Bjarki


Bjarki - 27.02.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 27.02.1902, Blaðsíða 3
Sje þessi fregn áreiðanleg, þá er hjer um stórmerkilega uppfundning að ræða og líklegt' að ekki [fði á Iaungu áður en við Islendingar njótum góðs af henni. Ný lög. Þessi lagafrumvörp frá síðasta þingi hefur konúngur staðfest 2. des. f. á: 1. Lög um almannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar. 2. Lög um að umsjón og fjárhald nokk- urra landsjóðskirkna skuli feingið söfnuðunum i hendur. 3. Lög um samþykktir til varnar skemmd- um af vatnagángi o. fl. 4. Lög um samþykktir um ábyrgðarsjóði fyrir nautgripi. 5. Viðaukalög við lög II. des. 1901 um samþykktir um kynbætur hesta. 6. Lög um breyting á lögum nr. 28 14. des. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiski- veiðar á opnum skipum. 7. Lög um viðauka við tilsk. fyrir Island 12. febr. 1872 um síldar og upsaveiði með nót. 8. Lög um sölu þjóðjarðarinnar Horns í Au-Skaftafellssvslu. Herra ritstjóri! Jeg hef ákveðið að svara grein yðar »Enn um bannlögin« (Bjarki 7. bl.) í næsta bl. af »Frækornum«, sem kemur út um mánaða- mótin. Viljið þjer gera svo vel að taka þetta í næsta bl. »Bjarka« ? Seyðisfirði. 29. febr. 1902 David Östlund. Breiðdal 21. þ. m: »Góð tíð og marauð jörð, ¦en sjórinn er hjer allsstaðar fullur með ís og kæmi sjer þó betur, að það yrði ekki mjög leingi, því við verslanirnar á fjörðunum hjer í kríng er nú vörulaust algerlega, einginn matur, ekki kaffi, ekki sykur. Verslunin hjer á Breiðdalsvíkinni er'best; þar eru gnægðir af kaffi og sykri og töluvert af matvörum, enda er nú kaffi og sykur sótt þángað bæði að sunnan og norðan.« Boiileau baron frá Hvítárvöllum í Borgarfirði skaut sig í vetftr, rjett fyrir nýárið, í járnbrautar- vagni skammt fra Lundúnum. Hann var á ferð um Eingland til þess að reyna að koma fótum undir stórkostlegt botnvörpuveiðafjelag, sem átti að reka veiðar hjer við land, eins og hann hafði áður ritað um í ísafold. Er sagt að honum hafi ekki geingið vel að fá menn til að leggja fje í fyrirtækið og er þessu jafnvel kennt um sjáltsmorðið. Heiðursmerki, Kngl. danska vísindafjelagið hef- ur sæmt dr. Þorvald Thoroddsen gullmedaliu fyrir uppdrátt íslands, sem nýlega er gefinn út á kostnað Carlsbergssjóðsins. Ásgeir Ásgeisson kaupm. á ísafirði hefur feingið riddarakross dannebrogsorðunnar. Heimdaliur. fætta ár verður honum stjórnað af kafteini Hammer. Hovgaard er orðinn >komman- dör« í sjóliðinu. Hlutafjelagsbánkinn. Um hann hjelt Klemens sýslumaður Jónsson fyrirlestur í Khöfn 10. f. m. í fjelagi íslenskra stúdenta íog voru þar viðstaddir margir at íslenskum kauomönnum. Klemens sýslu- maður fylgir eindregið hlutafjelagsbánkastofnuninni. Að fyrirlestrinum var gerður hinn besti rómur, svo að af því má sjá að Khafnarstúdentar hljóta, að dómi afturhaldsblaðanna, að þessu leyti að teljast í flokka »föðuiiandssvikaranna.« inu sem farþegar frá Skotlandi. 8 lík voru rekin á land, þar á meðal lík Nilssons, en höfuðlaust. Stórtiðindi Embættispróf við læknaskólann tók 27. f. m. Þórður Pálsson frá Gaulverjabæ með 2. eink. Riettarrannsókn er skipuð gegn síra í>orleifi á Skinnastað fyrir ólöglegar framkvæmdir embættis- verka í Presthólasókn. þau sem frá er skýrt á öðrum stað hjer í blaðinu, um uppfundning Marconi's, eru að þvf er sjeð verður, fullkomlega áreiðanleg. Höfuð- blað Eingíendinga, »Times«, hefur flutt lánga ritstjórnargrein um þessa merkilegu uppgötvun og skýrir þar frá áliti Edisons og annara merkra ratmagnsfræðinga. Blaðið fullyrðir að höfuð- þrautin sje leyst. Það sem á vantar er ekki annað en að auka afl verkfæranna, svo að þau gefi skýrari merki. Það telur því víst, að þess verði ekki lángt að bíða að fullkomin frjettaskeyti verði send þráðlaust yfir Atlants- haf. Er þá áætlað að þau verði tíu sinnum ódýrari en þau eru nú. Illa hefur það spurst fyrir að fjelag það sem hefur umráð yfir sæsímanum til Newfoundlands hótaði Marconi málsókn fyrir atvinnuspjöll. Fjelagið heitir Anglo-Ameríkan Telegraph Comp- any og hefur 50 ára einkaleyfi til símritunar á á þessari leið. Þó eru nú aðeins 2 ár eftir af einkaleyfistímanum. Auðvitað hefði fjelagið aldreí unnið það mál. Marconi kaus þó heldur að eiga eingar deilur við það og flutti tilraunastöð sína til Nowa