Ísland


Ísland - 22.01.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 22.01.1898, Blaðsíða 1
II. ár, 1. ársfj', Reykjavík, 22. janúar 1898. 3. tölufolað. Póstafgreiðslunienn og brjef- hirðingamenn eru skyldir að taka á nióti pöntun að „ís- landi" og útvega blaðið frá póststofunni í Reykjavík syo fljótt, sem póstgaungur leyfa. Þeir sem Yerða fyrir vanskil- um á biaðinu frá póstmönnum eru beðnir að tilkynna það út- gefanda sem fyrst. Minnisspjald. Landsba-ikinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 slðdegia.-Bankastjóri við kl. 117,-lV.. - Annar gæslustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum kl. 5—6 siðdegis 1. mánud. i hverjum mánuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá kl. 12—2 siðd.j á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjdrncur-ixmdií 1. og 3 fmtd. i man., kl. 5 siðdegis. Fátœkranefndar-fm&ir 2. og 4. fmtd. 1 mán., M. 5 siðd. Náltúrugripasafnið (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2-3 siðdegis. Merki og skifting landa. Fátt er tíðara misklíðarefni granna eu ágangur af skepnum þeirra hvers á annars land, eða ýms ásælni sú, er orsakast sjálf- rátt eða ósjálfrátt af nábýli og ó- glöggum merkjuua. Mörgutn bænd- am bregður eins og komið sje við hjartað i þeiin, ef þeim finnst eitt- hvað skertur drottinrjettur sinn yfir landi því, er þeir telja til sinna umráða. Eu þó hirða þeir almennt mjög lítið um að hafa glögg merki um jarðir sínar, — því síður gripheld að lögum. Landamerkjalögin (17. mars 1882) áttu að ráða bót á þessu. En íjærri fer þvi, að sú hafi raun á orðið. Næstu árin (7) eftir að lögin komu í gildi rifust menn að vísu, meira og almenuar en nokkru sinni áður nje síðan, um merki roiUi jarða um land ailt, og þó menu kæmu sjer víða saman um nPunkta og línur", er skifta skyldu löndum, skrásettu það og skrifuðu undir, þá risa þó í flest- um hjeraðam meiri og miuni málaferli út af landamerkjum milli jarða. En nú skyldi maður ætla, að allt þess konar væri farsællega til lykta leitt. Það er þð eigi svo; því fyrst og fremst munu mál þau, er höfðuð hafa verið út af landamerkja-ágreiningi naumast vera útkljáð alstaðar, og svo hef- ur mönnum, alstaðar þar sem jeg þekki til, gleymst að hlýða því ákvæði landamerkjalaganna (2.gr.), að nsetja marksteina eða hlaða vörður á merkjum með hæfiiegu millibíli, evo merki sjeu auðsjeð, eða aðhUða merkjagarð eða grafa merkjaskurð", þar sem glögg landamerki eigi eru af uáttúruim- ar völdum, „svo sem fjöll, gil, ár eða lækir, en sjónhending ræður". Þannig eru ákvæði landamerkja- laganna um glögga merkjasetaing miili lauda brotin árlega og ár eftir ár, án þess að löggæslumönn- um vorum detti í hug að skifta sjer af slíku, og þótt það valdi misklíð og ósamþykki nágranna út af ágangi, áslætti og öðru þees konar dögum oftar. Þó sist sje ástæða til að fegra ólöghlýðui alþýðu í þessu efni nje öðruai, verður og hjer og í mörg- um öðrum greinum að felia skuld- ina fremur á löggætendur; því þeir ættu þó að vita og þekkja hvað eru lög og skylda, þar sem allnr þorri alþýðu nú á dögum eirga hugmynd hefur um slíkt. í ritgerð um ágang búfjár í „Lögfræðingi", eftir Pál Brlem, eru leidd rök að því, að telja beri ákvæði Jónsbókar um lóggarða á landamerkjum og garðlagsskyldu jarðaeigeuda í fullu gildi. En auk þess sem þess er getið um Iögbók þassa (Árb. Esp.J, að hún hafi í mörgu frá uppíiafi eigi þótt vel við háttu og hæfi Ianda vors, og því eigi náð hylli eða verið framkvæmd í öllum greinum, er hún nú orðin svo gömul (yfir 600 ára), að þess er eigi að væiita, að^þeim ákvæðum hennar, sem íítt eða eigi hafa ver- ið framkvæmd áður, sje nu hlýtt, og liggur því næst að álíta þau úrelt, eða fyrir aldurs og aðgerða- leysis sakir úr gildí