Bjarki


Bjarki - 19.12.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 19.12.1902, Blaðsíða 3
B JARKI. kútsk í Síbiríu keisaralega vísindafjelaginu í St. Pjetursborg, að Kósakki einn hefði komið með þær fregnir eftir innfæddum Síbiríubúum, að risavaxið dýr með gríðarstórar höggtennur lægi frosið inni í ísnum við Beresovka, en það er á, sem fellur í Kolymafljót í Síbiríu, hjer um bil 50 mílur frá Svedin-Kolymsk. Vísindafjelagið gat til að þetta mundi vera mammútdýr og sendi vísindamann, Otto Herz, með fylgdarliði til að rannsaka þetta og lagði svo fyrir, að hann skyldi flytja dýrið til St. Pjetursborgar svo lítið skemmt sem unt vœri. Herz hefur tekist þetta vonum betur og mammútinn er nú kominn á gripasafn í St. Pjetursborg. Það eru mörg þúsund ár síð- an dýrakin þetta ferðaðist lifandi um jörðina og Herz ætlar að þetta dýr muni vera 8000 ára gamalt. Þetta eru hinir lánggleggstu leyfar sem allt til þessa hafa fundist af mam- mútdýri. En það hefur ekki verið erfiðislaust að ná dýrinu. Herz lagði á stað í fyrrasumar frá St. Pjetursborg til Jakútsk. En þaðan eru hjer um bil 300 danskar mílur þángað sem dýrið lá. Þann veg varð hann að ferðast ríð- andi yfir allskonar torfærur. Oftar en einu sinni kom það fyrir að bæði hestur og maður úr fylgdarliði hans sukku í jörðina fyrir aug- um samferðamannanna, svo að ekkert sást til þeirra framar. „ Um haustið komst Herz þó þángað sem dýrið lá. Það lá á hliðinni og lítur út fyrir að það hafi dottið ofaní ísgryfju, sem gróið var þá yfir. Framfæturnir voru bognir, eins og dýrið hefði brotist um, og reynt að rífa sig upp. Afturfæturnar láu undir kviðnum' Dýrið hefur svo látið lífið þarna í ísskorunni og strax frosið, en síðan legið óhreift undir jarðlaginu, sem myndaðist ofan á ísnum, þar ti! sólarhitinn nú loksins þíddi það. Herz skifti dýrinu í marga parta og bjó um hvern þeirra fyrir sig í ís. Að þessu var hann í tvo mánuði og var þar þá að jafnaði 50 st. kuldi C. Aðferðin var sú, að hann Ijet byggja hús yflr dýrið og setti þar upp ofin til þess að þíða það úr ísnum, en jafnóðum og hvert stykki losnaði, var það tekið og búið um það. Fæturnir á þessu dýri eru eins og á fíln- um nema að því, að fíllinn hefur að eins 3 tær, en mammútinn 5- Hárið er dökkgult og svo láng og þjett að dýrið getur naumast hafa fundið til kulda. Húðin er 20 til 23 millimetrar á þykkt og undir henni 9 millim. þykkt lag af spiki. Blóð fanst í dýrinu og í munninum voru leyfar af fæðunni, sem það var að jeta. í maganum var mikið og sumt ómelt og óskemt. Partarnir hafa nú verið settir saman aftur á gripasafninu f St. Pjetursborg og hafa þeir ekkert skemmst við flutnínginn. Q—VTS----- Brúafok. 