Bjarki


Bjarki - 10.10.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 10.10.1902, Blaðsíða 1
BJA VIL 38. Eitt blað a víku. Verð árg. j iir. borgist fyrir i. júií, (eriendis 4 kr borgist fyrirframV Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til átg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við biaðið. 1902, Öllum beim, sem heiðruðu jarðarför Sig. Jónssonar frá Firði með nœrveru sinni, bökkum vjer hier með. Æítínscar hins íátna. 'ÍrKyÍnn fyrirlestur i Bindindishúsinu á illl^lilil sunnudaginn kemuf. D. Östlund. Búnaðarframfarir Björn Jensson kennari við latmuskólann í Reykjavík hefur í 64. og 65.tbl. ísafoldar þ. á. ritað grein um búnaðarframfarir hjer á landi, sem er mjög eftirtektaverð fyrir landbændur Hann segir að jarðabæturnar hjá okkur alla síðastliðna öld hafi að mestu leyti verið unn- ar til ónýtis. Aðaljarðabæturnar hafa verið túnasljettur, sem einginn ávinningur er að annar en sá, að hægra er að vinna á túnun- um eftir en áður. Það sem hann segir að gera þurfi er, að þurka jörðina, plægja hana og gera hana að •sáðlandi. Hætta að kalla annað ræktaða jörð en sáðland. Og sáðlandið á að bera gras aðallega; öll ræktunaraðferðin að vera miðuð við gras. Hann segir, að eftir tilraunum við gróðrar- stöðina í Rvík megi plægja og herfa dagslátt- una tvisvar fyrir 45 kr. og jafnvel minna, og það í óræktaðri, seigri mýri. Fyrir það fje sem við höfum áður eytt til þess að sljetta eina dagsláttu til einskis — einskis gróðurauka til lángframa — fyrir það getum við, ef við kunnum að plægja, undir- búið þrjár dagsláttur. Rjetta ræktunaraðferðin og lángarðvænleg- asta túnbótin væri þá eitthvað í þessa átt: Bóndi tekur sig til í vor og plægir þó ekki sje nema svo sem eina dagslátta af túni sínu. Sáir því næst í flagið höfrum. Þeir gefa sam- sumars miklu meiri uppskeru en feingist hefði af blettinuum óhreifðum. Næsta ár plægir hann aftur og notar blett- inn það ár undir rófur. Þá hefur hann haldið moldinni opinni og öndverðri fyrir Ioftinu tvö ár samfleytt og lát- ið hana soga í sig eldi úr því allan þann tíma. Þriðja árið sáir hann í blettinn hentugu gras- fræi. Af því sprettur samsumars miklu meira gras og betra en á nokkrum öðrum bletti í túninu. Þessi ágæti grasvöxtur eru miklar líkur til að haldist 4— 5 ár samfleytt, með dá- lítilli umhirðu og litlum áburði. Þá fyrst, að þeim tíma liðnum, þarf að plægja aftur, og hafa alla hina sömu aðferð og áður. Og svo koll af kolli. Þetta er jarðabót. Þetta er túnbóf, sem bygð er á rjettum grundvelli, með því að þar er reynt að nota náttúrukraftana eins og á að nota þá. _—©0§>«§3<í----'~ • Vínsaian í Seyðisfjarðarkaupstað I fyrra haust gerðu kaupmenn hjer á Seyð- isfirði samtök með sjer um að hætta að selja áfeingi. Og hugsun þeirra ;em fyrir þessum samtökum geingust hefur auðvitað verið sú, að stemma með þessu stigu fyrir áfeingisnautn hjer í kaupstaðnum og áfeingissölu til sveit- anna í kring. En árángurinn hefur alls ekki orðið sá sem til var ætlast. Hjer er eingu minna drukkið eftir en áður og, að því er kunnugir segja, eingu minna flutt af áfeingi til nærsveitanna en áður var. Ef munurinn er nokkur, þá er hann sá, að menn hafi sjest hjer meir og ver drukkn- ir nú í kauptíðinni en undanfarin ár. Áráng- urinn hefur orðið sá, að drykkjuvörur þær sem menn nú kaupa eru dýrari og verri en áður, og í öðru lagi; að mikið af drykkjuvörunum, sem seldar eru nú, eru ótollaðar. Lyfjabúðin er orðin vínsölubúð. Og salan þar fer þannig fram, að full ástæða er til að gefa henni nánari gætur. Lyfsalinn hefur leyfi til að selja vspíritus eftir »receptum« frá lækn- unum. Og læknarnir, sem hjer er næstir, hafa gefið ýmsum þesskonar »recept.