Bjarki


Bjarki - 23.12.1903, Blaðsíða 6

Bjarki - 23.12.1903, Blaðsíða 6
6 BJ ARKI. að menn teldu það ómaksins vert að aftra því með því að reyna að fá prest í kallið, enda þótt allar líkur væru til að slík tilraun mætti takast, eftir þeirri alúð sem presta stjettin hafði tekið við óstandið hjá oss. Og þegar veit- íngin svo kom, bar ekki á öðru en minni hlut- inn gerði sjer hana að góðu. Aftur á móti logaði þá upp úr Suður-þíngeysku prestunum, og þeir höfðu enda í heitíngum að gánga frá kjól og kalli, svo hryggir voru þeir yfir því, að meiri hlutinn fjekk vilja sinn að halda síra H., og vonlausir um þrifnað kristilegs lífs upp úr því! Þessi atvik eru ólýginn vottur um að sundurlyndið við síra H. ristir ekki djúpt hjer í^kallinu og mundi horfið — því upptökin til þess eru utan kallsins, — ef vinir kristinnar trúar og kristilegs siðgæðis hefðu haft vit á að skammast sín og þegja. Ritað á Allra heil. m. 1903. P. Aurasjóður Seyðisfjarðarkaupstaðar heitir sjóður, sem verslunarmannafjelagið hjer hefur nýlega stofnað, mest af hvötnm Marteins Bjarnasonar verslunarmanns. Til- gángurinn er *að glæða sparnaðarhugsun hjá börnum og únglíngum í Seyðisfjarðarkaupstað og grennd.c Aurasjóðurinn tekur á móti hve lítilli upphæð sem er og ávaxtar hana með sömu kjörum og sparisjóður Seyðisfjarðarkaup- staðar. Umsjón með sjóðnum hefur verslunar- mannafjelagið. sje ekki í lögum nein heimild til að leggja refs- íngu á kærðu fyrir tiltæki hennar, og það því síður, sem öll nauðsynleg varúð sýnist hafa verið viðhöfð að þvx er valið á greftrunarreit- inum snertir og greftrunin virðist í alla staði hafa farið sómasamlega fram. Insri kooúnzur. Fregnin um strand. hans hefur reynst ósönn ; hann hafði komist til útlanda heill á húfi rjett á eftir strandfregninni. Nýdáinn er á Hjeraði Ólafur Árnason bóndi á Tóka- stöðum; dó úr lúngnabólgu. Prestskosnín?. Sr. Einar Pálsson á Hálsi í Fnjóskadal var í' haust kosinn prestur að Gaulverjabæ. T r jesmíða ver kstof a hefur í sumar verið reist í Hafnarfirði, stór og vönduð. Það hefur gert Jóhannes Reyk- dal, Þíngeyíngur, og hefur hann lært trjesmíðar bæði Khöfn og Kristjaníu. Hús það, sem hann hefur byggt handa verkstofunni er 2 7^/gXio álnir og tvíloftað. Smíðavjelarnar hafa alls kostað 8,000 kr. og eru þær hreifðar með vatnsafli. 15 hesta afl er notað í þarfir verk- smiðjunnar. Vjelarnar vinna á við marga menn, segir »Fjallkonan« að nóg verk sje fyrir 30 menn að setja saman t. d. hurðir og glugga, sem 3 menn undirbúi í vjelunum. í vetur vinna þarna 8—10 manns. Yfirriettardómur er nýlega kveðinn upp í máli því sem höfðað var út af greftrun Sigurðar heitins Einarssonar, hreppstjóra á Hánefsstöðum. Undirrjettardóm- urinn er áður prentaður í Bjarka og var ekkja hins látna þar alsýknuð og málskostnaður lagður á hið opinbera. Yfirrjetturinn staðfesti hjeraðsdóminn. Segir yfirrjetturinn í forsendum sínum, að líkið hafi að vísu ekki feingið löglega greftrun, en samt Sleðilegra jóla og góðs nýárs óskum oið oinum og kunníngjum í Segðisfirði. ff'e) (sra Tyrkneskar kýmisögur UM NASREDDIN SKOLAMEISTARA. — O — Nasreddin oar kona hans. Nasreddin var giftur ekkju og hafði hún, eins og ekkjum er títt, þann vana, að blanda „manninum. sínum sálaða" inn í allt sem hún talaði um. Einu sinni hafði hún borið á borð heita súpu. Þegar hún Ijet upp í sig fyistu skeiðina brendi hún sig svo að hún tárfelldi, en vildi samt ekki Iáta á neinu bera. Maður hennar sá þetta og mælti: Af hverju græt- ur þú kona ? Jeg græt, svaraði hún, af því að mjer datt í hug, að einmitt þessi súpa var uppáhaldsmatur mannsins míns sálaða. Að svo mæltu ljet hún sem hún ætlaði að halda áfram að borða. Nasreddin svaraði eingu, en ljet líka upp í sig fyrstu skeiðina og brendi sig auðvitað eins og konan, svo að tárin komu