14. f. m. fauk brúin af Hjeraðsvötnunum; hve mikið hún hefur skemst vissu menn ekki þegar síð- ast frjettist. Sama dag fauk brú af Sæmundará á Vatnsskarði. Mialtakennsla Yfir 30 manns hafa síðan í sumar iært mjaltir hjá Flóvent Jóhannssyni skólastjóra á Hólum. Á FáskrúSsfirði eru Frakkar að reisa nýan spítala í viðbót við þann sem þar er nýlega reistur áður. Spítalinn á að taka 16—20 sjúklínga og vera jafnt fyrir Íslendínga og útlendínga. Stórbruni á Húsavík- Aðfaranótt miðvikudagsins 26. f. m. brunnu versl- Örum Sr Wullfs á Húsavík, 6 hús als. Frá brunanum er skýrt á þessa leið: kl. 2 um nóttina varð eldsins vart af manni _ sem af tilviljun vaknaði. Stóð þá blossinn út um skrifstofuglugg- ana. Maðurinn vakti strax Stefán verslunarstjóra Quðjóhnsen. Veður var stilt. Þegar hann kom út stóð loginn upp um þakið. Skrifstofuhúsinu var skift í tvent. í suðurenda þess ,var skrifstofan. í norðurendanum geymsla og dyr á báðum endum, __________________________________________________3___ Skrifstofan stóð í björtu báli þegar verslunarstjórinn kom að. Hann fór þá inn um nyrðri dyrnar, en eld- ! urinn var þá kominn inn í geymsluhúsið. Hann j fór þá upp á loft og ætlaði að forða púðri, sem þar | var geymt. En um loftið varð ekki komist fyrir | hita og reyk og hjelt hann svo út aftur. Fólk fór j þá að koma að úr húsunum í kríng til að bjarga. 13-14 faðma frá eldinum var skúr, sem 10 stein- j olíuámur voru geymdar í. Fóru menn fyrst til og veltu þeim ofan í á, sem rennur skamt frá verslunar- húsunum. Síðan var farið að bjarga kornvöru úr húsi sem stóð austast í húsaþyrpíngunni. En aðrir fóru að bera vatn að íbúðarhúsi verslunarstjóra og tókst að bjarga því. Húsin sem brunnu voru : 1. Skrifstofuhús og búð sem var áföst því. 2. Mörbræðsluhús og beikissmíða- hús. 3. Salthús. 4. Kornhús. 5. Sláturhús. 6. Kola- hús og timburhús. Yngsta húsið (búðarhúsið) var reist 1894, timburhúsið 1888; hin húsin öll voru æfa- gömul. Af útlendum vörum brann : 420 tn. af kornmat, en 630 tn. var bjargað. Af kolum voru til um 30 þús. pund; þau sviðnuðu mikið og var það sem eftir var virt á 125 kr. Um 10 þús. pund af sykri brunnu og 1800 pund af kaffi. Öll verslunaráhöld brunnu. Af álnavöru, járnvöru, glervöru o. fl. vörum, sem í búðinni voru, mun hafa brunnið um 20-30 þús. kr. virði. Af timbri brann nokkuð. Af ísl. vörum brunnu að mestu 370 skp. af saltfiski og lítið eitt af ull og sundmögum. Verslunarbækurnar skemdust mikið, en flest af þeim mun þó læsilegt. járnskáp, sem þær voru geimdar í var bjargað svo fljótt sem unt var, 2 tím- um eftir að kviknaði í. Af peníngum voru í skápn- um 60 — 70 kr. Þar af fundust 4 tíukr. peníngar hálf- j bráðnir og svartir, en 1 krónupeníngur lítið skemd- ! ur. Seðlarnir voru orðnir að dufti. í Póstafgreiðsla var í verlunarhúsunum og brunnu allar j póstsendíngar, sem þar voru fyrir. 3 peníngasend- íngar voru þar á meðal og voru geymdar í skáp í skrif- ; púlti í skrifstofunni. í einni voru 300 kr. í tíukr. gullpeníngum. Af þeim fundust 290 í rústunum og þeir peníngar að mestu óskemdir. í hinum send- * íngunum voru seðlar og voru þeir auðvitað brunnir 108 hugasemdir við nokkuð sem frá honum kom, að hann varð hissa. „Hvað segirðu?" spurði hann. „Jeg spurði, hvort þetta gæti ekki gert sóknarfólk- ið ósjálfstætt og þrællynt?" svaraði hún. Prestur rak upp stóraugu. „En er það ekki mark- mið