Bjarki


Bjarki - 19.06.1903, Síða 3

Bjarki - 19.06.1903, Síða 3
BJARKÍ. 3 þaut í rokkinn, skelti opnum hurðum, eins og einusinni þegar Munthe bæjargjaldkeri varvið- staddur. Þegar hurðin hrökk opin í fyrsta skiftið lokaði Munthe henni vandlega, en hann var ekki fyr búinn að sieppa af henni hend- inni en hún var komin upp á gátt aftur, og vottaði bæði hann og fieiri sem viðstaddir voru að hvorki súgur eða menn hafi vaidið því að hurðin hrökk opin. Mörg vitni voru yfirheyrð og báru það undir eiðstilboð að þeir hefðu bæði sjeð og orðið varir við Körnu sál- Ugu afturgeingna og það bæði um ljósan dag og eftir að dimmt var orðið. Uti á götu elti draugurinn einusinni hanskagerðarsvein, sem Varð veikur af hræðslu, og einusinni tók hann »ákaldri lúkunni fyrir munninn á vinnukonu þar í næsta húsi, en henni brá svo að hun missti algjörlega málið í meira en viku. Stund- um sást afturgángan í líkklæðunum með hvítt höfuðlín, móleit í framan og svart bindi um báða handleggi, en stundum sýndi hún sig í nflæmskri« treyju og rauðu flókapilsi með hrafnsvart hár og augabrýr og húfu á höfði. Stundum tók vofan myndbreytíngum og varð þá ýmist hvítur köttur eða stór svartur hund- ur með rauðgióandi glyrnur. Allir sem draug- inn höfðu sjeð sögðu líka frá því að hann hefði hvíta sokka á fótunum, bæði á daginn og kvöldin, en hvorki inni í hrsinu nje úti á götunni gekk draugurinn, heldur leið hann aftur á bak og áfram með fæturnar nokkuð frá jörðu og vana- lega með hendurnar á brjóstinu. Þegar þveg- inn var þvoitur eða öl bruggað hjá Möller, kom afturgáugan stundum, horfði á vinnuna, fórnaði höndum og hristi höfuðið. Það var ainn þvottadag að seinni kona Möllers kom inn í ölgerðarhúsið til þess að líta eftir þvott- inum; draugurinn kom líka, þreif skólpbala og þeytti honum með öllu saman á eftir konunni. Rjett hjá húsi öigerðarmannsins lá skíðgarður einn út að götunni. Ummiðjandag sáu stund- um fleiri menn afturgaunguna sitja á skíðgarð- inum svarta í framan og í líkklæðum. Eftir framburði ölgerðarmannsins sást vofan oftast fyrripart dags, og virðist það vera gagnstætt öllum vanalegum draugasiðum. Við yfirheyrsluna var hvert vitni spurt um, hvort það gæti sjeð drauga, og svöruðu auð- vitað allir þeirri spurnmgu játandi. En til þess að bæði bæjarstjórnin og prestarnir gætu feingið meiri vissu í þessu máli, eins og stend- ur bókfært í rjettarhaldinu 8 seft. 1739, þá var sent eftir Pflucht skólakennara, sem hafði það orð á sjer að hann væri góður að sjá drauga, og játaði hann það satt vera fyrir rjett- inum. En annaðhvort hefur dugnaður hans í að sjá drauga ekki verið eins mikill og sagt var, eða þá að draugurinn hefur ekki kært sig um að sýna sig svo lærðum manni, því þegar hann ásamt bæjargjaldkera o. fl. kom heim til Möllers, þá varð hann einskis vísari. Þareð nú eingum var vært í húsinu og svo hinsvegar gusu upp ýmsir kvittir, um að Möller hefði ráðið konu sína af dögum, eða hánn hefði stúngið nál í gegnum túngu henni, eða lagt tvískildíng undir túngurætuinar á henni, en það hafði þá verkun að hin látna gat einga ró fundið í gröfinni, þá sðtti manntetrið um leyfi til að fá að grafa líkið upp aftur svo menn gætu geingið úr skugga um útlit líks- ins eða hvort það væri í gröfinni. Bæjar- stjórnin sá sjer ekki fært að leyfa þetta upp á eigin umdæmi, en leitaði umsagnar prest- anna, og eftir að Rönbeek prófastur og hinir prestarnir höfðu látið það álit sitt í Ijósi að ekkert gæti verið því til fyrirstöðu að þetta yrði leyft, þá skaut bæjarstjórnin samt. til frek- ari fullvissu, málinu til stiftsyfirvaidanna sem líka veittu leyfið. Snemma einn rnorgun í októbermánuðí var svo gröfin opnuð og'var Möller ásamt mörgum öðrum viðstaddur. Líkið var rotnað og skoð- uðu þeir það doktor Konlas og herlæknir Tillke, en gátu ekki fundið nein vegsummerki þess að kona Möilers hefði dáið á voveiflegan hátt. Eftir líkskoðun þessa var líkið aftur jarðað og almenníngur varaður við allri hjátrú einkum þar sem hver maður hefði hjer getað sjeð að lík konu Möllers væri áreiðanlega í gröf sinni, og meira að segja rotnað. — En það var nú samt haft eftir áieiðanlegu fólki, að á rreðan verið var að opna gröfina og skoða líkið, þá hafi það sjeð einhverja mansmynd í líkklæðum heima í húsi Möllers og við rúmið; hafi ljettafetanum verið þeytt fram og aftur án þess nokkur lifandi manneskja kæmi þar nálægt. Aðrar upplýsíngar komu ekki fram, svo yfirvöldum og prestum bæjarins kom sam- an um að senda stiftsyfirvöldunum