Ísland


Ísland - 03.04.1897, Síða 2

Ísland - 03.04.1897, Síða 2
54 ISLAND. lfr*=T=)r=i=1=*=Tr=l=J=7=l^^ =T=l=T=J=T=*=I=*=T=*=7= íl ÍSLAND. jj Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason. I Skrifstofa: Þingholtsstræti 7. !j Prentað í: Fjelagsprentsmiðjunni !i „ÍSLAND“ kemur út hvern laugardag áþeesum |i ársfjórðungi (janúar—mars), 13 blöð alls. Áskrift n bindandi þrjá mánuði. Hyer ársfjðrðungurborgist S fyrirfram um leið og blaðið er pantað og kostar |j i Reykjavik 70au., útum land 79 au., erlendislkr. Póstafgreiðslumenn og brjefhirðingamenn taka Ij móti áskriftum og borgun fyrir blaðið og kyitta |j fyrir. Reykvikingar og þeir sem i nánd við Rvik jl búa geta pantað blaðið fi í bðkaverslun Sigfðsar Eymundssonar, í verslunarbúð Björns Kristjánssonar, : hjá kaupmanni Kr. Ó. Þorgrímssyni, ! hjá hr. Júlíus Jörgensen, Hðtel Island, ! hjá útgefanda biaðsins. I ur mjög mikla áherslu á — af því hanu sjálfur skoðar sig sem umboðsmann og ekkert annað, og skilur stöðu sína betur en ritstj. Dagskrár virðist gera — að fje- lögin versli skuldlaust, enda fá fjelögin flest peninga frá umboðsmanni í hver árs- lok til að jafna reikningana. (Meira). Abdul Hamid Tyrkjasoldán. Hin síðari árin hafa sjaldan borist hing- að frjettir frá útlöndum svo, að eigi væri þar Tyrkja getið að nokkru og grimmdar- verka þeirra á kristnum mönnum. Þykir eigi ólíkiegt, að marga muni fýsa að heyra nokkru nánar sagt frá þeim manni, er af öllum mönnum er mest um að kenna ó- hæfaverk þau, en það er Soldáninn Abdul Hamid, „morðinginní Miklagarði, erGIade- stone nefnir svo. Tyrkir nefna soldán sinn „drottinn rjett- trúaðra manna", því að þeir halda því fram, að hann sje í raun rjettri höfðingi allra þeirra, er Múhamedstrú játa. Sú var og tíðin, að heita mátti að Tyrkjasoldán rjeði lögum og lofum um öll þau lönd, er fylgdu kenningu spámannsins, eins og kalíf- arnir höfðu gjört meðan ríki þeirra stóð í blóma, en sú tíð er nú laungu liðin. Bíki Tyrkja hefur um langan aldur farið sí- hnignandi og mundi sjálfsagt alveg vera komið um koll fyrir laungu síðan, ef sundurþykki og sjerdrægni stórveldanna treyndi ekki í þvi lífið. Þau geta ekki komið sjer saman um að skifta reitunum eftir „sjúka manninn" — svo kallaði Niku- lás I. Rússakeisari Tyrkjann — og kjósa því hitt, að reyna að láta hann tóra svo leingi, sem nokkur kostur er, sjálfum sjer og honum til skammar og skaða. Tyrkir kunna líka vel að færa sjer sundurlyndi og öfund stórveldanna í nyt. Stjórn Soldáns í Miklagarði hefur leingi verið við brugðið fyrir það, hve lægin hún hefur verið á það, að vefja og flækja mál- in fyrir stórveldunum, er þau hafa viljað gjöra einhverjar lækningatilraunir við „sjúka manninn", er henni hefur ekki geðjast að, og sjaldan hefur henni orðið ráðafátt að finna undanbrögð og komast hjá að efna þau eudurbótarheit, er hún hefur stundum verið neydd til að vinna. { En einginn hefur verið lægnari á allt slíkt en soldán sá, er nú situr að völdum, og stjórn hans. Hann er nú 54 ára gamall. Hann er tæplega meðalmaður á hæð og grannur; hann er fremur langleitur í andliti og hefur gríðarmikið kónganef, en annars er hann fremur sviplítill; talsverðan þreytu- blæ og