Ísland


Ísland - 15.05.1897, Side 3

Ísland - 15.05.1897, Side 3
ISLAND. 79 tilraun til að ráða Umbertó ítalakonung af dögum. Varð það með þeim hætti, að hann stökk upp í vagn konungs, er hann keyrði til veðhlaupa fyrir utan Rómaborg, og brá morðkuta; en konungur sá tilræð- ið og vjek sjer undan, svo að hnífurinn lenti í sæti konungs. Var sökudólgurinn þegar handsamaður, en konungur keyrði til veðhlaupanna eins og ekkert hefði í skorist. Sem dæmi þess hvernig Einglendingar vernda fiskiveiðar sínar gegn yfirgangi út- lendra þjóða, má geta þess, að þeir hafa hingað til bannað útlendum skipum að fiska í „Firth of Moray“ (Morayflóanum), og haft varðskip á flóanum til að hafa gætur á útlendum fiskiskipum. Eu hjer um daginn kom það fyrir, að þýsk fiski- skip kom með veiði mikla inn til Aber- deen, sem sann&ðist að veidd hefði verið í „Firth of Moray“, og gerðu þeir margar tilraunir til að fá veiðina setta í land og selda þar með aðstoð þýska konsúlsins og málafærslumanns, en yfirvöldin settu þvert bann fyrir, og fallbyssubátur var settur til að gæta þess, að banninu væri hlýtt. Nú hefur skipstjóri fiskiskipsins sent hrað- skeyti um málið til Þýskalands, og bíður eftir svari. Þetta er eitthvað öðruvísi en þegar ensku ránsmennirnir koma inn á firðina okkar. í Danraörku er nú allt útlit fyrir, að samkomulag komist á um fjárlögin. Hafa nokkrir vinstri menn geingið úr skaftinu, og ganga að nokkru leyti inn á kröfur stjórnarinnar. Verði það ofan á, þá situr Reeds-Thott og hans fjelagar kyrrir í sín- um ráðherrasessi. Þeir sem á sínum yngri árum hafa ver- ið í Höfn, og hafa notið þeirra glaðværða, sem þessi lífsglaða borg hefur að bjóða, kannast eflaust við gamla Rantzau, vísna- skáldið og stjórnanda hinna ljettklæddu saungmeyja „Líkkistunnar“. Hann er nú dauður karlhróið. Saddur lifdaga heiugdi hann sig 26. f. m. Eiðurinn. Eiðurinn er talsvert þýðingarmikill lið- ur í rjettarfarinu enn, eins og verið hefur um margar aldir. Sá vitnisburður í hverju máli, sem staðfestur er með eiði, er skoð- aður sem sönnun, og munu oft byggðir dómar á eiðinum, að meira eða minna leyti. En skyldi það nú vera synd að segja, að þetta væri talsvert athugavert atriði? Skyldi ekki geta átt sjer stað, að eiðnum sje gefin allt of mikil þýðing. Eða, sje hann notaður, skyldi þá eigi meiga gjöra það á tryggingarfyllri hátt, en nú ergert? Það er nú öllum Ijóst, að gildi eiðsins byggist á trú trú á endurlausnarkenn- inguna og guðlegan innblástur biblíunnar, að miklu leyti. Ekki skal jeg fullyrða neitt um það, að þessi trú sje almennt farin að dofna, en of mikið er varla sagt, að hún sje nú eigi hjá öllum jafn rótgróin, eins og var fyr á öldum almennast í kristnum sið. Og væru nú nokkrir menn, og það ef til vill einmitt þeir menn, sem oft eru við málaferli riðnir, er mettu eiðinn að eingu, mundi það nú eigi geta haft þýðingu fyr- ir málin, ef byggt væri á eiðum slíkra manna? Vísindalegar rannsóknir hafa leitt það í Ijós, að það er eigi neitt sjerlega fátítt, að að menn eru sannfærðir um, að fraraburð- ur þeirra sje sannur, og vinna eið að hon- um í hjartans einlægni, þó að þeir hafi farið með alveg ósatt mál. Þíið getur ákaflega margt valdið slíku, sem hjer yrði of langt, enda óþarft að telja. Nóg er að minna á, hvernig það getur snúið öllum rökfærslum við i huga manns, ef hann verður fyrir dáleiðsluáhrif- um; en þau eru tíðari í daglegu lífi en margir ætla. Stundum kemur það fyrir, að framburð- ur byggist á míssýning, sem maður er svo sannfærður um að sje sannur, að hann eið- festir, et þess er krafist. Þetta er