir andatrúarmanna, sem segja að aft- urgaungur, reimleiki, svipir dáinna og fleira í þá átt, sjeu sannaðir viðburðir, hafa miklu meira gildi en allar aðrar. Þær eru þó, enn sem komið er, á svo veikum rökum byggðar að þeim er varlega trúandi. l'að mun óhætt að fullyrða það, að til^þessa veit einginn mað- ur með fullri vissu, hvort annao lífeftir þetta er til, þaðan af síður hvernig það er. Hvað síðar kann að uppgötvast er öllum hulið, en ekki er óhugsandi að eftirkomendur okkar komist leíngra áleiðis en erðið hefur til þessa. 3. ER OSS NALÐSYNLEGT AÐ TRÚA Á ANNAÐ LÍF? Alltaf er dánarfregnin sorgarsaga, ekki síst i egar þcir skilja, sem heitt unna hvorir öðr- ara. En það megið þjer vcra vissir um, að ekki bera þeir bctur slíkan aðskilnað, sem á annað líf ttúa og öil þess gæði, heldur en hin- ir, sem vantar sannfæringuna um bað. — Þjer megið einnig vera yissir um það, að eins ein- arðlega, einsauðmjúklega og eins karlmannlega bera þeir oft og einatt allt lífsins böl og mæðu. Professor Clifford minnist á þetta í æfisögu sinni á þessa leið : »Því fer fjærri að jeg vilji gjöra lítið úr von margra manna um annað og betra líf eftir þetta og huggun þeirri sem henni er samfara, en jeg vil taka það frarn hreinskiln- islega, þeim ti! áminningar og viðvörunar sem ímynda sjcr að kiikjukenningarnar sjeu hinneini sæluvegur, að það eru þær í raun og veru alls ekki eftir minni reynslu. Mörgum hættir við að gleyma því að fjöldi m'anna og jafnvel kvennmanna gelur borið byrðar og böl lífsins og einnig skelfingu dauðans, þó ekkert hafi þeir annað fyrir augum en mannlegan göfug- leik, bróðerni við sína nieðbræður, mannlcgan ka:rleika til þeirra og '.skyídurækni i störfum sínum, þrátt (yrir það þó þeir ekki styðjist við neitt töfraljós sjerstakrar opinberunar eða eilífrar tilveru. Jeg hef þekkt mann sem ekki vildi neitt um annað líf hugsa og kvað slík hcilabrot vcra gagnslaus og þýðingarlaus, því um það gæti einginn neitt vitað, en það var þó maður, sem var hinn mesti starfsmaður, vildi ekki vamm sitt vita og þar á ofan leit á lífið með stakri bjartsýni. Jeg get borið um ]>að, að aldrei þekkti jeg mann sem mat lífið meir og óttaðist dauðann minna. Honum varð oft að orði setningiu eftir heimspekinginn Spinoza: »Skynsamur maður hugsar um eing- an hlut jafnlítið og dauðann*, og hann lifði Lókstaflega eftir henni. Þetta sjá beir! Læknar sjá óhraustleik manna, lögfræðingar fúlmennsku þeirra, en prestarnir flónskuna. (Schopenhauer.) Ljós roannkynsins. Mönnum er aðeins eitt Ijós gefið til þess að varpa birtu yfir allar dimmar ráðgátur, eins opinberunina sem annað. Það er ljós s k y n- s c m i n n a r. (Biskup Butler.) Akureyri 12. feb.: Frostin hafa verið hjer mjög mikil, allt uppað 230 C. Síldarafli þessa dagana töluverður uppum ísinn á poll- inum, en mest er það millisíld og smásíld. Hafísjakar sjást hjer innanað og mun sá hvíti þá ekki vera lángt írá. Stillingar eru nú þessa dagana, en voru hjer ekki síðustu viku, því þá voru vondar hríðar, frá þriðjudegi, 4. þ. m. til laugardaginn 8., en þá birti upp. Eftir að þetta er skrifað hefur komið sendi- maður sendur af kaft. Arnesen, og skýrir hann frá, að Egill sje innifrosinn á Siglufirði og haf- þök þar fyrir utan. Farþegar búast við að koma hingað landveg, greiði ekki úr þassu fljótlega. Farþegar eru E. Laxdal, Sigtrygg- ur Jónsson írá Espihóli, Carl Schiödt og netja- úthaldsmenn hans. Hollandsdrottníng giftist, eins og kunnugt er, fyrir nokkrum missirum þýskum prinsi. Hún var þá kornung, lítið yfirfermingar- aldur. Hjónabandið hefur ekki farið sem best. Það er sagt að prinsinn hafi veríð mjög skuld- ugur en drottingin hafi ncitað að borga skuld- hans. I vetur lenti þeim saman í þrætu mcð- an stóð á máltíð í höllþeirra. Drottning byrj- aði, en prinsinn reiddist og svaraði henni skæt- ingi. Hann hafði verið töluvert drukkinn. Kammerherra drottningar gaf sig þá frarn í þrætuna og ætlaði að setja ofaní við prinsinn, en hann bauð honum einvígi. Þeir börðust með korðum strax og máltíðinni var lokið, kammcrhcrrann særðist og var fiuttur á sjúkra- In'is. Annar maður úr hirðinni gaf sig þá einn- ig fram í málið, átti einvíg við prinsinn og særðist lika, en þó minna. Útlend blöð flytja lángar greinar um þessi mál. Svo er að sjá sem þau drottning og maður hennar hafi ekki boíðað saman um tíma eftir þetta, því síðustu frjettaskeytin skýra frá því, að nú sje farið að draga saman með þcim aftur og þau sjeu farin að borða bæði við sam borð. MarCOnÍ. 1 sunnanblöðunum er skýrt frá því, eítir enskum blöðum, að Marconí hafi nú tekist að senda þráðlaust hraðskeyti þvert yfir Atantshaf, frá St. John á Newfoundlandi til Cornwallis á Einglandi. Það fylgir fregn- ínni, að rafmagnsbylgjurnar fari ekki í lárjett- um línum út frá vjelinni, einsog áður var ætl- að, hcldur í boga, eftir jarðbúngunni. Þess- vegna hafi nú tekist að senda hraðskeytin svo lánga leið. Ennfremur segir Marconi, að sjer hafi nú tekist að einángra svo skeytið, að því verði ekki náð nema af hinum rjetta viðtak- anda.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.