þunglyndis má sjá á andliti hans, endaerslíkt síst undravert, því að maður- inn vinnur baki brotnu og sefur lítið og hefur afarmiklar áhyggjur, bæði út af stjórninni og eigi síður um líf sitt. Hann er ákaflega tortrygginn og síhræddur um, að menn sitji á svikráðum við sig og vilji ná lífi sínu. Hann er nær því eins og fangi í höll sinni; hún heitir Yildiz og er fremur lítil; i þeirri höll bjó fyrirrennari hans Abdul Aziz meðan heitast var á sumr- inu, en aldrei undi hann sjer vel þar, því að höllin var langt of lítil fyrir kvenna- sæg h&ns, svo að hann gat ekki haft nema nokkur hundruð af þeim þar hjá sjer. Ab- dul Hamid er ekki svipað því eins kvenn- samur og hann var. Að vísu er kvenna- búr hans all-fjölskipað, því að þar eru um 3000 blómarósir, en hann dvelur þar frem- ur sjaldan, og þá helst hjá eiginkonum sínum, en þær eru ekki nema 7. Abdul Hamid er árrisull, sem austur- landabúum er títt; þá er hann hefur klæðst biðst hann fyrir og tekur handlaugar, svo sem boðið er í Kóraninum, því að hann er trúrækinn mjög. Að því loknu drekkur hann morgunkaffið sitt. Það er alveg eins og orðtækið tyrkneska segir að það eigi aðvera: „svart eins og helvíti, sterkt eins og fjandinn og ljúft eins og mjúkar meyjar- varir“. Síðan fær hann sjer smávindil (cigaret), sem búinn er til úr tóbaki, sem að eins er ræktað handa honum; má nærri geta, að það er ekkert óhræsi, en ekki er gestatóbaki soldáns hælt. Síðan tekur hann á móti skýrslum frá ráðgjöfum sín- um um öll þau mál, er fyrir hafa komið daginn áður og tillögum þeirra um þau, og síðan vinnur hann með skrifurum sín- um þangað til klukkan er 1; þá borðar hann morgunverð. Nálega ávallt borðar hann einsamall; borðið, sem hann matast við, stendur við bogaglugga í höllinni og er fagurt útsýni þaðan yfir Sæviðarsund (Bosporus). Maturinn handa honum er bú- inn til í sjerstöku eldhúsi, og hefar em- bættismaður einn, Osman Bey nokkur, eftir- Iit með matargjörðinni, og býr hann um rjettina í innsigluðum silfurskálum og er innsiglið brotið í viðurvist soldáns. Er þetta gjört til varnar því, að eitri verði komið í matinn, og til frekari fullvissu er embættismaður, sem það starf hefur, lát- inn smakka alla rjettina að soldáni áhorf- anda áður en hann bragðar á þeim. Eigi er Abdul Hamid sælkeii til jafns viðfyrir- rennara sína flesta, enda hefur mörgum þeirra verið viðbrugðið fyrir ofát og kræs- ingagræðgi. Aldrei drekkur hann annan svaladrykk en vatn, og fer hann að því sem öðru að boðum kóransins. — Þá er soldán hefur lokið morgunverði, tekur hann sjer hvíld stundarkorn. Um klukkan 3 tekur hann á móti öllum skýrslum frá leynilögreglunni, og að því loknu lætur hann ýmsa af hirðembættismönnunum koma á sinn fund og gefur þeim þær fyrirskip- anir, er honum þykir þurfa. Þegar klukk- an er orðin 4 lætur hann stundum róa með sig á Iystibát um tjörn, sem er í hallargarðinum, en stundum ekur hann í skrautvagni um garðinn; kemur hann þá stundum við hjá einhverri af eiginkonum sínum, er búa hver í sínu húsi til og frá um garðinn, og hvílír sig hjá þeim um hríð, en stundum bregður hann sjer inn í eitthvert af smíðahúsum þeim, sem eru í garðinum, og vinnur þar stundarkorn; það er