satt dæmi: Ólafur kærir Einar, stúkubróðir sinn, fyrir að hafa drukkið brennivín hjá ferða- mönnum á ákveðnum staðog stundu; hann og annar sjónarvottur bjóðast til að stað- festa þennan framburð með eiði. Einar ber áburð þenna af sjer; býðst að sanna með vitnum og eiði, að hann hefði á þeirri stund verið staddur á öðrum stað, enda sannaðist, að sá er drakk með ferða- mönnunum var Jón bróðir Einars. Þeir voru tvíburar og svo Iíkir, að jafnvel kunnugir gátu villst á þeim. Og þessu lík dæmi mætti telja í hundr- uðum. Þá er að gæta að, hvernig eiðnum er beitt. Það er ekki fyr en eftir að vitnið hef- ur lokið framburði sínum, að eiðurinn er tekinn af því. Hafi það nú eitthvað ofur- lítið farið utan við sannleikann, þá er nú ekki nema um tvennt að velja: að játa það að hafa borið falskan vitnisburð eða að vinna eið að því, sem sagt var. En af þessu má hugsa að margt mein- særi hafi stafað, og geri framvegis, meðan ekki er breytt til, og eiðurinn tekinn af vitnunum áður en þau fara að bera um máiið. Svo er nú eiðstafurinn sjálfur ekki sem vísdómlegast saminn. Hann gæti verið yfirgripsmeiri. „Að vitnisburður minn sje sannleikanum samkvæmur, það staðfesti jeg ..." — Sum- ir kunna að álíta, að nóg sje, að vitnis- burðurinn komi saman við sannleikann, snerti hann lítið eitt, þó meiri hlutinn sje lýgi eða mikið dregið undan. „Með mínum sáluhjálpareiði“. Hvað er „sáluhjálpareiður“ ? Eiður, sem hjálpar sálunni? Eða sáluhólpins eiður? (sbr. sálu- hjálparher). Orðalagið má ekki leyfa hverj- um að þýða eiðstafinn eftir sínum geð- þótta. Enska reglan er betri: að vinna eiðinn á undan framburðinum, og mætti eiðstaf- urinn hjer hljóða þessu líkt: „Að jeg skuli eftir bestu vitund í máli þessu segja sann- leikann, allan sannleikann og ekkert nema gannleikann, það sver jeg og legg við dreiugskap minn og trú“. Með þessum eða þvílíkum eiðstaf — og eiðinum unnum fyrirfram — yrði væntan- lega eingu síður komist að sannleikanura en nú tíðkast. Yíst er um það, að ekki vildi jeg vera dæmdur eftir hverjum eftirá eiðfestum framburði. ófeigur Teitsson. Frá fjallatindum Til fiskimiða. Prjettir hafa nú borist þessa viku að auatan með „Yestu“, en að veatan með „Lauru". Hefur norðanveðrið sem hjer rak á í byrjun þ. m., eftir þeim að dæma, náð yfir land allt. Á Seyðisfirði stóð hörkubylur með fannkomu í fjóra daga, 2.—5. þ. m. Er hætt við að hann hafi þar verið skæðari upp um Hjeraðið. Þar var víðast búið að sleppa fje, því tið hafði verið góð, en hey þrotin. Seigja austanmenn, að ef illviðrin hafi haldið þar áfram um nokkurn tíma, muni fje hafa fallið að miklum mun. Hinn 6. þ.m. var góð- viðri á Seyðisfirði. í ísafirði var veðrátta óstöðug allan fyrri mánuð, en norð&nrokið hófst þar 1. þ. m. og kyngdi niður snjó; Vestfjarðakjálkin allur fannhvítur frá fjalli til fjöru. Bylurinn stóð óslitinn þrjá fyrstu daga mánaðarins. Þá var knjesnjór á götum á ísafirði. Siðast er frjettist var hægviðri og logn vestra. Af Norðurlandi hafa enn eigi borist fregnir. Heyleysi er nú almennt um Austurland, Suður- land og Vesturland og hefur norðanhretið komið illa á. í Eyrarsveit á SnæfellBnesi er sagt, að kúm hafi verið beitt út áður en hretið byrjaði. Þá er að skýra frá því sem spurst hefur af að- gerðum norðanveðursins á sjónum og ern frjettirn- ar vestar að vestan. Þegar laugardagsveðrið skall á 1. þ.m. lágu fimm fiskiskip í Hornshöfn á Strönd- um og rak öll upp, en að eins eitt brotnaði. Það átti Ásgeir kanpmaður Ásgeirsson. Henn allir björguðust. Fleiri fiskiskip komu inn þar vestra meira og minna biluð. Tvö höfðu misst