Bjarki


Bjarki - 14.03.1902, Side 3

Bjarki - 14.03.1902, Side 3
3 sýna tilvntnanir hans. Hann veður þar svart- asta reyk. Jeg trúi því ekki, að bannlögin vcrði nokkurn tíma rjettlætt með kenningum þaðan, heldur þvert á móti. Jeg skal setja hjer svar D. Ö. uppá aðal- atriðið í mótbárum mínum. Iiann segir: »Ritstj. heimtar að jeg sanni, að sá seni neytir áfeingis skaði með því aðra en sjálfan sig (»ef hann á annað borð gerir það«, stend- ur í Bjarka). Jeg verð að líta svo á, að ritstj. kannist við, að sá sem neytir áfeingis skaði með því sjálfan sig, og þá held jeg líka að hitt sje auðsannað, því að einginn er sá mað- ur, sem að öllu leyti getur lifað án þess að Hf hans komi öðrum við« o. s. frv. Fyrst ocf fremst hef jeg einga ástæðu gefið manninum til að líta svo á, sem jcg kannist við, að allir, sem áfeingis neyta, skaði sjáifa sig með því. Jeg hef sagt að nokkrir geri það, en meirihlutinn geri það ekki. Þá blandar hann saman þeim hugmyndum, að vinna öðrum tjón og að Iáta ógert að vinna öðrumgagu. Eftir hans skilningi hlýtur hver, sem vinnur sjálfum sjer tjón, um leið að skaða aðra. Væri nú þetta rjett, þá mætti t. d. sekta D. Ö. fyrir að skera sig í fmgurinn. D. Ö. kveðst ekki skilja, að bannlögin yrðu annars eðlis en flest lög, sem gefin eru. Jeg treysti mjer ekki til að setja þetta atriði skýrar fram en í fyrri greininni. Hann bætir enn við nýju dæmi um lög, sem að hans dómi eru samskonar og bannlögin. Það eru lögin um einángrun sjúklinga. Hann skýrir þau svo: Þú mátt ekki gánga inn í hús þar sem næm veiki er, bæði vegna þess, að þú getur orðið veikur og sýkt aðra. En eftir kcnningu J. St. Miils hefur löggjöfin ekki rjett til að banna þjer að gánga inn í hús, þar sem næm veiki er fyrir, og sýkja sjálfan þig. En hún hefur rjett til að banna þjer að gánga þaðan ut aftur og bera sóttkveykjuefnið út meðal manna. Hann setur þetta dæmi fram með miklnm drýgindum og segir að betur megi jeg brýna, ef duga sku'ii. Það eina, sem hjer þarf brýnslu við, er skilningur sjálfs hans. Hvað dæmi þeirra snertir um bann gegn æðarfugladrápi, þá virtist mjer þau lög geta rjettlætst með því að skoða hvern fugl sem einstaks manns eign. Hann gerir þá athuga- semd við það, að ekki einu sinni varpbóndinn sjálfur megi drepa æðarfuglinn. f’etta er rjett. En ftfglinn er ekki markaður ; hann getur því verið eign eins varpbóndans þetta sumarið, annars hitt 'o. s. frv. Annars firm jeg einga skyldu hjá mjer til að vera að verja rjettmæti þeirra laga. Má vel vera, að það sje hægt með öðrum ástæðum en mjer hafa dottið í hug. En þessi lög eru álíka mikils metin hjer á landi og bannlögin gegn áfeingi í Ameríku. Þrátt fyrir login eru æðarfuglar skotnir, eldir og jctnir hringinn í kringum alit land. Öðru en þessu í greininni þarf ekki að svara. Eg'il!. Á föstudaginn var kom sendimaður norðan af Bakkafirði, sendur af skipstjóranum á Agli, og skýrði frá, að F.giil íægi nú þar inni, en umkringdur af ís. Skemdur var hann lítið sem ekkert. Egill á að leggja út þaðan þegar fært. verður og til Noregs, án þess að koma hjer inn. Vesta Og Mjölnir. Þau fóru bæði frá Eskifirði á þriðjudagsmorgunin á norðurleið, en ráku sig á einhvern íshroða, sem þá var að reka fyrir, hjer útifyrir Gerpir og sneru aftur inn á Eskifjörð. Vesta kom aftur hjer inn í fjarðarmynnið í gær, en skipstjóri þorði ekki inn, þótt kunn- ugir menn segðu, að vel væri þá fært alla leið inn á höfn. Is cr nú alls einginn útifyrir firð- inum, en í firðinum öllum töluvert hraungl, þjett- ast yst. Menn hjeðan reru út í skipið, St. Th. Jónsson, Jónas Stephensen, Fr. Wathne o. fl. og sýndu skipstjóra fram á að hættulaust væri með öllu að halda inn, að minnsta kosti til Hánefsstaðaeyra, því þó utanátt kæmi og ís- inn ræki sarnan, þá væri hann ekki meiri en svo, að hann ræki allan énnfyrir Eyrarnar. En skipstjóri tók þessu fjarri. Hjelt hann svo út aft- ur með vörur og póst og sagóist reyna, hve lángt hann kæmist norður; ef hann kæmist fyrir Lánganes, kvaðst hann halda áfram vestur án þess að koma hjer inn, en ef hann yrði að hverfa þar frá, kvaðst hami líta hjer inn aftur hvort þá yrði hægt að komast inn. Skipstjór- inn er Gottfredsen, sem síðastliðið ár stýrði Skáiholti. Það er ekki gott, þegar eins stendur á og hjer nú, að skipstjórarnir sjeu svo ragir eða hugdeigir og þessi virðist vera, og það segja þeir sem tii þekkja, að