Scotia. Canadastjórn bauð honum þar ókeypis land fyrir tilraunastiðina og svo alla hjálp, sem hún mætti veita. A sinn kostnað ætlar hún að setja nýja stöð á Sabie Island, cy, sem liggur Iángt undan landi, til að stytta leiðina. Marconi ernú á Einglandi að fullkomna til- raunastöð sína þar. Strand. í f. m, strandaði enskur botnverpingur í Grindavi'k syðra, fór upp á ske.r og klofnaði. Skip- verjar drukknuðu allir. Skipið hjet Anlabi. Skip- stjórinn var Nílsson hinn sænski, sem hryðjuverkin framdi á Dýrafirði fyrir nokkrum árum. Haldið er að hjón íslensk, af Suðurnesjum, hafi verið með skip- Sr. Matthías Jochumsson hefur nú gert samning viö D. Östlund prentsmiðjueig- andi hjer um útgáfu á kvæðum si'num.' D. Östlund kaupir útgáturéttinn og koma' kvæðin út í 4 bindum, fyrsta bindi nú í ár. Auk úr- vals úr því, sem áður er safnað í kvæðabók sr. Matthíasar, koma hjer kvæði hans, sem 35 mannþraungina, sem þar hafði safnast saman til að sjá mig, og hljóp inn í húsið. Múgurinn hrópaði útifyrir, að jeg skyldi leingi lifa ogjcg ljet peningum rigna yfir hópinn. Um kvöldið var allur bærinn uppljómaður. Jeg vissi enn ekki, hvað allt þetta átti að þýða, nje, hver menn álitu að jeg væri. Jeg sendi Rascal út til þess að komast eftir þessu. Hann kom aftur og sagði að ]>að væri altalað að Prússakonúngur væri á ferð um landið, en kallaði sig greifá. Einn- íg sagði hann að menn vissu að jeg væri einginn annar en hann; þjónn minn hefði þekkst undir eins og hann kom til bæjarins til þess að útbúa bústað minn. Gleðin var einlæg og almenn yfir því að annar eins maður væri kominn þángað til bæjarins. En menn sæu nú, að beir hefðu ekki komið fram eins og vera bar -þar sem jeg auðsjáan- lega vikli vera óþekktur, og þar á ofan hefðu þeir gert mjer ónæði; en jeg hefði tekið þessu með slíkri mildi, að menn byggjust við fyrirgefning og að jeg sæi, að þetta hefði verið gert af góðum hug. Rascal var þorpari, eins og jeg hef áður sagt, og hann gerði allt hvað hann gat til þess að styrkja 34 blessað fóIUið í þessari trú. Hann skýrði mjer nákvæmlega frá öliu sem hann heyrði, og þegar hann sá, að jeg hafði hálft um hálft gaman afþessu, stæltist hann enn meir í strákskap sínum. — Jcg skal ekki neita því, að jeg varð dálítið upp með mjer af því að vera álitinn svo tíginn maður og það jafnvcl þótt tildrögin væru nú ekki önnur en þessi. Næsta kvöld hjelt jeg stóra vcislu í trjágarðinum framanvið hús mitt, og bauð til hennar öllum bæjar- búum. Með því að, sjá hvergi í kostnaðinn og með einstökum kappsmunum frá hálfu þeirra Bendels og Rascals tókst að hafa allt tilbúið á svo stuttum tíma. Það var undrunarvert að sjá hve öllu var ríku- lega og vel fyrir komið, þótt undirbúningsfresturinn væri ekki leingri. Ljósunum var svp vel fyrir kom- ið, að jeg hafði ekkert að óttast. Hjer var eingu glcymt og jeg var fullkomlega ánægður með þjóna mína. Nú fór að dimma. Gestirnir komu og mjer voru sögð nöfn þeirra. Nú var ekki framar talað um »hans hátign«, en þó nálguðust menn mig með djúpri auðmýkt og lotningu og titluðu mig herra 36 greifa. Hvað átti jeg að gera ? Jeg ljet þá sjálfráða um það og uppfrá því var jeg Pjetur greifi. Veislu- gleðin byrjaði og jeg saknaði aðeins eins gest til boðsins. IJað var stúlkan, sem hafði fært mjer blóm- sveiginn daginn áður. En hún kom og bar gjöfina frá mjer. Hún var með foreldrum sínum; hún var feimin og virtist ekki vita að hún var fallegasta stúlkan í veislunni. Faðir hennar var skógarvörður. Hann, kona hans og dóttir voru leidd fram fyrir mig og heilsuðu mjer. Við gamla manninn sagði jeg hokkur orí, sem jeg vissi að honurrr mundi getast vel að, en frammi fyrir dóttur hans któð jeg feiminn eins og skóladreingur. Loks bað jeg hana þó stamandi að sýna veislunni þann sóma, að skipa drotningarsætið. Hún afsakaði sig og baðst undan því. En óskir greifans voru skipanir, sem allir gestirnir hlýddu með gleði og ánægju. Veislan fór nú hið besta fram og gleðin var almenn. Foreldrar Mínu voru í sjöunda himni og eignuðu sjcr þann sóma sem dóttur þeirra var sýndur. Jeg ljet í nafni drotningarinnar bera um skálar með perlum og gim- steinum og skifta milli vinstúlkna hennar og annara kvenna í veislunni. Jafnframt var gulli ausið á báð,-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.