Bjarki


Bjarki - 07.11.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 07.11.1902, Blaðsíða 1
VII, 42. Eitt blaJ a vixu. Verð árg. ^ k.i. borgist fyrir i. júlí, (erlendis «. kr horgist fyrirfram). Seyðisfirði, 7. nóv. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. FRÍMERKI. eru íslensk frímerki, AUskonar brúkuð frímerki og brjefspjöldkaupir ó- heyrðu verði, ef innanum þórarinn B. þórarinsson. Seyðisfirði. Bækur og rit —o — Guðmundur Friðjonsson: Úr heimahögam. Kvœði. ísaf. prsm. 1902. Fyrsta kvæðið sem jeg sá eftir Guðmund Friðjónsson stóð í Fjallkonunni veturinn 1895—6, að mig minnir. Það er erfiljóð eft- ir Jón Jónsson frá Arnarnesi og byrjar svona: Geislaslæður látúnslitar leggur máni að brjóstum storðar. Óravegum ofar, norðar ótal brenna stjörnuvitar. Frá þeim daufri bregður birtu. Blundar sveit í ljósum kjóli. Situr nótt á segulstóli sorgbitin í grænni skirtu. o. s. frv. Hann er að yrkja eftir formann, og niðurlag kvæðisins er svona: . , . framvegis þú færð að vera formaður á nýum kneri. Muntu sigla lángar leiðir, Ijúfur vindur blæs í trafið; geingur hraðskreið gnoð á hafið, geislabrim um stefnið freyðir. Þetta kvæði er í heild sinni mjög fallegt. Og á eftir hafa líka fylgt mörg önnur af sama tægi. Því einginn, sem þetta kvæði les nú, gæti efað, að það væri ort af Guðmundi Frið- jónssyni, og eingum öðrum. Guðmundur hefur verið vandlátur við sjálfan sigfrá upphafi; hann er auðsjáanlega þaulæfður og þroskaður sem skáld þegar hann kemur fram með fyrstu kvæði sín. Á næstu árum flutti Sunnanfari mörg kvæði eftir hann og hvert öðru betra. Ýms af' bestu kvæðum Guðmundar eru erfi- Ijóð. Það hefur verið siður, sem Klaustur- pósturinn mun hafa innleitt, að annarhver mað- ur sem andast hjer á landi er kveðinn niður með frumorti kvæði. Margar af þessum graf- skriftum eru auðvitað hver annari líkar og reyndar einginn skáldskapur í öllum fjöldanum. En hinu ber ekki að neita, að margt af bestu kvæðunum, sem kveðin hafa verið af skáldum okkar á síðastliðinni öld, eru erfiljóð. Einkum á þetta við um ýms af' erfiljóðum Bjarna og síra Matthíasar. En það eru ekki stórmenni þjóðarinnar sem Guðmundur sýngur yfir. Miklu oftar óvaldir karlar og kerlíngar, úr fátækasta fiokki mannfjelagsins. Og þessi grafkvæði hans eru einkennilegust, vekja mesta eftirtekt, Einginn getur lesið kvæðið eftir »Jón gamla« án þess að lýsingin festist í minni. „Og einúngis gigtin var öldúngnum trú í öllum hans mannraunaferðum; í mjóðminni átti hún óðal og bú, en ítök og selför í herðum." Mótbyrinn kembdi hærurnar yfir kollinn á kallinum, og í spor hans látins ber renning og brunasand. Guðmundur skoðar sig sem talsmann þeirra sem miður geingur og heggur þá leggur stund- um til hinna, líkt og Bólu-Hjálmar. Ekkjan, sem hannkveðureftir(á bls. 98), tók aðeins »exa- men< í lífsraunafræði, en »kennt gathúnbisk- upnum kærleik og trú og kónginum öðrum að stjórna«. Það er algeing útigángssál, sem »vátryggði önd sína og gekk svo til hvíldar með kreppta fíngur og kjúkurnar undnar úr liði.« Lýsingin er ekki laus við að vera nokk- uð hrottalég I niðurlagi kvæðisins kemur jafn- aðarkrafa Guðmundar þannig fram, að „kalt þætti frúnni að klifra um fjöll í klakaspor ekkjunnar látnu " I erfiljóðunum eftir »frænku sína« byrjar hann á því, að honum »þykir hún lágt vera leidd í landinu utanvið kórinn«, Þessa frænku sína hafði hann lítið þekkt, en þó skift við hana orðum »á mannraunalandi í moldviðrisbygð«. Og lýsingin verður þá svona: „Með sáryrðanepju um vegamóð vit þú vjekst þjer á gánglúnum fótum, með siggrunna lófa og sólbitna kinn og sölnaðau haddinn frá rótum." o. s. frv. Þetta eru lýsíngarnar í mörgum af erfiljóðum Guðmundar. Lofdrápu hefur hann ekki ort eftir aðra en ritstjóra kringsjár, T. Lyche. Það er mjög vel kveðið kvæði og reyndar alt of mikið lof um manninn. Og svo hin fögru kvæði eftirmóður sína. »Ekkjan viðána« er framúrskarandi fallegt kvæði- Eitthvert stórfeldasta kvæðið í bókinni er »Mannskaðaveðrið 4. nóv. 1897.