öil máls- skjölin ásamt uppkasti af ræðu er upplesa skyldi í kirkjunum. Bæn þessi var samin af sjera Dr. Rönbeck prófasti og samþykkt af stifts- yfirvöldunurn. Þessi bæn gegn »Djöfulsins draugagángi« var alltaf lesin í kirkjunum þáng- aðtil árið 1766, og er hún prentuð í Lundi !739 hjá Decreaux prentara fyrir 3 dali og 20 skildínga í silfri. I þýðíngu hljóðar bænin þannig : »Miskunsami guð og himneski faðir, sem hefur frelsað oss frá valdi myrkranna og sett oss í ríki þíns elskulega sonar; vjer þökkum þjer auðmjúklega fyrir þessa þína afarmiklu náð, en oss hryggir það hinsvegar af hjarta, að óvinur vor Djöfullinn skuli ennþá, sökum synda vorra, hafa vald til að freista þeirra og gera óskunda þeim sem þú hefur endurleyst með þíns sonar dýrmæta blóði. Vjer vitum að sönnu, að slíkt verður ekki án þíns leyfis og vilja; en oss er heldur ekki ókunnugt um það hver fyrirætlun hins slúngna freistara er, þegar hann geingur um eins og grenjandi ljón, Ieit- andi að þeim er hann geti hremt. í vorum vanmætti gagnvart þessum öfluga, vopnaða anda, flýjum vjer á þínar náðir, því þú ert vor voldugasti verndari og einasta huggún í andstreyminu. r O, Jesú Christe, Guðs son, vor trúfasti frelsari, þú sem kröftulega molaðir höfuð höggormsins og birtist f heiminum til að eyði- leggja Djöfulsins verk. Virstu nú einnig hirta Satan og binda þennan ófriðaranda með fjötr- um myrkursins, svo að hann trufli hvorki hús- frið vorn nje samviskuró. Láttu þína heilögu eingla umkríngja hús vor og heimili, og vertu sjálfur eldveggur í kríng um oss og allt það er vjer eigum, svo að vjer getum búið örugg- ir undir skugga vængja þinna bæði á nóttu og dcgi. En láttu þó umfram allt þinn Hei- laga Anda ávallt varðveita hjörtu vor, svo að vjer með ásetningssyndum gefum ekki þess- um Fjanda tækifæri til að vinna oss tjón á líkama og sálu. Því þú hefur sjálfur sagt, að slíkt verði ekki útrekið nema með föstum og bænahaldi. Æ, hjálpa þú oss þá tii þess að vaka og biðja alvarlega, svo vjer föllum ekki í freistni. Þú virðulegi Heilagi Andi, bú þú oss með skildi trúarinnar svo að vjer getum kæft með honum alla hina glóandi frjóánga hins Vonda; kenn oss að beita þínu sverði, guðs orði, rjetti- lega, og fær oss í öll herklæði Guðs, svo að vjer getum staðist hinar lævisu árásir Djöfuls- ins. Og þegar vjer f þessum stríðandi söfn- uði, höfum fyrir þinn kraft sýnt oss sem dug- andi Jesú Christí liðsmenn, þá tak oss um síðir, þríeini guð, inn í heimkynni friðarins, og sælubústað róseminnar, þar sem vjer, fyrir þína náðarsamiegu varðveizlu, munum þakka þjer og prísa þig að eilífu. Amen!« í brjefinu til stiftsyfirvaldanua stendur: »að það sje fyllilega orðið víst, bæði af ýmsum atvikum er skeð hafi, og at eiðfestum fram- burði margra trúverðugra manna, að það er hinn vondi andi sjálfur, sem með Guðs leyfi er valdur að þessum reymleika.« Og þar við sat. A hverjum sunnu- og helgidegi var bæn sjera Rönbecks lesin í Sánkta Pjeturs kirkj- unni, og söfnuðurinn hlustaði á með guð rækni. En á öllum tímum hafa verið til menn, sem þykjast vitrari en bæði presturinn og hið vísa yfirvald; og þeir lögðu hjer auðvitað líka orð í belg. Sumir hjeldu að ölgerðamaðurinn sem stóð sig ílla, mundi sjálfur gera sig að draug, til þess að ginna fólk að sjer og geta selt því öl sitt; aðrir hjeldu að þessi drauga- gángur væri gerður af öðrum, sem meó því vildu breiða yfir toll-svik, bannvöruflutníng eða eitthvað því um líkt. Seinni skýríngin er vafa- laust eftir eitthvert af hinum hugsjónaríku skáld- um sem þá bjuggu mörg ( þessum góða bæ. Sem áreiðanlegur annálaritari verð jeg að halda mjer við óbundna málið i rjettarskjölunum. En hafi Möller verið valdur að þessum drauga- gángi, einsamall eða með góðri aðstoð annara, þá hefur hann samt áreiðanlega ekki haft mikið upp úr honum, því skömmu síðar varð hann að láta húáið ofan af höfðinu á sjer, upp í skuldir. (Niðurl.) Þíngkosníng. Að norðan frjettist í morgun að sr. Árni Jónsson á Skútustöðum væri kosin í Norður- þíngeyjarsýslu með 40 atkv. Konúnzsmorð Mílan Serbakonúngur og drottníng hans Draka voru drepin 10 þ. m. ásamt þremur af ráð- gjöfum konúngs og nokkru af skyldmennum hans. Uppreist varð í hernum og brutust her- menn inn til konúngs og drottníngar að degi til og hjuggu þau til bana með exi og síðan ráðgjafana. Þessu var tekið af múgnum með mesta .ögnuði og húrraópum og myndir af kon- úngi og drottníngu brendar á báli.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.