Ísland


Ísland - 13.08.1897, Blaðsíða 3

Ísland - 13.08.1897, Blaðsíða 3
ISLAND. 131 hefur knúð þá til yfirg&ngs og hvor þeirra fram fylgir svo freklega sínum meinta- retti, sem hann ýtrast getur, svo sem kom- ið hefur fram um áður nefnt kjalsvín og stefnispart. En það eru eingar skýrslur komnar fram í máiinu, er heimili það, að dæma ákærða sekan fyrir þjófnað eða grip- deild, að því er snertir skipsbunkana og stefnispartinn, sem álíta verður að hann hafi tekið til sín með þeirri sannfæringu, að hann hefði rjett til að hirða þá og hagnýta sjer. Með skírskotun til hins framanritaða verður að sýkna hinn ákærða í máli þessu, bæði að því er refsiugu og iðgjöid snertir, en fyrir ósæmilegan rithátt í varnarskjali sínu í hjeraði verður hann að sektast og þykir sektin hæfilega ákveðin 10 kr., er hálf renni í landssjóð og hálf í sveitar- sjóð Presthólahrepps. Ailur kostuaður máls- ins bæði í hjeraði og fyrir yfirdómi greið- ist úr iandssjóði, þar með talin málflutn- ingslaun til sækjanda og verjanda við yfirdóminn, sem ákveðast 12 kr. til hvors þeirra. — Það vottast, að rekstur málsins í hjeraði hefur verið vítalaus, þótt leingi hafi staðið á rannsókn þess og að máls- færslan við yfirdóminn hefur verið lögmæt. Því dæmist rjett vera: Ákærði, prófastur Halldór Bjarnarson, á að vera sýkn fyrir ákæru rjettvísinnar í þessu máli, en greiði 10 kr. sekt fyrir ó- sæmilegan rithátt, er renni að helmingi í landssjóð og að helmingi í sveitarsjóð Prest- hólahrepps. Allur kostnaður málsins bæði í hjeraði og fyrir yfirdómi greiðist úr lands- sjóði, þar með talin málaflutningslaun til sækjanda og verjanda vlð yfirdóminn cand. juris Hannesar Thorsteinsson og máls- færslumanns Gísla Ísleífsssonar, 12 kr. til hvors þeirra. Sektin eftir dómi þessum greiðist áður liðnar sjeu 8 vikur eftir lögbirtingu hans að við lagðri laga-aðför. Kveðja. Jeg skrifa að eins til að þakka þjer, að þakka hina fögru, liðnu tíð, sem var svo ástar-heit og björt og blíð — þá brosti liíið hinnsta sinn við mjer. Jeg skrifa, þegar harmar hafa streymt i hugann inn mitt litla kveðju-blað. Jeg skrifa blaðið til að þakka það, sem þú veist ein — og jeg get aldrei gleymt. Jeg skrifa’ ei blaðið tii að bríxla — nei, mín besta, hugsaðu ekki slíkt með þjer. Jeg finn það vel, að öðrum eins og mjer var allt of gott að faðma slíka mey. Og þó — hvað illt, sem tala menn um mig, þá man jeg samt þann vilja innst hjá mjer, að vera maður, maður handa þjer, sem mætti gegn um lífið styðja þig Minn vilji’ er dáinn, visnuð lífs míus trú, nfi verð jeg allt af tryllta glaumsins son. t>fl varst mín eina, eina, eina von, — raín eina — jeg hef grafið hana nú. Frá þeirri gröf svo geing jeg strax um hæl og gref í lífsins feni sjálfan mig. — Nú skal jeg ekki leingur þieyta þig. Jeg þakka fyrir allt — og vertu ssel. Já, vertu scel, 6, vertu sífellt sæl, eins sæl og áður fyr þú gerðir mig. Þú veist, jeg allt af, allt af elska þig, þig eina — þó þú bregðist. — Vertu sæl. K. Leikíimi á alþiugi. Eftir því, sem nú standa sakir á alþingi, lítur svo út, sem fjárveitingin til leikfimis- umbóta ætli að misheppnast, að því er til- höguuina snertir. Fyrst