Bjarki


Bjarki - 11.04.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 11.04.1902, Blaðsíða 3
ist þar óskiijanlegt að samþykkt stjórnarskrár- frumvarpsins á síðasta þíngi geti stytt þrefið um málið um eitt ái á annan hátt en þann, að frumvarp síðasta þings verði samþykkt óbreytt á næsta þingi. Þetta svar datt ekki Þjóðólfi í hug, enda er þessi reikningur eingu blaði landsins sarn- boðinn öðru en Austra einum.—Til samþykktar á stjórnarskrárbreytingum þarf, eins og ailir vita, tvö þing. Eí ekki hefði á síðasta þingi verið samþykkt breyting á stjórnarskipunar- lögunum, þá hefði ekkert aukaþing verið kall- aó saman á þessu ári og þar af léiðandi er óhugsanlegt að stjórnarskrárbreyting hefði orð- ið hjer lögleidd fyr en í fyrsta lagi 1904 En vegna aukaþíngsins í ár búast nú allir við að stjórnarskrármálið verði útkljáð á næsta reglu- legu þingi, eða 1903. Samþykkt frumvarps- ins á síðasta þingi flýh'r því væntaníega fyrir máiinu um eitt ár, eíns og st'ra Jens hefur tekið fram. Ef urn hefði verið að ræáa fuiln- aðarsamþykkt á meirihlutaírumvarpinu óbreyttu á næsta þingi, þá hefði tírninn styttst um tvö ár, því frá þingi 1902 til þings 1904 etu tvö ár, en ekki eitt. Svona reikna nú aðrir þetta, Austri sæll, og Þjóðólfur Iska. En, t' alvöru talað: Finn- urðu einga ástæða til að skammast þín fyrir annan eins aulahátt og þetta ? Eða kýstu heldur að það og annað þvílíkt sje skoðað sem illgirni, en heimska ? Þá ættirðu að athuga, að tíl þess að svala þeirri il!girnt f<:rst þjer síst af ollu að gera þig miður gáfaðan en þú ar.nars ert. Austri vildi verða valtýskur. — o — Af því að Skafti er nú orðinn gamall mað- ur og gleyminn, þá er rjett að minna hann á þetta atriði oftar en einu sinni. Dr. Valtýr Guðmundsson hefur feingið frá honum að minnsta kosti tvt'vegis fleðubrjef, þar sem hann er að fara í kringum það, að hann væri ekki ófris á að gerast vaitýskur. Annaðhvort hefur haun þá skrifað það móti betri vitund, að hann áliti stefnu Valtýs svo fjandsamlega föðurlandinu og gagnstæða kenningum Jóns Sigurðssonar, eins og hann hcfurlátið í Austra, eða þá, að hann hefur sjálfur ætlað að gerast »föðurlandssvikati« og bregðast Jóni Sigurðs- syni. Hvorugt er faHegt. En annars eru þessu brjef gamla Skafta til meiri sóma en mörg önnur prívatbrjef hans, því þau sýna, að hann hefur haft laungun til að fylgia rjettum málstað, þó önnur atvik yrðu þá til að hamla því. »Logik.« í 11. tbl. Austra síendur meðal ann- ars þessi »kostuiega« setning þar sem iýst er 2. þingiranni ísfirðinga: »Hann er maður tígulegur ásýndum og þó hinn þægjlegasti t' viðmóti.< Góð er »Logik« þt'n, Skafti! En eí' þú ætlar Norð- mýlingum eins og ísfirðingum að kjósa sjer þing- roann meðfram eftir ytri ásýndum, þá er haett við að goðið þitt í Vopnafirðin,,m missi víð það eitt- hvað af atkvæðunum Úr Mjóafirði er skrifað 2. apríl; Ekki hafði Mjölnir það af að komast hjer inn um daginn, hafði þó hingað alimiklar vör- ur; það fór allt í einhverjum öðium snúning- um og mistökum að okkar áliti, en um það skal eigi fara fieiri orðum, og hefði þó verið full þörf á vörunum hingað. Hjer ætlaði að verða hönnulegt slys á ann- an dag páska. Smádreingirnir voru að leika sjer hjer við sjóinn, niður afsvokolluðu Sand- húsi hjer á Borgareyri. Sjórinn