Bjarki


Bjarki - 25.04.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 25.04.1902, Blaðsíða 4
4 bað hafi flogið fyrir eyru mín og anna hjer um ílóðir. Mýramaður:« Brennisteinsprestar. —o--- Sú var tíðin að þjóð vor átti þeim hörm- Úngum að saeta að vera undirlægja kirkju og klerkastjettar, hulin myrkri og vanþekkingu, andlega þjökuð og líkamlega vængbrotin. Afkomendur hinna fornu hugprúðu hetja voru orðnir að aumingjum, sem ekki þorðu að gánga þvers fótar, drekka vatnssopa eða leggja sig til hvíldar, án þess þeir krossuðu sig gegn árásum djöfla og annara óvætta, sem geingu Ijósum logum, jafnt rótt og dag. Svona var kjarkur og þrek þjóðarinnar, and- lega og líkamlega limlest. — Um þetta skal ekki meira fullyrða, en vfsað til hinnar ágætu ritgjörðar dr. Þorv. Thoroddsens um hjátrú og hindurvinti á 17. öld í Landafræðissögu íslands. Það var því eingin furða þó þjóðin hefði ekki, eins og raun varð á, rænu á að halda túngu sinni óspilltri og sporna á móti, að út- lendingar Ijetu greipar sópa um dýrstu muni sem landið átti og embættismenn og stjórn kúguðu eins og mest mátti verða. Átti kirkja og klerkar ósvikinn þátt í þessu. En ennþá meiri hörmúng væri það þjóðinni ef hún Ijeti illgresiskenningar heimatrúboðs- ins, eða brennisteinsprestanna dönsku, festa hjer rætur, og ná að eitra heilbrygt hugsunar og trúarlíf, sem alltaf er að aukast í Iandinu. Forsmekk af þessum kenningum hafa nú Reykvíkingar að sögn feingið úr ræðum Sig- urbjörns nokkurs Gíslasonar, sem mentast hafði í guðfræði hjer á landi, en brá sjer útyfir poll- inn til þess að öðlast þá æðri þekking, svo hann gæti miðlað lönd".m sínum af henni. Að a Imergur kenninga hans er sá, að djöfullinn sje nú á kreiki á Rvíkurgötum og fáir sjeu þeir sem ekki sjeu á leiðinni i verri staðinn o. s. frv. Dáfalleg kenning að tarua! Einsog kunnugt er, er heimatrúboðsflokkurinn, eða »Indremissionen», allsterkur orðinn nú í Danmörku. Um þá segir landi vor, dr. Valtýr Guðmundsson f »Eimreiðinni«: »Slfkir prestar eru hjer í Danmörku orðnir hin argasta land- plága, og þá er einu auganu hætt fyrir Island, enda virðist og þegar vera farið að bólaáþví, að sumir hinna úngu íslenzku guðfræðinga, er hjer hafa numið, hallist mest að stefnu þess- ara skaðræðisprjedikara ,sem þykjast vera betur krisnir en aðrir menn, og kalla sjálfa sig og jáb ræður sína »heilaga«, en eru í raun rjettri mannúðarlausir níðhöggar.* Þessu til sönnunar má benda á eitt dæmi af mörgum, sem hafa komið fyrrir. Skömmu eftir 1890 urðu miklir skiptapar og mannskaðar við Jótlandssttrendur, svo fjöldi líka rak á land og voru jörðuð í einu. Brennisteinsprestarnir jarðsúngu líkin og geingu þá svo lángt í skömm- um sínum að þeir númeruðu kisturnar og hugg- uðu svo sorgbitnar ekkjur og munaðarlaus börn á þvf, að menn þeirra og feður færu til helvítis, nema þessir, sem var ætlaður betri staðurinn, sem þeir völdu af handahófi, með því þeir þekktu ekki fjöldann af hinum framliðnu. Lángar yður ekki, landa mína, til að eignast nokkur hundruð af þessháttar pe:um ? Alþýðumaður. Lambadalur ólafur Vopnafjarðarpólftkus var kominn á leið til sýslufundar um daginn með sex mcnn og átti að dreifa þeim um Hjeraðið meðan hann sæti hjer á fundinnm, til þess að útvega þeim Jóni lækni kosninga- fylgi. Þessi fylking lagði til fjalls á Lambadal, en snjórinn vildi ekki halda þeim uppi og sneru þeir aftur við svo búið. Að lfkindum hefði þeim og lítið orðið ágeingt á Hjeraði, þar sem prófasturinn á Kirkjubæ hefur nú al- veg slegið hendinni af þeim, og þcir eiga eingan formælenda hjermegin Smjörvatnsheiðar annan en Skafta. Veður Og ÍS-# Þfður eru nú stöðugt «g hæg sunnanátt. Is er enn í fjörðunum, en autt haf fyrir utan. Skip, bæði gufuskip og seglskip, hafa verið hjer úti fyrir fjarðarmynn- inu, en tal hafa menn ekki haft af neinum úr þeim, svo frjetst hafi. Mjölner komst um síðustu helgi inn í fjarðar- mynnið á Borgarfirði, en sneri frá aftur, hafði þá komið að norðan og er haldið, að hann hafi snúið aftur við Lánganes. Verslunarmannafjelag Seyðisfjarðar hjelt fjölmenna samkomu á »Hotel Seyðisfjord* 11. þ. m. Lansn frá prestsskap hefur síra Lárus Beni- diktsson í Selárdal feingið. Prestaköllin Launglabakki og Selárdalur veitast frá naestkomandi fardögum, sömul. Lundabrekka í S.