Bjarki - 22.04.1902, Blaðsíða 1
BJARKI
Vll, 15.
Eitt blað á viku. Verð árg.
borgist fyrir i. júlí, (erlemiis
borgist fyrirfram).
3 kr.
a kr
Seyðisfirði,22. apríl.
Uppsögn skrifleg, ógild nema komin
sje til útg. fyrir t. okt. og kaupandi
sje þá skuldlaus við blaðið.
1902.
ýluglýsing.
Á aðalfundi stnum 16—18 þ. m ákvað sýslu-
nefnd Norður-Múlasýs’.u að láta prenta nýja
markaskrá fyrir sýsluna á næskomandi sumri.
Eiga hreppsnefndaroddvitarnir að safna mörk-
unum, hver í sínum hreppi, — hvert mark og I
brennimark á að vera á sjerstökum miða, hvort
um sig — og senda þau oddvita sýslunefndar-
innar fyrir lok júnimánaðar næst-
komandi i siðasta lagt. Hver mark-
eigandi á að greiða 25 aura fyrir hvert eyrna-
mark sitt, — en fyrir brennimark borgast ekk-
ert sjerstaklega —, og afhenda borgunina með
mörkunum, og á hún að fylgja þeim til sýslu-
nefndaroddvita og renna í sýslusjóð, en hann
kostár aftur prentun markskrárinnar og niður-
röðun markanna. Á sama fundinum var og
samþykkt ný fjallskilareglugjörð fyrir sýsluna
og er í henni ákveðið, að selja megi þegar sem
vafafje hverja þá kind, sem eigi finnst mark á
í gildandi markaskrá, — en þegar að nýrri
markaskrá hcfur verið útbýtt, falla hinar eldri
úr gildi —. Það er því bráð-nauðsynlegt fyrir
hvern fjáreiganda, að mörk hans verði í hinni
nýju markaskrá.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu 19. apríl 1902.
Jóh Jóhannesson.
00 0000000.90.0 0000000006000000.0oo~5
Túnræktin á Austurlandi.
Fyrir skömmu hefur Búnaðarfjelag Islands j
sent út um land, til meðlima sinna Og útsölu- !
manna, I. hefti af Búnaðarritinu þ. á. í þessu ]
hefti er meðal annars skýrsla um ferð mína j
um Austurland næstliðið vor, og er þar með 1
fám orðum minnst á túnræktina þar eystra og
hvað henni sje bclst ábótavant. Það er nú j
ekki tilgángur minn að rita hjer Iángt mál um j
túnræktina í Múlasýslunum, en aðeins gjöra j
nokkrar athugasemdir í viðbót við það, sem |
áður er tekið fram um þetta efni.
Meðferð túnanna og hirðing áburðarins er 1
ekki lakari á Austurlandi, eftir því sem jeg j
vcit til, en hún er annarsstaðar, nema síður.
Túnin eru allvel hirt, en hafa fram að síðustu
árum verið lítið bætt, sljettuð eða girt. Sum-
staðar og eigi óvfða eru þau að meira eða
minna lcyti sljett eða greiðfær frá hendi nátt-
úrunnar; en girðíngar eru mjög af skornum j
skammti. Hin síðari ár hafa þó ýmsir gert (
nokkrar jarðabætur, er aðallega hafa verið
fólgnar í þúfnasljettun, og einstaka mcnn hafa
þegar bætt tún sfn mikið. A Hjeraði skara
þeir einkum fram úr í þessu efni Halldór
Benediktsson á Klaustri, Eirikur Einarsson á
Bót, Sigurður Magnússon á Hjartarstöðum,
Sigfús Halldórsson á Sandbrekku o. fl.
Eins og þegar var getið, þá eru túnin víð-
ast hvar ógirt. En eitt af því fyrsta og
nauðsynlegsta, þegar um túnbætur er að ræða,
er það, að girða túnin eða friða þau fyrir
ágángi. Þetta munu og flestir viðurkenna,
enda er það jafnan talið eitt af undirstöðu-
atriðum jarðræktarinnar, að friða það land, sem
rækta á. Fyrir því hygg jeg, að þegar gera
á jarðabætur eða túnbætur, þá eigi undir flestum
kringumstæðum að byrja á því, að girða túnin
gripheldum girðingum, og þetta á eigi síður
við í Múlasýslunum en annarstaðar. En hvernig er
þá best að girða þau ? Um það geta verið skiftar
skoðanir, en vanalega verða menn að haga sjer
með það eftir því hvernig ástatt er á þeim
og þeim staðnum. Þar sem grjót er fyrir
hendi, eða eigi langt að flytja, þá er sjálfsagt
að nota það. Grjótið, verði það annars notað,
er óefað eitthvert hið besta girðingarefni, sem
kostur er á. En nú er því svo varið að á
Hjeraði er víða allerfitt að afla þess,'og sum-
staðar er þess algörlega fyrirmunað. Vörslu-
skurðir, þar sem þeir eiga við, eru all-góð
girðing. En þeir endast ekki vel, nema í
mýrlendri eða mókenndri jörð. Þar geta þeir
varað töluvert leingi, ef þeim er við haldið.