var lagður afar- veikum lagís; þeir voru þarna að leika sjer kringuin hafísjaka í fjörunni, þar til cinn snáð- inn leggur út á ísinn, fyrst skammt frá landi kríngum jaka er þar stóðu grunn við fjöruna. Hinir dreingirnir biðja hann að vera eigi að þessu, en hann skeytti þvt' eingu og heldur heldur dýpra frá landi þar til ísinn bilar undir honum og hann á kaf ofan í sjóinn. Hann náðí sjer að sönnu upp úr aftur, en skörin brast jafnóðum undan bonum aftur. Hinir dreingirnir, sem við voru, htupu undir eins ínn í hús og sögðu frá .slysinu. Þutu ra.;nn þá sem skjótast að úr húsunum í kring, og e.inu ptlturinni, er búinn var að segja frá slysinu, þaut þegar út aftur of'an á ísinn til nð bjarga fjelagsbróður sínum í vökinni,*og komst þá svo lángt hk landi, áður en hann fór ofan um ísinn, að hann hafði hvergi nærri botn Menn rifu nú upp bát í snatri, sem var þar á hvolfi, og fóru fram í sjó með hann t.il að bjarga, en það var alls ekki auðsótt að brjóta ísinn fyrir bátnum út tii dreingsins, sem nú sýndist að vera í þann veginn að sökkva. Þo tókst það að lokum að ná dreingnum, og mátti vfst eigi seinna vera, þar eð hann var þá vist al- veg meðvitundarlaus. Hann var hjer um bil 20 faðma frá landi. Unglingsmaður, Sveinn Benidiktsson yngri, sem að kom, þaut út i sjóinn, óð sjer í axlir og náði þannig hinum dreingnum með herkju- brögðum, því ísinn var honum til erviðle.ika h'ka, og þótti honum dreingilega takast, og hann skjótur til úrræða, því hefði þurft að bt'ða eft- ir bátnum til að ná honum, hefði hann nást einum 2 — 3mínútum seinna, og það er langur tími þegar svona stendur á, og hvert augna- blikið er dýrmætt, enda var farið að síga ómegin á dreinginn. Svo voru báðir dreing- irnir bornir inn í heitt og gott herbergi foreldra annars dreingsins og þe>m þar hjúkrað eftfr faungum. Dreingurinn, er fyr fell t' sjóian, var nokkurn tíma meðvitundarlaus og rann toluverð froða upp úr honum. Hinn dreingurinn missti aldrei rneðvitundina, en honum v. r fjarskalega kalt, því sjókuldi var alveg ótrúlega mikill. Eftir 2 tíma voru dreingirnir orðnir alhressir og 4 tímum seinna voru þeir sesiir upp og farnir að spila, svo allt fór á endanum betur, en á horfðtst í fyrstu. Jeg hef verið töluvert lángorður um þetta til þtss ef ske mætti að foreldrarog umsjónar- menn barna yrðu svolítið varkárari með börn sín, en þeir nú virðast vera, með að banna börnunurn og láta þau þá líka gegna sjer, að fara sjer eigi svona hrapariega að voða og um leið auðvitað verða þess valdandi, að margfalt tjón leiði af, ef ílla vill til Práskin og harðindaleg er tíðin, og þá er rounur að líta blessaðan sjóinn, þegar hann er auður, eða no, þegar hann er þakinn lagía og hafís s¦'.manfrcsnum. Það er líkast að sjá hann nú eins og storkið hraun, og hefur slt'kt ailtaf verið í mínum augum mjög ömurleg sjón. Siemers hvíiir- sig hjer enn inni í fjarðar- botni. Á páskadaginn sást gufuskip hjer úti fyrir ísnum. 8. þ. m. er skrifað: Það óhappaslys vildi til hjer 4. þ. m., að dreingur, sonur hjónanna á Krossstekk, Tóm- ásar og Hólmfrfðar, drukknaðí ofanum ísinn örskammt frá landi. Faðir hans var ekki og það þótt þeir sjeu fleiri en einn. íJ>er sjáið að jeg hef þá at'tur tvo í dag.