Bjarki


Bjarki - 25.04.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 25.04.1902, Blaðsíða 3
3 það snertir að tclja nákvæmlega fram til bún- aðarskýrslnanna og vanda betur frágang þeirra cn áður. Á. Jóhannsson. Útrás úr Vopnafirði. — o— Bjarki hefur verið beðinn fyrir svohljóðandi Fundarboð. Vjer undirritaðir, sem höfum í hyggju, ef kringumstæður leyfa, að bjóða oss fram til þingmennsku við næstkomandi kosningar f Norðurmúlasýslu, höfum komið oss saman um, að nauðsynlegt sje til þess að kosningarnar geti farið sem best úr hendi, að haldinn sje undirbúningsfundur fyrir allt kjördæmið nokkru á undan kjördegi. Fyrir því höfum vjer ákveðið að boða til slíks fundar á Rángá í Hróarstúngu miðvikudaginn hinn 21. maímán. næstkomandi. Verkefni fundarins ætti að vera að ákveða hverri stefnu kjördæmið vill fylgja, sjerstaklega með tilliti til þeirra tveggja aðalmála, sem fyrir aukaþinginu munu liggja: s t j ó r n a rs k r á r- málsins og bánkamálsins og hverjum þingmannaefnum helst beri að fylgja til kosn- inga. Fyrirkomulag fundarins álítum vjer heppileg- ast á þann veg, að á honum mæti einn eða fleiri menn úr hverjum hreppi kjördæmisins, kosnir á kjósendafundi, en að hver- sá, sem ætlar að bjóða sig fram, mæti annaðhvort sjálfur, eða láti liggja fyrir fundinum ákveðið framboð og yfirlýsing um afstöðu sína til hinna helstu tnála, sjerstaklega hinna tveggja áðurgreindu mála. En til þess að almennur vilji kjósendanna geti sem best komið fram á fundi þessum, og til þess að hinir kosnu menn geti með sem me.stri vissu ætlað á hve miklu fylgi hvert þingmannsefni geti átt von á, álítum vjer nauð- synlegt, að á kjósendafundum hreppanna fari fram prófkosningar um öll þingmannaefnin, og beri fundargjörðirnar greinilega með sjer hve mörg atkvæði hvert þeirra hafi hlotið ; en Lver kjósandi álíti sig að forfallalausu skyldan til, að mæta á kjörfundi og fylgja til kosmnga st'nu þingmannsefni, svo framarle^a stni Jiað verði í kjöri. Vjer vonurn að allir hlutaðeigendur, bæði þingmannaefni og kjósendur, verðt oss sarntaka í því að koma þessu máli vei á veg og biðjum yður, háttvirti herra ritstjóri, að biita þetta í yðar heiðraða blaði. Vopnafirði og Kirkjubæ 17. apríl. 1902. Jón Jónsson O. F. Davíðsso.n læknir verslunarstjóri Jón Jónsson Einar Jónsson hreppstjóri prófastur. binda atkvæði sín áður cn þeir hcyra yfir- lýsingar þingmannaefnanna; það er beinlfnis gert ráð fyrir því í fundarboðinu, að á hrcppa- fundunum sje kosið eftir mönnum en ekki eftir málefnum. Þctta er svo vanhugsað hjá hinum hciðruðu þingmannaefnum sem framast má verða. Sjerstaklega þegar þess er gætt, að ekkert þeirra fjögra þingmannaefna, sem undir fundar- boðinu standa, hefur með einu orði áður látið opinberlega til sín heyra um afstöðu iína, eins og nú standa sakir, til þeirra tveggja höfuð- mála sem nefnd eru i fundarboðinu. Þeir ætla fyrst að gera þetta á Rángárfundinum. En samt ætla þeir kjósendum að velja milli sín og rígbinda atkvæðin við einhvern vissan mann áður en á þann fund kemur. Það er vonandi að kjósendur sjái, hve fráleitt þetta er. Og yfirleitt má segja svoum allan atkvæða- negling fyrir kjörfund. Eins og sjá má á öðrum stað hjer í blaðinu, bjóða þeir sig fram til þingmennsku Jóhannes sýslumaður Jóhannesson og síra Einar Þórðar- son í Hofteigi og hafa jatnframt boðað til þingmálafunda í hverjum hreppi kjördæmisins. Þetta var gjört áður lundarboð þeirra Vopn- firðinganna barst hingað, og síra Einar Þórðar- son farinn hjeðan þegar það kom. Þeir vona að atkvæðin verði óbundin þángað til þingmanna- efnunum gefst færi á að iýsa skoðunum sinum greinilega íyrir kjósendum og talast við í heyr- anoa hljóði, t. d. á almcnnum fundi á Rángá. Hið besta, sem úr þessum fundarboóunum verður gert, er, að almennur umtalsfundur um kosningarnar yrði haldinn á Rángá nokkru fyrir kjörfund ; 21. maí er helst of snemmt, því öll iíkindi eru nú til, að þá verði einna verst umferðar. Á þeim fundi ættu þingmannaefnin að gefa skýrar yfirlýsingar um skoðanir sínar og stefnu í aðalmálunum og þannig ætti sá íundur að getá haft áhrif á úrslit kosninganna. Ef kjósendur mættu á þessum fundi með bundnum atkvæðum, eða kosningaskrá úr hverjum hreppi, eins og fundarboðendurnir hjer að olan ætl st til, þá væri það hið sama og þeir segðu: Þessa rnenn ætla jeg nú að kjósa, en mig vaiðar ckkeit um skuðanu þeirra á'Tmálunum, sem hjer á að ræóa. Og þá væri umræðu- tunuur á Ránga hka um leið orðinn