leggur fjárlaga- nefndin það tii, að Sigurði Þorlákssyni verði veittar 500 kr. til að „fullnuma sig í leikfimi11, og þó það væri mikils tii of lítið tii svo mikilfeings og yfirgripsmikils náms, þá mátti svo segja, að það væri í áttina. En svo breytist alit í einu veður í lofti. Það birtist sem sje maður, er sýn- ir þingmönnum nokkrar líkamsæfingar — sem voru þó kunnar hjer áður — og þarna þóttust þingmenn hafa fundið það sem við átti og hafa nú samþykkt (í neðri deild) að veita þessum manni 1200 kr. áárifyrir að kenna æfingar, sem hver maður getur æft sig á heima hjá sjer, ef hann hefur verkfærin sem til þess þarf og þau getur hver maður hæglega veitt sjer. Ef að eins er haft fyrir augum að fá þá leikfimi, er álíta má að nægi til þess að viðhalda heilsu námsmanna, þá þarf ekki að breyta mikið frá því sem nú er og hinn núverandi leik- fimiskennari getur sjálfsagt fullnægt þeim þörfum. En það er meira sem þarf. Það þarf að umskapa leikfimiskennsluna hjer og koma henni á það stig sem hún nú er á erlendis, og þar þurfa íslendingar ekki að vera á eftir öðrum þjóðum; þar þarf eingar miljónir króna til, það þarf að eins unga og vaska dreingi og þá höfum vjer, ef þeim að eins gæfist kostur á að sýna sig. Það þarf líka að kenna hjer allt hið svo kallaða „sport“, er nú tíðkast annarstaðar. Það þarf því að gera sjer vel ljóst, þegar verið er að stórlauna mann til leikfimis- kennslu, hvað sá maður kann, hvort hann getur kennt alls kouar leikflmi og „sport“ á því stigi, sem það nú er á erlendis. Það er auðvitað, að trauðla er hægt að fá þann mann, sem er jafnfær í öllum hinurn mörgu greinum leikflmisíþróttarinnar, venj- nn er sú, að einn skarar fram úr í þessu og annar í hiuu; en það má fá menn, er þekkja allar helstu greinar þessara íþrótta svo, að þeir geta veitt tilsögn í þeim. Ef maður sá, er hjer ræðir um, kann ekki annað en það sem hann hefur sýnt hjer, þá er það alveg ónóg og ekki nema það sem hinn núverandi leikfimiskennari getur lika kenut, nema ef vera skyldi að hann hefði vanið sig á að anda með lungunum, en þessi maður kvað „anda með maganum“ og auðvitað hefur það mikla þýðingu, því sagt er, að það hafi hrifið þingheim einna mest! Líka kann leikfimisfjelag Reykja- víkur þessar sömu æfingar og hefur sýnt þær margsinnis. Sá maður, sem þingið styrkir þannig, þarf að geta kennt alls konar leikfimi; hann þarf t.d. að geta kennt fótbolta, krikket, að ganga á línu, kenna mönnum að gera ýmsar íþróttir með hest- um á hraðri ferð o.fl.o.fl. Hann þarf að vera töluvert heima í „Musik“, því marg- ar líkamsæfingar gerast í sambandi við hljóðfæraslátt og svo þarf hann að hafa og geta kennt þá uudirbúningsmenntun, er nauðsynleg er þeim, er líkamsíþróttir nema. Og svo að síðustu eu ekki síst að hafa brennandi áhuga á þessu starfi, er hjer ræðir um, en ekki gera það eingaungu af því að peningar eru í boði (sem eingan veginn er beint til þess manns, er hjer ei nú). Það virðist því rniður ráðið að binda þessa fjárveitingu við þennan mann ein- gaungu, meðan þingið ekki veit, hvað hann kann, veit, hvort hann á nokkurn hátt fullnægir þörfum vorum, þar sem þó hægt er að fá slíka