fallín; en þetta verður eigi sagt til afsök- uaar óhlíðni við lög, sem eigi eru eldri en landamerkjalögin (15 ára), og er því hirðuleysið um að fram- kvæma fyrirmæli þeirra með öllu ófyrirgefanlegt. Víða eru landamerkjalínur (eft- ir sjónhending) svo langar, að hundruðum, þúsundum faðma eða jafnvel mílum skiftir (svo sem á afrjettarlöudum), og liggja þær um margs konar landslag, liæðir og lágar, og án þess að sjeð verði frá einu endamarki til annars. Slíkar „línur" er því mjög nauð- syulegt að ákveða með nægilega glöggum merkjum (vörðum), „með hæfilegu millibili", eins og landa- merkjaiögin ákveða. Annars er eigi unnt fyrir menn hvar sem þsir eru st&ddir á svæði línunnar, að vita hvoru megin hennar þeir eru, og getur því árekstur (búfje rekið yflr merkí) og ásláttur (sleg- ið á eingi yfir merki) auðveldlega att sjer stað að óvilja manna. Þar sem svo stendur á, eru hlut- aðeigandi landeigendur sjálfir alls eigi vissir um, hvað þeir með rjettu mega eigna sjer, en hættir þá oft við, hvorum fyrir sig, að eigna sjer meira en þeim ber, og verður allt slíkt að ágreiningi. En hefði eða væri landamerkja- lögunum hlýtt, eins og þau eru stíluð til, væri nú fyrir nokkrum áruœ öllum slíkum deilum lokið, og samlyndi nágranna komið í mikið betra horf en nú 4 sjer stað víða. „G-arðar eru granna sættir" er garala orðtækið; en vegna þess, hve lönd jarða eru hjer stór, bú- in smá og fóSkið fátt hjer i landi, verður ekki gert ráð fyrir að lacdamerkja-löggörðum verði upp komið að svo stöddu. En ef land- ið yrðí betur ræktað svo jarðir hækkuðu í verði, má gera ráð fyrir, að farið yrði að girða lönd- in Iöggórðum. En þess er hiu mesta nauðsyn, að fara nú þegar að vinna að því að gera glögg merlti með vörðum skurðum o. s. frv. cins og landa- merkjalögin ákveða, þar sem það eigi hefur verið gert. Það mun vera ætlunarverk amtmanna, sýslumanna og hrepp- stjóra að sjá um að lögunum sje hlýtt. _________ Allvíða er það, að tvær eða fleiri jarðir eiga land saman ó- skíft til beitar og ýmsra nota annara, þó túnum og öðrum slægj- ura sje skift. Á mörgum jörðum er einnig tvi- eða fleirbýli og sinn eigandi eða eigendur að hverjum ábúðarhluta, en landi óskift að öllu nema slægjum. í sumu til liti getur þetta komið sjer vel, og eru þá hlutaðeigeodur ánægðir með fyrirkomulagið; en aftur á móti eru mörg dæmi til að þatta er mesta óánægjuefni. En þó ein- hver hlutaðeigandi óski að fá sín- um hluta í slíkum jörðum skift úr, mun erfltt að fá það nema með samþykki allra hlutaðeigenda; því eingin lög 'munu vera til um það efni. Pæru menn nú að leggja meiri rækt við jarðir sínar, og tækju að rækta tún eða eingi í stærri stíl, og leggja undir það allt það land, sem vel væri til þess fallið, væri óumflýjanlegt að skifta lönd- um víða, þar sem nú er sameign. Þess vegna þarf að semja lög um þettaefni: bæta þaðgat, sem hjer er á lóggjöf landsins. Það er verkefni fyrir þingmenn- ina að spreyta sig á. G. s. Um samsaunginn 15. og 16. jan. „Musikfjelag Reykjavíkur" hjelt Concert eða samsaung í Iðnaðar- mannahúsinu kvöldin 15. og 16. þ. mán.; „programmið" var hið sama í bæði skifti, og gaf fjelag- ið þar almenningi kost á að heyra hljóðfæri — violin, lúðra, harmo- nium og flautu — og kórsaungva, sungna af körlum og konum. Þykir ætíð vel við eiga, að minn- ast að einhverju leyti á þessa samsaungva í blöðunuin, og vil jeg því biðja „ísland" um, að ljá mjer rúm fyrir nokkrar athuga- semdir, sem jeg vildi koma fram með, þessum samsaung viðvíkj- andi. Um samsaungva hjer i bæ er sjaldan sagt annað en lof eitt, stundum verður það að oflofi; þar er sagt frá, að samsaungurinn hafi verið svo og svo vel sóttur, það hafi þótt hin besta skemmtun, einn eða fleiri hafi hlotið lófaklapp fyrir íþrótt