siður með Tyrkjum, að soldánar þeirra verða að kunna einhverja iðn. Abdul Ha- mid er trjesmiður góður og tjaldagjörðar- maður. Einginn má koma inn í smíða- húsin nema soldán og þeir embættismenn, er það starf hafa, að sjá um að allt sje þar í lagi. — Um það Ieyti, er sól renn- ur til viðar, sest soldán að miðdegisverði, og er allrar sömu v&rúðar gætt til þess að forðast eitur og við morgunverðinn. Þá er soldán hefur lokið miðdegisverði, veitir hann oft áheyrn þeim stórmennum, er sækja fund hans, og síðan tekur hann til starfa á ný; lætur hann lesa fyrir sjer brjef þau, er snerta stjórnarmál, segir hvernig þeim skuli svara og skrifar undir þau stjórnarskjöi, sem fyrir hendi eru. Tekur þetta afar mikinn tíma, og ott er farið að elda aftur áður en soldán geing- ur til rekkju. Eins og áður befur verið minnst á og sögð nokkur dæmi til, er soldán ákaflega tortrygginn og hræddur um líf sitt. Er sá ótti eingan veginn ástæðulaus; hinir síðari soldánar Tyrkja hafa fæstir orðið ellidauðir, og oftar en einu sinni hafa til- raunir verið gjörðar til þess að ráða Ab- dul Hamid at dögum. Hann fer aldrei úr höll sinni, þeirri er áður er nefnd, nema þegar hann ter að hlýða tíðum til Sofíumusterisins; það gjörir hann á hverj- um föstudegi; þann dag halda Múhameds- trúarmenn helgan svo sem alkunnugt er. Hermannasveitum er skipað beggja hliða soldáni á leiðinni til musterisins svo þjett, að maður stendur við mann. Þó er hann aldrei óhræddur um, að einhver morðing- inn kunni að rjúfa hermannagarðinn og vega að sjer, og hefur því allt af hendina á skammbyssu, er hann ber í belti sjer, til þess að vera til taks að hleypa á þann náunga, er svo gerðist nærgaungull. — Efir 50 rúm á hann, sum í húsum eigin- kvenna sinna og sum víðsvegar um höll- ina, og veit einginn hvar hann ætlar að sofa hverja nótt. Víðsvegar um höllina eru varðmenn á stjái, og fyrir framan dyrnar á því herbergi, sem soldán sefur í í hvert skifti, liggja tveir stórir og falleg- ir varðhundar, er stökkva upp og gelta hvað lítill hávaðl sem heyrist. Utan hall- ar er og fjöldi hermanna á varðbergi næt- ur sem daga, til þess að gæta þess, að einginn fari til hallarinnar án leyfis hlut- aðeigandi embættismanna, og það leyfi er torvelt að fá fyrir aðra en þá, sem þar eiga störfum að gegna. Njósnarmenn hef- ur soldán á hverju strái bæði utan hallar og innan, bæði hjá sendiherrum stórveld- anna í evrópska hverlinu Pera og hjá sín- um vildarmönnum og embættismönnum. Líki honum ekki eitthvað í fari einhvers embættismanns eða gruni hann um holl- ustu við sig, lætur hann óðara taka hann af lífi eða setja í varðhald til æfiloka, og það þótt grunurinn sje oft með öllu ástæðu- laus. Geðríkur er soldán mjög og þolir eingin mótmæli nje drátt á framkvæmd skipana sinna. Það er föst sannfæring hans, að bæði menn og málleysingjar sjeu eingaungu skapaðir til þess að framkvæma boð sín; það fyrsta og síðasta, sem hann heimtar af sínum þjónum, er þrælsleg undirgefni. Að lögum á hann líka ráð á lífi og dauða allra sinna þegna, og fyrir því þykist hann vinna það eitt, er hann hafi skýlausa heimild til, er hann lætur slátra hinum kristnu þegnum sínum í Ar- meníu eða á Krít þúsundum