« En lyfsal inn notar sjer »receptin« til að selja þessi meðöl sín hverjum sem hafa vill. Einn lánar »recept« hjá öðrum og lyfsalinn kveður sjer ekki skylt að þekkja mennina og selur öllum sem til hans koma með >resept«, þótt þau sjeu margra mánaða gömul og mennirnir sem upprunalega feingu þau sjeu ef til vill dauðir, eða fluttir á annað landshorn. Að sögn er hann einnig hjálplegur þeim sem ekki hafa »recept« um útveganir á þeim. Hann kvað ví'.a þeim á menn, sem þeir geti feingið »re- cept« hjá að láni, og þegar þessi iáns «recept« eru feingin ,þá selur hann eftir þeim. Til dæm- is um það, hve mikil þessi vínverslun sje, sem á þennan hátt er nú rekin frá lyfjabúð- inni, má geta þess, að haft er eftir lyfsalan- um, að hann hafi á Iaugardagskvöldið var selt áfeingi fyrir 140 kr. Og allt þetta áfeingi er ótollaðar lyfjabúðarvörur. Sprittblandan, sem menn búa til og drekka úr þessum lyfsalaspíritus, er miklu dýrari, verri og að líkindum óhollari en brennivínið, sem verslanirnar áður seldu. Það er eingum efa bundið, að þessi vín- sala lyfsalans er óleyfileg. En önnur spurning hlýtur að vakna um leið og máli þessu er hreift: Hvernig á að koma vínsölunni hjer í bænum fyrir framvegis f Reynsla þessa árs sýnir allt annan árángur af samtökum verslananna í fyrra, en til mun hafa verið ætlast. Og eingin líkindi eru til að þetta breytist, þó leingur verði haldið áfram í sama horfið. Árángurinn er ekki og verður ekki annar en leynisala eða óleyfileg sala í stað frjálsrar sölu. Annaðhvort ættu kaupmennirnir að sækja um vínsöluleyfi á ný og fá það, eða þá bæjar- fjelagi3 að taka að sjer vínsöluna, og væri það ef til vill rjettast. Með því skapaði það sjer fyrst og fremst álitlega tekjugrein, og mætti verja ágóðanum til framfarafyrirtækja í bænum. I öðru lagi gæti það á þennan hátt best haft tángarhald á vínsölunni, sett henni þær reglur og þau takmörk sem það álitur heppilegast. En öllum hlýtur að koma saman um það>, hvernig sem þeir annars líta á þetta mál, að frjáls og lögleg vínverslun sje betri en leyni- leg og ólögleg vínsala. Og hjer er einúngis um það tvennt að velja. Tií útgefanda íslendíngasagna. Nokkuð er nú síðan að menn fóru að geta þess, að nú væru Islendingasögur þegar allar útkomnar. Var þó víst fullur helmingur þeirra óútkominn. Síðan hefur smám saman hið sama verið endurtekið, Virðist þetta benda á það, að eigi hafi menn almennt haft hug- mynd um það, hve safn þetta er mikið; er það enn ein sönnun fyrir því, hve þarft verk var að gefa það út í heild sinni. ¦ Það má fullyrða, að eingin rit eru aimennt vinsælli en sögur þessar. Það eiga þær líka skilið. Mundu þær hafa verið keyptar mun meir en er, ef menn hefðu eigi verið almennt í pen- ingaþraung mikilli, svo vart hefur feingist til útgjalda. En greiðist úr þeim vandræðum, mun fjölga enn kaupendum sagnanna, einkum ef menn mega vænta þess óhultir, að-eigi verði nú hætt við, fyr en það er allt út komið, er því nafni getur nefnst. Það er varla að óttast að þær gángi eigi út, þótt upplagið sje meira í bráð en handa kaupendum. Aftan á kápu síðustu útkomnu sögunnar (þ. e. Víglundarsögu) stendur, að nú sjeu allar íslendingasögur út komnar nema þættir (þ- e. hinar stystu sögur). En allir, sem unna þess- ari handhægu, ódýru útgáfu, þessu þarfa, þjóð- Iega fyrirtæki og þekkja áður sögurnar, hafa óskað og vonað, að eigi yrði neitt skilið eftir af þeim, síst þegar svo lángt er komið. Verk þetta hefur hjer til verið svo vel af

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.