þýðingar- laus. Pingmanúaefnin iriættu þar að eins til að telja saman atkvæói sín. í htigsumnni unr hreppalundina, sem um er taiað í lundarboðinu hjer otan, og »prótkosn- ingatnar«, sem þar ættu fratrt að fara, er því ein^inn skynsamisþráður, nema ef svo væri,að þingmannacfnunum væri mest um þaó að gera að vetða atkvæðin, áður en þeir Ijctu nokkuð í ljósi utn skoðamr sinar. Þetta fundarboð er í heild sinui þannig lagað, að ekki er hægt að mæla r.teð því. Að því er snertir hinn almenna fund á Rángá, sem þar er talað um, þá væri gott, ef hann gæti komist á og öll þingmannaefni kjördæmisins mættu þar og lýstu skoðunum sínum. En þýðing þess fundar ætti að vera sú, að kjósend- um gæfist kostur á að heyra yfirlýsingar þingmannaefnanna um skoðanir þeirra á aðal- málunum, sem fram eiga að koma á næsta þingi, svo þeir hefðu tíma til að íhuga þær og yfir- vega þángað til kosningarnar fara fram. En nú ætla fundarboðendurnir kjósendum að binda atkvæði sín á hreppafundum, sem haldnir sjeu á undan þessum almenna fundi, Kosningarróður i Suður-múlasýslu — o- Það segja Hjeraðsmenn, að Axel sýslumaður Tulinius sje nú óspart rægður þar sem þing- mannsefni af mótstöðuflokknum, og því eink- um beitt, að hann hafi á síðasta þingi feingið launaviðbót. Þar er leikið á Iægstu streing- ina eins og oftar af þeim flokki. Og svo heD ur launaviðbótin um leið verið hækkuð mikið úr því, sem hún í raun og veru var — úr 500 kr. í 1000 kr. En sannleikurinn er sá, að Axel sýslumaður hvorki talaði sjálfur fyrir launaviðbót sinni nje greiddi atkvæði með henni. Ttllagan um hana kom frá stjórninni. Og sá maður, sem fyrst og fremst mælti með þessari launaviðbót, var einn af æfustu mótflokksmönnum Tuliniusar sýslumanns, Hannes Þorsteinsson ritstjóri Þjóð- ólfs. Ekki var heldur launaviðbót þessari með einu orði andæft af hinum þíngmanni Suður- múlasýlu, bóndanum Guttormi Vigfússyni. Hann greiddi þvert á móti atkvæði með henni. Með launaviðbót Tuliniusar sýslumanns greiddu eingu síður atkvæði mótflokksmenn hans, en samflokksmenn, og eingu síður bændur en cmbættismenn, og ætti það að sýna, að þíng- mönnum hefur yfir höfuð virst hún rjettlát. Og sje nú þessi launaviðbót höfuðsynd í augum bæuda á Hjeraði — því greiddi þá Guttormur Vigfússon og fleiri bændur þíngs- ins atkvæði með henni síðast? Er/ skoðun þeirra önnur þegar þeir cru að tala við sveit- únga sína heiraa fyrir, en á þingmannabekkj- unumí Um þingkosningarnar Úr ýmsum áttum. Sira Ölafur, sira Jón og síra Pjetur. Ur Hornafirði er skrifað: »1 8. töiublaði Austra er nafnlaus frjettagrein úr Austurskafta- feilssýslu, en kunnugir ætia, að pistiil sá sje ekki skrifaður af sánkti Pjetri, heldur af nafna hans, síra Pjetri Jónssyni á Kálfafellsstað í Suðursveit, sem oítast er auðþekktur af rithætti sínum, eins og sum dýr af eyrunum. Aðalefni pistilsins er að niðra núverandi alþingismanni okkar Austurskaftfellinga, sira OlafiOlaíssyni á Arnarbæli, en gylla gamla þingmanninn, sem fjell vió síðustu kosningar, í þeírri von, að hann verði endurreistur. tað er ekki tii neihs fyrir síra Pjetur eða Austra að vera að feyna aó sverta sfra Olaf í augum okkai, kjósenda hans, því við vitum, að hann hefur komið ágætiega fram á síðasta þingi, og rekið þar Öli þau erindi, sem kjósendur fólu honum á hendur, með samviskusemi og margfailt meiri dugnaði en fyrirrennarar hans, sem þeir Ijelag- arnir eru að gylla. Síra Olafur hefur fylgi og traust kjósenda sinna, en síra Pjetur — hm, hm, hm — — —. Vió viljum ráóa yður, síra Pjetur, til að bak- naga ckki í dagblöðunum einn af okkar bestu þingmönnum; látið yður nægja að gera það í baðstofunum, þar sem kunuugir meta orð há- yfirdómarasonarins að verðleikum, annars er hætt viá, aö við neyðumst til að líta ettir í poka yðar og mun þar ekki allt sem hreinast. Hafið þjer máske gleymt afreksverkum þeim, sem þjer urinið í brúðkaupsveislunum á Árna- nesi og Borgarhöfn o. s. trv.? Jeg vona að lesendur Bjarka fyrirgefi, þótt línur þessar sje ekki sem fullkomnastar. Það má heldur ekki búast við miklu af okkur Mýramönnum eftir þeim vitnisburði, sem við feingum á síðasta þingi hjá hinum mikiiláta þingmanni Strandamanna, Guðjóni Guðlaugsyni —hvar sem hann hefir feingið þær uppiýsingar um okkar andlega ástand. Olíkiegt er, að prófastur okkar hafi gefið okkur, gömlu sóknarbörnunum sínum, sem hann hafði upp- frætt í svo mörg ár, þvílfkan vitnisburð, þótt

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.