saman. Ann- ars er hann skynsamur vel og hygginn og betur að sjer um margt en vænta mætti. Hann kann vel að blíðka fjaadmenn sína, þá er hann ætlar að megi verða sjer hættu- legir, hvort sem eru innanlands eða utan, og gjöra þá sjer að vinum með blíðmælum og fjegjöfum. En þeim mönnum, er dirf- ast að sýna honum opinbera mótstöðu, gleymir hann aldrei; yfir þá dynur hefnd hans fyr eða síðar. Abdul Hamid kom til ríkis 1876. Það ár bar svo við einn góðan veðurdag í júnímánuði, að Abdul Aziz soldán fannst dauður í baðkeri sínu. Var sagt, að hann hefði opnað sjer æðar með skærum og lát- ið sjer blæða til ólífis í lauginni. Hitt þykir þó líklegra, að dauði hans hafi orð- ið af annara völdum en hans sjálfs. Þá var sá gjörður soldán er Murad hjet, hinn V. með því nafni, drykkjurútur hinn mesti og aumingi talinn til líkama ogsálar. En ekki stóð hans stjórn nema tæpa 3 mán- uði. Þá Ijetu ráðgjafar hans taka hann höndum og varpa í dýflissu og gjörðu Ab- dul Hamid að soldáni í hans stað, og þyk- ir víst, að ailt hafi þetta verið með hans ráðum gjört. Þótti hann í ýmsu sýna stjórnkænsku mikla og hyggindi hin fyrstu ríkisstjórnarár sín, en þrátt fyrir það gat hann eigi komið í veg fyrir það, að all- mjög sneiddist um Tyrkjaveldi í Berlínar- friðnum, er batt enda á ófrið þann milli Rússa og Tyrkja, er hófst skömmu eftir að hann kom til ríkis. Eftir því sem ald- ur hefur færst yfir soldán, hefur grimmd hans og tortryggni farið í vöxt, og því er án efa mest um að kenna voðaviðburði þá, er orðið hafa í löndum Tyrkja hin síðari árin, er vel mega verða undirrót þeirra stórtíðinda, sem ekki verður bráð- lega sjeð fyrir endann á. Hrœrelcur. Eftir Björnstjerne Björnson. VI. Mú leið að þeim tíma að gæta þurfti fjárins í skóginum og Árni vildi fá að sitja hjá. Faðir hans lagði á móti; hann hafði aldrei setið hjá enn og var þó kom- inn á fimmtánda ár. En svo fast sótt- hann sitt mál, að það varð úr sem hann vildi, og allt það vor, sumarið og haustið var hann ekki heima nema meðan hann svaf, en hafðist við i skóginum frá morgni til kvölds. Hann hafði bækur með sjer þangað, las og risti stafi í trjábörkinn. Hann gekk í leiðslu aftur á bak og áfram um skóginn, ýmist hugsandi eða syngjandi. En þegar hann kom heim á kvöldin var faðir hans oft ölvaður; þá barði hann móður hans, formælti henni og allri sveitinni og sagði, að einu sinni hefði sjer staðið til boða að ferðast langt burtu. Þetta vakti ferða- laungun hjá dreingnum. Honum fannst leiðinlegt þar heima, bækurnar æstu laung- unina, og stundum var jafnvel eins og loft- ið vildi laða hann burtu, upp yfir hæstu fjöllin. Kvöld eitt vakti Árni leingi frameftir og las. Þegar hann fjekk þunglyndis- köstin, greip hann til bókanna; hann tók ekki eftir, að það var sama, sem að hella eitri í sárið. Faðir hans var í brúðkaups- veislu, en hans var von heim um kvöldið; Margrjet hafði verið þreytt, var líka hrædd við að mæta Níelsi, og því hafði húnfar- ið að sofa. Árni hrökk saman; hann heyrði þungt fall íraman úr gaungunum, svo skrölt og gauragang við hurðina. Það var faðir hans, sem kom heim. Árni lauk upp og leit á hann. „Ert það

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.