« Hann rak aftur upp hlátur. »Gætið þjer að því, Pjetur,« hjelt hami áfram, »að það sem nienn ekki vilja gcra með góðn eru þeir stundum neyddir til að gera. leg hafði hugsað, að þjer munduð kaupa skuggann af mjer til þess að ná aftur í kærustu yðarog til þess er reyndar nægur tími enn. Rascal gætum við lát- ið heingja; það er hægðarleiku'- hvenær sem verk- ast vill. — Heyrðu, ieg i?ef þer hettuna í kaup- bæti.« Mððir Mínu kom nú út til manns síns og þau fóru að tala saman: — »Hvernig liggur á Mínu ?« — »Hún er sígrátandi.« — »Hvað hugsar hún, en þetta hlýtur ní' svo að vera.« — »Líklega það, — en að gifta hana öðrum svona strax — — — heyrðu, mað- ur, þú ert harður við h?na.« — »Nei, það er jeg ekki. Þú skalt sjá, að þegar hún er búin að gráta út og losa sie við þennan barnaskap og hefur átt- að sig á öllu, sjeð að hún er orðin kona n'ks manns o. s. frv. — þá er gorgin líka horfin og ^ún þakk- ar guði og okkur fyrir allt, sem við höfum gert fyr- ir bana.< — »Já, guð gscfi að svo færi«, sagði móðir 71 hennar. — »Nú er hún reyndar rík, en heldurðu að et'tir allt umtalið, sem sámband hennar við þennan a¦ftntýtamann hefur vakið, geti hún hugsað að henni hjóðist aftur annar eins maðui og Rascal ? Veistu /ive ríkur Rascal e1 ? Hann á jarðeignir hjer t' land- in", sem eru sex milljóna virði. Jeg hef sjálfursjeð það svart á hvítu.. Það var hann sem alstaðar var komínn á undan mjer þegar jeg var í jarðakaupun- uro, þar á ofan hef jeg sjeð hjá honum verðbrjef, sem nema hálfri fjórðu milljón.« — »Hann hlýtur að hafa stolið ósköpunum öllum frá húsbónda sínum.« — »Hvaða vitleysu ferðu með? En hann hefur spar- að meðan hinir eyddu.« — »Já, en gættu að því, að hann hefur til skamms tíma verið þjónn.«— »Já, skítt með það ; hann hefur að mínnsta kosti galla- lausan skugga.« — »Já, það er satt, en-------------« Grái maðurinn brosti og leit á mip. Hurðinni var lokið upp og Mína kom út. Hún studdíst við hand- Iegg þjónustustúlku sinnar og var grátandi. Hún settist á bekk undir linditrjánum og faðir hennar settist hjá henni. Hann tók i hönd hennar og talaði vingjarnlega til hennar, en hún grjet því ákafar. 72 »Mjer þykir vænt um þig, barnið gott«, sagði hann »og jeg vona að þú verðir nú skynsöm og hryggir ekki töður þinn gamla, sem þú veist að vill þjer svo vei. Jeg skil það vel að nú liggi ílla á þjer, en þú hefur eins og með kraftaverki komist hjá ógæfunni. Jeg ásaka þig ekki. Mjer þótti lika vænt um manninn meðan ieg vissi ekki hver hann var. Þú sjerð sjálf, að nú er allt breytt frá þvt' sem áðurvar. Hvað? Jafnvel hverhundurhefurskugga. En svo ætlar þú að giftast skuggalausum manni! — — Nei, þú ert ná vt'st líka hætt að hugsa um hann. Heyrðu mig nú Mína; \ú biður þín maður, sem ekki þart að óttast sólskinið, álitlegur maður, sem reyndar ekki er aðalsmaður, en samt svo ríkur, að hann á tíu milljönir, — tíusinnum meira en þú. Hjá honum líður þjer vel. Vertu nú hlýðin og láttu að orðum föður þíns. Lofaðu mjer nú, að þú skulir giftast Rascal; viltu ekki gera það?.« Hún svaraði Iágt: »Jeg hef eingan vilja framar og eingar óskir. Jeg geri hvað sem þú óskar.« í því var sagt að Rascal væri kominn. Sessunautur minn leit illilega til min og hvíslaði: »Og þetta ætlið þjer að láta viðgángast. Er þá ekki ærlegur

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.