Ísland


Ísland - 13.08.1897, Blaðsíða 1

Ísland - 13.08.1897, Blaðsíða 1
ISLAND. Reykjavík, 13. ágúst 1897. 38. tölublað. I. ár, 3. ársfj. íSkriístofa „ÍSLAÍíDs1* er opin kl. 11—12 f.m. og 5—6 e.m. liyern yirk- an dag. Alþing. Hjer koma nú fregnir af þinginu; og af því að hlje hefur orðið á þeim um stund verðum vjer að líta nokkuð aftur í tím- ann. Par er þá fyrst að byrja á Sjálfstjórnarmálinu. Og var þess þá síðast getið, er nýtt frv. var fram lagt í neðri deild ásamt nefndar- áliti. Um það urðu langar og harðar um- ræður og snerust þær eingaungu um 1. gr. eða ákvæðið um setu ráðgjafans í ríkis- ráðinu. Kom það fram, að sumir af nefndarmönnum, sem ritað höfðu undir álit meiri hlutans, fylgdu að öllu minni hlut- anum, eða dr. Valtý, og vildu fá 1. gr. numda burtu úr frumv. Það voru þeir Guðlaugur Guðmuudsson og Skúli Thor- oddsen. Auk þeirra mæltu fram með breytingartiliögunni höf. hennar, dr. Val- týr, og Jón Jensson. En móti henni og með frumv. mæltu einkum framsögumaður Klemens Jónsson, Benedikt Sveinsson og sjera Sigurður Gunnarsson. Hjer er ekki rúm til að skýra að nokkru gagni frá umræðunum, en svo lauk, að breytingar- tillaga Valtýs var felld með 12 atkv., en frumv. meiri hlutans samþykkt með öll- um þorra atkv. og gekk það svo til efri deildar. Dansk-íslenska nefndin kom hjer einnig til umræðu og var það Jónfrá Múla sem vakti hana. Hann beindi þeirri spurning til landshöfðingja, hvað hæft væri í þeirn sögum, aðstjórnin hefði haft í hyggju að skipa nefnd manna, ís- lendinga og Dani, til að ræða ágreiniugs- atriðin í stjórnarskrármálinu, og ef svo væri, hvernig þeirri uefnd hefði átt að vera háttað. Landshöfðingi kvaðst ekki geta gefið hjer glögg svör, en þingm. Vestmanney- inga mundi það mál kunnara en sjer. Sagði þó með vissu, að komið hefði til tals að stofna nefndina, en sjer væri ekki ljóst hve langt málið hefði komist. Dr. Valtýr skýrði frá því, að uppástung- an hefði verið sú, að konungur skyldi skipa menn í nefndina, en alþing skyldi nefna annan helming en ríkisráðið hinn og konungur vera bundinn við tilnefning- ar þinganna. Svo átti Nellemann, fyrv. íslands ráðgjafi að vera oddamaður með tvígildu atkvæði. Dr. Valtýr kvaðst hafa stungið upp á því við stjórnina, að fá leyfi hennar til að bera þetta undir nokkra þingmenn og hefðu sumir af þingmönnum, sem í Rvík búa, verið með nefndinni, en allir þingmenn annarstaðar, sem svöruðu, á móti. En til þess sagði hann að aldrei hefði komið, að undirtektir þeirra hefðu nokkur áhrif, því málið hefði verið út kljáð áður svör þcirra komu og hefði strandað einkum á því, að maður, sem hefði mikii áhrif hjá stjórninni, hefði ver- ið því mótfallinn frá byrjun; svo hefði og verið álitið, að fje það sem áætlað var að til þessa þyrfti, 20 þús., mundi ekki verða veitt. Annars mælti Valtýr mjög á móti uppá- stungunni um nefndina. í efri deild er nú komið fram álit frá nefndinni og var málið þar til umræðu á miðvikudag- inn. Nefndin er klofin í tvennt og ræður meiri hlutinn, Kr. Jónsson, Sig. Stefáns- son og Hallgrímur Sveinsson, til að fella 1. gr. burt úr frumv. neðri deildar, en minni hlutinn, Jón Hjaltalín og Guttorm- ur Vigfússon vilja halda því. Nefndin hefur og tekið upp tillögu dr. Valtýs um breytinguna á 61. gr. stjórnarskrárinnar. í nefndarálitinu er það tekið fram, að frumv. neðri deildar sje að vísu fjarri því að fullnægja þeim kröfum um endurbætur á stjórnarhögum íslands, sem fram hafa verið bornar af alþingi um undanfarandi ár og sem telja verður æskilegar. Hins vegar horfi sjálfstjórnarmálið nú svo við hjá þinginu og víst miklum hluta þjóðar- innar, að lítil líkindi sjeu til, að hinar fyllst sjálfstjórnarkröfur íslendinga, eins og þær hafa verið bornar fram á undan- farandi þingum, geti feingið það fylgi þings og þjóðar, sem þær þurfa að hafa, eigi nokkur von að verða um góðan á- rangur. Því telur nefndin rjett af neðri deild að