-Þíngeyjarsýslu Fyrirspurn. Jeg hef leigt í húsi hálft loft til trjesmfða. Hef jeg ekki rjett til þess að lofa manni að standa þar við annað bekk og smíða, þegar jeg tek einga borgun fyrir það ? Mjer er leigt loftið skilyrðislaust, en jeg lofa manninum að vera í gustukaskyni. Er hægt að byggja mjer út eða segja mjer upp loftinu ? Svar: Nei, það er ekki hægt ? OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOO Til leigu. eða frá 1. júni. Menn snúi sjer til undirritaðs. Rolf .Johansen. 2 — 3 herbergi með eldhúsi er til leigu strax BJARKI. Þeir sem feingið hafa Bjarka til útsölu og ekki ætla að selja eru beðnir að gera aðvart um það hið fyrsta. Þeir sem skulda fyrir blaðið cru áminntir um að borga. I—V. árg. Bjarka borgi menn til Sig. Johansens kaupmanns, VI. og VII. árg til Þoast. Gíslasonar ritstj. RITSTJÓRl: ÞORSTEINN QÍSLASON. Prentsmlðia Seyöisfiaröar. Si snúa aftur til baka til fjallanna munuí þjer enn sííur vilja. Þessa leið ætla jeg Iíka. Jeg sje að þjer fölnið þegar sólin kemur upp. Jeg aetla að lána yður skuggann yðar á meðan við erum samferða og fyrir það verðið þjer að þola að jeg sje nálægt yður. Nú hafið þjer ekki Bendel framar með yður, en Jeg skal vera þjónn yðar. Mjer leiðist að yður skuli ekki geta fall- ið við mig. Samt hugsa jeo við getum komist út af þvf hvor við annan. Djöfullinn er ekki eins svartur í verunni og honum er lýst. í gær gramdist mjer við yður, það er satt, en jeg erfi það ekki vifl yður í dag. Jeg hef þó verið yður til skemmtunar á leiðinni; það verðið þjer að játa. Takið þjer nú við skugganum yðar til reynslu.« Sólin var kominn upp og jeg sá til manna, sem komu móti Okkur á vemnum. Hann breiddi bros- andi skuggann minn i jörðina og skugginn komst strax á rjettan stað og hjelt svo áfram við hlið mína ásamt skugga hostsins, Jeg reið framhjá nokkrum bændum. Þeir tóku ofan og viku með lotningu úr vegi fyrir herramanninum. Jeg gat varla haft augun af skugganum, sem nú leið áfrara við hlið »ína og áður hafði verið eign mín, en jeg nú oríié 82 að lina hjá öðrum, og þar á ofan hji óvini mínum. Hann gekk rólegur við hlið mína og blístraði lag. Hann var gángandi, en jeg ríðandi. Mjer datt í hug að strjúka frá honum. Teg setti sporana íhlið hestsins af öllu alli, sneri honum út úr götunni og hleypti á harðastökki inn á hliðarveg einn. En jeg varð brátt var við að skugg- inn var ekki með mjer. Um Ioið og jeg sneri hest- inum við, hafði hann horfið aftur til eiganda síns. Jeg skammaðist mín og sneri við aftur. Förunautur minn blístraði eins og ekkert væri um að vera. Síðan hló hann að mjer og Ijeði mjer skuggann aftur en Ijet mig vita, að hann mundi ekki verða nsjer tryggur fyr en jeg hefði keyft hann aftur. .Jegheld yður föstum á skugganum,« sagði hann, »og þjer getið ekki losnsð frá mjer. Auðugur maður, eins og þjer. getur ekki komist af skuggalaus. Jeg er hissa á, að þjer skulið ekki hafa sjeð það fyrrb* Jeg hjelt svo ferðinni áfram. Aftur naut jeg allra þeirra þæginda lifsins sem takmarkalaus auðæfi geta veitt. Nú hafði jeg líka skugga, þótt hann væri að láni og auðæfi mfn öfluðu mjer vinsælda og 83 virðinga En í hjarta minu bjó dauðinn. Förunaut- ur minn. ljest vera þjónn minn og sagði öðrum að jeg væri heimsins mesti auðmaður. Hann var hinn á- kjósanlegasti þjónn en hann vjek naumast frá hlið mjer. Og alltaf hjett hann því fram, að jeg mundi um síðir láta undan og kaupa skuggann, ef ekki til annars, þá til þess að losna við sig. Jeg hataíi hann og óttaðist hann. Hann hjelt mjer dauðahaldi eftir að hann hafði leitt mig aftur inn f heámsglauminn, sem jeg áður hafði fiúð. Jeg varð að þola, að hann hjeldi stöðugt predikanir yfir mjer um viðskifti okk- ar og það var ekki fjarri þvf að mjervirtist hann hafa rjett fyrir sjer. Hann sýndi mjer fram A, að ef jeg vildi halda áfram því lífi sem jeg hafði nú byrjað, þá væri mjer einn kostur nauðugur að kanpa skuggann. En jeg hafði ráðið með mjer hvað svo sem á geingi, aA selja djöfli þessum aldrei sál mína, þótt allir heimsins skuggar væru boðnir mjer fyrir hana. Jeg vissi ekki hverjar afleiðingar það gætí haft og mjer stóð stuggur af því. Dag einn sátum við útifyrir helH einum, sem margir ferðamenn heimsækja þegar þeir fara «m

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.