lífs okkar allra að verða hlýðnir þrælar Krists, vina mín, eins og Páll postuli kemst að orði?" „Jú, það er víst," svaraði prestskonan hugsunarlaust; hún var að vökva blómstur í glugganum. „Veistu, að hesturinn þinn er kominn heim aftur?" „Er hann kominn? Hefur hann komið með hann sjálfur, skógarmaðurinn?" „Já, það gerði hann, og drakk hjá mjer súkkulaði." „Það var rjett, en hvað töluðuð þið um?" „Við töluðum um veiðar og Indíána." „Minntist hann þá ekki á trúarbrögð?" „Þú getur nærri, hvort hann hafi ekki vikið að þeim stundum. En jeg ljet hanu skilja, að þú vild- ir ekki að jeg talaði við þann um trúmál." „Það var rjett. En er það ekki sorglegt, Qína, að jafngáfaður maður og hann óneitanlega er, og svo hans líkar þúsundum saman, skuli af fúsum vilja kjósa að lenda í eilífri glötun." 109 „Ertu þá viss um að hann lendi þar?" „Qeturðu efast um það? Maður sem opinberlega afneitar guði?" „Nei, það er víst rjett," tautaði prestskonan; en í fyrsta sinni á æfinni fann hún, hve þessi hugsun er hryllileg. „Og svo ætla jeg að segja þjer nokkuð, vina mín," sagði prestur. „Því miður verð jeg að vera mikið að heiman nú eftirleiðis. Jeg þarf að vera við próf og barnayfirheyrslur í fjarlægustu skólasóknunum. En jeg skal láta þig vita fyrirfram, að svo miklu leyti sem hægt er, hve leingi jeg verð í burtu í hvert sinn. En þú verður að lofa mjer að verða ekki hrædd, þó einhverntíma kunni að líða einn eða tveir dagar framyfir það sem ákveðið er." „Jeg er orðin svo vön við að þú sjertað heiman,,, svaraði prestskonan. Áður hafði hún alltaf kvíðið fyrir þeim tímum þegar presturinn þurfti í ferðalög og ætlaði að vera leingi burtu. Þetta var í fyrsta sinn sem hún hlust- aði fullkomlega róleg á hann þegar hann sagði henni frá því. Það var jafnvel ekki laust við að hún fyndi til ánægju með sjálfri sjer. Allt til þessa 110 hafði hann verið einasti maðurinn, sem hún gat tal- að við þarna vestra, en nú voru þeir orðnir tveir. Og viðkynníngin við hinn síðari hafði vakið hjá henni óró og efa, ýmsar hugsanir, sem hún var hálf- hrædd við, en gat þó ekki slitið sig frá. Hún fjekk dreing til að hlaupa með brjef út í skóginn til manns- ins. í því stóð: „Ef þjer eigið hægt með, þá vildi jeg mega biðja yður að finna niig. Mig lángar til að tala við yður - um trúarbrögð, og fá að vita, hverju móðir mín trúði. Á morgun er maðurinn minn ekki heima. Neitið þjer mjer ekki um þessa bón." Maðurinn kom og dvaldi allan daginn í prests- húsinu. Hann talaði við prestskonuna aftur á bak og áfram um allar trúmálastefnur, sem þá voru uppi. Og nú talaði hann ekki með biturleik og hæðni eins og áður; hann var, þvert á móti, hlýlegur og alvar- legur. Hann sýndi henni fram á, að þeir menn sem af samtíð sinni hefðu verið mest níddir fyrir trúleysi, þeir hefðu oft og einatt verið trúuðustu og bestu mennirnir, og mannkynið ætti mörgum þeirra mikið að þakka. Hann sýndi henni, hve kirkjutrú sú sem maður hennar kenndi væri fjarlæg hinum upprunalega

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.