hafa valið samningaleiðina. Um ágreiningsatriðið, ríkísráðssetu ráðgjafans, fer nefndin þessum orðum: „Þegar stjórnarskráin 5. jan; 1874 kom út, töldu allir sjálfsagt, að sú venja legð- ist niður, að bera hin sjerstöku málefni íslands upp í hinu danska ríkisráði. Þau orð í 1. grein þessarar stjórnarskrár, að ísland hefði stjórn sína og löggjöf út af fyrir sig í sjerraálum þess, voru svo skýr og ákveðin, að það virtist ófæra ein fyrir stjórnina, að fara í kring um þau. En þrátt fyrir þetta hefur þessi venja haldist allt til þessa dags. Eins og íslendingar hafa aldrei verið í minnsta vafa um, að þessi venja væri gagngert brot á 1. gr. stjórnarskrárinnar, eins hefurstjórnin held- ur aldrei dirfst að styðja þessi afskifti ríkisráðsins af sjermálum vorum við ákvæði stjórnarskrárinnar, og það mundi hún þó hafa reynt, ef hún hefði getað fundið hina rainnstu átyllu í stjórnarskránni fyrir þess- ari venju sinni. Hjer er því að ræða um stjórnarvenju, sem að vísu hefur átt sjer stað um iangan aldur, en ekki hefur hinn minnsta stuðning í stjórnarlögum íslands, heldur er augljóst brot á skýrum orðum þeirra og anda. Þessi venja byggist því eingaungu ávaldboði hinnar erlendu stjórn- ar. Að vilja kippa þessu í lag með því að breyta þeim ákvæðum stjórnarskrár- skrárinnar, sem öllum hefur hingað til komið saman um að sjeu full-ljós og ákveð- in, eða að skýra þau nákvæmar, virðist vera í mesta máta tilgangslaust. Það mætti enda skilja þá aðferð svo, að þing- ið nú væri orðið í vafa um, hvort þessi ákvæði stjórnarskrárinnar væru nógu ljós og ákveðin, en þar með væri aftur dregið úr ólögmæti þessarar stjórnarvenju. Á þess- um annmarka verður eingin bót ráðin, fyrr en stjórnin sjálf lætur af þessari ó- lögmætu venju, annaðhvort af því að hún kannast við ólögmæti hennar, eða þá af öðrum ástæðum, og tekur þá að haga sjer í stjórnarframkvæmdinni eftir gildandi iög- um. En til þessa þarf einga breyting á 1. grein stjórnarskrárinnar, eins og Iands- höfðingi hefur líka rjettilega tekið fram í brjefi sínu til stjórnarinnar 20. des. 1895. Alþingi hefur og í verkinu sýnt það, að það teldi ónauðsynlegt að breyta stjórnar- skránni til þess að fá ráðna bót á þessu fyrirkomulagi, þar sem það 1891 sendi stjórninni áskorun um, að hún ljeti ekki bera sjermál íslands upp í ríkisráðinu. Þessi áskorun hefði verið allsendis ólög- mæt, ef slík breyting ekki hefði getað komist á án stjórnarskrárbreytingar". Minni hlutinn heldur því fram, að þar sem ráðgjafinn í brjefi sínu til landshöfð- ingja 29. maí þ.á. vilji lesa þann skilning inn í stjórnarskrá vora, að sjermálin skuii bera upp í ríkisráðinu, þá verði að iáta það í ljósi með sem ríkustum ákvæðum, að þetta sje gagnstætt skilningi þingsins á stjórnnrskránni. Við 1. umræðu í deildinni hjelt Sigurð- ur Stefánsson langa tölu fyrir áliti meiri hlutans. Aðrir tóku ekki til máls. Svo stendur málið nú og er ágreining- urinn milli flokkanna um það eitt, hvort taka skuli upp í frumvarpið ákvæðið um að ráðgjafinn skuli ekki eiga sæti í ríkis- ráðinu, eða að sú krafa sje látin utan við frumvarpið, en borin fram í ávarpi til konungs. Samgaungumálið. Sendimaður sameinaða gufuskipafjelags- ins, kommandör Garde, sá er semja skyldi við þingið fyrir fjelagsins hönd, kom hing- að eigi fyr en 28. f.m. Þó er nú samn- ingunum lokið og tillögur nefndar þeirrar, er skipuð var í málið, samþ. í neðri deild. Frumv. er prentað hjer orðrjett: Til gufuskipaferða, til kins Bameinaða gufuskipa- fjelags fyrstu 2 ársborganir af 5 ára styrk, er þð má eigi vera hærri þrjii síðari árin en 50,000 kr. á ári, 55,000 kr. hvort árið. Yeitist með þeim skilyrðum, að fjelagið haldi uppi stöðugum gufu- skipaferðum milli landa og kring um landið þannig: I. 1. Ferðir milli landa sjeu 16—18 hvert ár. 2. Hringferðir á millilandaskipum sje gerðar frá 1. mars til 31. október, og auk þess ein ferð til Yestfjarða í jauftar eða febráar. 