menn og eigi ólíklegt að maður feingist fyrir töluvert minna fje. Þessi maður verður því að sýna meira en hann hefur gert, ef nokkurt vit á að vera í fyrir þingið að binda þessa fjár- veitingu við hann sjerstaklega. Hann get- ur vel gert þetta, ef hann er þess megn- ugur, því hjer er sfo mikið til af leikfimis- áhöldum, bæði hjá „Leikfimisfjelagi Reykja- víkur“ og svo í lærða skólanum, að hver sá sem kann með að fara, getur sýnt mik- ið með þeim verkfærum. Ef hann svo gerði eitthvað stórt, eitthvað sem skaraði fram úr því sem áður hefur verið sýnt hjer, þá fyrst gæti verið álitamál hvort binda mætti fjárveitinguna við hann sjer- staklega; þó það rjettasta væri — úr því hætt var við að styrkja efnisungling til námsins —, að veita tiltekna upphæð handa leikfimiskennara og landshöfðingi veitti svo þá upphæð þeim manni, er álitlegast- ur byðist og hefði best meðmæli um kunn- áttu og áhuga á þessum íþróttum. Því fer fjarri, að þessar líuur sjeu skrif- aðar til að niðra þeim unga og efnilega manni, sem hjer á í hlut, heldur til þess, ef einhver þingmanna vildi gefa þessu auga og athuga hvort ekki muni hafa yfirsjest, er greidd voru atkvæði um þessa fjárveit- ingu í neðri deild alþingis. Nú tekur efri deild við málinu og er bún svo heppin að hafa mann, er væri líklegt að gæti frem- ur öðrum leiðbeint í þessu máli, þar sem Jón A. Hjaltalín er; hann hefur kynnst þeirri þjóð, er í leikfimi og „sporti“ skar- ar fram úr öðrum þjóðum. T. Lr brjefi til ritstj. íslands. -------„Það er meir en satt. Við er- um ekki praktiskir íslendingarnir. Ekki svo að skilja, að við eigum ekki marga einstakliuga, sem safna töluverðu fje eftir okkar mælikvarða. En þjóðina í heild sinni vantar fasta praktiska stefnu, og einstakl- ingana vantar það ekki síður. Enda auð- mennina, sem við köllum, og þá ekki síst, vantar praktiska stefnu, sem meðlimi þjóðfjelagsins. Þeir eru áhugasamir, að drága að sem mestan búforða fyrir sitt heimili, og búast við að mögru kýrnar jeti upp þær feitu þegar minnst vonum varir, vilja því vera við öllu búnir fyrii sig og sína, leggja mikla stund á aðskilja börnum sínum eftir sem mestar eignir, þegar þeir falla frá. Eu um sveitarfje- lagið sitt, sýslufjelagið og þjóðfje- lagið, hugsa margir þeirra ekki neitt. Þeim skilst það eigi, að börnum þeirra og eftirkomendum er það meiri og betri arf ur en nokkur hundruð króna á kistubotn- inum, að mannfjelag það, er þeir eiga að lifa í, eflist og þroskist að auð og þekk- ingu. Þeim skilst það eigi, að hver ein staklingur er einn hlekkur í þjóðlifskeðj- unni, og ef öll keðjanryðgar, smádettur hver ein8takur hlekkur í sundur. Sá hugsunar- háttur, að vellíðun einstaklingsins og fram- för hans, sje fastbundin við vellíðun þess sveitarfjelags, þess hjeraðs, og þess þjóð fjelags, sem menn lifa í, þarf að vakna og glæðast hjá oss. Menn þurfa að læra að skilja, að það er eins áríðandi að hugsa um og vinna að framför og auðsafni þess fjelags, sem þeir lifa í, eins og að hugsa um og vinna að framför og auðsafni síns eigin heimilis. Sami hugsunarhátturinn ræður flestum gerðum þings og stjórnar hjá oss. Það er augnablikshagurinn, sem mest