bæði Hovvgaard og Ryder hefðu haldið hjer irm fjörðinn viðstöðu- j laust gegnum þann ís sem nú er hjer. I AllmiJtið af vörum hafði Vesta haft frá | Einglandi. En vörur frá Khöfn var sagt að væru með Ceres, en hana átti að senda auka- ferð til Vesturlandsins Og átti hún svo að koma hjer við í útleiðinni. Mjölnir komst ekki inn á Mjóafjörð og Norð- fjörð, lagði vörur sem þángað áttu að fara upp ! á Eskifjörð, fór þaðan á fimtudagskvöld til j Hornafjarðar, en ætlaði að koma hingað norð- ur aftur áður hann færi út. Með Vestu voru nokkrir farþegar, Ivlemens sýslumaður Jónsson, Vigfús Sigfússoii veitinga- maður og fleiri af Akureyri. Hermes, skip sem Watlmesfjelagíð heíur leigt til ferðar hingað til lands, cr væntan- legt áður lángt um líður. Fra Tuliniusi hafði skip verið hjer við land í hríðunum í vetur, eftir að ísinti rak fyrst að landi, en það sneri frá og komst hvergi inn, ýmist vegna íss eða dimmviðra. Með því bárust fregnir um ísinn út. Viihiálmur Jónsson, póstafgreiðslumaður í Reýkja- vík, ýngsti sonur Jóns Borglirðings á Akureyri, er nýlega dáinn. Hann útskrifaðist úr latínuskólanum 18S9, las nokkur ár málfræði viá háskólann í Khöfn, en tók ekki próf. Síðan 1898 var hann við póst- afgreiðslu í Reykjavík, 52 Næsta kvöld fór jeg aftur í garð skógarvarðarins. Jeg hafði sveipt kápunni um herðarnar og jirýst hattinum niður á augnabrýr. Jeg sá hvar Mína sat. Legar hún sá mig, var eins og henni yrði illt við. Mjér datt í hug kvöldið, jtegar Fanný sá mig fyrst skuggalausan. En það gat verið, að hún hefði aðeins ekki þekkt mig strax. Hún var hljóð og hugsandi. Það var eins og eitthvert farg hvíldi yfir mjer. Jeg settist hjá henni, en stóð aftur á fætur. Hún kast- aði sjer um hálsinn á mjer; svo fór jeg burt aft- ur. Eftir þetta hitti jeg hana oft grátandi. En for- eldrar hennar voru stöðugt í sjöunda himni af fögn- uði. Hinn merkilegi dagur náigaðist. Kvöldið á Undan var jeg ekki með sjálfum rnjer. Til vonar og vara hafði jeg fyllt nokkrar kistur með gulli. Jeg vakti þángað til klukkan sló tólf. Jeg sat og starði á vísirinn á klukkunni og taldi sekúndurnar og mínúturnar. Jeg krökk við, ef hið minnsta hljóð heyrðist. Dagurinn kom, en tímarnir hðu scint. Þó kom hádegið. Og dagurinn leið og hvöldið leið og aftur kom nótt. Vísirarnir tituðu áfram á klukkunni og vonir mínar visnuðu. Klukkan 53 sló ellefu um kvöldið og einginnkom. Klukkan byrjaði að slá tólf og endaði það án þess nokkur kæmi. Þá fleygði jeg mjer grátandi í rúmið. Næsta dag átti jeg að biðja Mínu skuggalaus. Jeg sofnaði ekki fyr en undit' morgun. V. Áður lángt var liðið á morguninn vaknaði jeg við háreisti í forstofunni. Jeg fór að hlusta og heyrði að Bendel var að varna einhverjum að brjótast inn til mín og, að Rascal var hátalaður og sagðist eing- ar skipanír þola frá honum, hann væri ekki annað nje meira en jafningi sinn. Það var Rascal sem heimtaði að fá að komast inn til mín. Bendel reyndi að setja honum fyrir sjónir, að ef jeg feingi að vita að hann hagaði sjer ekki eins og vera bæri, þá gæti hann átt á hættu að missá ábatasama stöðu. En Rascal hótaði að ráðast á hann, ef hann verði sjer dyrnar leingur. Jeg var fiálfklæddur. Jeg iauk upp hurðinni og 54 kaliaði til Rascals: »IIvað viltu mjer, þrjóturinn þinn?« Hann hopaði lítið eitt aftur á bak og svar- aði rólega: »Jeg ætlaði auðmjúklega að biðja yður herra greifi, að lofa mjer einu sinni að sjá skuggann yfðar — og sólin skín einmitt núna svo glatt hjerna úti í garðinum.< Jeg stóð eins og þrumulostinn. Fyrst gat jeg cingu orði upp komið, en loks sagði jeg stamandi: »Hvernig dirfist þú, sem ert þjón minn, að ávarpa mig svo!« En hann svaraði aftur með ískaldri ró: »í*jónninn getur verið heiðvirður maður og þvjneit- að að þjóna þeim sem er skuggalaus. Jeg sepi mig úr vistinni hjá yður.« Jeg varð að skifta um tón. »Hvernig gctur þjer dottið önnur eins heimska og þetta í hug?« sagði jeg. En hann hjelt áfram eins og áður: »Menn segja að þjer sjeuð skuggalaus — og í stuttu máli sagt: Sýnið þjer mjer skuggann yðar, eða jeg fer.« Bendel stóð þarna hjá okkar fölur og skálfandi, en hann áttaði sig þó fyr en jeg og gaf mjer bend- ingu um, að jeg skyldi eins og vant var grfpa til gutlsins og reyna að þagga niður í Rascal. En Ras- cal fleygði gullinu fyrir fætur mjer og sagðist ekki

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.