3. Hringferðir þær skulu vera að minnsta kosti 6 kring um landið fram og aftur (== 12 ferðir), 4. Aðalviðkomustaðir kring um landið skulu vera 4 í hverri ferð: Reykjavík, Isafjörður, Akur- eyri og Seyðisfjörður. Auk þess má í hverri ferð bæta við 3—6 aukaviðkomustöðum til skiftis, helst sem fæstum í einu, en aldrei fleiri en 6 i sömu ferð, og skulu það einkum vera þessir staðir: Eskifjörður, Vopnafjörður, Húsavik, Sauðárkrókur, Dýrafjörðurog Stykkis- hólmur. 5. Fyrsta hringferð sje hafin 1. mars, og fjór- um þeirra sje, ef mögulegt er, lokið fyrir miðj- an júlí. Ein sje gerð um lok ágústmánaðar og framan af seftember og hin síðasta eftir miðjan október. II. 1. Tveir strandbátar, yfirbyggðir, og nægilega stórir, eftir því sem stjórnin samþykkir, með farþegarúmi fyrir minnst 10—20 í 1. farrými og 30—40 í öðru farrými, gangi stöðugt kring- um landið frá 15. apríl til 15. október, annar milli Reykjavíkur og Akureyrar austan um land, og hinn milli sömu staða vestan um land. 2. Strandbátarnir sjeu settir í svo haganlegt samband við millilandaskipin, sem unnt er, helst svo, að þeir í hverri ferð mæti einbverju í Reykjavik eða á einhverjum af hinum fjór- um aðalviðkomustöðum. 3. Viðkomustaðir strandbátanna sjeu þeir, er al- þingi nánar til tekur. IH. 1. Landsstjórnin samþykkir ferðaáætlun allra skipanna og sjer um að hún sje haldin. 2. Ferðunum sje hagað svo: a. Að alþingismenn geti komist til Reykja- víkur um lok júní, og þaðan aftur um mánaðamótin ágúst—seftember. b. Að skólapiltar komist heim úr skóla um byrjun júlímánaðar og til Reykjavíkur aft- ur um lok seftbr. o. Að kaupafólk frá Suðurlaudi fái fljóta ferð til Norðurlandsins í byrjun júlímán. og ferð þaðan aftur kring um 20. seft. d. Sjómenn fái fljóta ferð frá Reykjavík til Austurlandsins um 20. maí, og þaðan aft- ur til Reykjavíkur um 20. seftbr. 3. Millilandaskipin komi ekki við í Færeyjum í 4 ferðum fram og aftur, þar á meðal í apríl og seinast í maí eða í byrjun júní á leið frá Kaupmannahöfn, og seinast í ágúst eða í byrj- seftembor og sömuleiðis í síðustu hringferð á leið frá íslandi. 4. Farmeyrir og fargjald sje ekki hærra en nú með skipi eimskipaútgerðarinnar, og milli hafna með strandbátunum líkt og er þetta ár með strandbátnum „Bremnæs“. Fargjald milli Vestmaunaeyja og Reykjavíkur verði sama og milli Stykkishólms og Reykjavíkur. 5. Farmeyrir og fargjald milli tveggja ákveðinna staða verði hið sama, þðtt skifta verði um skip, bæði aðþvi er snertir farm og farþega.— Þó verðnr þá að nota það skip, er fyrst fer til staðar þess, er ætlað er til. 6. Allt að 50 iðnaðar- og almúgamenn fái ár- lega í þeim ferðum, er fjelagið og stjórnin koma sjer saman um, ferðir milli landa í öðru farrými fram og aftur fyrir sama verð og annars er tekið fyrir aðra leið — gegn skýr- teini frá sýslumanni eða bæjarfógeta í því umdæmi, er þeir búa í. Til Gufubátsferða á Faxafióa veitist allt að 7,600 kr., á Breiðaf. 2,500 og á ísafj.djúpi 2,500 kr. Það er víst talið, að frumv. þetta verði samþykkt af þinginu án verulegra breyt- inga. Landssjóðsútgerðinni er þá lokið að sinni og samgaungurnar aftur komnar að öllu leyti í hendur „þess sameinaða“. Síst er að sjá eftir því, þótt landssjóðsútgerð- inni sje nú hætt. En aftur á móti er hitt rjett, sem Skúli Thoroddsen tók fram í umræðu um málið, og á það hefur verið bent áður hjer í blaðinu, að það er stór- pólitiskt axarskaft að láta danskt fjelag hafa samgauugur hjer við land að gróða- fyrirtæki. Það er axarskaft svo framar- lega sem nokkur alvara væri í sjálfstjórnar- baráttu íslendinga. Það er þakkaðlands- sjóðsútgerðinni, að betri kjör bjóðast nú frá fjelaginu en áður og er það rjett, að af því að hreifing komst á málið og fje- lagið sá, að svo gæti farið að það missti af samgaungunum, þá hefur það gert þau boð, sem nú eru komin frá því. En þar

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.