er litið á. Á alþingi er oft. rifist auðvirðilega mik- ið og leingi um hvort ekki megi gera þetta og þetta fyrir 2—4 hundruð krónur minna en um er talað í fyrstu; kemur þetta ekki síst fram, þegar verið er að ræða um að leggja fje til einhverra nýrra fyrirtækja, sem ekki er hægt, eins og menn segja, að þreifa á arðinum af fyrir fram, Þing- inu í heild sinni er ekki enn farið að skilj- ast það, að sú besta hagnýting á landsfje er það, að hjálpa með ríflegum fjárveit- ingum til að efla auðmagn og atorku hinna eínstöku hjeraða og alls landsins. Eins og nú stendur, væri sá maður eflaust kall- aður glópur og loftkastalasmiður á þingi, sem kæmi upp með það, að Iandssjóður t.d. tæki að sjer að kosta hafnargerð, þar sem hafnleysur eru, lánaði einstökum dugnaðarmönnum fje með vægum kjörum til að koma upp skipaútgerðarfjelagi inn- lendu, svo íslendingar gætu flutt og fisk- að á sínum eigin skipum, tæki að sjer að ábyrgjast innlent lífsábyrgðarfjelag, stofn- að smábanka í öllum stærri kauptúnum landsins, legði stórfje til umbóta á land- búnaðinum og margt fleira, sem telja mætti. Og þó er allt þetta sjálfsögð framfaraskil- yrði hverrar þjóðar. En við hverju er að búast af þinginu meðan þjóðin vaknar ekki. Þingmenn eru börn sinnar þjóðar og hver þingmaður jafnaðarlega meira og minna snortinn af þeim hugsuifarhætti, sem ríkir i hans kjör- dæmi, ekki síst í þess háttar málum. Þingið þarf að snúast meira að þvi að bæta hag einstaklinganna í þjóðíjelaginu, ekki með hallærislánum eða húsgangsleg- um styrkveitingum, heldur með dáðmikl- um stuðningiog stórum fjárframlögum, til eflingar atvinnuvegum og verslun lands- i manna. Meðan hver baukar sjer, meðan hvorki efnamennirnir skilja köllun sína og stöðu í þjóðfjelaginu, meðan þeir læra ekki að beita hygni sinni og efnum jafut í þjóð- fjelagsins þarfir eins og heimilisins, og meðan alþingi skilur eigi hlutverk sitt betur en er, gagnvart framförum þjóðar- innar, á meðan verður alit í molum, og ný stjórnarskrá og háskóli koma oss þá að sama gagni eins og gyllt nafnspjald upp yfir bæjardyrum á dáðlausu óþrifa- heimili. „Eu það er satt“, nú sló út í fyr- ir mjer. „Dagskrá“ segir, að öll okkar framfor byggist á að fá iiáskólann og stjórnarskrána. Mjer er svo tamt að ímynda mjer, aðef nokkur dugur og verkleg fram- för vaknaði hjá oss, þá munum vjer spreingja af oss útlendu ófrelsisböndin, og upp mun þá rísa hjá oss háskóli, hvað sem Danir segja. Nú mun best að hætta, og óska þjer og „íslandi'1 góðs geingis, og að ykkur tak- ist að vinna að því, að vekja þjóðina til dugnaðar og atorku. 80,000 kr. kastalinn. Þótt mörg afrek hins nú sitjandi al- þingis sjeu að vanda oss hinum vantrúuðu hneiksli, þá er þó fátt sem virðist flóns legra, en 80,000 kr. veitingin til húsbygg- ingarinnar (spænska kastalans) sælu — sem nú skal tylla aftan í byggingu þá, er bankastjórnin hyggst að byggja handa landsbankanuin, og sem ekki virðist neitt ókyggilegt — og sem á hvorki meira nje minna en að rúma allan landsins „mate- riella“ og andlega „Lagar“. — 80,000 kr. til að byggja fyrir hús handa aðal-póstaf-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.