« Það er sjálf- sagt áð nema lítið eitt staðar við það. Það er mikilfeingleg náttúrulýsíng, full af skarpt dregnum myndum og líkíngum. En viðburð- arins, bátstapans, sem er miðpúnktur kvæðisins, gætir ekkert innan 1 veðurlýsíngunni. Kvæðið er eins og útflúraður rammi, sem mynd vant- ar innaní. En ramminn út af fyrir sig er Hstaverk. Þetta er víðar svo í kvæðunum að umgjörðin, eða ramminn, ber allt annað ofur- liði. Kvæðið »Skammdegi« er fullt af krafti og kjarnyrðum, en hefur reyndar eingan þýngdar- púnkt. í hinu fallega og vandaða kvæði »A leiði móður minnar« hlýtur mönnum einnig að verða starsýnast á umgjörðina. Náttúrulýsíngar Guðmundar eru oft ágæt- lega gerðar. Ein af þeim er kvæðið »Harpa.« I hinumkvæðunumtveimur, semnefnderu hjer á undan, er lýst vetri og illviðrum. Hjer kem- ur vorið og sumarið. Hann gefur öllu per- sónugerfi; himinn, fjöll og sjór, vindar og veð- ur verða, að starfandi persónum. Víðast hvar fer vel á þessu, sumstaðar ágætlega, t. d.: „Meðan Sunna Sævi hjá svefníaust dvalið lætur gyllta prjóna glóir á gegmtm ársal nætur." I frjósemi vorsins fyllist hannsvo prestleg- um guðmóði og gefur þessar persónur si'nar hvora á fætur annari í hjonaband ;sólin giftist deginum, áin dalnum o. s. fr. En það er vor- loft og vorgróandi í kvæðinu. Sjaldan er það f kvæðum Guðmundar sem Danskurinn kallar »Stemning», en íslenskan á ekkert sjerstakt orð yfir, Þau eru flest þung- hugsuð og íburðarmikil, Samt eru þau hvergi stirð nje óþjál, hvergi þvíngun í ríminu, og yfir höfuð er hinn ytri frágángur svo vand- aður, að villur munu þar naumast hittast. Guðmundur leikur sjer að dýru rfmi, til d. í kvæðínu »Svala» (hestavísur): Þegar í dvöl í dalnum lá dögg og sölum heiða, fleti og bölum fýst var á fyrir Svölu að greiða. Þegar kali fjöllum frá friðar dal um nætur, þar sem Svala sváf og lá syrgír bali og grætur. Einn kaflinn í kvæðabókinni er kvæði til konu hans. Það eru náttúrulýsingar og ásta- saungvar, og margt er þar vel ort. En helst til eru þau kvæði hvert öðru lík. Yfir höfuð er ekki margbreytt efni í bókinni, og það er satt, að sömu lýsíngarnar og hugmyndirnar koma þar fyrir aftur og aftur. Ýngri kvæði Guð- mundar eru yfirleitt sljettari og þýðari en hin eldri, en aftur á móti naumast eins íburðar- mikil og einkennileg. Sum kvæðin eru föður- landskvæði, eða framfarahvatir. »Þingeyjar- sýsla« er mjög fallegt kvœði og ljett kveðið. »Aðaldal;ir«, »Brjeftil vinar míns«. o. fl. líks efnis eru einnig falleg kvæði. Og svo má reyndar segja um flest eða öll kvæðin í bókinni. Guðmundur á lof skilið fyrir hana, og bók- in á skilið að seljast vel. Utgáfan á henni er vönduð og verðið ekki hátt. •^H+I^- Lýðhásköli í Rvík — o--- Sigurður Þórólfsson búfræðíngur hefur í sumar ver- íð að starfa að stofnuu lýðháskóla í Reykjavík í lík- ingu Grundtvígsskólana dönsku. Og töluvert hefur verið skrifað um þessa skólastofnun í sunnanblöðun- um, bæði af Sigurði sjálfum og öðrum. Um fyrir- komulag lýðháskólanna dönsku hefur Jón sagnfræð- íngiir Jónsson ritað ítarlega bæði í Eimreiðinni og eins í blaðinu „Eldíng," setn hann var ritstjóri að.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.