sína, en svo sem aldrei neitt getið um, hvernig hin eis- stöku „númer" eða liðir „pro- gramsins" haíi farið. Jeg ímynda mjer, að þeir, Bem „kritiseruðu" hafi verið hálfhræddir við, að styggja einhvern af saungmönn- unum, og því kynokað sjer við að ieysa frá skjóðunni og segja sína hjartans méiningu. Þar sem eingin „kritik" er við höíð, þar getur heídur ekki verið um neina framför að ræða. Menn hjakka jafnt og þjett í sama farið, og láta allt gott heita. Fyrsta skil- yrðið fyrir nokkurri framför í allri „musik", hvarsemer, verður því: að þeir, sem efna til samsaungs, hvort holdur þar er sungið eða spilað, venji sig á, og þar með Iæri, að „kritisera" saung sinn eða „spil"; — ef þeir gera það samviskusamlega, þurfa þeir ekki að óttast harða „blaðakritik". Opinber „kritik" gefur oft góðar bendingar svo ráða má bót á því, sem miður hefur faríð, og má því einginn, sem finnur hjá sjer köíl- un og vilja til að lagfæra eitthvað i þessu efni, liggja á liði síuu, þó hann með dómi sínum kynni að baka sjer óvi'.d eins eða fleiri. „Program" „Músikfjel. Reykja- víkur" hafði að innihaldi 6 kór- saungva; öll þau hljóðfæri, aem kostur var á, voru höfð til að „spila undir" með lögunum; þar voru lúðrar, violin og harmonium, ef ekki meira. Skal jeg strax taka það fram, að eftir því sem jeg gat best heyrt, áttu að minnsta kosti lúðraruir og violinin þar ekkert erindi; það var lítið anaað á þau spilað með saungnum en sjálft lagið, og þau gerðu því lít- ið annað en að draga úr saung- num og meir að segja að spiila fyrir; þau voru með köflum allt annað en „óföisk" og máttu því vel missa sig. Að þessi áminnstu hljóðfæri, og þó einkum íúðrarnir, voru „fölsk", hygg jeg koma af því, að þau voru ekki nógu vel „stemd" ; þar getur ekki verið um neina afsökun að ræða, lúðramenn- irnir og hinir, sem streíngjahljóð- færin höfðu, gáfu sjer góðar stund- ir, þar að auki voru hvíldir tvis- ar, 15 mín. í senn. Það er eins og það sje að verða „móðins" hjá „Músikfjelagi Rvíkur", að trana fram lúðium, violinum og öðrum hljóðfærum, sem „aecompagni- menti" við kórsaungva, þegar því verður við komið, og er þess lítið gætt hvort við á eða ekki. Hvort það kemur til af því, að fjelag- inu að öðrum kosti flnnst áheyr- ehdurnir fá of lítið fyrir inngangs- eyrinn, eða því finnst það vera hátiðlegra og „fínna", er ekki gott að vita, en vel væii, og bet- ur færi, ef fjelagið vildi temja sjer, að beita hljóðfærum sínum að eins þar, sem þau eiga við og alls ekki annarsstaðar. Á þessum samsaung vir hrúgað saman hljóð- fæiunum fi'veg ástæðulaust; það hefði, fyrir ekki stærri saungflokk, verið nóg að hafa að eins Har- moníið, en best hefði verið að fá að heyra kórin ein út af fyrir sig. Vera má, að kórin hefðu ekki getað „klárað sig„ án hjóðfæris; ef svo hefði verið, þá hefði líka verið eins gott að slá striki yfir það allt; kór, sem ekki geta sung- ið án stuðnings, eru ónýt. Yfir höfuð er það um kórin að segja, að þau eru hvergi í heimi látin syngja með hljóðfærum nema í þaim lögura, þar sem beinlínis er svo til ætiast. Það væri fróðlegt að vita hver hefur útaett „accom- pagnementið" við kórlög þessi, cins og þau voru spiluð. Hafi fjeíagsmenn gert það sjáifir, — þá fæ jeg ekki sjeð með hvaða rjetti. Um sjálfann saungflokkinn skal jeg vera fáorður. Hann var miður vel æfður, samsetningin og raddskipunin ekki sem best. Kór- inu og „dirigeatinum" er það þó tií afsökuuar, að hin fyrnefnda er safuað úr öllum áttum; músik- fjelagið ætti að reyna til að koma sjer upp „fðstu kóri", svo allt af væri sama saungfólkið — með því værí mikið unnið hvað það suertir. Karlmannaraddirn- ar í „blandaða kórinn" voru settar bak við kvennraddimar, og

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.