fram í augun á honum. Hún ljet sem þetta kæmi sjer á óvart og spurði með uppgjörðarmeðaumkun, hversvegna hann grjeti. Jeg græt af því, svaraði Nasreddin, að drottinn skyldi ekki taka þína örgu sál í síaðinn fyrir sál „mannsins þíns sálaða". Nasreddin þoldi ekki mótmæli, síst af konu sinni,. og, þegar því var að skifta, ljet hann ekkert aftra sjer frá að berja sinn vilja fram. Einn dag sátu þau hjónin ein heima. Allt í einu sló vindstroka hurðinni upp. Láttu aftur, kona! sagði Nasreddin. Þú getur eins gert það sjálfur, svaraði hún. Um þetta kíttu þau nokkra stund, þar til Nas- reddin sagðist ekki tala eitt orð, fyr en dyrunum væri lokað. Síðan svaraði hann henni ekki einu orði. Kon- an stakk þá upp á, að það af þeim, sem fyr talaði orð þaðan í frá, skyldi loka dyrunum. Nasreddin kinkaði kolli til samþykkis og síðan sátu þau bæði 23 »Afram, börnin góð, áfram móti Þjóðverjum» ! Nei,munurin er einginn, nema hvað Frakkarnir eru helmingi verri viðureignar. — Æ, guð minn góður! — Frakkar hafa aldrei beðið ósigur í stríði. Og nái einhver af þeim piltum f þig, þá máttu ekki láta þjer detta í hug að þú komist undan honurn. Þetta eru allt tveggja og þriggja manna makar og hafa skegg eins og Gyðingar. Sumir eru biksvartir eins og drísildjöflar. Kom- irðu auga á nokkurn af þeim körlum þá er þjer eins gott að lest bænirnar þfnar strax! — En því erum við þá að fara ámóti manna skröttunum? spurði Bartek fullur af örvilnan. Þessi spekingslega spurning var ef til vill ekki eins fráleit og Wojtek fannst. Hann hafði auðsjáanlega sína visku úr stjórnarvalda-ávörp- Unum og svaraði ótrauður: Jeg vildi líka auðvitað heldur vera kyr heima, en leggja af stað í þetta stríð. En höldum við ekki til þeirra, þá koma þeir híng- að. Og við því verður ekki gert. Lastu ekki >ávarpið«, maður? Þeir sem eru langreiðastir 24 bændum hjá okkur. Meinínginn er að þeir vilja vitlausir ná í jarðirnar hjá okkur til þess að geta smyglað inn brennivíni frá konungs- ríkinu*. En þetta vill stjórnin ekki leyfa og því lenti í stríð. Skilurðu nú? Ha? — Því ætli jeg skilji það ekki — sagði Bar- tek allrólegur, En Wojtek hjelt áfram: — Og í kvennfólkið okkar eru þeir eins gráð- ugir og mýs í flesksteik. — Þá hlífa þeir líklega heldur ekki henni Mögðu minni? — Hvað ósköp — þeir sem hlífa ekki einu- sinni gömlum kerlingum. — Skárra er það, tautaði Bartek; hann hugs- aði þeim þegjandi þörfina ef þetta væri satt. Nú sá hann það glöggt, að þetta mátti ekki viðgángast. Það gat verið sök sjer, að þeir smyggluðu brennivfni frá konúngsrfkinu, en hitt, með Mögdu, var ólíðandi. Og Bartek okkar fór nú að skoða allan þennan ófrið frá sjónarmiði * Konugsrfkið = hinn rússneski hluti Póilands. 25 eigin hagsmuna og þótti mikið varið í]að hugsa um allan þann fjölda af fallbyssum og her- mönnum, sem áttu að verja Mögdu fyrir áleitni hinna frakknesku daðurseggja. Hann kreppti ósjálfrátt hnefana, og hræðsla hans við Frakka. blandaðist hatri. Hann var kominn að þeirri niðurstöðu, að hjer væri einskis annars kostur en að leggja f ófriðinn. En bjarminn í vestrinu var nú horfinn og myrkrið skollið á. Vegnarnir tóku að hristast ákatlega á hinum ójöfnu teinum, og broddhúf- urnar og byssustíngirnir vögguðust til hægri. og vinstri, eftir þvf sem vagnarnir rugguðu. Þannig leið ein klukkustund og önnur til. Eimreiðin hvæsti úr sjer ótal neistum upp í loftið og mynduðu þeir allskonar kynjamyndir í myrkainu. Bartek gat leingi vel ekki sofið. Því eins og neistarnir hoppuðu í loftinu,eins hopp- uðu í huga hans hugsanirnar um stríðið, Mögdu,, Pognembin, Frakka ogÞjóðverja, allt á ríngul- reið. Honum fannst hann ekki mundi geta staðið upp af bekknum sem hann sat á, þótt hann lángaði til. Loksins soínaði hann; en það.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.