Eigi mega þeir mjórri vera en 6—7 fet að
ofan, og 2 — 3 fet að dýpt. Sumir girða
úr torfi eða hnaus, og flestar gamlar
girðingar eru gerðar úr því efni. En torf-
garðar eru einhverjar hinar lökustu girðingar
hvar sem er, því þeir endast vanalega illa.
»Sjerstaklega er þessi ókostur tilfinnanlegur,
þar sem er þurrviðrasamt, eins og á Hjeraði.
Það getur því naumast komið til mála að gjöra
þar garða eða girðingar úr tomu torfi.«
Slfkar girðingar endast misjafnlega og ekki
vel, þurfa stöðugt viðhald, og verða því ærið
kostnaðarsamar, þegar als er gætt. Þar á
móti mundi víða mega haga girðingum þannig,
að gjöra fyrst garð úr torfi eða hnaus 3 fet
á hæð, og 4 fet að neðan. Setja síðan 1 — 2
umferðir af gaddavír festum í trjestólpa eða
járnstólpa ofan á þennan garð. Þannig löguð
girðing er að flestu leyti hentug, og gctur
enst leingi, ef henni er haldið við, enda er
viðhald hennar ótilfinnanlegt.
Sumstaðar á Hjeraði, og víðar í Múlasýslun-
um, er þannig löguð girðing hið eira, er get-
ur verið vm að ræða, að þvf sleptu að girða
alfarið með vírog stólpum. — Slíkar girðingar
eru annaðhvort eingaungu úr járni — járn-
stólpar og vír — eða þá að stólparnir eru úr
trje. Járngirðingar cru auðvitað traustar og
varanlegar, og að því leyti til hinar bestu, sem
auðið er að fá. Járnstólparnir, sem vanalega
eru 32—34 þuml , eru festir niður í undirstöðu-
steina þannig, að gjörð er hola ofan í þá, og
stólparnir steinlimdir. Steinar þessir þurfa að
vera nokkuð stórir, og hafa flatan kant til að
liggja á. Þeir meiga eigi lægri vera eða
þynnri en 8—I2þuml. Járnstólparnir fást hjá
Þorsteini Tómássyni járnsmið í Reykjavík og
kosta 42—45 aura hver.
Þegar tún eru girt, ríður á að girða þau
þannig, að hægt sje að auka þau síðar, ef
kringumstæður leyfa. Þessu má oftast haga
svo, að afgirða stærra svæði en túnið sjálft
er. Sje notuð vírgirðing á eina eða fleiri hliðar
túnsins, ætti að setja hana þeim meigin sem
auðveldast er að færa það út. Er þá eigi
annað, en að færa girðinguna utar, og þarf
það eigi að kosta mikið. [Sjá Búnaðarritið
16. árg. 1 hefti bls. 55.]
II.
Þá er að minnast með nokkrum orðum á
annað þýðingarmikið atriði túnræktunarinnar,
og það er þurkun jarðarinnar, eða jarðvegs-
ins. Ef túnin eru raklend ríður á að þurka
þau, og er það vanalega gjört með lokræsum.
Ræsin geta verið eitt af þrennu, malarræsi,
pípuræsi eða jarðræsi, stundum nefnd holræsi.
Malarræsin eru einna best, og munu fiestir að-
hyllast þau, ef grjót er til staðar, eða auðvelt
að afla þess. Pípuræsin eru einnig góð, en
flutningurinn á pípunum úr kaupstaðnum og
upp í sveit, getur oft verið tilfinnanlegur, og
kostnaðarsamur. En þar sem lítið er um grjót
og aðflutningur hægur eða skammt að flytja,
þar eru pípuræsin sjálfsögð. Jarðræsi má
einnig nota þar sem jarðvegur er seigur,
torfkendur eða móblandinn. Þessi jarðræsi eru
fremur fljótgerð, og kostnaðarminni en önnur
ræsi, en geta þó enst allleingi, ef vel er frá
þeim geingið í byrjun. Þau eru gerð á líkan
hátt og önnur ræsi. Fyrst er grafinn skurður
3 — 3*/2 fet á dýpt og svo breiður, að unnið
verði að greftri hans með hægu móti. Því
næst, þegar þessu er lokið, er gjörð 12—15 þunfl-
djúp renna niður f miðjan botn skurðsins, og
sje hún 4 — 6 þuml. að ofan og 2 — 4 þuml.
að neðan. Best er að stinga fyrir beggja
vegna, með beinblaða skóflu, og taka svo
torfræmuna upp úr með kvísl. En gæta verð-
ur þess, að eígi fari mold ofan í rennuna, og
hreinsa vel aiit rof úr henni og skurðinum.
Að því búnu cr svo ræsinu lokað með hnaus-
um, sem til þess hafa verið gjörðir og þurk-
aðir. Þeir þurfa að vera úr seigri torfjörð, og
þrnnig lagaðir, að þeir sjeu mjórri að neðan,
en breiðari að ofan. Mjórri endinn er svo
látinn gánga niður í rennuna eða sjálft ræsið,
sem svarar 5 — 7 þuml. og situr hnausinn þá
fastur. Rennan, eða ræsið, verður þá 6—8
þuml. á dýpt, en auðvitað sígur það nokkuð
saman með aldrinum.
Hjerumbil alstaðar má auka túnin sumpart
með því að rækta fitjar og móa, sem eru inn-
angarðs eða innan í túninu, og sumpart með