út menn, sinn einn manninn hvort. — Eyfirskt hákarlaskip hafði og farist og rak upp í Barðsvík á Horn- ströndum með þrem mönnum danðum. Það hjet „Draupnir“ og var af Akureyri. Haldið er að á þvi hafi alls verið 10 manns. Um kvöldið 1. maí fórst bátur með 7 mönnum á Patreksfirði. Hann var frá Hænuvík. Einum manninum varð bjargað. Norskan hvalabát af Vestfjörðum rak uppíÞórs- höfn á Langanesi í laugardagsbilnum og brotnaði hann í spón, en menn komust af. Lítið þilskip, „Vorsíldin", sem herra Ottó Túli- nius á Eskifirði átti, fórst um páskaleitið á Ieið af Eskifirði suður á Papós. Á skipinu voru Rikkarð Beok frá Lómastöðum í Reyðarfirði, Þórður Jóns- son, bróðir Eiríks viceprófasts á Garði í Khöfn, og þriðji maður færeyskur. Talið er víst, að farÍBt hafi snemma í fyrra mán- uði hvalveiðaskip norskt, sem þá var á leið hingað frá Noregi með 36 manns. Það átti Amlie hval- veiðamaður á Langeyri við Álftafjörð. Amlie var sjálfur með. Hann hafði nú rekið hvalveiðar þar af Langeyri um 20 ár og var nálægt áttræðu. „Vesta“ kom að austan á sunnudagsmorguninn ðg fór aftur á miðvikudag austur um á útleið. Eu „Laura“ kom á þriðjudagsmorguninn vestan að og fór aftur á fimmtudagsnótt út. Með þeim báðum var fjöldi farþega. „Georg“ kom á fimmtudagiun. Hann fór frá Skotlandi 30. f. m., en var 9 daga í Færeyjum. Með honum kom Paterson konsúll. Skipalisti. „Cimbria" (117 sml.), skipstj. H. H. Bagger, danskt fiskiskip frá fiskifjelaginu „Dan“ í Khöfn, kom frá Önundarfirði og er hjer á fiskiveiðum; „Skandia“ (259,20), skipstj. Chr. Christiansen, út- gerðarmaður Friðriksen & Co. Mandjl, timburskip til B. Guðmundssonar; „Dapelan“ (104,87), skip- stj. Pierre, franskt fiskiskip, útgerðarm. M. A. Carp- fautan & Co. frá Brieux; „Sarah E. Lee“ (98,45), skipstj. John Marshall, útgerðarm. Loring B. Has- kall, frá Glouscester, fiskiskip; „Hermod“ (93,24), Bkipstj. R. Jensen, útgerðarm. W. Fischer, Khöfn, með vörur; „Georg" (476,84), skipstj. P. Petersen; „Hans Ólsen“ (179,04), skipstj. T. 0. Nygaar, út- gm. Ásgeir Sigurðsson, saltskip frá Runcorn. Póstar eru komnir að austan og vestan, en fregn- ir um ýmsa viðburði, sem orðið hafa milli fjalls og fjöru verða að bíða næsta blaðs, og hefur hjer nú að eins verið sagt fátt af mörgu. Reykjavík. Þessi vika hefur verið hlýrri miklu en hin næst á undan. Síðari dagana hefur verið gott veður; í gær rigndi töluvert. En lítið er um gróður enn. Nú undanfarandi hefur verið mannmargt hjer í bænum og meira líf á götunum en áður. Margir hafa verið aðkomandi að austan og vestan, aðrir hafa komið með „Reykjavík“ ofan úr Borgarfirði eða sunnan úr Keflavík. Vermenn eru nú nýkomn- ir heim og eru að gleðja sig eftir sjóvolkið. Út- lendingar margir eru hjer nú einníg og ægir öllu saman, Ameríkumönnum, Norðmönnum og Dönum. Drykkjusalirnir hafa verið troðfullir frá morgni ti\ kvölds, enda er hægt að fylla þá, þvi þeir eru að eins tveir í bænum. Hjer skal nú telja ýmsa af þeim, sem verið hafa hjer staddir víðsvegar að &f landinu. Með „Vesta“ komu: sjera Halldór Bjarnarson frá PreBthólum og bíður hjer til 1. júní. Þá fer gufuBkipið „Eig- ill“ austur. — Sjera Geir Sæmundsson á Hjalta- stað; hann er nú austur í Hraungerði; fer 1. júní austur. Frú Ingunn Loftsdóttir, prestskona frá Hofteigi, ferl.júní. Pjetur Guðjohnsen frá Vopna- firðí, ÞórarinnGuðmundsson, verslunarstjóri á Seyðis- flrðí, Kjartan Jópsson frá Hofi í Vopnafirði og Sveinn Þórarinsson vert af Vopnafirði. Þeir fjórir fóru austur um aftur með „Vestu“. Með „Laura“ komu vestan að: sjera Júlíus Þórðar- son, nýkominn frá Noregi. — Sigurður Sigurðsson búfræðingur; hann fer í dag austur i sveitir til að fást við jarðabætur. — Jðn Guðmundsson versl- unarmaður; var á leið til Austfjarða. Enn hafa verið hjer aðkomandi: sjera Ólafur Helgason á Eyrarbakka, sjera Magnús Andrjesson, sjera Ólafur Ólafsson á Lundi, Magnús Ásgeirsson læknir, Sigurður Fjeldsted frá Hvítárvöllum. Umboðsmaður útgerðarmanns gufubátsins „Reykja- vik“, hr. Björn Guðmundsson timbursali, bauð landshöfðingja og bæjarstjórn Reykjavíkur að koma á sunnudaginn 9. þ. m. og skoða bátinn og fara með honum spölkorn til reynslu. Var farið af stað kl. 11 um morguninn, en með því að veður var all hvasst og vestansjór mikill jafnskjótt og komið var út fyrir eyjar, ljetu menn sjer nægja að fara yfi* undir Andrjesey, inn Kollafjörð og inn afturáhöfn- ina milli Eingeyiar og Viðeyjar; svo og hringferð um höfnina. Allir voru einhuga um, að báturinn væri hraðgeingur vel — mun fara 8—9 mílur í vöku — og einkar hentugur til mannflutninga, með því að farþegarúm eru bæði allstór og ágætlega þægileg. Báturinn hefur mikið farmrúm, enda er hann 81 smál. nettó. Reykvíkingar og aðrir, er við Faxaflóa búa, ættu nú að sýna það í verki, með því að nota bátinn og láta hann hafa nóg að gera, að þörf hafi verið á stærri bát en „Elínu“ til flutn- inga hjer um flóann. Styrkur til bátsins uiun vera 8000 kr. á ári og báturinn ráðínn til 5 ára, ef sami styrkur fæst. Það er óvanalegt hjer, að prestar sjeu vígðir á rúmhelgum dögum, en nú var það gert í þessari viku, og má Guð vita, hvernig það blessast. Prest- arnir voru: Bjarni Símonarson, vígðurtil prests að Brjámslæk, Björn Bjarnarson, til aðstoðarprests að Laufási, Geir Sæmundsson til prests að Hjaltastað og Páll Hjaltalín Jónsson til prestsí Fjallaþingum. Vigsluræðuna hjelt sjera Jón Helgason, en síðar prjedikaði Bjarni Símonarson. Sjera Bjarni er enn hjer i bænum, en þeir sjera Björn og Páll hjeldu austur um með „Vestu“. Sjera Páll er nýlega giftur Ingunni Einarsdóttnr, en sjera Björn er teingdasonur Magnúsar prasts í Laufási. Sjera JúIíub Þórðarson, sem nú kom hingað með „Laura“ að vestan, hefur verið í Noregi í vetur. Þar hefur hann haldið 12 fyrirlestra, fyrst í stúd- entafjelaginu í Kristjaníu og síðan i ýmsum bæj- um út um landið. Gerðu Norðmenn góðan róm að máli hans, eins og sjá má á norskum blöðum, og hvar Bem hann kom í Noregi var honum vel tekið. — Meðal annars talaði hann um óánægju íslendinga með hið núverandi stjórnarfyrirkomulag. Júlíus verður hjer í Reykjavík í sumar, en fer aftur ut- an til Noregs í haust og segir hann þar gott að vera. Nú er Þórður gamli Árnason Malakoff virkilega dáinn. Hann var alþekktur maður hjer í Reykja- vík og um Suðurland, hraustleikamaður og brenni- vínsberserkur. Hann dó 10. þ. m. á sjötugs aldri og varð bráðkvaddur. Nú er hann þjóðfrægur fyr- ir kvæði Ólsens í Stúdentabðkinni. Enáþvíkvæði stendur svo, að fyrir nokkrum árum flaug sú flugu- fregn um alla Reykjavík, að Malakoff værí sálað- ur. Sagði það maður manni með öllum atvikum og þóttu mikil tíðindi í bænum. En einkum vöktu frjettirnar hreifingu í flokki læknanna. Einn þeirra brá sjer þá heim, þangað Bem Þórður hafði áður búið. Hafði hann legið sjúkur um tíma. Spyr nú læknir hvar likið sje niður komið, en kelling ein, sem þar var þá fyrir, svarar: „Hann brá sjer nið- ur í bæ rjett nýskeð“. Því Þðrður var þá orðinn frískur og bráðlifandi. Annar læknir hafði hlaupið niður i búðir tíl að fá menn til að flytja líkið upp á spitala; sló hann þar á herðar manni, sem lá

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.